Morgunblaðið - 06.08.2020, Síða 14
14 DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. ÁGÚST 2020
www.gilbert.is
N Ý F O R M
h ú s g a g n a v e r s l u n
Strandgötu 24 | 220 Hafnarfjörður | Sími 565 4100 | nyform.is
AYJA - K129
3ja sæta, 2ja sæta og stóll.
Margir litir af áklæði eða leðri.
Komið og skoðið úrvalið
Kynsjúkdómar hafa fylgtmanninum frá örófi aldaog valdið honum ýmsumóþægindum. Þetta eru
sjúkdómar af völdum baktería eða
veira sem eiga það sameiginlegt að
smitast milli fólks við alls kyns kyn-
mök. Margir þessara sjúkdóma
valda einkennum við kynfæri og
sumir geta einnig gefið einkenni frá
öðrum líffærum. Flestir kyn-
sjúkdómar smitast auðveldlega við
nána líkamlega snertingu, eru oft
einkennalausir og því erfitt að var-
ast þá. Talið er að jafnvel helmingur
þeirra sem fá kynsjúkdóm viti ekki
að þeir eru smitaðir því þeir finna
ekki fyrir neinum einkennum.
Geta verið hættulegir
Kynsjúkdómar geta verið hættu-
legir og því mikilvægt að koma í veg
fyrir smit og meðhöndla þá ef smit
verður. Algengustu kynsjúkdómar á
Íslandi eru klamydía, kynfæra-
áblástur (herpes) og kynfæravörtur
(HPV-veira). Sjaldgæfari eru lek-
andi, HIV og alnæmi, lifrarbólga B,
sárasótt, tríkómónassýking, flatlús
og kláðamaur.
Þeir sjúkdómar sem orsakast af
bakteríum eða sníkjudýrum eru
auðlæknanlegir með sýklalyfjum,
t.d. klamydía og lekandi. Veiru-
sjúkdóma eins og kynfæraáblástur,
kynfæravörtur, lifrarbólgu B og
HIV er erfiðara að lækna og geta
fylgt smituðu fólki ævilangt. Ein-
kenni er þó hægt að meðhöndla og
halda niðri og draga úr hættu á að
smita aðra. Bólusetning er til gegn
nokkrum kynsjúkdómum, s.s. lifrar-
bólgu B og HPV-veiru.
Síðustu ár hefur mikill árangur
náðst í baráttu við HPV-veirur sem
sumar valda vörtum á kynfærum og
aðrar geta leitt til frumubreytinga í
leghálsi. Árangurinn hefur náðst
með bólusetningu hjá unglings-
stúlkum.
Tíðni kynsjúkdóma hefur verið
hærri hér á landi en í nágranna-
löndunum og samkvæmt Farsótta-
fréttum embættis landlæknis frá
apríl síðastliðnum virðist tíðni
ákveðinna kynsjúkdóma hafa aukist
á undanförnum misserum. Aukning
virðist vera á tíðni sjúkdóma, s.s.
sárasóttar og lekanda sem voru á
miklu undanhaldi hér fyrir nokkrum
árum. Aukningin er einkum meðal
karla sem stunda kynlíf með körl-
um. Tíðni klamydíu virðist vera
svipuð og hefur verið undanfarin ár
en það er algengasti kynsjúkdómur
á Íslandi með tæplega 2.000 greind
tilfelli á ári.
Einhverjir kunna að spyrja sig af
hverju kynsjúkdómar séu þetta al-
gengir á Íslandi. Gæti það verið
vegna þess að fólk sýnir ekki nægj-
anlega ábyrgð í kynhegðun?
Sú staðreynd að sumir kyn-
sjúkdómar eru einkennalausir er
m.a. ástæðan fyrir því að smit er al-
gengt. Fólk getur verið með smit-
andi sjúkdóm án þess að vita af því
og smitað aðra. Notkun kyn-
sjúkdómavarna minnkar líkurnar
verulega á að smitast af kyn-
sjúkdómi auk þess sem það minnkar
einnig líkur á að smitast af kyn-
sjúkdómi ef bólfélagar eru færri en
fleiri.
Vanda val á bólfélaga
Það er á ábyrgð hvers og eins að
verja sig gegn kynsjúkdómum.
Notkun smokka við kynmök minnk-
ar töluvert líkur á að smitast af kyn-
sjúkdómum svo framarlega sem
smokkurinn er rétt notaður. Hver
og einn getur með ábyrgri hegðun
haft mikil áhrif á hvort hann smitast
af kynsjúkdómi.
Mikilvægt er að nota smokka
þegar kynmök eru höfð við „nýjan“
bólfélaga.
Vandaðu valið á bólfélaga. Það
þarf ekki að byrja á því að hafa kyn-
mök við fyrstu kynni.
Áfengisneysla slævir dómgreind-
ina og eykur líkur á að gera hluti
sem þú hefðir ef til vill ekki gert
allsgáður.
Hver og einn þarf líka að taka
ábyrgð á því að smita ekki aðra. Það
er einfalt að fara í kynsjúkdóma-
tékk og fólk sem er að hefja nýtt
samband ætti að gera slíkt til að
reyna að koma í veg fyrir að smita
aðra af kynsjúkdómi. Í kyn-
sjúkdómatékki er hægt að greina
bakteríusjúkdómana klamydíu og
lekanda með stroki eða þvagsýni.
