Morgunblaðið - 05.08.2020, Síða 15

Morgunblaðið - 05.08.2020, Síða 15
MINNINGAR 15 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. ÁGÚST 2020 ✝ Björn KristjánHafberg fædd- ist á Flateyri 4. júlí 1956. Hann lést á heimili sínu 18. júlí 2020 eftir nokk- urra ára baráttu við krabbamein. Foreldrar hans voru Einar Jens Friðriksson Haf- berg vélstjóri og síðar verslunar- maður og Kristbjörg Hjart- ardóttir Hafberg húsmóðir og verkakona, þau eru bæði látin. Systkini Björns eru: Friðrik, f. 1949, Ægir, f. 1951, Sesselja, f. 1952, Sigurður Jóhann, f. 1959, lingsár. Eftir grunnskóla fór hann til náms að Héraðsskól- anum að Núpi í Dýrafirði. Þar var hann nemandi í tvö ár og eftir kennaranám varð hann síð- ar kennari við sama skóla í nokkur ár. Björn stundaði nám við Kennaraháskólann og lauk kennaraprófi, stundaði síðar nám við Háskóla Íslands í sagn- fræði og bókmenntum, einnig lauk hann prófi sem námsráð- gjafi. Lengst af starfaði Björn sem kennari og námsráðgjafi, hann var meðal annars skóla- stjóri við Grunnskólann á Flat- eyri í þrjú ár. Síðustu 14 árin rak Björn eigið fyrirtæki sem annaðist námsráðgjöf og starfs- endurhæfingu. Starfaði hann sem ráðgjafi víða um land. Útförin fer fram frá Nes- kirkju í dag, 5. ágúst 2020, klukkan 13. Vegna aðstæðna í samfélaginu verður að tak- marka fjölda útfarargesta. og Ágústa Margrét, f. 1967. Dætur Björns eru: 1. Kristbjörg Sunna Hafberg, f. 9.4. 1983, móðir hennar er Erla Þórdís Reynisdóttir. Maki Kristbjargar er Gunnar Geirsson, dætur hennar Ísa- bella Hafdís og Ingibjörg Þórdís. 2. Arnheiður Gróa Björnsdóttir Hafberg, f. 22.11. 1996, móðir hennar er Salbjörg Ósk- arsdóttir, Salbjörg er látin. Björn fæddist á Flateyri og bjó þar öll sín barns- og ung- Björn Kristján, eða Bjössi bróðir, eins og við systkinin köll- uðum hann, fæddist á Flateyri árið 1956, hann var fjórði í röð okkar systkina. Heimilið okkar á Öldugötu 2 var venjulegt alþýðu- heimili og fengum við alla tíð gott atlæti og mikla hvatningu frá foreldrum okkar til allra verka, vinnusemi og til náms. Það var gott að alast upp á Flat- eyri og átti það vel við Bjössa, hann hóf, eins og flestir ungling- ar á þeirri tíð, snemma að vinna fyrir sér, fyrst í frystihúsinu og síðan til sjós. Sjómennsku stund- aði hann síðan lengi vel bæði með námi og eins sem samfellda vinnu, honum leið alltaf vel á sjónum. Bjössi fékk í arf frá for- eldrum okkar mikla réttlætis- kennd og var vel liðtækur í bar- áttumálum fyrir réttlátara samfélagi. Var hann á tímum nokkuð róttækur en róaðist með árunum, en gleymdi aldrei upp- runa sínum og grunngildum. Eftir grunnskóla fór Bjössi til náms á Núpi í Dýrafirði og síðan í Kennaraháskóla Íslands og lauk þaðan kennaraprófi. Störf hans næstu árin voru við kennslu og kenndi hann m.a. á Núpi í Dýrafirði, á Stokkseyri og víðar og var um skeið skólastjóri við Grunnskólann á Flateyri. Sam- hliða kennslu og milli skólaára stundaði Bjössi nám við Háskóla Íslands og nam þar sagnfræði og bókmenntafræði og lauk einnig prófi í námsráðgjöf. Bjössi átti á margan hátt fjöl- breytt og skemmtilegt líf. Á yngri árum var Bakkus nokkuð fastur félagi hans en fyrir rúm- um 30 árum sagði hann skilið við Bakkus og