Morgunblaðið - 06.08.2020, Qupperneq 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. ÁGÚST 2020
Þjóðmál fjalla um Samkeppnis-eftirlitið og tengd mál í rit-
stjórnargrein, þar sem meðal ann-
ars er vakin athygli á ríflegum
kostnaði við
kunnáttumann
í tengslum við
samruna til-
tekins olíufé-
lags og versl-
anakeðju.
Þjóðmál finna að
því „hvernig stjórnendur Sam-
keppniseftirlitsins hegða sér í
nálgun sinni gagnvart atvinnulíf-
inu,“ og nefna dæmi þar um.
Þá segir í Þjóðmálum: „Til aðtoppa þetta stundar Sam-
keppniseftirlitið það að kaupa
auglýsingar á Facebook til að
koma á framfæri skoðunum starfs-
manna hennar. Þeirra á meðal var
andstaða þeirra við frumvarp iðn-
aðarráðherra um breytingar á
samkeppnislögum og samhliða
breytingum á Samkeppniseftirlit-
inu. Sú vinna og sá tími sem
starfsmenn stofnunarinnar vörðu,
eða eyddu, í baráttu sinni gegn
frumvarpinu var ekki til eft-
irbreytni. Það hlýtur að vekja
furðu þegar stjórnendur ríkis-
stofnunar birta efni sem inniheld-
ur aðeins þeirra eigin skoðanir og
ríkar tilfinningar til þess of-
urvalds sem stofnunin færir þeim.
Undir þessu sitja stjórnmálamenn.
Ráðherra leggur fram frumvarp
og starfsmenn eftirlitsstofnunar-
innar fara í opinbert stríð við
hann í kjölfarið.“
Það er auðvitað eitthvað mjögundarlegt við það þegar ríkis-
stofnanir eru komnar í harða póli-
tíska baráttu fyrir eigin tilvist eða
fyrir því hvernig starfsemi þeirra
skuli útfærð.
Ríkisútvarpið er auðvitað annaðskýrt dæmi um stofnun sem
hefur iðulega gengið óeðlilega
langt í þessum efnum.
Offararnir
STAKSTEINAR
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
Eldhúsinnréttingar
Fríform ehf.
Askalind 3,
201 Kópavogur.
562–1500
Friform.is.
Sumaropnun:
Mán. – Föst. 10–17
Laugardaga LOKAÐ
2
0
0
0
—
2
0
2
0
eru 0,4% færri viðskiptavinir en í
sambærilegri viku í fyrra en bent
er á að salan dreifðist þó með öðr-
um hætti en í fyrra. Talsvert dró úr
sölu frá miðvikudegi til föstudags.
Mikill munur var á einstaka stöð-
um á landsbyggðinni, t.d var salan í
Neskaupstað nú um 47% af sölu
fyrra árs og í Vestmannaeyjum um
46% af sölu fyrra árs. Heildarsalan
á landinu það sem af er árinu er
um 14% meiri en í fyrra.
omfr@mbl.is
Seldir voru 786 þúsund lítrar af
áfengi í vínbúðum ÁTVR fyrir
verslunarmannahelgina en 795 þús-
und lítrar voru seldir á sama tíma í
fyrra. Fram kemur á vindbudin.is
að verslunarmannahelgin sé alla
jafna með mestu söluhelgum ársins.
„Lítil breyting varð á því þetta ár-
ið, en salan nú var um 1,4% minni í
lítrum talið en í sömu viku fyrir
ári.“
Komu alls um 127.500 viðskipta-
vinir í Vínbúðirnar í vikunni, sem
Annasamt í vínbúðum
Áfengissala fyrir verslunarmannahelgina
795
2019
784
2020
Heimild: vinbudin.is
784 þúsund lítrar af áfengi seldust í vikunni fyrir
verslunarmannahelgi sem er 1,4%
minna en í sömu viku í fyrra
127.500 viðskiptavinir komu í Vínbúðirnar í vikunni fyrir
verslunarmannahelgi sem eru 0,4% færri en í
sömu viku í fyrra
53%
minni sala var í
Neskaupstað
en fyrir ári
54%
minni sala var í
Vestmannaeyj-
um en fyrir ári
Umferð ökutækja minnkaði nokkuð
í júlímánuði bæði á hringveginum
og á höfuðborgarsvæðinu sam-
kvæmt nýbirtum tölum Vegagerð-
arinnar. Fram kemur að umferðin á
höfuðborgarsvæðinu í júlí dróst
saman um 3,4 prósent frá sama
mánuði fyrir ári og var einnig minni
en hún var í síðastliðnum júní-
mánuði.
Umferðin á hringveginum dróst
einnig saman í júlí frá sama mánuði
fyrir ári og minnkaði um sama hlut-
fall og á höfuðborgarsvæðinu eða
3,4% samkvæmt umferðarmælum
Vegagerðarinnar.
Í ljós kom þó að umferðin á
hringveginum var töluvert meiri í
júlí- en júnímánuði eða 13 prósent-
um meiri. Að mati sérfræðinga
Vegagerðarinnar er líklegt að
meginástæða þessa sé aukinn akst-
ur landsmanna í sumarfríum í júlí
og einnig hefur ferðamönnum fjölg-
að og þar með umferð þeirra um
þjóðvegi landsins.
Bent er á varðandi samdráttinn í
umferðinni á höfuðborgarsvæðinu
að hugsanlega hafi áhrif að höfuð-
borgarbúar sóttu í auknum mæli út
á land í sumarorlofi í júlí.
Frá áramótum hefur umferðin á
höfuðborgarsvæðinu dregist saman
um tæp níu prósent og útlit er fyrir
að gríðarlegur samdráttur verði á
umferðinni á hringveginum í ár,
sem að mati Vegagerðarinnar gæti
orðið um tíu prósent þegar upp er
staðið.
Umferðin dróst
saman um 3,4%
Búast má við 10% minni umferð í ár
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Höfuðborgarsvæði Umferð hefur
minnkað um 8,9% frá áramótum.