Morgunblaðið - 05.08.2020, Blaðsíða 18
18 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. ÁGÚST 2020
Raðauglýsingar
Félagsstarf eldri borgara
Félagsmiðstöðin Hæðargarði 31 Blöðin, kaffi og spjall kl. 8.50.
Frjálst í Listasmiðju kl. 9-16. Hádegismatur kl. 11.30-12.30. Hlátur og
húmor kl. 13. Síðdegiskaffi kl. 14.30. Við vinnum áfram eftir sam-
félagssáttmálanum, þvo og spritta hendur, virða 2 metra regluna. Allir
velkomnir óháð aldri og búsetu. Nánari upplýsingar í síma 411-2790.
Garðabær Jónshús, félags- og íþróttastarf, s. 512-1501. Opið í Jóns-
húsi og heitt á könnunni alla virka daga frá kl. 8.30-16. Gönguhópur
fer frá Jónshúsi kl. 10. Hægt er að panta hádegismat með dags fyrir-
vara. Meðlæti með síðdegiskaffinu er selt frá kl. 13.45 -15.15. Félag
eldri borgara í Garðabæ, sími 565-6627, skrifstofa opin miðvikudaga
kl. 13.30-15.30 .
Korpúlfar Gönguhópur kl. 10, gengið frá Borgum, ganga við allra
hæfi og gleðileg samvera. Kl. 13 kemur tónlistardúóið Ýr og Agga í
heimsókn í Borgir og flytja okkur tónlistardagskrá fyrir flautu og fiðlu.
Opið félagsstarf í Borgum frá kl. 8 til 16 virka daga. Minnum á skrán-
ingu í dagsferðina á Suðurströndina miðvikudaginn 12. ágúst,
hámarksfjöldi 40 manns, þátttökuskráning liggur frammi í Borgum.
Seltjarnarnes Dagskráin í dag miðvikudaginn 5. ágúst: Kl. 10.30 er
kaffispjall í króknum á Skólabraut. Kl. 11 göngutúr frá Skólabraut. Kl.
18.30 vatnsleikfimi í sundlaug Seltjarnarness. Botsía fellur því miður
niður vegna ástandsins. Hlökkum til að sjá ykkur.
Smáauglýsingar
Sumarhús
Sumarhús – Gestahús –
Breytingar
Framleiðum stórglæsileg sumarhús
í ýmsum stærðum.
Tökum að okkur stækkun og
breytingar á eldri húsum.
Smíðum gestahús – margar
útfærslur.
Sjáum um almennt viðhald á
sumarhúsum og sólpöllum.
Setjum niður heita potta og
smíðum palla og skjólveggi.
Áratugareynsla –
endilega kynnið ykkur málið.
Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn,
sími 892-3742 og 483-3693,
www.tresmidjan.is
Iðnaðarmenn
Smíðum vandaða
sólpalla
og skjólgirðingar.
Gerum föst verðtilboð með
tímaáætlun. Útvegum efni
ef óskað er.
Hafið samband á
info@snorri.biz
eða í síma 519-5550
Bílar
Nýir 2020 Mitsubishi Outlander
Hybrid.
Flottasta týpa með öllum búnaði.
Listaverð 6.690.000,- Okkar verð er
800.000 lægra eða 5.890.000,-
Til sýnis á staðnum í nokkrum litum.
www.sparibill.is
Hátúni 6 A – sími 577 3344.
Opið kl. 12–18 virka daga.
Húsviðhald
Hreinsa
þakrennur, laga
ryðbletti á þökum
og tek að mér
ýmis smærri verk.
Uppl. í síma 847 8704
manninn@hotmail.com
✝ Sigurður Jör-undur Sigurðs-
son (Sissi) fæddist á
Ísafirði 1. júlí 1935.
Hann lést á Land-
spítalanum í Foss-
vogi 23. júlí 2020.
Foreldrar Sig-
urðar voru Guðrún
Ebba Jörundsdótt-
ir, f. 6. 10. 1914, frá
Sæbóli á Ingjalds-
sandi, d. 27.8. 2011,
og Sigurður Kristján Guðmunds-
son frá Fossum í Skutulsfirði,
bílstjóri og ökukennari, f. 30.8.
