Morgunblaðið - 06.08.2020, Qupperneq 6
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. ÁGÚST 2020
Hof 1 Austurhús og Klettasel í Sveitarfélaginu Hornafirði
Fasteignamiðstöðin er með til sölu jörðina Hof 1 Austurhús og Klettasel í Sveitarfélaginu Hornafirði. Staðsetning 20 km frá
þjóðgarðinum í Skaftafelli í vestur og 38 km frá Jökulsárlóni í austur.
Hof 1 Austurhús á um 1/5 hluta heildarjarðarinnar sem er mjög landmikil. Húsakostur er mjög glæsilegt einbýlishús og sumarhús.
Einbýlishúsið er um 120,1 m2 auk þess sambyggt sérstakt gestaherbergi 28 m2 og geymsla 10,2 m2. Einbýlishúsið skiptist í
alrými með eldhúsi, 2 svefnherbergi, baðherbergi og þvottahús. Öll tæki í eldhúsi, þvottahúsi og baðherbergjum fylgja með. Allar
innréttingar í húsunum eru sérsmíðaðar úr þýskum hlyn (cycamore) og hvítir eldhússkápar, þvottahúsinnrétting og baðinnrétting. Í
gestaherberginu er einnig baðherbergi. Gólfefni er íslenskt gabbró sem var flutt frá Breiðamerkursandi til Reykjavíkur, þar sem grjótið
var unnið í flísar, alls 150 fermetrar á gólf og tæpir 100 fermetrar á verönd. Fyrir utan húsið er heitur pottur og jafnframt er húsið
skreytt með steindum gluggum eftir Nínu Tryggvadóttur. Húsið er steypt í hólf og gólf og er með torfþaki. Með glæsilegri húsum sem
Fasteignamiðstöðin hefur haft til sölu.
Sumarhúsið er 32,2 m2 stakstætt fullbúið hús með 1 svefnherbergi, alrými með eldhúskróki og baðherbergi. Útsýni er glæsilegt.
Náttúrufegurð Öræfanna er engu lík. Í vestri handan við svartan Skeiðarársand blasir við Lómagnúpur þar sem einn af landvættum
Íslands tók sér bólfestu. Öræfajökull trónir yfir sveitinni með hæsta fjall landsins Hvannadalshnjúk og niður hlíðar fjallanna skríða
tignarlegir skriðjöklar. Í suðri blasir við Ingólfshöfði umleikinn svörtum sandi og hafinu. Fyrsti landnámsmaður Íslands Ingólfur
Arnarson tók sér þar vetursetu, en í dag ráða þar lundinn og aðrir fuglar ríkjum. Áhugaverð jörð og húsakostur sem vert er að skoða.
Frábær staðsetning.
Nánari upplýsingar gefur Magnús Leópoldsson.
Aron Þórður Albertsson
aronthordur@mbl.is
Til að draga úr líkum á smiti með-
al viðskiptavina Hertz hafa þrif á
bifreiðum fyrirtækisins verið auk-
in. Auk hefðbundinna þrifa eru
stýri og gírstöng nú sérstaklega
hreinsuð. Að sögn Sigfúsar B. Sig-
fússonar, forstjóra Hertz, er þetta
gert til að sporna við hugsanlegri
útbreiðslu veirunnar hér á landi.
Er hreinlæti af þeim sökum í for-
grunni. „Við höfum strokið sér-
staklega af stýrum og gírskipt-
ingum. Það er helsta breytingin.
Við ákváðum að grípa til þessara
ráðstafana enda er meira gætt að
öllu hreinlæti núna. Svo eru bíl-
arnir auðvitað þrifnir venjulega,“
segir Sigfús.
Auk vandaðra þrifa tryggir
Hertz að engin snerting eigi sér
stað við afhendingu bifreiða. Segir
Sigfús að umrædd lausn beri heit-
ið „handfrjáls afhending“. Þannig
geta viðskiptavinir gengið frá öll-
um helstu atriðum símleiðis eða
með tölvu. „Þetta er kerfi sem
hefur verið í gangi hjá okkur í tæp
tvö ár, sem var mjög heppilegt
þegar þetta byrjaði. Við erum með
allt á netinu; þú kvittar undir og
sendir til okkar rafrænt. Síðan
höfum við sett upp lyklabox á
mörgum stöðum þannig að þetta
eru pappírslaus viðskipti. Það þarf
enginn að snerta eitt eða neitt,“
segir Sigfús og bætir við að fleiri
fyrirtæki færist nær þessu kerfi.
„Þetta er mjög gott kerfi, þú gerir
þetta allt saman sjálfur. Það eru
auðvitað fleiri fyrirtæki að nota
svona kerfi.“
Handfrjáls afgreiðsla bílaleigna
Hreinsa gírstöng og stýri sérstaklega Viðskiptavinir ganga frá leigu og
greiðslu á netinu Vanda þrif til að koma í veg fyrir útbreiðslu kórónuveirunnar
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Bílar Vönduð þrif eru í forgangi hjá bílaleigum hér á landi. Allt er gert til að
koma í veg fyrir frekari útbreiðslu heimsfaraldurs kórónuveiru.
Svo virðist sem hægt hafi á
fjölgun ferðamanna hér á landi.
