Morgunblaðið - 05.08.2020, Side 1

Morgunblaðið - 05.08.2020, Side 1
M I Ð V I K U D A G U R 5. Á G Ú S T 2 0 2 0 Stofnað 1913  182. tölublað  108. árgangur  GRÍÐARLEG TÆKIFÆRI Á ÁSBRÚ MINNAST UPPRUNANS BARÁTTAN UM EVRÓPUBIKARA HEFST Á NÝ ÍSLENDINGADAGUR Í MANITOBA 10 SOLSKJÆR Í GÓÐRI STÖÐU 23VIÐSKIPTAMOGGINN  Ráðamenn leita nú leiða til að bregðast við auknum ferða- mannafjölda hingað til lands, fjölda sem er kominn að þolmörkum grein- ingargetu Landspítalans hvað varð- ar landamæraskimun. Sigurður Ingi Jóhannsson, sam- göngu- og sveitarstjórnarráðherra, segir að ýmsar leiðir séu færar en Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir greindi frá því á upplýsingafundi al- mannavarna að samgöngu- ráðuneytið ynni nú að því að setja reglugerð sem miðaði að því að tak- marka þann fjölda ferðamanna sem til landsins kemur ef þess gerist þörf. Skarphéðinn Berg Steinarsson ferðamálastjóri segir að svo stöddu engar vísbendingar um að hertar aðgerðir undanfarna daga vegna kórónuveirufaraldursins hafi leitt til afbókana til Íslands. Þar með talið hjá ferðamönnum frá Suður-Evrópu sem koma jafnan síðar á sumrin en ferðamenn frá Norðurlöndunum og Þýskalandi. „Mér þætti sérkennilegt ef eitthvað slíkt væri komið fram nú þegar. Markaðurinn er einfaldlega ekki svo næmur. Ég myndi ætla að þeir sem væru að koma hingað núna hefðu síður áhyggjur af veirunni,“ segir hann. »4 og ViðskiptaMogginn Morgunblaðið/RAX Ferðamenn Búast má við gestum hingað til lands frá Suður-Evrópu nú síðsumars. Engar vísbendingar enn um afbókanir  Ari Edwald, forstjóri Mjólk- ursamsölunnar, segir veltuna það sem af er ári vera um 2% minni en í fyrra. Vegna kórónu- veirufaraldurs- ins hafi sala á fyrirtækjamark- aði dregist sam- an um tugi prósenta. Samdráttur- inn á þeim vettvangi hafi verið um 30% í maí en salan síðan aukist. Meiri umbúðanotkun Ari segir aukna veltu á smá- sölumarkaði hafa vegið upp sam- dráttinn á fyrirtækjamarkaði. Hins vegar kalli smásalan á meiri um- búðanotkun, ásamt því sem verð á aðdráttum, eins og umbúðum, hafi hækkað þegar krónan gaf eftir. Ari segir arðsemina af rekstri MS óviðunandi til lengdar. Hvað snertir áform MS um að reisa nýjar höfuðstöðvar á Hólms- heiði segir Ari að MS þurfi að taka afstöðu til þess hvort það ráði við slíkt verkefni. Nánar er rætt við Ara í ViðskiptaMogganum í dag. Veltan hjá MS 2% minni en í fyrra Ari Edwald Ágúst Ásgeirsson Jóhann Ólafsson Byggingar í Beirút í Líbanon skulfu er tvær risa- stórar sprengjur sprungu á hafnarsvæði borgar- innar síðdegis í gær með þeim afleiðingum að í það minnsta 78 týndu lífi. Yfir þrjú þúsund slösuðust. Höggbylgjan sem myndaðist eftir sprengjuna fannst á Kýpur, sem er í um 240 kílómetra fjar- lægð. Fréttamaður frönsku fréttaveitunnar AFP á staðnum sagði tjón hafa orðið á hverri einustu verslun í viðskipta- og verslunarhverfinu Hamra. Sprengingarnar eiga sér stað á sama tíma og Líbanar glíma við verstu efnahagskreppu sína í áratugi. Hefur hún steypt helmingi þjóðarinnar í fátækt. Efnahags- og atvinnulíf hefur hrunið í Líb- anon undanfarna mánuði og gjaldmiðill landsins stórlækkað gagnvart Bandaríkjadollar. Fyrir- tækjum