1915, d. 1.2. 1974. Sigurður var
næstelstur níu systkina sem eru í
aldursröð: Guðmundur Bjarni
(dó ungur), Gunnar Kristján,
Guðmundur Friðrik (d. 2014),
Óskar, Jón, Ingibjörg Þórdís,
Sigríður (d. 1990) og Jens.
Sigurður bjó fyrstu æviárin á
Ísafirði og fluttist síðan með for-
Eyfjörð Sigurðsson, f. 1974,
börn þeirra eru Aron Vikar, f.
2003, Veigar Leví, f. 2009, og
Emilía Von, f. 2016. Örvar Ingi,
f. 1983, maki Sigrún Tómas-
dóttir, f. 1984, börn þeirra eru
Hallveig Lára, f. 2012, og Tómas
Valgeir, f. 2015. Viktor Stefán, f.
1993. 2) Gunnar Örn Sigurðsson,
f. 1958. Börn Gunnars eru Inga
Guðrún, f. 1979, maki Þorvaldur
Hafdal Jónsson, f. 1979, börn
þeirra eru Daníel Ingi Wium, f.
1996, Eydís Líf Hafdal, f. 1999,
Unnur Dögg Wium, f. 2002, maki
Jeremi, f. 2001, barn þeirra er
Izabella Rós, f. 2019, Birna Kar-
en Wium, f. 2004, Jón Hafdal, f.
2008 og Atli Hafdal, f. 2015.
Víðir Örn, f. 1982, maki Berg-
lind Klara Daníelsdóttir, f. 1981,
börn þeirra eru Aníta Ólöf, f.
2005, Karítas Halla, f. 2014, og
Ragnheiður Erna, f. 2016. Fann-
ey, f. 1991.
Sambýliskona Sigurðar var
Hrefna Erna Jónsdóttir, f. 23.
nóvember 1934, d. 5. febrúar
2020.
Sigurður verður jarðsunginn
frá Seljakirkju í Breiðholti í dag,
5. ágúst 2020, klukkan 13.
eldrum sínum árið
1952 á Akranes og
síðan til Reykjavík-
ur sama ár. Sig-
urður lærði til þjóns
á Hótel Sögu ásamt
því að sinna ýmsum
störfum um starfs-
ævina. Hann vann á
bifreiðaverkstæði
pabba síns ungur að
árum og var einnig
hjá Strætisvögnum
Reykjavíkur og um tíma einnig
sendibílstjóri. Sigurður vann
einnig lengi á Naustinu og
Glæsibæ og rak eigin stað um
tíma.
Synir Sigurðar og Hjördísar
Björnsdóttur, f. 12. september
1935, d. 4. mars 2009, eru 1)
Björn Sigurðsson, f. 1954. Börn
Björns eru Hjördís, f. 1978, son-
ur hennar er Hilmar Bjarni, f.
2013. Agnes, f. 1981, maki Pétur
Elsku afi Sissi. Þegar við
setjumst hérna niður systkinin
og rifjum upp minningar um
hjartahlýjan og glaðværan afa
þykir okkur vænst um hvað þú
hafðir alltaf gaman af krökk-
unum. Þú varst alltaf til í að
dekra við þau og þau höfðu svo
gaman af að vera í kringum
þig. Afi elskaði að spila á nikk-
una fyrir krakkana og þó að
hann kynni ekki eitt einasta lag
með herra Hnetusmjöri sungu
þau alltaf hástöfum með. Þegar
Hrefna þín dó fannst okkur
eins og lífsviljinn hefði smá
slokknað hjá þér, enda misst-
irðu alltof stóran part af lífinu.
Margar nýjar og skemmtilegar
minningar hafa orðið til núna
undanfarið og okkar ferskustu
eru þegar við skruppum til
Hjördísar og rúntuðum um Sæ-
fellsnesið, líka þegar við fórum
öll á Ruby Tuesday þar sem
þér þótti nú ekki leiðinlegt að
fá þér einn öl með barnabörn-
unum. Síðasta og kannski dýr-
mætasta stundin okkar saman
var núna í byrjun júlí þegar við
fórum í tilefni af 85 ára afmæl-
inu þínu öll saman í keiluhöllina
og þú og Örvar rústuðuð keilu-
keppninni. Það var svo gaman
að sjá hvað þér fannst þetta
æðislega skemmtilegt. Þarna
urðu til minningar fyrir okkur
öll um þig, þennan glaðværa,
ljúfa og elskulega afa og lang-
afa sem við áttum.
