Morgunblaðið - 05.08.2020, Qupperneq 13
13
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. ÁGÚST 2020
Minjar Fjórtán ár eru síðan varnarliðið hætti starfsemi hér. Vera Bandaríkjahers markaði spor í sögu Íslendinga og þessi þota á stalli við Keflavíkurflugvöll minnir fólk á þá tíma.
Árni Sæberg
Hægt og bítandi
verður myndin skýr-
ari. Efnahagslegar af-
leiðingar kórónuveiru-
faraldursins eru
fordæmalausar. Í
löndum Evrópusam-
bandsins dróst lands-
framleiðsla milli ára
saman um 11,9% á
öðrum ársfjórðungi
eftir 3,2% samdrátt á
þeim fyrsta. Þetta er mesti efna-
hagssamdráttur í áratugi og miklu
meiri en í eftirleik fjármálakrepp-
unnar 2008.
En staðan er misjöfn. Verst er
staðan á Spáni, Ítalíu og í Frakk-
landi. En jafnvel Þýskaland glímir
við erfiðleika. Efnahagssamdráttur
hefur aldrei verið meiri í einum
fjórðungi en apríl til júní síðast-
liðnum – yfir 10% miðað við sömu
mánuði á síðasta ári. Athyglisvert
er að evruríkin glíma við meiri
samdrátt en önnur lönd. Samdrátt-
urinn er ekki aðeins meiri á evru-
svæðinu heldur eru ríkisskuldir
sem hlutfall af landsframleiðslu
hærri. Evrulöndin glíma við meira
atvinnuleysi en þau ríki Evrópu-
sambandsins sem standa utan við
myntbandalagið.
9,7% af heimsfram-
leiðslunni glatast
Öll stærstu hagkerfi heimsins
hafa orðið fyrir þungu höggi vegna
Covid-19. Kína glímir við erf-
iðleika. Í fyrsta skipti frá því að
hagskýrslugerð hófst þar í landi
minnkaði landsfram-
leiðsla á milli ársfjórð-
unga. Janúar til mars
var samdrátturinn
6,8%. Kínversk stjórn-
völd hafa hins vegar
gefið út að dæmið hafi
snúist við og hag-
vöxtur á öðrum fjórð-
ungi hafi verið 3,2%.
Hagfræðingar hafa
deilt á opinberar hag-
tölur kínverskra
stjórnvalda – segja
þær ýktar til að draga
upp betri mynd af efnahagslegri
frammistöðu. En óháð slíkum deil-
um reiknar Alþjóðabankinn með að
hagvöxtur í Kína falli niður í 2% á
þessu ári frá 6% á síðasta ári og
jafnvel verði vöxturinn enginn.
Í Bandaríkjunum er staðan
verri. Samdrátturinn á öðrum árs-
fjórðungi var tæplega 9,5%. Um 15
milljónir starfa hafa glatast í efna-
hagslegum hremmingum vegna
Covid-19. Þjóðskrá Bandaríkjanna
telur að meira en helmingur heim-
ila hafi orðið fyrir tekjumissi. Hag-
fræðingar vara við að það taki
mörg ár að vinna upp þann skaða
sem vírusinn hefur valdið fyr-
irtækjum og heimilum.
Í Suður-Kóreu féll lands-
framleiðslan um 2,9% á öðrum árs-
fjórðungi. Efnahagssamdrátturinn
í Japan var 3,4% á fyrstu þremur
mánuðum ársins. Þannig er hægt
að fara yfir heiminn. Ekkert land
kemst hjá því að takast á við efna-
hagsleg áföll vegna Covid.
Þróunarbanki Asíu taldi í maí að
efnahagslegur kostnaður heimsins
af Covid-19 gæti orðið allt að 8,8
billjónir dollara eða 9,7% af heims-
framleiðslunni. Frá því að sérfræð-
ingar bankans lágu yfir tölum hef-
ur útlitið aðeins versnað.
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn [AGS]
telur að alþjóðlegur hagvöxtur
verði neikvæður um 4,9%. Sam-
drátturinn verður mestur hjá iðn-
ríkjunum eða 8% gangi spár sjóðs-
ins eftir.
Góðu fréttirnar eru þær að
þrengingarnar eru tímabundnar.
Efnahagur heimsins ætti, að öðru
óbreyttu, að fá góðan byr í seglin á
næsta ári. AGS spáir 5,9% hag-
vexti. En hagspár eru brothættar.
Þróist heimsfaraldurinn á verri
veg hefur það neikvæð áhrif á bú-
skap heimsins. Það þarf ekki hag-
fræðinga til að átta sig á því.
