Morgunblaðið - 30.07.2020, Síða 29
29
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. JÚLÍ 2020
Flatey Framkvæmdir hafa staðið yfir á bryggjunni í Flatey á Breiðafirði, þar sem tréverkið er endurnýjað.
Kristinn Magnússon
Slitgigt í mjöðm og
hné eru tiltölulega al-
gengur sjúkdómur.
Smám saman finnur
sjúklingur fyrir stirð-
leika og verk sem verð-
ur verri með tímanum.
Ganga verður erfið
sem og smávægilegar
athafnir eins og að fara
í sokka. Endanleg
meðferð við slitgigt er
gerviliðaaðgerð þegar allt annað
hefur verið reynt og hafa þessar að-
gerðir sýnt sig geta bætt lífsgæði
sjúklinga umtalsvert.
Undirritaður starfaði erlendis um
árabil við gerviliðaskurðlækningar.
Ekki ætla ég að þreyta lesandann á
því að bera saman mismunandi heil-
brigðiskerfi en staðreyndin er sú að
ég varð mjög hugsi yfir stöðunni á
Íslandi þegar ég hóf þar störf. Bið-
listarnir voru lengri en ég var vanur.
Tilfinningin sem ég fékk var ann-
ars vegar að þetta „væri bara
svona“ – eins og eitthvert sér-
íslenskt menningarlegt fyrirbrigði
og að fjallið væri einfaldlega orðið of
stórt. Svona eins og litla barnið sem
hefur sig ekki í að taka til í herberg-
inu sínu þar sem draslið er einfald-
lega orðið of mikið.
Umræðan um þetta
var og er líka furðulega
lítil að mínu mati og
deyr fljótlega út, sér-
staklega þar sem
Landspítalinn og ís-
lenska ríkið, eigandi
hans, tekur varla þátt í
henni.
En hvað snýst þetta
um? Vandamálið er í
raun ákaflega einfalt
þegar maður hugsar
um heildarmyndina.
Þetta snýst um venju-
legt fólk sem hefur fengið slitgigt í
liðina og getur lítið að því gert.
Flestir eru eflaust ósköp venjulegt
fólk, er í vinnu eða komið eftirlaun
og flestir hafa borgað sína skatta til
ríkisins og staðið við sitt gagnvart
ríkinu. En er ríkið að standa við sitt
á móti?
Er eðlilegt að biðtíminn sé svona
langur af því að fólk var svo óheppið
að fæðast á Íslandi? Er þetta bara
svona? Af hverju er farið svona með
þetta fólk?
En þá eiga læknarnir auðvitað að
forgangsraða.
En hvernig áttu eiginlega að gera
það? Vissulega eru augljós tilfelli
þar sem þetta er gert. Hins vegar er
vel þekkt samkvæmt fræðunum að
röntgenmynd af mjöðm eða hné með
slitgigt, hversu slæm eða falleg hún
er, hafi ekki endilega samband við
einkenni sjúklinga, þar á meðal
verk. Það er einnig erfitt að meta
verk. Verkur er mjög einstaklings-
bundið fyrirbæri sem er breytilegur
milli sjúklinga og einnig upplifunar
sjúklinga af sínum verk. Einnig get-
ur sami sjúklingur verið mismun-
andi góður eða slæmur af sínum
verk á mismunandi tíma. Hvernig á
eiginlega að meta þetta? Hvaða
sjúklingur er verri en annar?
Og svo er enn einn sjúklingahóp-
ur sem gjarnan gleymist og stendur
mér nærri. Sjúklingar sem þurfa
enduraðgerðir á gerviliðum. Hvað á
að gera við þá? Hvað á að gera við
þetta fólk sem truflar sennilega
stóra Excel-skjalið? Þetta fólk er al-
veg með jafn slæma verki og hinir,
ef ekki verri.
Enduraðgerðir á gerviliðum eru
ekki þær einföldustu, skurðlæknar
sem framkvæma þær eru fáir og að-
gerðirnar eru erfiðar að skipuleggja
þar sem þær eru tæknilega flóknar.
Þetta fólk sést oftast ekki á neinum
listum þegar upplýsingar eru gefnar
um fjölda á biðlista.
En nú ætla ég mér að koma að
kjarna málsins. Hvernig leysum við
þetta?
Er raunverulegur áhugi til staðar
á þessu verkefni eða einskorðast
áhuginn við uppgerðaráhuga þegar
einhver kemur í viðtal vegna þess að
fjölmiðlar hafa slysast til að fjalla
um sjúkling sem hefur þurft að bíða
lengi eftir lausn sinna mála?
Lausnin á skimunarvandamálinu
á Covid-19-veirunni vakti nefnilega
athygli mína. Skimanir voru fram-
kvæmdar af Íslenskri erfðagrein-
ingu vegna þess að Landspítalinn,
sjálft háskólasjúkrahúsið, gat það
ekki á þeim tíma. Hvað gerðist svo
þegar þetta fyrirtæki hætti sínum
skimunum? Þá gat Landspítalinn
skyndilega leyst vandamálið. Senni-
lega vegna þess að þeir urðu hrein-
lega að gera það.
Þess vegna spyr ég, eru biðlist-
arnir á Landspítalanum eftir gervi-
liðaskurðaðgerðum vonlaust verk-
efni eða ekki? Ef þetta er vonlaust
að mati ríkisins – af hverju þá bara
ekki að viðurkenna það opinberlega
og gefast upp. Ef þetta er gerlegt,
snýst þetta þá um áhugaleysi eða
peningaleysi af hálfu ríkisins? Eða
eigum við að taka sömu umræðuna
ár eftir ár án þess að eitthvað ger-
ist?