breytti um lífsstíl. Þegar hann fann hvað skilnaður- inn við Bakkus gerði honum gott gerðist hann meðferðarfulltrúi og átti stóran þátt í að hjálpa mörgum félögum sínum í sömu baráttu. Margir af hans félögum hafa tjáð okkur að samskiptin við Björn hafi á ögurstundu hjálpað þeim mikið og þakka þeir honum hjálpina. Þetta starf var Bjössa mikilvægt og var heimili hans oft eins og félagsmiðstöð þar sem allir voru velkomnir. Bjössi var svo lánsamur að eignast tvær dásamlegar dætur, þær Kristbjörgu Sunnu og Arn- heiði Gróu, hann átti einnig tvær fallegar afastelpur, þær Ísabellu Hafdísi og Ingibjörgu Þórdísi. Stundum hefði hann mátt sinna þeim betur en hann tók sig þar verulega á síðari árin og reyndist þeim góður. Það hefur verið gæfa okkar systkina að halda vel saman og eiga trausta vináttu. Við minn- umst Bjössa sem góðs bróður sem var alltaf tilbúinn til aðstoð- ar ef með þurfti. Samgangur var góður og minnumst við margra sameiginlegra gleðistunda sem við nú þökkum fyrir og biðjum honum Guðs blessunar. Bjössi var vinmargur og er erfitt að gera upp á milli þeirra en við systkinin viljum við þessi leiðarlok þakka sérstaklega besta vini hans, Guðbjarti Finn- björnssyni, fyrir alla hans traustu vináttu og aðstoð síðustu árin í veikindum Björns. Við leiðarlok er okkur efst í huga þakklæti fyrir öll árin sem við áttum saman og biðjum um styrk til handa dætrum hans og afastelpum. Okkar hugur er hjá þeim og viljum við styrkja þau eins og Bjössi hefði áfram gert. Hvíl í friði Bjössi bróðir. Friðrik, Ægir, Sesselja, Sigurður og Ágústa Mar- grét Hafberg frá Flateyri. Lát Björns frænda míns kom engum á óvart. Miklu frekar var kraftaverk hversu lengi hann stóð uppréttur og æðrulaus, með öskubakkann og sígaretturnar innan seilingar. Lungnakrabb- inn varð honum að aldurtila. Hann hætti að reykja um stutt skeið en þegar dómurinn var uppkveðinn þá tók hann það upp aftur og sinnti þessari sameig- inlegu nautn okkar margra allt til endadægurs. Það var eins og flest sem Björn gerði frekar skynsamlegt. Allt hans líf bar með sér að hann gekk sáttur að sínu hlut- skipti, sínum örlögum. Hans eig- in sjúkdómur eða lífssorgir voru aldrei ofarlega í huga hans, miklu frekar að hann gæfi sig að vanda annarra. Í bláum reyk við sófaborð frænda míns var sístarfandi þe- rapía og andans akademía. Fjöl- farinn staður þar sem við svo margir sóttum ráð, huggun, fé- lagsskap og örvun. Alveg sama hver var og hvað var. Í sósíal- ískri einingu þar sem enginn var yfir annan hafinn. Og þó leyndi það sér ekki að vesír okkar var Björn. Ég held að allir hafi vitað það, nema þá að slíkt hafi í með- fæddu lítillæti farið framhjá hon- um sjálfum. Eða öllu heldur ver- ið þess eðlis að húsráðandinn leiddi aldrei hugann að því for- ystuhlutverki sem hann þó sjálf- ur hafði. En einmitt þannig verða menn andlega stórir. Án þess að keppa að því og án þess að vita það. Vinnusemi var Birni í blóð borin og honum var eðlilegt að hafa rúmt um sig í fjármálum en lifa þó fremur spart. Þegar um veraldlegar eigur var að ræða var hann oftlega gjöfulli við aðra en sjálfa sig. Á lokasprettinum var þrek hans svo á förum að um eiginlega vinnu var ekki að ræða. Þó var hann fjölmörgum