Morgunblaðið - 05.08.2020, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 05.08.2020, Qupperneq 16
16 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. ÁGÚST 2020 ✝ Lúkas Kárasonfæddist að Neðstalandi í Öxnadal í Eyjafirði 29. ágúst 1931. Hann lést á Landa- koti 23. mars 2020. Foreldrar hans voru Jónína Sigrún Pálmadóttir, f. 20. júlí 1911, d. 10. ágúst 1993, og Kári Sigurbjörnsson, f. 20. júní 1908, d. 15. nóvember 1991. Lúkas átti einn albróður, Pálma Kárason, f. 1929, d. 2003, og 10 hálfsystkini. Lúkas kvæntist þann 2. júlí 1955 Mild- red Sofie Kárason, f. 7. sept- ember 1927, d. 10. júlí 2017. Þau slitu samvistum. Lúkas og Mildred áttu þrjú börn; 1) Ríta Lúkasdóttir, f. 1958, eiginmað- ur er Hörður Hilmarsson, dætur þeirra eru Sara Mildred f. 1990, Bogi Theodor, f. 1968, kvæntur Þórhildi Helgu Þorleifsdóttur, þau eiga 2 börn. Fyrir átti Þór- hildur einn son. 2) Guðmundur Karl, f. 1972, kvæntur Helgu Jónínu Andrésdóttur og eiga þau eina dóttur. 3) Jón Ingi, f. 1979, í sambúð með Leu Rakel Sigurðardóttur, þau eiga eina dóttur og fyrir átti Lea 3 börn. 4) Björn, f. 1983, d. sama ár. 5) Sylvía Rún, f. 1984, í sambúð með Kristni Geir Guðmunds- syni, þau eiga 3 börn og fyrir á Sylvía einn son. Lúkas eignaðist soninn Erling Þór 1953, hann var ættleiddur. Börn hans 1) Páll, f. 1973, kvæntur Elenu Erlingsson, Páll á 2 syni. 2) Arnar Þór, f. 1977, kvæntur Björgu Reehaug, þau eiga 2 börn. 3) Kristinn Jóhann, f. 1993. Eftirlifandi sambýliskona er Gerður Erla Tómasdóttir, f. 21. febrúar 1933. Hún á 5 upp- komin börn og 17 barnabörn. Lúkas ólst upp á Drangsnesi, fór ungur til sjós, fyrst hér- lendis en síðan á færeysk og norsk skip. Í Noregi kynntist hann eiginkonu sinni, Mildred Sofie Kárason, og bjó fjöl- skyldan ýmist í Noregi, á Ís- landi og í Tansaníu vegna starfa hans. Lúkas útskrifaðist úr stýrimannaskólanum 1965. Stærsta hluta starfsævinnar vann Lúkas fyrir norsku og sænsku þróunarhjálpina, Norad og Sida og fór á þeirra vegum til Víetnam, Nígeríu, Tansaníu og Angóla. Árið 1995 kom Lúk- as heim til Íslands og bjó hér ævina á enda. Þegar Lúkas var um sjötugt skrifaði hann bókina Syndir sæfara, sem inniheldur minningarbrot um óvenjulega fjölbreyttan og litríkan æviferil. Einnig lagði Lúkas stund á út- skurð á trélistarverkum, eink- um úr rekaviði af Ströndum, og hélt nokkrar sýningar, m.a. í Ráðhúsi Reykjavíkur. Minningarathöfn um Lúkas Kárason verður haldin í Grafar- vogskirkju í dag, 5. ágúst 2020, klukkan 13. og Birna Ósk, f. 1994. Dóttir Harð- ar er Bryndís, f. 1980, og á hún þrjú börn. 2) Pétur Nygaard Lúkasson, f. 1962, sambýlis- kona Elva Björk Elvarsdóttir, dætur þeirra eru Aníta Ástrós, f. 1994, Sylvía Karen, f. 1996, og Sandra Björt, f. 1997. Áður átti Pétur Lindu, f. 1983, hún á einn son, og Peter, f. 1985. 