Morgunblaðið - 30.07.2020, Page 34
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. JÚLÍ 2020
Sími 557 8866 | pantanir@kjotsmidjan.is | Fossháls 27, 110 Reykjavík
Opnunartími
7.30-16.30
Mjög gottúrval af gæðakjöti
Komdu við eða sérpantaðu
Berglind er á því að gæðin séu mikil
á íslenskum veitingahúsum en núna
síðast heimsótti hún veitingastaðinn
Viðvík á Ólafsvík sem hún var ein-
staklega ánægð með.
„Á Viðvík er lögð áhersla á góða
þjónustu og frábæran mat í hlýlegu
og fallegu umhverfi. Matseðillinn er
lítill og hnitmiðaður og gæði hrá-
efna í fyrirrúmi. Við pöntuðum okk-
ur fjölbreytta rétti og allir voru yfir
sig hrifnir. Ég hef ekki getað hætt
að hugsa um tempura-þorskinn síð-
an við vorum í heimsókn og þyrfti
mögulega að athuga með heimsend-
ingarþjónustu í Mosfellsbæ,“ segir
Berglind um staðinn.
Viðvík er fallegur og notalegur
fjölskyldurekinn veitingastaður með
stórbrotnu útsýni til Snæfellsjökuls,
yfir Breiðafjörð og Krossavík. Veit-
ingastaðurinn er aðeins opinn yfir
sumartímann (frá maí til
september) og stendur í
fallegu nýuppgerðu
húsi við þjóðveginn.
Húsið var byggt árið
1942 og var áður
sveitabær sem bar
nafnið Viðvík og þann-
ig kom nafnið á veit-
ingastaðnum til.
Parið Aníta Rut og Gils
Þorri ásamt bróður Gils,
Magnúsi Darra, og maka hans
Helgu eiga staðinn og hafa
staðið vaktina hvern ein-
asta dag yfir sum-
artímann síðan stað-
urinn var opnaður. Þau
keyptu jörðina og
gamla sveitabæinn í
ágúst 2016, byrjuðu
framkvæmdir í upphafi
árs 2017 og var veit-
ingastaðurinn opnaður um
sumarið sama ár.
„Viðvík er sannarlega enn ein
perlan á Snæfellsnesi. Ég hefði
ekki trúað því hversu undursam-
legir veitingastaðir eru á þessu
svæði fyrr en við fórum að ferðast
þarna um í sumarfríinu okkar. Ég
hugsa að það líði ekki á löngu þar
til ég þarf í heimsókn aftur, þótt
það væri ekki nema aðeins til að
gæða mér á þessum dýrindis veit-
ingum og keyra svo aftur í bæinn,“
segir Berglind en myndirnar sem
hún tók af matnum eru hver ann-
arri girnilegri eins og sjá má.
Veitingastað-
urinn Viðvík á
Snæfellsnesi
Þjóðin ferðast innanlands í sumar eins og flestir vita
og margir hafa verið duglegir að deila jákvæðum
upplifunum hér innanlands inni á bloggsíðum og
samfélagsmiðlum. Veislubókarhöfundurinn Berglind
Hreiðarsdóttir á Gotteri.is er ein þeirra en hún hefur
gert víðreist um landið og heimsótt veitingastaði.
Látlaus Viðvík er í gömlu húsi frá 1942 sem búið er að gera upp.
Ljósmynd/Berglind Hreiðarsdóttir
Spriklandi ferskur Steiktur þorsk-
hnakki, perlubygg, brennt smjör,
kapers og möndlur
Dásamlega ferskt Á Viðvík er að finna gott úrval af frábæru sushi. Klikkar ekki Einföld og góð samloka sem féll vel í kramið hjá krökkunum.
Ómótstæðileg önd Hægeldað
andalæri, jerúsalem-ætiþistlar,
grænkál og appelsínugljái.
Grísasamloka Rifið grísa-
kjöt, sýrt rauðkál, japanskt
majónes og BBQ-sósa, bor-
ið fram í brioche-brauði.