Herpes- og HPV-smit greinist af
einkennum og HIV, sárasótt og
lifrarbólgu má finna með blóðrann-
sókn.
Ef fólk grunar að það hafi smitast
af kynsjúkdómi eða finnur fyrir ein-
kennum frá kynfærum, s.s. sviða við
þvaglát, útferð úr typpi eða leg-
göngum, óútskýrðum milliblæð-
ingum, blöðrum/sárum á kynfærum
eða kviðverkjum, er um að gera að
hafa samband á næstu heilsugæslu-
stöð og ræða við lækni eða
hjúkrunarfræðing og fá leiðbeiningu
um framhaldið. Greining er sjaldn-
ast flókin og nægir að taka þvagsýni
eða strok. Stundum þarf blóðrann-
sókn og nákvæmari skoðun.
Varnir og ábygð kynhegðan
Ef greining staðfestir kyn-
sjúkdóm er mikilvægt að smitrakn-
ing fari fram, þ.e. leit að öðrum sem
hafa verið í nánum samskiptum við
hinn smitaða. Það er gert sam-
kvæmt sóttvarnalögum og þarf hinn
smitaði að gefa upp nöfn þeirra sem
gætu hafa smitast og er kannað 6-
12 mánuði aftur í tímann.
Meðferð flestra kynsjúkdóma er
þeim að kostnaðarlausu sem hana
þurfa. Algengustu sjúkdómana er
auðvelt að lækna og afleiðingar
sjaldnast alvarlegar. Ef sjúkdóm-
urinn uppgötvast ekki eða meðferð
dregst geta smitin orðið fleiri og af-
leiðingarnar alvarlegri. Til þess að
draga úr smitum kynsjúkdóma og
fækka alvarlegum afleiðingum
þeirra er mikilvægt að sýna ábyrga
kynhegðun og nota kynsjúkdóma-
varnir. Besta vörnin er því smokk-
ur, hafa fáa bólfélaga og velja þá
vel.
Frekari upplýsingar um kyn-
sjúkdóma má finna á vefsíðunni
heilsuvera.is.
Kynsjúkdómar – sýnum ábyrgð
Ljósmynd/Aðsend
Samskipti Það þarf ekki að byrja á því að hafa kynmök við fyrstu kynni.
Unnið í samstarfi við Heilsugæslu
höfuðborgarsvæðisins.
Á friðlýstum svæðum sem Umhverfisstofnun hefur umsjón með hafa nú verið
gerðar varúðarráðstafanir vegna kórónuveirunnar og viðburðum þar aflýst. Er
það gert með tilliti til smitvarna. Fræðslugöngur falla niður á Fjallabaki, í
Þjórsárdal, í Fjaðrárgljúfri, í Mývatnssveit og við Goðafoss, enda erfitt að
halda tveggja metra reglunni þar. Fræðslugöngur verða á öðrum friðlýstum
svæðum þar sem gætt verður að því að gestir virði fjarlægðarmörk auk þess
sem fjöldi þátttakenda er takmarkaður.
Varúðarráðstafanir á friðlýstum svæðum
Fræðslugöngur felldar niður
Frá mörgum góðum slóðum segir í
nýju riti Ungmennafélags Íslands,
Göngum um Ísland. Þar er að finna
upplýsingar um gönguleiðir í öllum
landshlutum og er þar meðal annars
byggt á upplýsingum frá göngufólki
sem hefur gaman af því að kanna
áhugaverða staði eða príla upp um
fjöll og firnindi.
Í Reykjavík er meðal annars hægt
að fara í skemmtilega tveggja stunda
göngu milli útilistaverka í miðborg-
inni. Er leiðsögn um þá leið og fleiri
fáanleg á símaappinu Wapp. Á sama
stað er einnig að finna leiðsögn um
Kársnesið í vesturbæ Kópavogs - og
reyndar fleiri slóðir þar í bæ. Úr
Garðabæ segir svo frá gönguleiðum
um skógi vaxna Vífilstaðahlíð í
sunnanverðri Heiðmörk, en helstu
stiklur um markverða staði þar eru
sömuleiðis í bókinni góðu.
Af öðrum í bókinni má meðal ann-
ars nefna leiðsagnir um Suðurnesin
og vísaður er vegurinn að Gunnuhver,
skammt vestan við Reykjanesvita.
Þar kraumar jörðin og glöggt má sjá
jarðfræðina í deiglu og hvernig landið
mótast. sbs@mbl.is
Göngubók UMFÍ
Á góðum slóð-
um gangandi
Reykjavík Styttuganga er góð hug-
mynd. Ingólfur er á Arnarhólnum.
Rauðhólar Áhugavert er að skoða fá-
gætar jarðminjar á svæðinu.
Morgunblaðið/Eggert
Heilsuráð
Ása Sjöfn Lórensdóttir,
fagstjóri heilsuverndar skóla-
barna, Þróunarmiðstöð ís-
lenskrar heilsugæslu
Ósk Ingvarsdóttir,
yfirlæknir mæðraverndar,
Þróunarmiðstöð íslenskrar
heilsugæslu