Morgunblaðið - 06.08.2020, Síða 4

Morgunblaðið - 06.08.2020, Síða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. ÁGÚST 2020 Strappy Stærðir S-XXL Verð 7.850kr Tummy tucker Stærðir S-XXL Verð 8.890kr Sporty Stærðir S-XXL Verð 7.950kr Laugavegi 178 | 105 Reykjavík | Sími 551 3366 Opið virka daga kl. 10-18, laugardaga kl.10-14 Bra 30 TOPPAR OG BOLIR Bra30 eru toppar og bolir úr supima bómul, sem er einn besti bómull í heiminum. Þeir eru einstaklega endingagóðir og þétt ofið efnið gerir það að þeir halda brjóstunum uppi. Tilvalið fyrir kósý daga heima við. Hentar fyrir allar skálastærðir. Ragnhildur Þrastardóttir Lilja Hrund Ava Lúðvíksdóttir Virk smit kórónuveirunnar eru nú í öllum landsfjórðungum að nýju eftir að smit greindist á Egilsstöðum á þriðjudag. Óvitað er hvernig smitið kom til. Níu kórónuveirusmit greindust innanlands á þriðjudag og var þá alls 91 í einangrun með virk smit. Eitt gamalt smit greindist í landamæra- skimun og er sá sem hafði smitast því ekki smitandi. Þróun annarrar bylgju faraldursins sem nú hefur breiðst út hérlendis er mjög svipuð þróun fyrstu bylgju far- aldursins, að því er fram kom í máli Þórólfs Guðnasonar á upplýsingafundi almannavarna í gær. Hann jánkaði því að rétt væri að tala um samfélagssmit. „Það er alveg rétt að þetta er sam- félagssmit, þetta er sama veiran, við erum búin að sýna fram á það. Hvort hún kallast hópsmit eða samfélags- smit, mér finnst það ekki vera stóra málið í þessu en það er vissulega rétt að hún er dreifð um landið.“ Þangað til á þriðjudag höfðu Aust- firðingar og Héraðsbúar farið var- hluta af annarri bylgju veirunnar. Þórólfur segir í samtali við blaða- mann að það sé áhyggjuefni að kór- ónuveiran hafi náð að dreifa sér til allra landsfjórðunga á nýjan leik. Sama undirtegund hefur náð að dreifa sér „mjög víða“ Smitið sem kom upp á Austurlandi er af sömu undirtegund veirunnar og önnur innanlandssmit sem hafa komið upp hérlendis í annarri bylgju veir- unnar. Það segir Þórólfur áhugavert en enn er á huldu hvernig sú undirteg- und sem nú hefur breitt úr sér um allt land barst til landsins. „Það er áhugavert að sjá að þessi sama undirtegund af veirunni hafi náð að dreifa sér mjög víða og skýtur upp kollinum víða, oft er ekki hægt að sjá nein tengsl á milli smitaðra einstak- linga,“ segir Þórólfur og heldur áfram: „Það náttúrulega skýrist af því að [veiran] er oft einkennalítil og ein- kennalaus og þannig getur hún dreifst á milli. Það er bara það sem er viðbúið af þessari veiru.“ Þórólfur segir smitkúrfuna svipaða nú og hún var í byrjun mars þegar veiran fór að gera vart við sig hérlend- is og þess vegna sé tekið tiltölulega hart á þeim smitum sem greinst hafa. Þá sagði Þórólfur erfitt að segja til um það hvort smitum muni fjölga mikið í framhaldinu og það þurfi að fá að koma í ljós. Bæði Þórólfur og Alma D. Möller landlæknir ítrekuðu á fundi gærdags- ins að Íslendingar þyrftu að huga sér- staklega vel að sínum persónulegu sóttvörnum. Þórólfur sagði á fundinum í gær að áfram þurfi að leggja áherslu á skim- anir og sýnatöku innanlands. Síðan þurfi að huga að því hvort