3) Karen Lúkasdóttir, f. 1969, eiginmaður Erik Todal, börn þeirra Sofie, f. 2001, og Lúkas, f. 2004. Áður átti Karen Mikael, f. 1991. Lúkas átti fyrir Birnu Sól- veigu, f. 1949. Eiginmaður hennar er Ellert Karl Guð- mundsson, börn þeirra eru 1) Þökkum kærleika og elsku, þökkum virðingu og trú þökkum allt sem af þér gafstu, okkar ástir áttir þú. Því viðmót þitt svo glaðlegt var. og góðleg var þín lund og gaman að koma á þinn fund. Með englum Guðs nú leikur þú og lítur okkar til nú laus úr viðjum þjáninga, að fara það ég skil. Og þegar geislar sólar um gluggann skína inn þá gleður okkur minning þín, elsku pabbi minn. Vertu góðum Guði falinn er hverfur þú á braut gleði og gæfa okkur fylgdi með þig sem förunaut. (Guðrún Sigurbjörnsdóttir) Elsku pabbi minn, nú er kom- ið að leiðarlokum. Þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. Þín dóttir, Birna Sólveig og fjölskylda. Í dag fer fram minningarat- höfn um tengdaföður minn og stórvin, Lúkas Kárason, sem lést eftir erfið veikindi 23. mars. Ég vann í tengdapabbahapp- drættinu fyrir um 30 árum, því Lúkas var yndislegur maður, sjarmerandi, hlýr og skemmtileg- ur. Hann var frábær afi dætra minna og besti tengdapabbi sem hægt er að hugsa sér. Lúkas varð vinur vina minna og náinn stór- fjölskyldu minni. Hann og stór- vinur minn til áratuga, Þórir Jónsson, blessuð sé minning hans, smullu saman um leið og þeir hitt- ust, enda báðir original náttúru- börn sem ég sagði stundum að hefðu dottið niður úr sama trénu. Þeir tóku því ekki illa. Annar góð- ur vinur, Halldór Einarsson (Henson), sagði að gefnu tilefni að „það ættu allir menn að eiga svona tengdapabba eins og Hörð- ur á“. Betri ummæli eru vand- fundin. Ég á ótal endurminningar frá ljúfum samverustundum með þeim einstaka manni sem Lúkas var, í matarboðum, ferðalögum innan lands og utan og með hon- um á knattspyrnuvöllum landsins sem og leikvangi lífsins. Okkur kom afar vel saman, vorum stoltir hvor af öðrum og það bar aldrei skugga á vináttu okkar. Að leið- arlokum vil ég þakka stýrimann- inum og alþýðulistamanninum ástsæla fyrir það hversu góður hann alla tíð var mér, eiginkonu minni, dætrum og barnabörnum. Hvíl í friði, elsku Lúkas. Minn- ingin um þig mun fylgja mér alla tíð. Hörður Hilmarsson. Ég var svo lánsöm að fá Lúk- as afa, þennan öðling, í kaupbæti með Boga manni mínum. Í fyrstu voru kynnin ekki nema af af- spurn, þessi ævintýraafi í Afríku sem hafði ferðast um heimsins höf og lent í ótrúlegustu hættum og skemmtunum. Hann hafði m.a. legið milli heims og helju á sjúkrahúsi í Dakar eftir að hafa verið skotinn á bannsvæði sem hann hafði óvart farið inn á og einnig setið veislur með Gro Harlem Brundtland og Sonju krónprinsessu Noregs. Bogi hafði afa sinn í goðsagna- tölu og við vorum ekki lengi búin að vera par þegar ég fékk að vita að ef við eignuðumst son yrði hann að heita Lúkas. Það gekk reyndar eftir en þá var Lúkas afi fluttur heim og ég búin að kynn- ast þessum ljúfa, glettna og skemmtilega manni. Lúkas afi var sveitapiltur af Ströndum sem varð síðan heims- borgari. Hann hleypti heim- draganum ungur og hélt til sjós. Hann eignaðist dóttur aðeins 18 ára, en hún varð síðar tengda- móðir mín. Fyrr