hjálp og stoð með tilveru sinni og opnu húsi sínu. Húsi og heimili sem hann taldi ekkert endilega bara sitt heldur var það opið hverjum sem vildi og þurfti á að halda. Lífið var Birni verðmæti og enginn þurfti að efast um að hann vonaðist eftir sem lengst- um fresti. Hann naut lífsins þrátt fyrir heilsuleysið. En af fundum okkar stopulum skynjaði ég samt betur en nokkru sinni sátt hans við að allt væri í höfn. Yfir engu þyrfti að æðrast og engu væri ólokið. Einnig þar og þrátt fyrir mjög þverrandi andlegan og líkamlegan mátt var hann kominn ljósárum á undan okkur hversdagsmönnunum í þroska og nálægð við guðdóminn. Án þess að spyrja þann sama guð nokkru sinni um heimilisfesti eða heiti. Með þeim orðum vil ég þakka samvistir við kæran vin, kveðja og votta dætrunum tveimur, systkinunum frá Flateyri og vin- afjöld Björns Hafberg samúð. Bjarni Harðarson. Ég sá Björn strax fyrsta dag- inn í Héraðsskólanum á Núpi haustið 1973. Hann var í fram- haldsdeild, einn þeirra elstu og heimavanur. Ég hélt fyrst að hann væri kennari þar sem hann gekk um, stýrði og stjórnaði. Það sópaði að honum, hann vissi vel sinn stað, en jafnframt var hann óeigingjarn og hlýr og kom vel fram við þá sem yngri voru. Björn var skólaskáldið. Dular- fullur, fannst nýnemum, eins og skáld eiga að vera. Hann var rit- stjóri skólablaðsins og stýrði út- gáfu á ljóðabók nemenda, sem nú er með öllu ófáanleg og Björn brosti svo fallega að síðast þegar við sáumst. Við hittumst oft næstu árin í Reykjavík og urðum svo sam- kennarar einn vetur á Núpi. Hann sá um bókasafn skólans og gaf mér verkefni. Verkskipunin var sú að ég ætti að gera eitthvað fallegt. Hvað það væri skipti ekki máli en t.d. mætti raða bók- um þannig að þær endurspegl- uðu hver aðra, helst innihald, annars ytri fegurð, sagði hann með glampa í auga. Ég hafði ekki hugarflug til að gera annað en raða eftir gildandi kerfi sem Björn setti mig vel inn í. Hann var hugsjónamaður í besta skilningi þess orðs. Þegar hann talaði um skáldskap þá gerði hann það af innsæi, ákafa og gleði. Þannig talaði hann líka um pólitík. Og um drauma. Og um myndlist. Og um berjatínslu, bókagerð, stjörnufræði og hvað- eina sem hann hafði áhuga á. Og maður fór varla svo heim frá Birni að ekki fylgdi bók eða önn- ur gjöf. Ég hefði viljað skrifa um ljóðabækur hans en hef bara þá fjórðu við höndina. Árið 1975, þegar Björn var 19 ára, komu út tvö hefti, „Að heyra þögnina hljóma“ og „Erindrekar nætur- innar“. Um svipað leyti gaf hann út þá þriðju, „Tilvistarlögmálið skorað á hólm“, og 1979 kom út bókin „Ferkantaðir hringir á hvolfi“. Þar segir á einum stað: „En allt skal þurfa / að byrja bæði og enda / í upphafspunkti hringsins – trúðu mér.“ Á þess- um tíma gengu ung skáld með bækur sínar í hús og seldu eða höfðu með sér á knæpur bæjar- ins. Björn sagðist hafa selt furðu mikið, raunar komið út í plús, en hefði helst viljað gefa kverin. Ljóð úr einni þessara bóka birt- ist svo í kvæðasafni handa grunn- og framhaldsskólanem- um á 10. áratug síðustu aldar. Það þótti Birni vænt um. – „Út við hálfhring eilífðarinnar / stendur mælistika framtíðarinn- ar / og telur endalaust.