Morgunblaðið - 30.07.2020, Page 35
Aðalstræti 2 | s. 558 0000
Tryggðu þér borð á
www.matarkjallarinn.is
fylgir hverri ferðagjöf sem innleyst
er hjá Matarkjallaranum
FORDRYKKUR
Rósa Margrét Tryggvadóttir
rosa@mbl.is
„Ég ætlaði nú bara að búa til Insta-
gram til að halda utan um myndir af
honum og fylla ekki mitt eigið Insta-
gram af hundamyndum. Ég bjóst
aldrei við því að hann yrði svona vin-
sæll! Ég hef alltaf haft gaman af ljós-
myndun og myndvinnslu. Hugo er
líka mikill karakter og ég held að per-
sónuleiki hans og gæði myndanna
geri hann eftirtektarverðan,“ segir
Ásta Haraldsdóttir, eigandi hundsins
Hugos sem má segja að hafi nú hlotið
titil áhrifavalds í heiminum en hund-
urinn er nú með hátt í 19.500 fylgj-
endur á samfélagsmiðlinum Insta-
gram.
Glaði hundurinn Hugo
Þar gengur hann undir nafninu
„Happy dog Hugo, eða á íslensku
„glaði hundurinn Hugo“.
Ásta hefur búið ásamt eiginmanni
sínum Jóni Kristjánssyni í
Massachusetts í Bandaríkjunum, þar
sem hann starfar, í rúmlega eitt og
hálft ár en þau hjónin bjuggu til In-
stagram-aðgang fyrir Hugo fljótlega
eftir að þau fengu hann. Hugo, sem
er tæplega níu mánaða, er af svokall-
aðri „mini goldendoodle“-tegund sem
er blanda af hundategundunum „gol-
den retriever“ og „toy poodle“. Segir
Ásta að fylgjendafjöldi Hugos hafi
fjölfaldast í kórónuveirufaraldrinum
en í mars á þessu ári fylgdu honum
um 5.000 manns.
Schwarzenegger sýndi áhuga
„Þetta hefur farið hratt vaxandi á
síðustu mánuðum,“ segir Ásta og
bætir við að á sama tíma og fylgjend-
unum fjölgaði hafi þau hjónin farið að
fá mikið af fyrirspurnum frá fyr-
irtækjum, fjölmiðlum og fólki sem
vildu vita meira um Hugo. Meðal
annars deildi tímaritið Cosmopolitan
mynd af Hugo á Instagram-síðu
sinni.
„Toppurinn var samt líklega þegar
Patrick Schwarzenegger, sonur Arn-
old Schwarzenegger, sendi mér skila-
boð og hafði áhuga á því að fá sér ná-
kvæmlega eins hund og Hugo,“ segir
Ásta.
„Okkur finnst ótrúlega gaman að
vera með þetta Instagram og Hugo
er orðinn mjög vanur myndavélinni.
Stundum þegar ég tek upp mynda-
vélina stillir hann sér upp sjálfur en
svo á öðrum stundum er hann þreytt-
ur og þá leyfi ég honum að hvíla sig
og bíð bara eftir betra tækifæri til
þess að ná góðri mynd,“ segir Ásta
spurð út í það hvað Hugo „segi“ við
því að vera orðinn Instagram-
stjarna. Hún bætir við að eftir að vin-
sældir Hugos fóru að aukast hafi
mörg fyrirtæki sóst eftir samstarfi
með þeim og segir að Hugo sé hæst-
ánægður með að fá reglulega nýtt dót
og nammi til að smakka.
Ásta segir að þau hjónin hafi dottið
í lukkupottinn með Hugo sem er að
hennar sögn alveg yndislegur, róleg-
ur, klár og elskar alla.
Gott að vera með félaga í Covid
„Okkur hefur alltaf langað í hund
saman en við ferðumst mikið og ein-
hvern veginn hentaði aldrei að eiga
hund þegar við bjuggum á Íslandi.
Þegar við fluttum til Bandaríkjanna
sáum við hvað það er auðvelt að eiga
dýr hérna. Flestir veitingastaðir og
verslanir leyfa dýr og það er auðvelt
að ferðast með þau innanlands,“ segir
Ásta.
Hún segir að þau hjónin séu hæst-
ánægð með að búa í Bandaríkjunum
og stefni ekki á að flytja annað á
næstunni.
„Það hefur hins vegar líka verið
undarlegt að búa hér á þessum tím-
um í Covid-faraldrinum þar sem
ástandið hefur alls ekki verið gott og
við höfum verið mikið föst heima við.
Það hefur því verið mikill kostur að
eiga eins frábæran félaga og Hugo
sér við hlið til að létta lundina.“
„Bjóst aldrei
við að hann yrði
svona vinsæll“
Goldendoodle-hundurinn Hugo, sem er í eigu Ástu
Haraldsdóttur og Jóns Kristjánssonar, hefur heldur
betur slegið í gegn á samfélagsmiðlinum Instagram
þar sem hann er nú með hátt í 19.500 fylgjendur.
Fyrirsæta Hundurinn Hugo hefur sannarlega heillað marga enda einstaklega mikið krútt og góð fyrirsæta en nú fylgja honum 19.400 manns á samfélagsmiðlinum Instagram.
Fjölskylda Ástu þykir vænt
um fyrstu myndina af Hugo
ásamt henni og Jóni.
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. JÚLÍ 2020