Leiga bifreiða til ferðamanna
tók við sér þegar landamæri
opnuðust en að sögn Hjálmars
Péturssonar, forstjóra Avis, er
pöntunum nú að fækka. „Mér
finnst eins og ferðamönnum sé
að fækka og eftirspurnin að
minnka eftir að smitin komu
upp,“ segir Hjálmar sem kveðst
ekki bjartsýnn á framhaldið.
„Þetta er bara brot af því sem
það var. Við erum að horfa til
þess að verða kannski 60-70%
niður allt árið,“ segir Hjálmar.
Svipað er upp á teningnum
hjá Hertz þar sem hægt hefur
mjög á fjölgun pantana. Segir
Sigfús að 30% af tekjum síð-
asta árs væri afar góður árang-
ur í ár.
Gríðarlegt
tekjufall
NÝ SMIT HAFA ÁHRIF
Hvalaskoðunarbáturinn Amma Helga leggur úr höfn á
Húsavík áleiðis til fundar við hina vinalegu risa á
Skjálfanda. Að sögn framkvæmdastjóra fyrirtækisins
hefur sumarið gengið þokkalega. Flestir farþegar eru
erlendir ferðamenn en Íslendingar hafa tekið vel við
sér. Nóg er af hnúfubak í ætisleit og mikil sjón að sjá.
Morgunblaðið/Eggert
Ferðamenn til móts við hnúfubaka
„Við tökum eftir því að það eru klár-
lega fleiri að nýta sér fjarviðtölin,“
segir Tanja Dögg Björnsdóttir,
framkvæmdastjóri sálfræðiþjónust-
unnar Mín líðan, sem býður upp á
fjarsálfræðiþjónustu í gegnum sam-
nefnda vefsíðu, sem er jafnframt
fyrsta íslenska fjargeðheilbrigðis-
þjónustan með starfsleyfi frá emb-
ætti landlæknis.
„Áður en faraldurinn skall á var
sálfræðiþjónusta á netinu ný fyrir
fólki, og eins gildir um allt nýtt þá
var fólk feimið við að prófa hana. En
í þessu ástandi neyddist fólk til að
nýta sér þessar leiðir og fékk tæki-
færi til að sjá að þetta virkar vel,“
segir Tanja. Margir kjósi frekar að
þiggja sálfræðimeðferð í gegnum
fjarviðtöl þótt misjafnt sé hvað henti
hverjum.
Þá segist Tanja eiga von á því að
fleiri muni sækja sér sálfræðiþjón-
ustu gegnum netið þegar líða tekur
á haustið.
„Andleg vanlíðan birtist oft
nokkrum mánuðum eftir áföll,“ seg-
ir hún og nefnir fjármálahrunið árið
2008 sem dæmi en þá hafi fleiri
fundið fyrir vanlíðan þegar lengra
var liðið frá hruni.
Íslendingar erlendis
nýti sér þjónustuna
Síðasta sumar hóf Mín líðan að
bjóða upp á fjarviðtöl en áður var
einungis boðið upp á staðlaða með-
ferð, sem fer einungis fram í gegn-
um netið. Samanstendur hún af 10
meðferðartímum, þar sem öll sam-
skipti við sálfræðing fara fram í
gegnum skrifaðan texta. Aðgangur
að meðferðinni er í 14 vikur og hægt
er að sinna meðferðinni á eigin
hraða.
„Eftir að þessi vitundarvakning
varð [í kjölfar faraldursins] þá er
fólk að sjá kostina við það að nýta
sér sálfræðimeðferð í gegnum netið,
bæði staðlaðar meðferðir og fjar-
viðtöl. Það eru margir vinnuveitend-
ur sem bjóða sínu fólki að sinna
þessu á vinnutíma og þá getur fólk
bara bókað fundarherbergi og farið
í viðtalið þar, án þess að þurfa að
bíða á biðstofu og keyra í umferð.
Þannig að töluverður tími er spar-
aður,“ segir Tanja.
Íslendingar sem búsettir eru er-
lendis eru stór hópur þeirra sem
hafa sótt sér sálfræðiþjónustu í
gegnum vefinn, með fjarviðtölum og
staðlaðri meðferð. „Þetta hentar
þeim aðilum vel og öllum sem kjósa
þetta frekar,“ segir Tanja.
Fjarviðtöl ryðja
sér til rúms í sál-
fræðiþjónustu
Fjarviðtöl algeng Búist við aukinni
eftirspurn þegar líða tekur á haustið
Morgunblaðið/Golli
Þunglyndi Vanlíðan getur komið
fram nokkrum mánuðum eftir áföll.
„Það er
greinilegt að
þessi þjón-
usta er
nauðsyn-
leg,“ segir
Kristín
Ólafsdóttir,
fram-
kvæmda-
stjóri Píeta-
samtakanna.
200 símtöl hafa borist Píeta-
símanum frá stofnun hans, fyrir
mánuði síðan, sem jafngildir
u.þ.b. 6 símtölum á dag. Símtöl
í Píetasímann eru öll utan af-
greiðslutíma Píetasamtakanna
en 30 einstaklingar hafa komið í
viðtöl í júlí eftir símtal.
„Við fögnum því að fólk skuli
leita sér aðstoðar og við hvetj-
um fólk eindregið til að hafa
samband,“ segir Kristín.
200 símtöl í
Píetasímann
SÓLARHRINGSAÐSTOÐ
Kristín
Ólafsdóttir