“ Þannig kvað hann. Og þannig hugsaði hann. Hið liðna var liðið og það var ætíð það sem var fram undan sem fangaði huga hans. Björn lauk prófi í sagnfræði 1999 og skrifaði um sögu drykkjuskapar, bindindishreyf- inga og meðferða á Íslandi frá miðöldum til nútímans. Hann sendi mér ritgerðina í pörtum, ég las yfir og sendi til baka. Flestar athugasemdir tók hann til greina og sendi mér gjarnan til baka heimspekilegar hugleið- ingar í framhaldi af þeim. Ég hef oft litið í þá ritgerð og haft gam- an af. Síðustu 20 ár höfum við Bjössi sést allt of sjaldan. Ég náði þó að hitta hann og gefa honum litla gjöf um það leyti sem hann varð sextugur og ég var staddur á Ís- landi. Og auðvitað var það ég sem fór heim klyfjaður bókum. Kærar þakkir, góði vinur. Veturliði Óskarsson, Uppsölum. Kynni okkar Björns hófust í kringum sveitarstjórnarmál þegar Ísafjarðarbær varð til við sameiningu sveitarfélaga árið 1996. Samstarf okkar hófst þó ekki að ráði fyrr en ég tók við Fræðslumiðstöð Vestfjarða árið 2001 og Björn fór að starfa fyrir miðstöðina. Hjá Fræðslumið- stöðinni áttum við mikið og náið samstarf allt þar til ég lét af störfum árið 2017. Með okkur tókst líka mjög góð vinátta. Björn var aldrei fastur starfs- maður Fræðslumiðstöðvarinnar heldur ráðinn sem verktaki og bjó allan tímann í Reykjavík. Þrátt fyrir það fannst mér þess- ari þjónustu betur komið í hönd- um Björns en hjá öðrum, þótt þeir byggju á Vestfjörðum. Slík- ir voru kostir Björns. Björn kom reglulega vestur og alltaf þegar á þurfti að halda þess utan. Hann vílaði ekki fyrir sér að aka um vestfirsku heið- arnar í vetrarveðrum og svaf þá bara í bílnum ef hann komst ekki lengra og beið þess rólegur að leiðin yrði opnuð. Hann átti mjög auðvelt með að ná til fólks og hafði sérstakt lag á að kveikja áhuga hjá fólki fyrir námi og líf- inu. Þá vílaði hann ekki fyrir sér að fara á vinnustaði og annars staðar þar sem fólk var saman- komið, til að kynna námsmögu- leika. Hann hafði einlægan áhuga á starfinu og fyrir velferð fólks, enda sannur mannvinur. Auk ráðgjafar kenndi Björn mik- ið fyrir Fræðslumiðstöðina og sýndi þar sömu trúmennsku og í ráðgjöfinni. Í öllum samskiptum við fólk naut Björn víðtækrar reynslu sinnar úr atvinnu- og menningarlífinu. Þau voru í raun fá störfin sem hann hafði ekki einhverja reynslu af. Björn lifði hófsömu lífi og barst lítt á. Hann var ósínkur á að gefa enda sóttist hann ekki eftir veraldlegum verðmætum. Þar sem hann var ráðinn sem verktaki fékk hann greitt sam- kvæmt innsendum reikningum. Vanalega settumst við niður í lok heimsóknar og gengum frá reikningnum. Við fórum sameig- inlega yfir vinnustundir, ferðir og annan kostnað og oftast kvað ég upp úr með upphæðir. Þegar þær voru lagðar saman fannst Birni oft að reikningurinn væri orðinn of hár og vildi veita enn meiri afslátt. Við tókumst því stundum á um reikningana þannig að Björn vildi lækka þá en ég ekki. Ég þakka Birni Kristjáni Haf- berg fyrir einkar ánægjulegt og gott samstarf og vináttu og votta dætrum hans og öðrum ástvin- um innilega samúð. Smári Haraldsson. Björn Kristján Hafberg  Fleiri minningargreinar um Björn Kristján Haf- berg bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. varst alltaf svo dugleg og góð við okkur