Morgunblaðið - 05.08.2020, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 05.08.2020, Qupperneq 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. ÁGÚST 2020 Smiðjuvegi 34 • gul gata Kópavogi Sími 544 5151 • biljofur@biljofur.is biljofur.is Verkstæði // Varahlutir // Smurþjónusta Sérhæfð þjónusta fyrir 544 5151 Tímapantanir Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Andrés Magnússon andres@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Pétur Magnússon petur@mbl.is Tveir ungir sagnfræðingar standa nú í ströngu við að grúska í 80 ára gömlum skjölum úr skjalasafni ut- anríkisráðuneyt- isins í Þjóð- skjalasafni Íslands. Mark- mið verkefnisins er að endurskrá og birta skjöl tengd hernám- inu, en í ár eru 80 ár síðan Ísland var hernumið af Bretum 10. maí 1940. „Niðurstaðan verður fyrst og fremst sú að það verða nokkur þús- und skjöl gerð aðgengileg í haust, sem tengjast hernáminu sér- staklega,“ segir Unnar Rafn Ingv- arsson, umsjónarmaður verkefn- isins og fagstjóri miðlunar hjá Þjóðskjalasafni Íslands. Íslenska stjórnkerfið sprakk út „Vandamálið hjá okkur er að það er eitt að skrá skjalasöfn, en annað að birta þau og miðla þeim. Skrán- ingin þarf að vera miklu ítarlegri svo fólk finni eitthvað; að það þurfi ekki að fletta í gegnum mörg þús- und síður til að finna upplýsingar.“ Verkefnið er unnið með tilstyrk Rannís og hlaut úthlutun úr Ný- sköpunarsjóði námsmanna, en að verkefninu vinna tveir sagn- fræðinemar, Daníel Godsk Rögn- valdsson og Árni Björn Jóhann- esson. Unnar segir að á stríðsárunum hafi allt sprungið út í stjórnkerfi Ís- lands og til varð gríðarlega mikið af gögnum. Íslenskir embættismenn þurftu að læra hratt hvernig átti að fóta sig í þeim gjörbreytta heimi sem blasti við í styrjöldinni og stjórnsýslan þurfti að sinna mörgu. „Það varð til ansi mikið af gögn- um, og það er mikil vinna að fara í gegnum þau,“ bætir hann við. Áttatíu ár eru síðan Ísland var hernumið, en að sögn Unnars eru skjöl gjarnan opnuð almenningi eft- ir áttatíu ár. „Þess vegna getum við miðlað þessu til allra.“ Verkefnið hefur gengið vel í sum- ar, en stefnt er að því að birta hluta gagnanna í lok mánaðar. Í sept- ember, þegar verkefninu lýkur, verða mörg þúsund skjöl gerð að- gengileg almenningi. „Hvort þetta muni breyta heims- myndinni eða sögunni veit ég ekki, en þarna er mikið af áhugaverðum skjölum,“ segir Unnar. Birta mörg þúsund skjöl um hernámið  Ungir sagnfræðingar vinna að því að endurskrá og birta skjöl utanríkisráðuneytisins frá hernámi Hernám Hermenn við slippinn í Reykjavík 1945. Ísland var hernumið 10. maí 1940, en í kjölfarið sprakk stjórnkerfið út og mikið af gögnum varð til. Unnar Rafn Ingvarsson Ágætur gangur hefur verið í framkvæmdum við Hús íslenskunnar að undanförnu og er húsið nú farið að taka á sig mynd. Spor- öskjulaga form byggingarinnar er farið að sýna sig og heil hæð hefur bæst við síðan í vor. Langur vegur er síðan framkvæmdin gekk undir nafninu hola íslenskra fræða. Framkvæmdir hófust í lok sumars í fyrra en Húsi íslenskunnar er ætlað að vera full- byggt haustið 2023. Þá verður starfsemi Árnastofnunar og íslenskudeildar Háskóla Ís- lands flutt í bygginguna. Morgunblaðið/Árni Sæberg Hús íslenskunnar tekur á sig mynd Nýliðinn júlímánuður var víða um land ýmist sá næstkald- asti á öldinni eða sá þriðji kaldasti, að því er kemur fram vef Veðurstofunnar. Meðalhiti í Reykjavík var 10,7 stig sem er 0,9 stigum neðan meðallags 1991 til 2020 og 1,3 stigum undir meðal- tali síðustu tíu ára. Á Akureyri var meðalhiti nú 10,1 stig, 1,1 stigi neðan meðallags 1991 til 2020, en 1,3 gráðu neðan meðaltals síð- ustu tíu ára. Meðalhiti mánaðarins var hæstur við Skarðs- fjöruvita 12 stig en lægstur 3,1 stig á Gagnheiði. Á láglendi var meðalhitinn lægstur 6,9 stig á Fonti á Langanesi. Trausti Jónsson veðurfræðingur segir á heimasíðu sinni, að lítillega kaldara hafi verið í Reykjavík í júlí árin 2018 og 2002. Hlýjast var í fyrra, þá var meðalhiti 13,4 stig og var það hlýjasti júlí allra tíma í Reykjavík. Sá kaldasti var árið 1874 en þá var meðalhiti aðeins 8,4 stig, 2,3 stigum kaldara en nú. Svipað ástand var í júlí 1983 en þá var með- alhitinn 8,5 stig. Nýliðinn júlímánuður með þeim kaldari á öldinni  Meðalhiti í Reykjavík var 10,7 stig og 10,1 á Akureyri Morgunblaðið/Arnþór Sól Þótt júlí væri ekki mjög hlýr var oft hægt að sitja úti.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.