Morgunblaðið - 06.08.2020, Page 12

Morgunblaðið - 06.08.2020, Page 12
12 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. ÁGÚST 2020 Morgunblaðið/Sigurður Bogi Herðubreið Þjóðarfjallið á sléttunni fangar alltaf auga og athygli. Hvað sástu nýtt ? Landkönnuðir. Hvað gerðir þú í ferðalaginu og hvað sástu nýtt? Ferðalög eru lærdómur í bland við skemmt- un. Kórónuveiran hefur ráðið því að landinn hefur haldið sig að mestu innanlands í sumar og margir staðir hafa verið fjölsóttir, þótt sárafáir túristar frá út- löndum séu nú á landinu bláa. Hér segir frá útsýnis- fjalli austur í Hreppum, Stuðlagili, Þórsmörk og forn- um leiðum að Fjallabaki. Allt afar forvitnilegt! „Líðandi sumar hefur verið frábært, nýst til ferðalaga vítt og breitt um landið. Margar þessar ferðir hafa ver- ið til þess að afla efnis í sjónvarps- þætti og nú í vikunni fór ég í því skyni með góðu fólki yfir Fimmvörðuháls,“ segir Sigmundur Ernir Rúnarsson, sjónvarpsstjóri á Hringbraut. „Ganga á Hestfjallahnjúk, sem er nærri Ásólfsstöðum í Þjórsárdal, nú í sumar er eftirminnileg. Fjallið er um 700 metra hátt en af því er ótrúlegt útsýni. Af toppnum blasa við Mælifellshnjúkur í Skaga- firði, Háöldur á Sprengisandi og í suðaustri djarfar fyrir Hvannadalshnjúk. Svona gæti ég haldið áfram; þetta fjall á fáa sína líka. Þá lauk ég við Botnssúlurnar í sumar; þetta tignarlega fjall sem er inn af Hvalfirðinum. Syðsta- Súla er alls ekki auðveld viðureignar enda þarf að príla um grjóturð. Svo var dæmigert og broslegt að gönguna hófum við í sól og bjartviðri en komum til baka í þoku!“ Á ferðalögum reynir Sigmundur Ernir að komast að fallegum en földum fossum. Í sumar varð til dæmis á vegi hans Sneplufoss í Þjórsárdal og vinahópnum var sýndur Kvernufoss við Skóga undir Eyjafjöllum. „Þá var upplifun að koma að Kolugljúfri í Víðidal í Húnaþingi vestra. Hrikalegt gljúfur þar sem Víðidalsáin fellur fram í fossum sem kenndir eru við tröllkonuna Kolu.“ Morgunblaðið/Sigurður Bogi Kolugljúfur Fossarnir falla fram í gljúfri í Víðidalnum. Útsýnisfjallið og földu fossarnir Sigmundur Ernir Rúnarsson „Nauthúsagil sem er á leiðinni inn í Þórsmörk hefur komið sterkt inn að undanförnu. Margir hafa lagt leið sína þangað eins og sést hefur á myndum úr ferðalögum á landið eins og margir hafa birt á félagsmiðlum í sumar,“ segir Katrín Guðjónsdóttir, ferða- þjónustubílstjóri í Garðabæ. „Reyni- viðartré vex á barmi gilsins og stofnar þess teygja sig langt fram svo eftir- tekt vekur. Þá eru í gilinu tveir fossar og annar þeirra mjög tilkomumikill. Sé svo að uppi á brún gilsins er fallegt útsýni yfir Markarfljótsaura, Stóra-Dímon og Fljótshlíð. Annars er erfitt að lýsa aðstæðum þarna með mörgum orðum. Best er að bregða sér á staðinn og virða svo fyrir sér kynja- myndir klettana og leyfa ímyndunaraflinu að taka völdin í heilabúinu. Þá kemur margt fallegt fram: hugmyndir í orðsins fyllstu merkingu.“ Þórsmörk stendur alltaf fyrir sínu. Skógi vaxið svæðið er stórbrotið og gaman að skoða. Þá hafa Merkuferðir alltaf yfir sér ævintýrablæ; það að slarkast á jeppum yfir óbrúaðar árnar sem er þó hættulítið ef varlega er farið. „Landið er alltaf að breytast. Birta og veður ráða miklu um hvaða svip landið hefur og farvegir jökulánna eru á sífelldri hreyfingu. Allt þetta gerir ferðir um hálendið að ævintýrum.