Morgunblaðið - 06.08.2020, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 06.08.2020, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. ÁGÚST 2020 Þjóðmál fjalla um Samkeppnis-eftirlitið og tengd mál í rit- stjórnargrein, þar sem meðal ann- ars er vakin athygli á ríflegum kostnaði við kunnáttumann í tengslum við samruna til- tekins olíufé- lags og versl- anakeðju. Þjóðmál finna að því „hvernig stjórnendur Sam- keppniseftirlitsins hegða sér í nálgun sinni gagnvart atvinnulíf- inu,“ og nefna dæmi þar um.    Þá segir í Þjóðmálum: „Til aðtoppa þetta stundar Sam- keppniseftirlitið það að kaupa auglýsingar á Facebook til að koma á framfæri skoðunum starfs- manna hennar. Þeirra á meðal var andstaða þeirra við frumvarp iðn- aðarráðherra um breytingar á samkeppnislögum og samhliða breytingum á Samkeppniseftirlit- inu. Sú vinna og sá tími sem starfsmenn stofnunarinnar vörðu, eða eyddu, í baráttu sinni gegn frumvarpinu var ekki til eft- irbreytni. Það hlýtur að vekja furðu þegar stjórnendur ríkis- stofnunar birta efni sem inniheld- ur aðeins þeirra eigin skoðanir og ríkar tilfinningar til þess of- urvalds sem stofnunin færir þeim. Undir þessu sitja stjórnmálamenn. Ráðherra leggur fram frumvarp og starfsmenn eftirlitsstofnunar- innar fara í opinbert stríð við hann í kjölfarið.“    Það er auðvitað eitthvað mjögundarlegt við það þegar ríkis- stofnanir eru komnar í harða póli- tíska baráttu fyrir eigin tilvist eða fyrir því hvernig starfsemi þeirra skuli útfærð.    Ríkisútvarpið er auðvitað annaðskýrt dæmi um stofnun sem hefur iðulega gengið óeðlilega langt í þessum efnum. Offararnir STAKSTEINAR Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ Eldhúsinnréttingar Fríform ehf. Askalind 3, 201 Kópavogur. 562–1500 Friform.is. Sumaropnun: Mán. – Föst. 10–17 Laugardaga LOKAÐ 2 0 0 0 — 2 0 2 0 eru 0,4% færri viðskiptavinir en í sambærilegri viku í fyrra en bent er á að salan dreifðist þó með öðr- um hætti en í fyrra. Talsvert dró úr sölu frá miðvikudegi til föstudags. Mikill munur var á einstaka stöð- um á landsbyggðinni, t.d var salan í Neskaupstað nú um 47% af sölu fyrra árs og í Vestmannaeyjum um 46% af sölu fyrra árs. Heildarsalan á landinu það sem af er árinu er um 14% meiri en í fyrra. omfr@mbl.is Seldir voru 786 þúsund lítrar af áfengi í vínbúðum ÁTVR fyrir verslunarmannahelgina en 795 þús- und lítrar voru seldir á sama tíma í fyrra. Fram kemur á vindbudin.is að verslunarmannahelgin sé alla jafna með mestu söluhelgum ársins. „Lítil breyting varð á því þetta ár- ið, en salan nú var um 1,4% minni í lítrum talið en í sömu viku fyrir ári.“ Komu alls um 127.500 viðskipta- vinir í Vínbúðirnar í vikunni, sem Annasamt í vínbúðum Áfengissala fyrir verslunarmannahelgina 795 2019 784 2020 Heimild: vinbudin.is 784 þúsund lítrar af áfengi seldust í vikunni fyrir verslunarmannahelgi sem er 1,4% minna en í sömu viku í fyrra 127.500 viðskiptavinir komu í Vínbúðirnar í vikunni fyrir verslunarmannahelgi sem eru 0,4% færri en í sömu viku í fyrra 53% minni sala var í Neskaupstað en fyrir ári 54% minni sala var í Vestmannaeyj- um en fyrir ári Umferð ökutækja minnkaði nokkuð í júlímánuði bæði á hringveginum og á höfuðborgarsvæðinu sam- kvæmt nýbirtum tölum Vegagerð- arinnar. Fram kemur að umferðin á höfuðborgarsvæðinu í júlí dróst saman um 3,4 prósent frá sama mánuði fyrir ári og var einnig minni en hún var í síðastliðnum júní- mánuði. Umferðin á hringveginum dróst einnig saman í júlí frá sama mánuði fyrir ári og minnkaði um sama hlut- fall og á höfuðborgarsvæðinu eða 3,4% samkvæmt umferðarmælum Vegagerðarinnar. Í ljós kom þó að umferðin á hringveginum var töluvert meiri í júlí- en júnímánuði eða 13 prósent- um meiri. Að mati sérfræðinga Vegagerðarinnar er líklegt að meginástæða þessa sé aukinn akst- ur landsmanna í sumarfríum í júlí og einnig hefur ferðamönnum fjölg- að og þar með umferð þeirra um þjóðvegi landsins. Bent er á varðandi samdráttinn í umferðinni á höfuðborgarsvæðinu að hugsanlega hafi áhrif að höfuð- borgarbúar sóttu í auknum mæli út á land í sumarorlofi í júlí. Frá áramótum hefur umferðin á höfuðborgarsvæðinu dregist saman um tæp níu prósent og útlit er fyrir að gríðarlegur samdráttur verði á umferðinni á hringveginum í ár, sem að mati Vegagerðarinnar gæti orðið um tíu prósent þegar upp er staðið. Umferðin dróst saman um 3,4%  Búast má við 10% minni umferð í ár Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Höfuðborgarsvæði Umferð hefur minnkað um 8,9% frá áramótum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.