Morgunblaðið - 30.07.2020, Page 50
50 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. JÚLÍ 2020
Ragnheiður Birgisdóttir
ragnheidurb@mbl.is
„Þetta er mikill heiður,“ segir
klassíski harmóníkuleikarinn Jónas
Ásgeir Ásgeirsson, sem mun frum-
flytja harmóníkukonsert ásamt
kammersveitinni Elju í kvöld í
Menningarhúsinu Miðgarði í
Skagafirði. Konsertinn, sem er eft-
ir Finn Karlsson, er þriðji íslenski
harmóníkukonsertinn og sá fyrsti
þeirra sem saminn er fyrir Íslend-
ing. „Það er frábært að geta stuðl-
að að sköpun þeirra,“ segir Jónas.
Hann lauk meistaranámi í Kaup-
mannahöfn nýverið og snerist
meistararitgerð hans um klassíska
harmóníku á Íslandi.
Jónas segir þá Finn þekkjast
vel, þeir séu báðir búsettir í Kaup-
mannahöfn og hafi verið í námi við
tónlistarháskólann þar. Finnur
hefur samið tvö kammerverk sem
Jónas hefur flutt, annað þeirra var
fyrir harmóníkutríó og hitt fyrir
harmóníku, söng og slagverk.
„Hann hefur kynnst harmóníkunni
og mér sem hljóðfæraleikara og
stakk upp á því við mig að fyrra
bragði hvort við ættum ekki bara
að skella í þetta,“ segir Jónas og
vísar þá til konsertsins. Þeir hafi
síðan velt fyrir sér hvaða hljóm-
sveit þeir ættu að fá með sér í lið
og fundist Elja liggja beint við.
Jónas hafði flutt með þeim harm-
óníkukonsert eftir Þuríði Jóns-
dóttur jólin 2018 og þekkti því vel
til sveitarinnar.
Elja leikur á fimm stöðum
Jónas heldur í tónleikaferðalag
ásamt kammersveitinni Elju þar
sem verk Finns verður frumflutt.
„Það er gaman að koma þessu
verki sem víðast,“ segir Jónas.
Auk þess verða á efnisskránni
verk eftir Caroline Shaw, Igor
Stravinsky og Felix Mendelssohn.
Leikið verður á fimm stöðum
undir stjórn Bjarna Frímanns
Bjarnasonar. Í kvöld, 30. júlí, kl.
20, verða tónleikar í Menningar-
húsinu Miðgarði í Skagafirði.
Föstudags- og laugardagskvöld,
31. júlí og 1. ágúst, kemur Elja
fram á vegum Berjadaga á Ólafs-
firði. Á sunnudag leikur sveitin í
félagsheimilinu Miklagarði á
Vopnafirði. Þriðjudaginn 4. ágúst
verður síðan haldið á Kirkjubæjar-
klaustur og tónleikar haldnir í fé-
lagsheimilinu Kirkjuhvoli. Hring-
ferðinni lýkur með tónleikum í
Háteigskirkju í Reykjavík föstu-
daginn 7. ágúst.
Konsert Finns verður síðan
hljóðritaður fyrir geisladisk sem
Jónas er að vinna að. Diskurinn
mun innihalda íslenska samtíma-
tónlist fyrir klassíska harmóníku.
„Það eru til íslensk harmóníku-
verk eftir mjög merk tónskáld
sem hafa aldrei verið hljóðrituð
eða jafnvel aldrei verið flutt,“
segir Jónas. Hann sá því í hendi
sér að tilvalið væri að safna sam-
an íslenskum tónsmíðum fyrir
harmóníku. Með þessu vonast
hann til að kynna harmóníkuna
sem klassískt hljóðfæri hérlendis
og kynna íslenskar tónsmíðar er-
lendis. „Það er mjög spennandi að
taka upp verk eftir Atla Heimi
Sveinsson og Þorkel Sigurbjörns-
son sem ég hef ekki fundið neinar
heimildir um að hafi verið flutt
áður.“
Auk þess hefur Jónas pantað
einleiksverk frá Þuríði Jónsdóttur,
sem verður á plötunni. „Það er
ótrúlega spennandi því það eru
ekkert það mörg íslensk einleiks-
verk fyrir harmóníku til, svo það
er frábært að geta verið með í að
bæta í þann hóp,“ segir Jónas.