en varði var hann kominn út í hinn stóra heim þar sem hann sótti sjóinn, bæði á fiskiskipum og frökturum. Lúkas vann við þróunaraðstoð í Víet- nam, Nígeríu, Angóla og Tan- saníu þar sem hann bjó um ára- bil. Það var gleðiefni þegar Lúkas flutti heim og kynntist Gerði sinni, sem varð auðvitað amma okkar fjölskyldunnar. Þau tvö voru einstök saman, ástin og hlý- hugurinn á milli þeirra duldist engum. Á heimili þeirra nutum við gestrisni og elsku eins og öll börn og afkomendur þeirra beggja. Hver stund með þeim var töfrastund. Þau voru dugleg að rækta sambandið við fjöl- skylduna og komu til okkar hvar sem við bjuggum á landinu. Mér er sérstaklega minnisstætt þeg- ar þau komu norður til okkar þegar nafni hans fæddist og langafinn varð virkilega glaður þegar drengurinn var færður til skírnar í Bægisárkirkju, sömu kirkju og hann á sínum tíma. Lúkas skrifaði endurminn- ingar sínar í bókinni Syndir sæ- fara, sem er hin besta skemmt- un og gefur innsýn í fjölbreytt líf hans. Þar segir hann á sinn kankvísa hátt frá einstöku lífs- hlaupi sínu og hvert ævin- týraþráin leiddi hann. Síðustu árin gerðist sjómað- urinn listamaður. Fór á Strandir og sótti rekavið sem hann skar út í ótrúlegar styttur. Hann hélt sýningar á verkum sínum og geymast þau hjá fjölskyldunni og fjölmörgum öðrum sem njóta þeirra. Undir lok ævinnar herjaði erfiður sjúkdómur á Lúkas. Þrátt fyrir það náðu þeir Bogi að fara til Noregs haustið 2018 til Karenar, yngstu dóttur Lúk- asar, og fjölskyldu hennar. Þar skemmtu þau sér vel og eftir sitja góðar minningar. Síðasta árið dvaldi Lúkas á Landakoti við gott atlæti. Ég er þakklát öllu því góða starfsfólki sem sinnti honum af alúð. Við nutum þeirrar gæfu að Lúkas afi var hjá okkur fjöl- skyldunni síðasta aðfangadags- kvöld. Það var dásamleg kvöld- stund, full af hlýju og húmor eins og honum var lagið. Töfra- stund. Nú er góður drengur geng- inn, takk fyrir allt elsku Lúkas afi. Þórhildur Helga. Lúkas Kárason ✝ Baldur Bjarn-arson fæddist á Akranesi 21. mars 2003. Hann lést 26. júlí 2020. Baldur var son- ur Björns Bald- urssonar, f. 14. maí 1970, og Sæunnar I. Sigurðardóttur, f. 8. janúar 1971. Systkini Baldurs eru Ármann Örn, f. 13. júní 1990, unnusta hans er Katrín Sveinsdóttir Bates, f. 7. september 1991; Steinar, f. 9. febrúar 1995; Sigurður Ingi, f. 21. mars 2003; og Bjarn- fríður Ólöf, f. 14. febrúar 2005. Baldur bjó á Akranesi með fjöl- skyldu sinni til fimm ára aldurs en haustið 2008 fluttu þau til Danmerkur og voru þar í rúm fjögur ár eða til ársloka 2012 er þau fluttu aftur á Akranes. Sumarið 2016 fluttu þau á Selfoss og hafa bú- ið þar síðan. Baldur verður jarðsunginn frá Selfosskirkju í dag, 5. ágúst 2020, klukkan 14. Útförinni verður streymt á vef Selfoss- kirkju. Slóð á streymið er https://www.selfosskirkja.is/ Af lifandi gleði var lund þín hlaðin, svo loftið í kringum þig hló, en þegar síðast á banabeði brosið á vörum þér dó, þá sóttu skuggar að sálu minni og sviptu hana gleði og ró. En seinna skildi