Morgunblaðið - 05.08.2020, Page 21
DÆGRADVÖL 21
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. ÁGÚST 2020
„EFTIR MATINN SAGÐI HANN AÐ SÉR
LIÐI EKKI NÓGU VEL OG, ÁN ÞESS AÐ
ÉG VILJI LJÓSTRA UPP UM SÖGULOKIN,
ÁKVAÐ HANN AÐ FÁ SÉR STUTTAN BLUND. ”
„VIÐ ÆTLUM AÐ FÁ ÞENNAN MEÐ
DEMÖNTUNUM OG RÚBÍNUNUM.”
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
... að vilja gera allt
saman.
Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann
JÓN! MIKIÐ HLÝTUR ÞÚ AÐ
VERA GLAÐUR AÐ SJÁ MIG!
ÞÚ ERT EKKI
GÓÐUR Í ÞESSU
MÁ ÉG KYSSA ÞIG?SJÁÐU TUNGLIÐ! ÞETTA
ER SVO RÓMANTÍSKT!
Æ, VIÐ SKULUM EKKI
EYÐILEGGJA STEMNINGUNA!
Á Boðnarmiði á Guðmundur Arn-finnsson fallegt ljóð og heitir
„Lilli lambhrútur“:
Hér ljóð vil ég færa í letur
um lambhrút sem fæddist í vor,
óttalegt endemis tetur
sem eflaust dæi úr hor.
Bónda á bænum fannst eigi
barasta taka því
að lóga svo lasburða greyi
og lét hann skammarkrók í.
En hrútlambið, horað og visið,
hjarnaði smám saman við.
Og loks gat á lappirnar risið
hann Lilli og komst á skrið.
Ein húskona hlýleg í fasi
hjúkraði lambinu vel,
sem afar fljótt óx úr grasi,
og alls ekki blasti við hel.
En „skjótt hefur sól brugðið sumri“
og sorg ríkir nú og kíf,
því Lilli með korri og kumri
kvaddi í blóma sitt líf.
Þó skammvinn yrði hans ævi
og enginn hans greini slóð,
þá hygg ég nú samt við hæfi,
að hann fái kveðjuljóð.
Á föstudag orti Pétur Stefánsson:
Held ég brátt í helgarfrí,
hýrna tekur bráin,
enda komin enn á ný
í mig flöskuþráin
Antoni Helga Jónssyni finnst,
að nú sé það minnsta sem hann
geti gert að endurbirta þessa
limru frá því í vor:
Þótt venjuleg rútína víki
en veiran og smithætta ríki
ég kjark í mig tel;
nú kemur sér vel
mín króníska frestunarsýki.
Í Snót eru þessar stökur með
yfirskriftinni „Maður og
stúlka“.
Maðurinn:
Eg á hund, mitt unga sprund,
eins og þig í framan;
ætti eg mund og grettisgrund
gæfi eg ykkur saman.
Stúlkan:
Eg á tík, sem yður er lík
í augum og háralagi;
væri hún rík, mér virtist slík
vera af sama tagi.
Sigurður Breiðfjörð lýsir and-
litsfari manns eins:
Ef það væri ekki synd
að vér líktum saman
hefur rétta marhnútsmynd
maðurinn í framan.
Halldór Blöndal
halldorblondal@simnet.is
Vísnahorn
Lilli lambhrútur og
krónísk frestunarsýki
í Reykjavík og er búinn með sjötta
stig. „Á meðan ég nýt góðrar heilsu
og röddin er til staðar held ég áfram
að njóta þess að syngja með því frá-
bæra fólki sem er í og í kringum
Óperukórinn.“
Fjölskylda
Fyrri eiginkona Þórarins og
barnsmóðir er Guðný Dóra Krist-
insdóttir, f. 3.3. 1945, þau skildu.
Seinni kona Þórarins var Sigríður
Halla Sigurðardóttir, f. 12.8. 1953,
þau skildu.
Synir Þórarins og Guðnýjar eru
1) Kristinn Arnar Þórarinsson, f.
24.4. 1973, tamningamaður og hesta-
tannlæknir; 2) Þórarinn Egill Þór-
arinsson, f. 27.12. 1976, lögfræð-
ingur. Hann er kvæntur Ölmu
Ragnarsdóttur, f. 25.10. 1972 og
þeirra dætur eru Agla, f.4.10. 2002,
Oddný, f. 20.4. 2004, og Dóra, f. 25.3.
2007.
Systkini Þórarins eru Sigrún
Stella Jónsdóttir, f. 7.4. 1940, kenn-
ari og Magnús Þór Jónsson, f. 24.11.
1961, grafískur hönnuður.
Foreldrar Þórarins voru hjónin
Jón G. Þórarinsson, f. 16.8. 1920, d.
17.1. 2010, organisti og söngkennari,
og Helga Jónsdóttir, f. 5.2.1916 d.
12.10.2010, húsfreyja. Þau bjuggu í
Reykjavík.
Þórarinn Jónsson
Helga Guðmundsdóttir
húsfreyja, f. í Dægru
Þórður Þórðarson,
b. og sjómaður
á Vegamótum á
Akranesi, f. á Akranesi
Ragnheiður Þórðardóttir
húsfreyja á Akranesi
Jón Sigurðsson
hafnarvörður á Akranesi
Helga Jónsdóttir
húsfreyja í Reykjavík
Margrét Þórðardóttir
húsfreyja, f. í Þerney á
Kollafirði, Kjós.
Sigurður Jónsson
hómopati í Litla-Lambhaga og í
Lambhúsum á Akranesi, f. að Fossi í Kjós
Sigþór Karl Þórarinsson
b. og hreppstjóri í
Einarsnesi í Borgarhreppi
Þórarinn
Sigþórsson
tannlæknir
Ríkharður Jónsson
knattspyrnumaður á Akranesi
Þórdís Jónsdóttir
vinnukona í Hjarðardal,
frá Sæbóli á Ingjaldssandi
Gísli Björnsson
vinnum. í Hjarðardal
í Önundarfirði, síðast
húsmaður á Flateyri, frá
Hlíð í Kollafirði, Strand.
Sigríður Gísladóttir
búfræðingur í Reykjavík
Þórarinn Jónsson
skipstjóri í Reykjavík
Gyðríður Steinsdóttir
húsfreyja, frá Einarshöfn
á Eyrarbakka
Jón Sigurðsson
b. og smiður á Svarfhóli við Selfoss og
ökumaður í Rvík, f. á Brekkum í Holtum, Rang.
Úr frændgarði Þórarins Jónssonar
Jón G. Þórarinsson
organisti og
söngkennari í Reykjavík
Bíldshöfða 12 • 110 Rvk • 577 1515 • skorri.is
Sólarrafhlöður
Pakkarnir inihalda:
125w sólarrafhlaða m/
festingum, 5m kapall,
sjórnstöð 10A,
185w sólarrafhlaða,
m/festingum,
5m kapall, stórnstöð 20A
SUMARTILBOÐ
fyrir húsbíla og hjólhýsi
20%afsláttur
TRAUST OG FAGLEG ÞJÓNUSTA - ALLA LEIÐ