Búinn að vera á hlaupum
Jónas hefur haft í nógu að snú-
ast hér á landi í sumar, hann hefur
meðal annars spilað með tónlist-
arhópnum KIMA, meðal annars á
Sumartónleikum í Skálholti þar
sem þau frumfluttu verk stað-
artónskáldanna Gunnars Karels
Mássonar og Þórönnu Björnsdótt-
ur. Hann kom einnig fram á tón-
leikum Íslandsdeildar UNM þar
sem myndbandsverkið Nú erum
torvelt eftir Hildi Elísu Jónsdóttur
var frumflutt ásamt öðrum verkum
eftir ung íslensk tónskáld. Í verki
Hildar brá Jónas sér í hlutverk
Egils Skallagrímssonar og túlkaði
Sonatorrek með harmóníkunni.
„Stundum koma góðar vertíðir
eins og í sumar. Ég er bókstaflega
búinn að vera á hlaupum að spila.
Það er náttúrlega frábært þegar
það er hægt,“ segir Jónas. „Þegar
maður stuðlar að sköpun fleiri
tónsmíða og vinnur meira með
tónskáldum og tónlistarfólki skap-
ast verkefnin eiginlega af sjálfu
sér. Það er ekki nóg að sitja og
bíða eftir að einhver hringi, maður
verður að vera sinnar eigin gæfu
smiður. Ég er að reyna að koma
harmóníkunni meira inn í sam-
félagið, inn í tónlistarkreðsuna, og
þá mun það náttúrlega vinda upp
á sig.“
Jónas segir þau vera fimm
Íslendinga sem stundi klassískt
harmóníkunám erlendis og því sé
mikið blómaskeið harmóníkunnar í
vændum hér á landi. „Við erum
fjögur í Kaupmannahöfn og svo er
ein í Freiburg í Þýskalandi. Það
hafa aldrei verið svona margir
Íslendingar í framhaldsnámi á
harmóníku áður. Ég tel að klass-
íska harmóníkan verði á uppleið
næstu áratugina út af þessu. Nú
er fólk farið að vinna heima og
flytur svo kannski heim. Þá byggj-
um við nýja kynslóð harmóníku-
leikara. Þetta er mjög spennandi,“
segir Jónas.
Ljósmynd/Efi Anagnostidou
Eftirsóttur „Ég er bókstaflega búinn að vera á hlaupum að spila,“ segir Jónas Ásgeir Ásgeirsson harmóníkuleikari.
Tónleikaferð Kammersveitin Elja verður á ferð og flugi um landið.
Klassíska harmóníkan á uppleið
Jónas Ásgeir Ásgeirsson frumflytur harmóníkukonsert Finns Karlssonar ásamt Elju
Halda í tónleikaferðalag um landið Vinnur að plötu með verkum fyrir klassíska harmóníku
Tómas Guðni Eggertsson leikur á
sjöttu tónleikum Orgelsumars 2020
í dag kl. 12.30 en Listvinafélag
Hallgrímskirkju stendur fyrir há-
degistónleikum með íslenskum org-
anistum alla fimmtudaga í sumar
frá 25. júní til 20. ágúst og gefst
áheyrendum kostur á að heyra níu
íslenska organista, sem starfa við
kirkjur víða um land, leika listir
sínar í Hallgrímskirkju, að því er
fram kemur í tilkynningu.
Tómas er organisti við Selja-
kirkju og mun hann flytja hið
þekkta Adagio eftir Albinoni,
Tokkötu og fúgu í d-moll og sálm-
forleikinn O Mensch, bewein’ dein’
Sünde groß, eftir J.S. Bach ásamt
kafla úr verkinu L’Ascension eftir
Messiaen.
Tómas lauk prófi í píanóleik frá
Nýja tónlistarskólanum undir
handleiðslu Vilhelmínu Ólafsdóttur
vorið 1996 og hlaut BA-gráðu frá
Royal Scottish Academy of Music
and Drama í Glasgow árið 1999 og
Postgraduate-gráðu ári síðar.
Aðgangseyrir er 1.500 krónur
fyrir fullorðna en ókeypis er á tón-
leikana fyrir félaga í Listvinafélag-
inu og börn yngri en 16 ára. Miða-
sala er við innganginn.
Organisti Tómas Guðni Eggertsson, organisti við Seljakirkju.
Leikur verk eftir Bach,
Albioni og Messiaen
Suðurlandsbraut 20, Reykjavík, sími 588 0200, eirvik.is
samlegt ka
nýmalað,
engin h lki.
á
y
–