Morgunblaðið - 30.07.2020, Qupperneq 27

Morgunblaðið - 30.07.2020, Qupperneq 27
Hanna Þóra Helgadóttirviðskiptafræðingur ogmatarbloggari breytti lífsstíl sínum fyrir tveimur árum eftir að hún fékk áfall við að sjá mynd sem hafði verið tekin af henni og póstað á Facebook. Hún ákvað að prófa Ketó mataræðið og við það varð algjör umbylting á líðan hennar og heilsu. Hvað varð til þess að þú umbyltir þínu mataræði og valdir að byrja á Ketó? Það urðu ákveðin tímamót í lífi mínu fyrir tveimur árum. Pabbi hafði tekið mynd af mér í fjölskyldu boði og ég missti andlitið þegar ég sá hana og hugsaði með mér ‘’vá Hanna, þú ekki á góðum stað.’’ Á þessum tíma leið mér ekki vel og myndin kristalaði það. Ég var orðin allt of þung, með mikinn bjúg, farin að þjást af liðverkjum og leið almennt ekki vel. Það má eiginlega segja að við það að sjá þessa mynd þá opnaðist eitthvað innra með mér og ég fann mjög skýrt á þessum tímapunkti að ég yrði að gera eitthvað í mínum málum. Í framhaldinu fór ég að spá í hvað ég gæti gert, því ég var búin að prófa ýmislegt áður með misgóðum árángri. Ég rakst á umfjöllun um Ketó og fannst sú leið höfða strax til mín. Ég byrjaði að lesa allt sem ég komst í um Ketó og þar á meðal var jákvæð umfjöllum um áhrif á frjósemi sem mér fannst afar áhugavert og var einnig stór þáttur í því að ég valdi að prófa þessa leið. Finnur þú mun á líðan þinni og heilsu eftir að þú byrjaðir á Ketó? Já, ég finn gríðarlegan mun. Í byrjun ákvað ég að gefa þessu 3 vikur og sé ekki eftir því. Ég fann strax mun á sjálfri mér. Fyrstu vikuna fóru 4 kg af bjúg og eftir 3 vikur var orkan komin í botn. Áður en ég breytti um lífsstíl þurfti ég að leggja mig yfir daginn. Þessi þreytuköst eru alveg horfin núna. Eftir þessar 3 vikur leið mér það vel að það var bara ekki aftur snúið. Ég er orkumeiri, sef betur og vakna úthvíld á morgnana. Ég þarf ekki lengur að ströggla við halda mér í kjörþyngd og líður almennt miklu betur líkamlega sem andlega. Það er algjört lykilatriði að halda mig við þetta mataræði því ef ég fæ mér auka kolvetni finn ég strax fyrir vanlíðan. Ég get svarið það að það er næstum eins og þynnka, blóðsykurinn fer í rugl og ég verð mjög þyrst. Tekur þú einhver bætiefni? Já og ég held að það sé mjög mikilvægt. Til dæmis eru góðar fitusýrur mikilvæg viðbót við ketógenískt matarræði og því hreinni sem olían er - þeim mun betra. Þess vegna tek ég Krill olíu daglega. Mitt uppáhald er Krill olían frá Natures aid. Einnig tek ég B12 og járn munnspreyin, þar sem ég hef verið blóðlítil í mörg ár. Ég passa svo upp á steinefnin og tek D-vítamíni alla daga. Það er einnig mikilvægt að passa upp á að fá nóg af trefjum þegar maður er á ketó svo ég bæti auka trefjum við mataðæðið. Ég nota trefja mikið í matargerð og bakstur. Ég á t.d. alltaf trefjakex til og finnst mér það algjör lifesaver. Hvað finnst þér best við ketó? Allur maturinn sem ég borða er mjög góður, maður er saddur, en samt nær maður góðum árangri og líður vel. Ég er mikil sósu- kona og finnst voða gott að borða og þar sem það er svo margt leyfilegt í ketó þá líður mér aldrei eins og mig skorti eitthvað. Hvað er það versta við ketó? Að mega ekki borða ávexti. Það fannst mér erfiðast í byrjun, en með tímanum verður þetta auðveldara og maður hættir að spá í það. Ég leyfi mér jarðaber og bláber út á mat og það er dásamlegt. Hvar sérðu þig eftir 5 ár? Vonandi að halda mínu striki í matarræði og halda áfram að láta mér líða vel. Ég vil stækka mína miðla og halda áfram að hjálpa fólki. Það væri draumur að gefa út bók. Byrjendaráð frá Hönnu Þóru: • Best er að kynna sér lífsstílinn vel og auðvelt er að finna upplýsingar á netinu. • Gott er að fylgja öllum „reglum“ vel fyrsta mánuðinn því þá á árangurinn ekki eftir að láta á sér standa. • Mikilvægt er að undirbúa hvað maður ætlar að borða fyrirfram og vera óhrædd/ur við að prófa nýjar uppskriftir. Fjölbreytni skiptir miklu máli upp á úthaldið. • Það er mikilvægt að búa til nýjar matarminningar og njóta þeirra. • Svo er bara að hafa gaman að og mun að lífið er ekki spretthlaup, þetta er langhlaup. 3ja mánaða skammtur Sykurlaust og án gerviefna Útsölustaðir: Öll apótek, heilsuverslanir,og flestum stórmörkuðum. Munum eftir D-vítamíninu ALLA DAGAD-vítamín fyrir ónæmiskerfið Vaxandi fjöldi klínískra rannsókna sannar að D-vítamín er ósungna hetjan sem við þurfum öll nauðsynlega á að halda. DLÚX vítamínmunnúði tryggir hámarksupptöku Algjör umbylting á orku og líðan á Ketó mataræði Ketó lífsstíllinn umbreytti algjörlega lífi Hönnu Þóru matarbloggara til hins betra. Nú hvetur hún og hjálpar öðrum í gegnum samfélagsmiðla. Hanna Þóra breytti um lífsstíl eftir að pabbi hennar póstaði mynd af henni á Facebook. Fjarðarkaup og Nettó bjóða upp á ketó pakka í samvinnu við Hönnu Þóru, en pakkinn inniheldur Krill olíu og eru ketó þvagstrimlar í kaupbæti, en strimlarnir sýna hvort þú sért komin í ketósu eða fitubrennslu. Í pakkanum fylgja einnig upplýsingar um ketógeniskt mataræði ásamt ráðum og uppskrift frá Hönnu Þóru. Hægt er að fylgjast með Hönnu Þóru á Instagram - hannathora88 Ketógenískt mataræði (KETÓ) er lágkolvetna- og fituríkt mataræði. Það felur í sér að draga úr kolvetnaneyslu og skipta henni út fyrir fitu. Með því að lækka kolvetnaneyslu setur maður líkamann í annað efnaskiptaástand sem kallast ketósa, þar sem fita er notuð sem aðal eldsneyti líkamans. UPPSKRIFT Trefjakexið mitt er uppáhalds nestið mitt og gott að eiga alltaf til. Það er svo létt að grípa í það og gera að góðri máltíð Inulín trefjakex 1 egg 2 msk inulin trefjar 2 dl hörfræ 1/2 dl möndlumjöl Himalaya salt (magn eft smekk – ég spara ekki saltið) Öllu blandað saman í skál og smurt þunnu lagi á bökunarpappír Bakið í 12-15 mínútur á 180 gráðum á blæstri þar til stökkt. Slökkvið á ofninum og leyfið því að þorna inní ofninum í nokkrar mínútur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.