Morgunblaðið - 06.08.2020, Page 18

Morgunblaðið - 06.08.2020, Page 18
18 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. ÁGÚST 2020 VIÐ TENGJUMÞIG KORTA býður uppá örugga greiðsluþjónustu og hagkvæm uppgjör. Posar, greiðslusíður, áskriftagreiðslur eða boðgreiðslur. Greiðslumiðlun er okkar fag. Suðurlandsbraut 30, 108 Reykjavík, 558 8000 / korta@korta.is / korta.is Fram kemur í umsókninni að markmiðið með deiliskipulagstillög- unni sé einkum að svara eftirspurn eftir húsnæði til ýmiss konar nota á svæðinu, þ.e. við gömlu höfnina. Ennfremur að skapa rými fyrir við- burði af ýmsum toga. Til hliðsjónar þurfi að hafa þá þróun sem átt hefur sér stað í sjávarútvegi hér á landi undanfarin misseri. Greinin hafi ver- ið að tæknivæðast hratt og því minni þörf á húsnæði fyrir hafnsækna starfsemi. Á Granda sé nú þegar rekin ein stærsta útgerð og fisk- vinnsla í landinu (Brim), fiskmark- aður og fjölmörg nýsköpunar- fyrirtæki í tengslum við sjávarútveg, t.d. í Sjávarklasanum. Á Línbergsreitnum í dag eru gömlu verbúðirnar (friðlýst ytra byrði bygginga) sem liggja meðfram Grandagarði. Aðrar byggingar inn- an reitsins liggja við Fiskislóð 16-32 og er margvísleg starfsemi í þeim, m.a. ferðaskrifstofa, bílaleigur, verslun með útivistarfatnað, dekkja- verkstæði og litlar fiskvinnslur. Flest húsanna á reitnum eru stál- grindahús eða skemmur. Þau voru reist á seinni hluta síðustu aldar. Áhugasamir geta skoðað deili- skipulagstillöguna á vefnum www.reykjavik.is, skipulag í kynn- ingu. Hægt er að koma ábendingum og athugasemdum á framfæri til 31. ágúst 2020. Mikil uppbygging á Granda  Ný stefna borgarinnar varðandi uppbyggingu á Granda  Nýbyggingar rísi milli Grandagarðs og Fiskislóðar en eldri hús verða rifin  Stærð nýbygginga á reitnum verður um 40 þúsund fermetrar Tölvumyndir/ASK arkitektar Línbergsreiturinn Þannig hugsa arkitektarnir sér að reiturinn geti mögulega litið út. Nýbyggingarnar verða á 2-4 hæðum og skjólsæl svæði inn á milli. Morgunblaðið/sisi Fiskislóð Nokkur hús á reitnum verða að víkja. Þetta eru aðallega stál- grindahús og skemmur. Þarna eru rekin í dag nokkur smærri fyrirtæki. BAKSVIÐ Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Borgarráð samþykkti á dögunum að auglýsa breytingu á deiliskipulagi vesturhafnar Örfiriseyjar vegna svo- nefnds Línbergsreits. Reiturinn er á landfyllingu á bak við gömlu verbúð- irnar á Grandanum. Þarna stendur til að rífa eldri lágreistar byggingar og byggja nýjar í þeirra stað. Að auki verður byggt á lóðum sem standa ónotaðar í dag. Ekki verður heimilt að byggja íbúðir né reka hót- el á reitnum. Í umsókn ASK arkitekta fyrir hönd Línbergs ehf. kemur fram að stefnt sé að því að byggja á reitnum alls 33.150 fermetra nýbyggingar auk 4.900 fermetra bílageymslu, eða alls 38.050 fermetra. Uppbyggingin verður í þremur áföngum og gert er ráð fyrir því að full starfsemi verði á þeim svæðum sem ekki eru í bygg- ingu á hverjum tíma. Línbergsreitur afmarkast af Grunnslóð, Fiskislóð, Djúpslóð og Grandagarði. Svæðið er