ég: Hér áttirðu ekki að eiga langa töf. Frá drottni allsherjar ómaði kallið yfir hin miklu höf: Hann þurfti bros þín sem birtugjafa bak við dauða og gröf. (Grétar Ó. Fells) Elsku Baldur. Kærar þakkir fyrir allt sem þú gafst okkur. Ást- arkveðja, Mamma, pabbi, Sigurður Ingi (Siggi) og Bjarnfríður (Baddý). Hvernig hlutir geta snúist á hvolf í einni andrá og lífið verður aldrei eins. Manni finnst klukkan stoppa og fuglarnir hætta að syngja um stund, en lífið heldur áfram og sólin heldur áfram að koma upp og setjast að kvöldi. Sólin hjá honum Baldri frænda mínum er sest í síðasta sinn. Baldur frændi minn var pró- fessorinn í systkinahópnum, rannsakandi, skapandi og stúder- andi alla hluti, svaraði fyrir þá tvíburabræður því hann var með svörin. Ljúfur og fyndinn strákur sem umvafði systur sína og verndaði. Þegar ég kalla fram mynd í huga mínum af þér kemur þú alltaf til mín sirka 12-13 ára, brosandi út að eyrum með glettni í augunum, tilbúinn að segja eitt- hvað fyndið. Þú varst agnarsmár þegar þú fæddist og þurftir að hafa aðeins fyrir lífinu. Síðustu þrjú árin voru þér frekar erfið og þér hlýtur að hafa fundist þú agn- arsmár aftur þegar þú ákvaðst að fara úr þessu tilverustigi og reyna þig á nýjum stað. Þín er af- ar sárt saknað, en ég bið þér góðrar ferðar og trúi að við mun- um hittast þegar okkar tími kem- ur. Elsku Björn minn Sæunn, Siggi og Baddý, við höldum áfram að halda hvert utan um annað. Þið eruð dæmd til að bera hið óbærilega. Að lokum sendi ég mínar innilegustu samúðarkveðj- ur til alls frændgarðs þíns og svo vinanna fjölmörgu sem elskuðu þig. Með tregatár á hvarmi nú kveðjumst við um sinn í hvammi sumarblóma þig brátt ég aftur finn. Þar sem ljós og friður nú faðma þína sál og fegurðin mun lifa, þitt hjartans tungumál. Já óþarft er að kvíða því er koma skal þín kærir vinir bíða í glæstum himnasal. Meðal þúsund engla nú lífsins ljós þitt skín, já lýsir eins og stjarna fögur minning þín. (ÓSÞ) Hrund frænka. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibjörg Sigurðardóttir) Elsku Baldur, hafðu þökk fyr- ir allt og allt. Sirrý og fjölskylda. Ertu þá farinn! Þetta er eitt- hvað svo fjarstæðukennt og óskiljanlegt en lífið er óskrifað blað og við vitum ekki hvað morgundagurinn ber í skauti sér. Ég erfitt með að trúa því að þú ert ekki lengur meðal okkar í Auðlindinni. Ég var lánsöm að fá að kynn- ast þér og fylgja þér eftir þegar þú varst í öldudalnum enda ber- um við ekki alltaf líðan okkar ut- an á okkur. Tónlistin var þín næring og varstu duglegur að kynna mér hina ýmsu tónlistar- menn. Það var ekki mikill asi á þér en öflugur til vinnu og ávallt tilbúinn til að koma til bjargar þegar á reyndi. Það leyndi sér ekki að þú varst listrænn í þér og fórst þínar eigin leiðir í fatastíl og hártísku og varst lítið að velta þér upp úr áliti annarra. Þú varst einstaklega næmur á dýr sem kallaði fram þann ljúfling sem þú varst enda var gaman að sjá vin- áttu ykkar Tobba, hve vel hann fagnaði þér – þú einfaldlega