barnabörnin. Hvort sem það var að fara með okkur í sund, ferðalag eða eitthvað annað. Ég var svo heppin að fá að fara með ykkur afa á skipinu til útlanda þeg- ar afi var skipstjóri hjá Samskip- um, þar áttum við góðan tíma þar sem við fórum meðal annars í Tív- olíið í Kaupmannahöfn. Við barna- börnin eyddum miklum tíma hjá ykkur afa í Huldulandinu þegar við vorum lítil og á ég þaðan margar góðar og skemmtilegar minningar. Ein minning sem kemur upp í hug- ann sem hefur örugglega ekki ver- ið eins skemmtileg fyrir þig á þeim tíma er þegar okkur Unu frænku datt í hug að reyna að lokka kett- lingana sem bjuggu við hliðin á ykkur afa með stóra flotta laxinum sem lá á eldhúsborðinu, tilbúinn til matreiðslu. Þú vildir alltaf hjálpa okkur frændsystkinunum, hvort sem það var píanókennsla, dönskukennsla eða eitthvað annað. Eina vanda- málið var að þú vildir stundum hjálpa okkur of mikið, sem maður sem unglingur kunni ekki alveg að meta en er skemmtilegt að hugsa til núna í dag. Einnig þurfti maður að búa sig undir það að þú tækir ekki nei takk, ég er ekki svöng sem svari þegar maður kom í heimsókn til ykkar. Alltaf var allt dregið fram og hlaðborð sett saman á engri stundu. Þér var alltaf svo umhugað um okkur frændsystkinin og þú fylgdist náið með hvernig okkur gengi í lífinu, það skipti þig miklu máli að okkur gengi vel. Elsku amma, takk fyrir allar góðu stund- irnar, hvíl í friði. Andrea. Elsku amma, þá er komið að kveðjustund. Nú ertu komin þangað sem þig hefur dreymt um í svolítinn tíma, til afa, Palla og allra hinna sem þér þykir svo vænt um. Ég á margar góðar minningar um þig. Minningar sem seint gleymast. Minningar frá Huldu- landinu þar sem við frændsystkin- in gátum komið að vild og leikið okkur, allar sundferðirnar og allt hitt sem þú gerðir fyrir mig. Sam- band okkar var sérstakt og vorum við ekki alltaf sammála en ég gat alltaf treyst því að þú værir til stað- ar og legðir fram hjálparhönd ef ég þurfti á að halda. Ég er heppin að hafa fengið að eiga þig fyrir ömmu og mun ég varðveita allar minningarnar um þig í hjarta mínu. Ég elska þig amma og á eftir að sakna þín. Takk fyrir að hafa verið þú. Ástarkveðja, Una.  Fleiri minningargreinar um Valgerði Hrefnu Gísla- dóttur bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. hafa yfirleitt hann og hans fólk fylgt með. Þeir voru bara tveir bræðurnir og nánasta fjölskylda ekki stór, en tengslin verið góð og náin og við systkin notið góðs af því. Árna var mikið í mun að halda fjölskyldunni saman og alltaf til í að hittast, hvort heldur var í skötu- veislu á Þorláksmessu, sem var ár- legt, eða þorrablót eins og hann bauð til sl. vetur. Þær eru margar stundirnar og minningarnar sem við geymum með okkur. Árni var skemmtilegur og hug- myndaríkur maður og hafði gam- an af því að segja sögur. Fyrir nokkrum árum mættum við í boði Árna og Sollu á Hellu og héldum þar míní-ættarmót sem var mjög skemmtilegt og höfðinginn sjálfur fjárfesti í nýju golfsetti til að geta keppt við frændurna og sýnt þeim hvernig átti að spila golf. Við eig- um eftir að sakna símtalanna frá honum, hann tók sig stundum til á góðum degi og hringdi í okkur mörg og hafði alltaf eitthvað að segja: „Eru komin egg?