“ Ljósmynd/Úr einkasafni Þórsmerkurleið Margir hafa skoðað Nauthúsagil. Hugmyndir úr Nauthúsagili Katrín Guðjónsdóttir „Líkindin milli Austfjarða og Fær- eyja, þar sem ég var í sumar, eru sterk. Fjöll, firðir og sjávarpláss í brekkum sem ná niður í sjó. Þarna koma upp í hugann staðir fyrir austan eins og Neskaupstaður og Eskifjörð- ur,“ segir Sigríður Halldórsdóttir, aðstoðarmaður umhverfis- og auð- lindaráðherra. „Mig og manninn minn hafði lengi langað til Færeyja og um miðjan júlí létum við verða af því. Við sigldum þangað með Norrænu og vor- um svo í vikulöngu tjaldferðalagi með dætrum okkar tveimur. Mér fannst fallegt í Færeyjum, bæði náttúran og byggðirnar. Allt er kunnuglegt, en framandi um leið.“ Fyrr í sumar kom Sigríður að Stuðlagili í Jökuldal; stað sem þúsundir fólks hafa heimsótt í sumar og fundist mikið til koma. „Ég hreifst af staðnum, en mér þótti líka vissara að halda fast í höndina á 10 ára dóttur minni þeg- ar við stóðum á brúninni vestanmegin og gægðumst ofan í gilið,“ segir Sigríður sem hefur heimsótt flest héruð landsins, þótt nokkrir helgidagar séu á ferðakortinu. „Ég á eftir að kanna svæðið sunnan Vatnajökuls í þaula, þótt ég hafi sannarlega farið þar um. Í huganum hef ég því skipulagt leiðangur í Bæjarstaðaskóg og um Skaftafell. Þaðan að Fjallsár- og Jökulsárlóni á Breiða- merkursandi og Lónsöræfi þarf ég að skoða betur.“ Morgunblaðið/Sigurður Bogi Færeyjar Fuglafjörður gæti minnt suma á Austfirði. Færeyjar með svip Austfjarða Sigríður Halldórsdóttir „Hestaferðir um hálendið eru ævintýri og í slíkum reisum forðast ég að líta á klukkuna eða telja kílómetrana. Í síð- ustu viku fórum við sex vinahjón sam- an úr Álftaveri og riðum þaðan um Skaftártungu og norðan Mýrdals- jökuls um Mælifellssand og þar um Emstrur fram í Fljótshlíð. Þetta voru sex dagar í hnakk og bara gaman,“ segir Óskar Bergsson, löggiltur fast- eignasali hjá Eignaborg. „Ein af áskorununum í ferðinni var að finna Bjarnargötur, leiðina sem þeir Kári Sölmund- arson og Björn í Mörk fóru forðum daga til að hefna brennunnar á Bergþórshvoli eins og segir frá í Njálu. Af ferðalagi þessu er sprottið máltækið að ber sé hver að baki nema sér bróður eigi, sem átti vel við í leiðangrinum nú. Ferðalög verða alltaf betri í fylgd með góðu fólki. Þegar við komum inn á Álftavatnaleið hittum við Eirík Jónsson í Skaftárdal sem gat vísað okkur á Bjarnargötur. Fræði- konan Vera Roth, sem þekkt er fyrir bókina Fornar ferða- leiðir um Vestur-Skaftafellssýslu, var með okkur í þessari hestaferð og hnitsetti nákvæmlega leiðina sem hinir fornu kappar fóru – og fólk margra kynslóða á eftir þeim. Ann- ars situr stórbrotin náttúran eftir í huga mínum nú að ferð lokinni. Hvítir jöklar, svartir sandar, bláar árnar og græn- ar mosabreiður. Ótrúlegt land.“ Ljósmynd/Úr einkasafni Hestaferð Fákar á beit í fallegum haga að fjallabaki. Bjarnargötur í Njálssögu fundnar Óskar Bergsson Flatahrauni 7 | 220 Hafnarfirði | Sími 565 1090 | www.bjb.is Fékk bíllinn ekki skoðun? Aktu áhyggjulaus í burt á nýskoðuðum bíl Sameinuð gæði BJB-Mótorstilling þjónustar flesta þætti endurskoðunar anngjörnu verði og að ki förum við með bílinn n í endurskoðun, þér kostnaðarlausu. á s au þin að

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.