breyta þurfi áherslum á landamærum. Þá sagði Þórólfur það áhyggjuefni að nýgengi smita haldi áfram að hækka hér á landi og hann telur líklegt að Ísland lendi á rauðum lista hjá einhverjum Evrópuþjóðum en það getur gert Ís- lendingum erfitt að ferðast erlendis. Heilsugæslan skimar ekki fyrir veirunni hjá einkennalausum Alma sagði mikið álag á heilsugæsl- unni og benti á að skimun væri ekki í boði fyrir einkennalausa nema í úr- tökum Íslenskrar erfðagreiningar (ÍE). Til þess að fara í skimun hjá ÍE þarf fólk að fá boð í skimun en fyrir- tækið skimar nú fyrir veirunni í stórum hópum fólks sem tengjast smituðum einstaklingum að einhverju leyti. Alma segir í samtali við blaðamann að sú skimun ÍE gangi vel. Áður hafði ÍE líka skimað fyrir veirunni í slembi- úrtökum en því var hætt fyrir nokkr- um dögum. Lítið var um smit í slembi- úrtökum. „Þetta er samfélagssmit“  Virkt smit á Egilsstöðum og veiran þar með virk í öllum landsfjórðungum að nýju  Níu innanlands- smit greindust á þriðjudag  Þróun annarrar bylgju faraldursins svipuð og þróun hinnar fyrstu Ljósmynd/Lögreglan Fundur Þríeykið svokallaða ásamt Agnesi Agnarsdóttur, fagstjóra sálfræðiþjónustu hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins á upplýsingafundi í gær. 2 1 2 1 2 1 2 11 1 1 1 1 1 1 1 1 100 1 1 1 1 2 2 4 3 2 2 2 3 6 6 2 1 5 2 5 1 6 9 2 10 13 1 3 1 2 2 2 1 3 3 3 2 2 5 4 2 1 2 1 1 3 1 3 6 1 8 1 7 1 11 2 1 4 Kórónuveirusmit á Íslandi Fjöldi jákvæðra sýna frá 15. júní til 4. ágúst 147.005 sýni hafa verið tekin Þar af í landamæraskimun 71.602 sýni746 einstaklingar eru í sóttkví 1.926 staðfest smit 91 er með virkt smit Heimild: covid.is Innanlands Landamæraskimun: Virk smit Með mótefni 21,0 ný smit sl. 14 daga á 100.000 íbúa Nýgengi smita innanlands: júní júlí ágúst 9 11 2 Alma D. Möller landlæknir segir að hvorki Google né Apple muni safna neinum persónuupplýsingum með blátannartækni (e. bluetooth) sem er væntanleg í ágúst og miðar að því að auðvelda smitrakningu. Tæknirisinn Google hefur ítrekað verið gagnrýndur fyrir það hvernig hann fer með persónuupplýsingar og spurði blaðamaður Ölmu því hvort hægt væri að treysta tækni sem Google legði fram í baráttunni við faraldurinn og snerti viðkvæm- ar persónuupplýsingar um stað- setningu fólks. „Engum persónuupplýsingum er safnað með þessari tækni. Það er bara símtækið sem fær gögnin,“ segir Alma. Persónuvernd í hverju landi mun þurfa að samþykkja blá- tannartæknina. Skiptast á leynikóðum Tæknin felst í því að þegar símar eru nálægt hver öðrum og virkni blátannartækninnar hefur verið heimiluð af eigendum símanna skiptast þeir á leynikóðum. Ef ein- staklingur hefur verið nálægt smit- uðum fær hann tilkynningu um það í símann sinn og er með henni beð- inn um að setja sig í samband við smitrakningarteymið. ragnhildur- @mbl.is AFP Google Google og Apple standa að baki tækninni en Google hefur legið undir ámæli vegna meðhöndlunar fyrirtækisins á persónuupplýsingum. Safna ekki per- sónuupplýsingum  Ný smitrakningartækni er væntanleg ÁHRIF KÓRÓNUVEIRUNNAR Á ÍSLANDI

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.