í eigu Faxa- flóahafna sf. en Línberg ehf., Tjarn- argötu 28, er rétthafi á svæðinu. Stofnandi þess félags var ADVEL eignarhaldsfélag ehf., Suðurlands- braut 18. Forsvarsmaður er Hjör- leifur Jakobsson fjárfestir. Uppbygging áformuð lengi Fyrst árið 2007 voru uppi áform um uppbyggingu á svæðinu milli Fiskislóðar og Grandagarðs. Þau áform urðu að engu í bankahruninu. Árið 2017 kynnti Línberg ehf. hugmynd að uppbyggingu á reitn- um. Í hugmyndinni fólst að rífa átta hús og byggja þess í stað nýbygg- ingar, samtals 36.800 fermetra. Stjórn Faxaflóahafna var þessu fylgjandi en borgaryfirvöld féllust ekki á áformin. Í umsögn skipulags- fulltrúa borgarinnar segir m.a. að ef heimila eigi landnotkun verslunar og þjónustu á Línbergslóð verði slíkt svæði í Örfirisey stækkað umtals- vert. Hafnsækin starfsemi gæti þar með verið á undanhaldi. Nú hafa borgaryfirvöld skipt um skoðun og heimilað að auglýsa deili- skipulag fyrir reitinn. „Heyrst hafa vangaveltur um hvort ný uppbygg- ing á svæðinu kunni að ýta í burtu hafnsækinni starfsemi sem á heima við höfnina en við teljum svo ekki vera,“ segir í minnisblaði Hildar Gunnlaugsdóttur, skipulagsfulltrúa Faxaflóahafna. Hún bendir á að ný- verið hafi lóð við Fiskislóð 41 verið auglýst til úthlutunar. Tvær um- sóknir bárust um lóðina, báðar voru fyrir bifvélaverkstæði og bílaleigu, en engin umsókn barst um hafn- sækna starfsemi á svæðinu „Segja má að Grandagarður og bryggjurnar við Vesturhöfnina séu andlit hafnarinnar og oftast nær það sem fólk á við þegar það ræðir um aðdráttarafl svæðisins,“ segir Hildur Gunnlaugsdóttir skipulags- fulltrúi í minnisblaði. Verbúðirnar við Grandagarð eru í eigu Faxaflóahafna og er hluti þeirra nýttur undir fjölbreytta starfsemi verslana og veitinga- staða með hagstæðri leigu, bætir Hildur við. Þessi þróun mun á komandi árum teygja sig yfir í næstu verbúðalengju, meðal ann- ars í tengslum við og á grundvelli uppbyggingar á Línbergsreitnum. Húsin sem standa andspænis ver- búðunum hafa líka fyllst fjöl- breyttri starfsemi sem er í senn hafsækin og full af mannlífi. Þar standa hlið við hlið gamalgróinn veitingastaður, Kaffivagninn, hafnarvigtin og hús sem áður hýsti starfsemi Slysavarnafélagsins. Húsið fær senn nýtt hlutverk sem veitingastaður með nýrri bryggju sem nýtist bæði veitingastaðnum og fyrir viðlegu björgunarsveit- anna. Sjávarklasinn, Fiskmarkaður Íslands og Grandi mathöll deila húsnæði sem er í eigu Faxaflóa- hafna. Starfsemi Sjávarklasans hafi farið fram úr björtustu vonum og hyggist stækka við sig og Faxa- flóahafnir séu áfram um að það verði á hafnarsvæðinu. Með upp- byggingu á Línbergsreitnum verði til húsnæði sem er hentugt fyrir þróunarverkefni, hátækni- og frumkvöðlafyrirtæki sem „útskrif- ast úr fóstri“ Sjávarklasans. Verbúðirnar eru nýttar fyrir verslun og veitingastarfsemi GRANDAGARÐUR OG BRYGGJURNAR ANDLIT HAFNARINNAR Morgunblaðið/Eggert Grandinn Í blíðskaparveðri flykkist fólk á svæðið og fær sér ís í Valdís.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.