Íslensk stjórnvöld og Landspít-
alinn þurfa að stíga fram og sýna
sínar hugmyndir. Það furðulega er
að skurðlæknar Landspítalans eru
sjaldnast spurðir um hvaða hug-
myndir þeir hafa um vandamálið og
hvernig mögulega Landspítalinn
gæti leyst biðlistavandamálin.
Er hægt að fjölga liðskipta-
aðgerðum á Landspítalanum með
því að gera aðgerðir um helgar?
Er hægt að gera tímabundið átak
í liðskiptaaðgerðum meðan aðrar
valkvæðar aðgerðir bíða?
Væri hægt að láta skurðlækna
Landspítala framkvæma aðgerð-
irnar á öðrum spítölum?
Eða eiga bara allir sjúklingarnir
að fara í aðgerð erlendis eða á Klín-
íkinni þar sem bara sumir sjúkling-
ar geta borgað fyrir aðgerð?
Eru sjúklingar með slitgigt í
mjöðm eða hné eða þeir með lausa
gerviliði ekki nógu fínn sjúklinga-
hópur til að einhver nenni að tala
um þá og eigum við bara að vona
það besta?
Eftir Ásgeir
Guðnason » Tilfinningin sem ég
fékk var annars veg-
ar að þetta „væri bara
svona“ – eins og eitt-
hvert séríslenskt menn-
ingarlegt fyrirbrigði og
að fjallið væri einfald-
lega orðið of stórt.
Ásgeir Guðnason
Höfundur er bæklunarskurðlæknir
sem starfar sem sérfræðingur í lið-
skiptaaðgerðum og enduraðgerðum
gerviliða á Landspítalanum.
Staða gerviliðaskurðlækninga á
Landspítalanum – áhugaleysi eða getuleysi?
Alveg er það maka-
laus brota- og svika-
vilji sem borgarstjóri
og hans meirihluti í
Reykjavík hefur við-
haft í flugvallarmál-
inu. Og enn meiri
undrun vekur að bæði
alþingismenn og ráð-
herrar skuli ekki
grípa í taumana. Burt
skal flugvöllurinn
segja Dagur og samstarfsmenn
hans í borgarstjórn, þvert ofan í
allt samkomulag um að flugvell-
inum verði ekki raskað nema ný
lausn liggi fyrir.
Flugið og einkabíllinn eru fyrir
Reykvíkingum, segja Dagur og fé-
lagar. Ríkisstjórnin virðist krók-
loppin í málinu, gleypir borgarlínu
úr lófa borgarstjórans, þótt enginn
viti almennilega um hvað hún snýst
eða hvaða vanda hún leysir eða
kostar þjóðina í peningum. Dagur
gerir meira að segja tilraun til að
fórna Sundabraut. Hann ætlar að
byggja fyrir Sundabraut og íbúðar-
hús í veg fyrir flugið. Ætlunin er að
þrengja að fluginu og hrekja það
þannig burt.
Svo berast fregnir af því að fjár-
málaráðherra hefur líka lagt niður
vopn sín eða þannig má lesa bréf
ráðuneytisstjórans til borgarstjór-
ans á dögunum. Flugvallarvinir
segja að samkomulag sem sam-
gönguráðherra gerði við borgar-
stjórann í nóvember 2019 sé að
engu haft, en þar segir: „Þá lýsir
Reykjavíkurborg jafn-
framt yfir vilja sínum
til þess að tryggja
nauðsynlegar breyt-
ingar á aðalskipulagi.“
Og minna má enn
fremur á dýrasta sátt-
mála sögunnar í sam-
göngumálum, sem þrír
lykilmenn ríkisstjórn-
arinnar gerðu með
borgar- og bæjar-
stjórum höfuðborgar-
svæðisins um borg-
arlínu fyrir tæpu ári
upp á 120 milljarða. Þau þurfa því
að bera saman bækur sínar, Bjarni
Benediktsson fjármálaráðherra og
Sigurður Ingi Jóhannsson sam-
gönguráðherra og Katrín Jakobs-
dóttir forsætisráðherra. Dagur B.
Eggertsson er að ná öllu sínu fram
og getur slátrað flugvelli þjóðar-
innar í Vatnsmýrinni innan tuttugu
mánaða.
Flugvöllurinn snýr að lífs-
gæðum og lífsöryggi
Ég hef aldrei á langri ævi horft á
annan eins skrípaleik og flugvallar-
málið. Báðir aðilar málsins fara
með vilja þjóðarinnar eins og í
svikamyllu. Að vísu er þetta allt
ætlunarverk Dags B. Eggerts-
sonar, og ekkert þýðir að ræða
málið við hann, byggingaráformin
og brotaviljinn liggja fyrir. Alþingi
ber að verja flugvöllinn í Vatns-
mýrinni, því að hann er hluti af lífs-
gæðum og lífsöryggi landsmanna.
Nær væri að setja lög sem tækju
skipulagsvaldið af borginni hvað
flugvöllinn varðar og setja hann inn
í stjórnarskrá. Nú þrefa stjórn-
málamenn í stjórnarskrármálinu
um embætti forseta Íslands sem
ekkert hefur til saka unnið. Þó hef-
ur þjóðin átt forseta sem greip í
neyðarhemil tvisvar þegar meiri-
hluti á Alþingi virtist hafa tapað
glórunni í Icesave.
Eftir Guðna
Ágústsson
Guðni Ágústsson
»Ég hef aldrei á
langri ævi horft á
annan eins skrípaleik og
flugvallarmálið. Báðir
aðilar málsins fara með
vilja þjóðarinnar eins og
í svikamyllu.
Höfundur er fv. alþingismaður og
ráðherra.
Tekst Degi borgar-
stjóra að slátra
Reykjavíkurflugvelli?