“ „Er hægt að fá bláskel?“ Það var gaman að vera í kringum hann þó að seinni árin hafi verið minna um þær stundir. Svo er hver ferð sem henni lýkur. Elsku Solla okkar, Skrýmir, Keli, Benni og fjölskyldur. Guð styrki ykkur í sorginni, minningin um góðan frænda og mann lifir í hjarta okkar. Heill, heill þér, frægi fóstri minn! Hve fagurt er að horfa inn í fjalla faðm þinn bláa. Þar stendur fremst hin forna Skor, þar finnast Eggerts hinstu spor gegn Snæfells hnjúknum háa. Nú yfir hólma, ey og sker og yfir strönd og fiskiver og fjöll og djúpa dali, og blessun Drottins breiði sig, ég bið, og hönd hans leiði þig að afbragðs börn þér ali. Því hann kom þessum fjöllum frá, hinn fráni örn með vorsins brá, vor æðsti ósnillingur. Hans minning lifa mun oss hjá, á meðan speglast fjöll í sjá, og nokkur svanur syngur. (Ólína Andrésdóttir) Takk fyrir allt og allt elsku Árni okkar. Anna María, Jóhann, Pétur, Björn og Rafn Rafnsbörn. Það var Magnús Kjartansson, sá mikli myndlistarmaður, sem tengdi okkur Árna Pál. Við Maggi vorum vinir. Og Árni Páll og Maggi voru vinir. Án þess að við þrír hittumst í raun nokkurn tím- ann saman þá myndaðist vinátta með okkur Árna sem fékk dýpri merkingu við andlát Magga árið 2006. Á þeim árum höfðum við Árni Páll hist á safnasviðinu, þegar gróskan í safnalífi landsins náði hæstu hæðum og söfn, setur eða sýningar spruttu upp í hverju héraði og hverjum firði – og við fengumst báðir við sýningagerð, hvor á sínum stað. Þá varð Árni Páll í augum mínum ókrýndur Ís- landsmeistari sýningarhönnunar. Þar má fyrst telja Íslandsskála á heimssýningunum í Lissabon 1998 og Hannover 2000. Þar var sá flinkasti og hugmyndaríkasti fenginn til að stýra því hvernig land og þjóð voru kynnt fyrir heiminum. Ég heyrði að í Hann- over hafi Íslandsskálinn verið val- inn áhrifamesti skálinn af gest- um. Af innlendum sýningum Árna Páls koma fyrst í hugann Galdra- sýningin á Hólmavík og töfrum slungin sýning í hóteli Franska spítalans á Fáskrúðsfirði. Þá er ótalin leikmyndahönnun fyrir kvikmyndir eins og Djöfla- eyjuna sem er eitt eftirminnileg- asta dæmið. Hin fjölbreytilegustu viðfangs- efni leysti Árni Páll af einstæðu hugviti og listfengi. Þegar vandi steðjaði að okkur sem stýrðum uppbyggingu Síld- arminjasafnsins á Siglufirði, gagnvart því mikla verkefni að hönnun á útliti Bátahússins tæk- ist sem best, þá leituðum við ásjár Árna Páls, sérlegs vinar. Og hversu snilldarlega til tókst hafa hundruð þúsunda safngesta og vegfarenda fengið að njóta. Að síðustu var það myndlistin sem tengdi okkur. Fyrir tveimur árum átti Árni Páll fyrstu sum- arsýninguna í nýju galleríi, Sölu- turninum á Siglufirði – með afar glæsilegum verkum. Og nú í sum- ar sýnum við Árni Páll saman í gallerí Klúku í Bjarnafirði. Ég hef það fyrir satt að sú sýn- ing hafi ekki átt að vera sú síð- asta. Þótt horfinn sé úr þessum heimi var hinn sívirki og viljafasti, farinn að heilsu, búinn að leggja drög að nýrri sýningu næsta vet- ur. Ég vil þakka Árna Páli sam- vinnu og samfylgd og votta Sól- veigu og sonum þeirra samúð mína. Örlygur Kristfinnsson.  Fleiri minningargreinar um Árni Páll Jóhannsson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.