Sumir hverfa fljótt úr heimi hér
skrítið stundum hvernig lífið er,
eftir sitja margar minningar,
þakklæti og trú
(Ingibjörg Gunnarsdóttir)
Með sorg í hjarta kveðjum
við þig og höldum áfram að
hugsa til þín í sumarlandinu.
Hjördís, Örvar og
fjölskyldur.
Sissi bróðir var orðinn 20 ára
þegar ég fæddist og ég kynnt-
ist honum ekki mikið sem smá-
strákur en það var alltaf gaman
man ég þegar hann birtist
heima hjá okkur. Alltaf svo fínn
og flottur. Ég var aftur á móti
mikið með strákunum hans
Bjössa og Gunna þar sem þeir
voru á mínum aldri.
Síðan liðu árin og ég búin að
kynnast Auði og við fórum að
vinna á barnum hans í
Glæsibæ. Það var líflegur tími
og skemmtilegur.
Sissi hafði alltaf gaman af
harmóníkutónlist og var dug-
legur að spila og fór á ýmis
námskeið og spilaði víða og fór
á mörg harmóníkulandsmót
með Hrefnu, þau voru ótrúlega
dugleg að fara í útilegur.
Tónlistin tengdi okkur sam-
an þar sem ég gutlaði á gítar
og í samkvæmum innan ætt-
arinnar tókum við oft saman
lagið okkur til mikillar ánægju,
veit ekki um hina.
Við höfum reynt að kalla
saman systkinin og maka og þá
hefur oft verið glatt á hjalla og
mikið spilað og sungið. Það er
góð minning að hafa fengið þau
öll í Fossvoginn til okkar í
byrjun október sl. og þá var
Hrefna með. Síðan aftur núna í
byrjun maí hérna fyrir austan
þegar þau komu í vöfflukaffi og
að skoða nýju bygginguna hjá
okkur Auði. Sissi hafði verið
langt niðri eftir að Hrefna dó í
febrúar en það var svo gaman
hvað hann lyftist allur þegar
hann fékk nikku í hendur og
við spiluðum öll saman eins og
áður fyrr, hann meira að segja
gleymdi hækjunni þegar hann
kvaddi og fór út í bíl.
Það var að birta til og hann
átti skemmtilegan afmælisdag
1. júlí en fékk lungnabólgu upp
úr því. Hann virtist ætla að
hrista hana af sér eins og ann-
að í gegnum lífið en allt í einu
var þetta búið og hann fór á
fund Hrefnu í sumarlandinu.
Blessuð sé minning þeirra
beggja.
Jens Sigurðsson
(litli bróðir).
Elsku bróðir.
Mig langar að kveðja þig
með nokkrum orðum. Þú fórst
svo skyndilega, heyrði í þér í
vikunni á undan og þá varstu á
sjúkrahúsi en allur að hressast.
Það var að birta til hjá þér eftir
áföll síðustu ára þar sem þið
Hrefna lentuð í erfiðu bílslysi
og þið fylgdust að saman í
gegnum veikindi hennar sem
höfðu sigur í byrjun febrúar.
Þetta reyndi mikið á þig.
Þú varst svo spenntur að
komast í nýju íbúðina sem Jóna
hennar Hrefnu aðstoðaði þig
með að fá. Þig vantaði ýmislegt
í nýju íbúðina og ég hlakkaði til
að aðstoða þig við að ná í þessa
hluti.
Þú keyrðir strætó á sama
tíma og Guðbjörn maðurinn
minn og þið gátuð talað enda-
laust um vinnuna.
Þú elskaðir Ísafjörð og tal-
aðir oft um hvað þú áttir góða
æsku þar. Þú varst óþreytandi
að segja sögur þaðan. Ég man
sérstaklega eftir frásögninni
þegar þú varst að hjóla á
bryggjunni á Ísafirði 12 ára
gamall og fullt af fólki þar í
kring þegar Mummi bróðir datt
í sjóinn. Þú stökkst út í sjóinn á
eftir honum áður en nokkur gat
hreyft legg né lið. Þú varst
stóri bróðir og taldir aldrei eft-
ir þér að gæta systkina þinna
til að létta undir með pabba og
mömmu. Harmóníkan var í
uppáhaldi hjá þér og þú spil-
aðir víða og þú varst svo
ánægður með harmóníkuna
sem Hrefna gaf þér. Þetta var
áhugamál ykkar beggja. Það
var góð stund sem við áttum öll
systkinin saman hjá Auði og
Jenna fyrir austan í byrjun maí
og það var svo gaman að hlusta
á þig spila með þeim, þú varst
loksins svo glaður. Minning þín
lifir. Þín systir.