lað- aðir dýrin að þér. Því var það einstakt tækifæri þegar þú fórst að vinna í Dýraríkinu, það gaf þér mikið og þú stóðst þig vel – þú varst farinn að elta draumana þína. Þig langaði að klára öku- prófið og fara kaupa þér bíl – það var svo gaman að sjá hvað var orðið bjart yfir þér þegar þú varst á leið að Hreðavatni með fólkinu þínu – sem reyndist síðan vera þín síðasta veiðiferð. Það er svo mikilvægt að við berum virðingu hvert fyrir öðru og þeim eiginleikum sem við bú- um yfir – dæmum ei eftir útlitinu því öll erum við einstök – löðum fram styrkleikana fremur en að draga úr þeim. Minning Baldurs lifir með okkur og höldum á lofti Baldursbleika litnum. Elsku Sæja, Bjössi, Siggi og Baddý, fjölskyldur og aðrir að- standendur við sendum ykkur okkar dýpstu samúðar- og kær- leikskveðjur. F.h. Auðlindarinnar, Klara Öfjörð. Elsku Baldur, við trúum því ekki enn að þú sért farinn frá okkur. Þessi yndislegi ungi mað- ur sem okkur þótti svo óendan- lega vænt um. Daginn áður en þú kvaddir áttum við góðan dag saman í bústaðnum við Hreða- vatn með fjölskyldunni og sá dagur er okkur mjög dýrmætur. Þig langaði svo að veiða fisk og þú misstir þann stærsta en hinir stríddu þér bara og rændu allir beitunni frá þér. Minning um góðan dreng með stórt hjarta lif- ir í hjörtum okkar. Hví fölnar jurtin fríða og fellir blóm svo skjótt? Hví sveipar barnið blíða svo brátt hin dimma nótt? Hví verður von og yndi svo varpað niður í gröf? Hví berst svo burt í skyndi hin besta lífsins gjöf? (Björn Halldórsson í Laufási) Er sárasta sorg okkur mætir og söknuður huga vorn grætir þá líður sem leiftur úr skýjum ljósgeisli af minningum hlýjum. (H.J.H.) Haraldur, Elín Heiða, Þorbergur og Steinunn. Baldur Bjarnarson Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, JÓN INGI JÚLÍUSSON, lést á Hjúkrunarheimilinu Ási í Hveragerði sunnudaginn 2. ágúst. Pálhildur S. Guðmundsdóttir Erla Lóa Jónsdóttir Jóhannes Georgsson Lúðvík J. Jónsson Finnborg L. Jónsdóttir Eysteinn Haraldsson Jón Ingi G. Jónsson Ástbjörg Erlendsdóttir Halldór P. Jónsson Þóra Möller Sigrún S. Jónsdóttir barnabörn og barnabarnabörn Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, OLGEIR MÖLLER, Sléttuvegi 23, Reykjavík, lést á Landspítala Vífilsstöðum 26. júlí. Útförin fer fram frá Neskirkju fimmtudaginn 6. ágúst klukkan 11. Vegna aðstæðna í samfélaginu er athöfnin einungis fyrir allra nánustu en verður einnig streymt á slóðinni www.utforom.is. Fyrir hönd aðstandenda, Sigríður Valgerður Ingimarsdóttir Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, stjúpmóðir, amma og langamma, RAGNHEIÐUR ÁSTA PÉTURSDÓTTIR, fyrrverandi útvarpsþulur, lést á heimili sínu laugardaginn 1. ágúst. Eyþór Gunnarsson Ellen Kristjánsdóttir Birna Gunnarsdóttir Árni Daníel Júlíusson Sólveig Anna Jónsdóttir Magnús Sveinn Helgason Anna Margrét Ólafsdóttir Ragnheiður Gyða Jónsdóttir Oddrún Vala Jónsdóttir Hólmfríður Jónsdóttir barnabörn og barnabarnabörn

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.