Sögulegur samdráttur
Í þjóðhagsspá sem birt var undir
lok júní gerir Hagstofan ráð fyrir
að landsframleiðslan hér á landi
dragist saman um 8,4% á þessu
ári. Gangi spáin eftir er þetta
mesti samdráttur í lýðveldissög-
unni og þarf raunar að fara aftur
til ársins 1920 til að finna verra
dæmi. Sérfræðingar Hagstofunnar
reikna hins vegar með „snörpum
viðsnúningi á næsta ári og að vöxt-
ur landsframleiðslunnar verði
4,9%“ og að á næstu árum þar á
eftir verði hagvöxtur 2,5%-2,9%.
Afleiðingar Covid á íslenskt
efnahagslíf eru í mörgu alvarlegri
en hjá öðrum löndum og skiptir
þar mestu hve mikilvæg ferða-
þjónustan er orðin eftir ótrúlega
uppbyggingu á síðustu árum. Aug-
ljóst er að verulegur samdráttur
verður í útflutningi vöru og þjón-
ustu. Hagstofan býst við yfir 30%
samdrætti og þá mest í þjón-
ustuútflutningi ferðaþjónustunnar.
En einnig er reiknað með sam-
drætti í útflutningi sjávarafurða.
Í grein 15. apríl síðastliðinn
bendi ég á að ekkert hagkerfi fái
staðist til lengri tíma ef komið er í
veg fyrir efnahagslega starfsemi
borgaranna. Engu skipti hversu
öflugt og stórt hagkerfið er. Und-
irstöðurnar byrji hægt en örugg-
lega að molna – „velsæld breytist í
fátækt og örbirgð, öflugt heil-
brigðiskerfi brotnar niður, al-
mannatryggingar komast í þrot“.
Fylgifiskar efnahagslegra þreng-
inga eru pólitískur órói og sundr-
ung.
Súrefni í fjárlögum
Í flestu hafa aðgerðir íslenskra
stjórnvalda verið áhrifaríkar þótt
á stundum hafi tekið of langan
tíma að hrinda þeim í framkvæmd
að fullu. Fyrir því eru margar
ástæður – sumar kerfislægar sem
er áminning um hve þunglamalegt
og svifaseint regluvætt þjóðfélag
er orðið.
En markmið ráðstafana í efna-
hagsmálum – ríkisfjármálum og
peningamálum – hefur verið skýrt:
Að verja fyrirtækin og lífsafkomu
almennings. Líkt og ég benti á í
apríl var gripið til róttækra að-
gerða til að „koma okkur í gegnum
fyrsta leikhluta af nokkrum“.
Fréttir síðustu daga um að lík-
lega sé seinni bylgja hins illvíga
víruss skollin á undirstrika enn
frekar þá staðreynd að við vitum
ekki hversu lengi stríðið mun
standa. Augljóst er að stjórnvöld
verða að grípa til enn frekari ráð-
stafana til koma í veg fyrir að
efnahagslegur skaði verði meiri.
Alþingi kemur saman síðar í
mánuðinum til að afgreiða nýja
fjármálastefnu en 1. október kem-
ur nýtt þing saman og þá leggur
fjármálaráðherra fram fjárlaga-
frumvarp fyrir komandi ár. Eng-
um dylst að ríkisstjórn og þing-
menn standa frammi fyrir
vandasömu verkefni og erfiðum
ákvörðunum við fjárlagagerðina.
En undan þeim verður ekki vikist,
þótt kosningar séu eftir rúmt ár.
Það vitlausasta sem þingið getur
gert við núverandi aðstæður er að
freista þess að auka tekjur ríkisins
með þyngri álögum á fyrirtæki og/
eða heimili. Í þeim leik tek ég ekki
þátt. En að opna fyrir súrefnis-
krana skatta og gjalda er ekki að-
eins skynsamleg leið heldur arð-
bær fjárfesting til framtíðar fyrir
ríkissjóð og almenning. Tekju-
grunnur ríkis og sveitarfélaga
verður styrkari til lengri tíma og
ráðstöfunartekjur launafólks meiri.
Þetta er ekki flóknara.
Eftir Óla Björn
Kárason » Það vitlausasta sem
þingið getur gert er
að reyna að auka tekjur
ríkisins með þyngri
álögum á fyrirtæki og
heimili. Í þeim leik tek
ég ekki þátt.
Óli Björn Kárason
Höfundur er alþingismaður
Sjálfstæðisflokksins.
Þurfum að skrúfa frá súrefninu