Ingibjörg Sigurðardóttir.
Sigurður Jörundur
Sigurðsson
Fleiri minningargreinar
um Sigurð Jörund Sigurðs-
son bíða birtingar og munu
birtast í blaðinu næstu daga.
✝ GuðfinnaSoffía Sveins-
dóttir fæddist 22.
desember 1944.
Hún lést 25. júlí á
Dvalarheimilinu
Höfða Akranesi.
Eiginmaður henn-
ar er Brandur
Jónsson frá Graf-
ardal, f. 13.10.
1938.
Foreldar hennar
voru Sveinn Hjálmarsson bóndi
Svarfhóli, f. 29.9. 1901, d. 26.2.
1985, og Lína Arngrímsdóttir
húsmóðir, f .13.8. 1913, d. 8.4.
2001.
Systkini Guðfinnu Soffíu eru;
Guðríður Sveinsdóttir, f. 6.6.
1936, Sóley Guðrún Sveins-
dóttir, f. 22.12. 1944, Friðrik
Axel Sveinsson, f .8.6 1947,
vör Lilja, f. 3.1. 1966, gift
Birni Þorra Viktorssyni. Þau
eiga þrjú börn og eitt barna-
barn. Sveinn, f. 8.9. 1967,
kvæntur Olgu Grevtsova, þau
eiga þrjú börn. Jón, f. 5.6.
1970, kvæntur Bergnýju Dögg
Sophusdóttur, þau eiga þrjá
dætur. Heiðdís Björk, f. 15.4.
1981, hún á tvö börn.
Guðfinna starfaði samhliða
búskap við hin ýmsu störf og
rak m.a. blómabúð á Akranesi,
Akrablóm, um 10 ára skeið.
Hún var mikill handverks-
maður, fagurkeri og hafði un-
un af hvers kyns ræktun.
Guðfinna og Brandur fluttu
árið 2000 að Jörundarholti 24
á Akranesi og bjuggu þar
meðan heilsan leyfði.
Þau fluttu á Dvalarheimilið
Höfða 1. apríl 2020 eftir að
hafa dvalið á HVE nokkra
mánuði.
Útför Guðfinnu Soffíu
Sveinsdóttur verður gerð frá
Akraneskirkju í dag, 5. ágúst
2020, og hefst athöfnin klukk-
an 13.
Hjálmar Sveins-
son, f. 8.3. 1949,
Arngrímur
Sveinsson, f. 8.3.
1949, d. 21.10.
2006, Þórður
Sveinsson, f.
29.10. 1951, d.
29.4. 1990, Stúlka
Sveinsdóttir, f.
29.10. 1951, d.
29.10. 1951.
Guðfinna
Soffía ólst upp á Svarfhóli í
Svínadal og bjó þar til ársins
1965 er þau Brandur Jónsson
giftu sig 10. júlí og hófu bú-
skap í Katanesi í Hvalfjarð-
arsveit.
Hún gekk í skóla í Reykja-
nesi við Ísafjarðardjúp og í
Húsmæðraskóla Reykjavíkur.
Börn þeirra eru fjögur; Sal-
Amma Guðfinna var amma af
bestu sort. Bakaði bestu pönns-
ur í heimi, leyfði manni að
glamra á píanóið í sveitinni,
sprauta vatni út um allan garð-
skála og bauð í bestu göngu-
túrana. Hún gerði meira að
segja heiðarlegar tilraunir til að
kenna mér að prjóna. Með
ömmu Guðfinnu gat maður bara
verið. Það er gæfa að eiga fal-
legar minningar af ömmu eins
og hún átti að sér að vera.
Amma Guðfinna hætti aldrei
að vera amma. Það sást greini-
lega þegar langömmutelpan
mætti til leiks. Hún brosti svo
blítt og einlægt í hvert skipti
sem þær hittust og var alltaf að
passa upp á að barnið hefði það
sem best.
Um kvöldið fékkstu hvíldina,
í hjartanu fann ég þökk.