hefur verið lokað í kippum og fátækt auk- ist hratt á sama tíma og atvinnuleysi hefur stór- aukist. Þá er sprengt á sama tíma og beðið er dóms- kvaðningar í máli vegna aftöku Rafic Hariri for- sætisráðherra í gífurlega öflugri bílsprengingu í Beirút árið 2005. Ásamt honum lést 21 maður í til- ræðinu mikla. Fjórir meintir liðsmenn Hezbollah- samtakanna eru sagðir bera ábyrgð á tilræðinu en þeir eru sóttir til saka að þeim fjarstöddum fyrir rétti í Hollandi. Yfirmaður öryggismála í Beirút, Abbas Ibra- him, sagði í gærkvöldi að hugsanlega hafi gamalt og haldlagt sprengiefni í geymslu í vöruhúsi á hafnarsvæðinu sprungið. Líbanskir fjölmiðlar segja að um sé að ræða natríumnítrat, sem gert var upptækt fyrir meira en einu ári. Reiðubúin að aðstoða við björgunarstarf Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Guð- laugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra sendu Líbönum samúðarkveðjur í gærkvöldi. Katrín sagði hug Íslendinga hjá þeim sem hefðu misst ástvini og þeim þúsundum sem væru slösuð; hugur Íslendinga væri hjá líbönsku þjóðinni. Guðlaugur Þór tók í sama streng og Katrín og sagðist harmi sleginn yfir atburðum gærdagsins. Enn fremur sagði hann Íslendinga reiðubúna til að aðstoða við björgunarstarf í Beirút. Að minnsta kosti 78 látin AFP Eyðilegging Gríðarleg eyðilegging blasti við á hafnarsvæðinu í Beirút, sem og víðar í höfuðborginni, eftir að sprengjurnar mannskæðu sprungu.  Gríðarleg eyðilegging eftir tvær kröftugar sprengingar í Beirút  Viðbúið að tala látinna hækki  Forsætis- og utanríkisráðherra senda samúðarkveðjur Aron Þórður Albertsson aronthordur@mbl.is Lán til bíla- og tækjakaupa ein- staklinga námu nærri 1,2 milljörð- um króna hjá Landsbankanum í júnímánuði og hafa aldrei numið hærri upphæð. Vekur slíkt athygli í ljósi þess að á tímabilinu var bylgja heimsfarald- urs kórónuveiru nýyfirstaðin. Að- spurður segir Arnbjörn M. Rafns- son, forstöðumaður bíla- og tækjafjármögnunar Landsbankans, að ástæðurnar þar að baki séu margþættir. Þó megi rekja aukn- inguna að mestu til uppsafnaðrar eftirspurnar sem skapaðist í kjölfar faraldursins. 80% vegna notaðra bifreiða „Við fundum fyrir miklum sam- drætti í apríl og svo aftur í maí. Hins vegar tók þetta aðeins við sér um miðjan maímánuð og því skýrist aukningin að hluta af tilfærslu. Fólk hélt að sér höndum á þessum tíma,“ segir Arnbjörn. Lán til bíla- og tækjakaupa í júlí- mánuði voru ekki síður mikil og námu þá rétt um 1.008 milljónum króna. Er skýringin þar að baki mikil aukning í sölu notaðra bif- reiða. Segir Arnbjörn að um 80% af fjármögnun bankans í flokki bíla og tækja megi rekja til notaðra bif- reiða. „Þetta skýrist einvörðungu af aukningu í sölu notaðra bíla. Það kemur kannski til af því að fólk var hvatt til að ferðast innanlands og ákvað þess vegna að endurnýja bíl- inn. Framboð af slíkum bílum er mikið enda eru bílaleigur að skera niður flotana. Mér heyrist á bílasöl- um að það vanti nýlega bíla í sölu,“ segir Arnbjörn. Mikið lánað til bílakaupa  Útlán Landsbankans vegna bíla- og tækjakaupa námu 1,2 milljörðum í júní MMet slegið ... »6

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.