Er ég hugs’um góðu stundirnar
þá verð ég ansi klökk.
Mér alltaf tók á móti,
opinn faðmur þinn.
Í Katanesi, stundirnar,
þangað reikar hugur minn
Tína, skoða, sjóða,
skeljar og fjörugull.
Sykurmola og ömmupönnsur
ég borðaði kappsfull.
Þú gafst þér alltaf tíma
og kenndir mér svo margt.
Í sólskálanum að vökva blóm
þar var svo hlýtt og bjart.
Af þínum góðu mannkostum
mun heyra Salvör Tinna.
Hvíl í friði og góða ferð,
elsku amma Guðfinna.
Anna Lilja Björnsdóttir.
Elsku amma mín hefur kvatt
þennan heim. Þó að það sé erf-
itt að missa ömmu sína er mikill
friður að vita af henni á betri
stað eftir erfið seinustu ár.
Við amma vorum alltaf mikl-
ar vinkonur þegar ég var að
alast upp. Ég fór í ófá skipti eft-
ir skóla upp í Jörundarholt í
heimsókn. Þá sátum við amma
oftast fyrir framan sjónvarpið
að horfa á Nágranna eða Glæst-
ar vonir og prjónuðum saman.
Amma hefur kennt mér ótal
dýrmæta hluti sem munu fylgja
mér út lífið. Hún kenndi mér að
prjóna almennilega, elda kjöt-
bollur, baka pönnukökur,
skreyta rjómatertuna, taka upp
kaftöflur, borða hamsatólg og
margt annað sem ég held mikið
upp á.
Það var alltaf mikið fjör þeg-
ar við ömmubörnin fengum að
koma að gista í Jörundarholtinu
og var það fastur liður að fara á
vídeóleiguna að leigja mynd og
kaupa skyndibita. Þeim þótti
svo vænt um að fá barnabörnin
til sín og við nutum þess að
vera í dekri. Það var alltaf til ís
og kókómjólk fyrir okkur
krakkana og endalaust af spól-
um. Við systurnar kunnum
Sögur úr Andabæ líklega utan
að eftir að hafa horft á hana
ótal sinnum í Jörundarholtinu.
Amma var ótrúleg fé-
lagsvera og fannst ekkert betra
en að fá heimsóknir. Hún tók
ávallt vel á móti mér hvort sem
ég mætti ein eða með vinkonur
mínar í heimsókn. Sú heimsókn
sem stendur þó upp úr er þeg-
ar ég mætti með þrjár vinkon-
ur með mér í heimsókn og
amma ákvað að gera pönnu-
kökur fyrir okkur. Það dugði
ekkert minna en tvær upp-
skriftir handa okkur og gerði
amma þær með bros á vör.
Gestrisnin hennar ömmu var
ómetanleg.
Seinasta skiptið sem ég hitti
ömmu var dýrmæt stund.
Amma og afi sátu saman úti á
svölum, amma með sólgleraugu
og sólhatt og greinilega að
njóta þennan sólríka dag
tveimur dögum áður en hún
lést. Þó að hún hafi litið veik-
burða út sá maður samt sem
áður ánægjuna í andlitinu. Mér
þótti dýrmætt að geta stokkið
og heilsað upp á hana og afa
reglulega á Höfða og ánægjan
leyndi sér ekki í hvert skipti
sem ég kom þó að heimsókn-
irnar væru yfirleitt stuttar.
Ég veit fyrir víst að amma er
komin á betri stað og að hún er
þjáningarlaus. Amma fær loks-
ins að hitta Ásdísi Birtu og hún
komin með enn einn vernd-
arengilinn til sín. Það verður
ljúft að hitta þær þegar minn
tími er kominn en áður en að
því kemur munu allar óteljandi
minningarnar um ömmu ylja.
Takk fyrir dýrmætu stundirnar
og alla hjálpina og stuðninginn
sem þú hefur veitt mér í gegn-
um tíðina. Ég lofa að passa upp
á afa þar til þið sameinist á ný.
Þín ömmustelpa,
Guðný Rós.
Guðfinna Soffía
Sveinsdóttir
Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir
að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í hægra horn-
inu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“ valinn úr felli-
glugganum.
Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að
hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi
ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað getur
birting dregist, enda þótt grein berist áður en skilafrestur rennur út.
Minningargreinar