Morgunblaðið - 06.08.2020, Qupperneq 20
20 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. ÁGÚST 2020
Sigtryggur Sigtryggsson
sisi@mbl.is
Nýliðinn júlí var fremur kaldur mið-
að við það sem algengast hefur verið
á síðari árum, samkvæmt tíðarfars-
yfirliti Veðurstofunnar. Árið í heild
hefur til þessa verið kaldara en
meðaltal síðustu 10 ára.
Meðalhiti í Reykjavík fyrstu sjö
mánuði ársins er 4,7 stig sem er 0,6
stigum ofan meðallags áranna 1961
til 1990 en -0,6 stigum undir meðal-
lagi síðustu tíu ára. Meðalhitinn rað-
ast í 41. sæti á lista 150 ára. Á Akur-
eyri var meðalhiti mánaðanna sjö 4,1
stig. Það er 1,0 stigi ofan meðallags
áranna 1961 til 1990 en -0,4 stigum
undir meðallagi síðustu tíu ára.
Meðalhitinn þar raðast í 35. sæti á
lista 140 ára.
Meðalhiti í Reykjavík í júlí var
10,7 stig en í júní var hann 10,2 stig.
Á Akureyri var meðalhitinn 10,1
stig, talsvert lægri en í júní, þegar
hann var 1,1 stig.
Hæsti hiti júlímánaðar mældist
24,8 stig á Egilsstaðaflugvelli hinn
12. Mest frost í mánuðinum mældist
-2,0 stig á Grímsstöðum á Fjöllum
hinn 1. og í Miðfjarðarnesi hinn 3.
Á stöðinni á Dyngjujökli fór frost-
ið mest í -9,5 stig hinn 25. Ekki hefur
sést meira frost á hitamæli á landinu
í júlí, segir Veðurstofan. Frostnætur
urðu alls 13 í mánuðinum. Er það
óvenjulegt í júlí, en hins vegar var
það aðeins á fáum stöðvum í senn, í
ýmsum landshlutum. Júlílágmarks-
hitamet voru sett á allmörgum
stöðvum.
Úrkoman hefur verið 13% um-
fram meðallag í Reykjavík fyrstu sjö
mánuði ársins, en 30% umfram
meðallag á Akureyri.
Úrkoma í Reykjavík í júlí mældist
44,7 millimetrar, 14 prósent undir
meðallagi áranna 1961 til 1990. Á
Akureyri mældist úrkoman 35,3 mm
og er það rétt ofan meðallags áranna
1961 til 1990. Í Stykkishólmi mæld-
ist úrkoman 27,7 mm.
Dagar þegar úrkoma mældist 1,0
mm eða meira í Reykjavík voru 7,3
færri en í meðalári. Á Akureyri
mældist úrkoman 1,0 mm eða meiri
sex daga, einum færri en í meðalári.
Mikil úrkoma féll um norðvestan- og
norðanvert landið í hvassviðri um
miðjan mánuðinn og féllu sólar-
hringsúrkomumet á fáeinum stöðv-
um. Vart varð við skriðuföll og ár
urðu vatnsmiklar.
Sólskinsstundir í Reykjavík
mældust 217,5 í júlí, sem er 46
stundum yfir meðallagi áranna 1961
til 1990. Á Akureyri mældust sól-
skinsstundirnar 187,8 og er það 29
stundum meira en í meðalári.
Morgunblaðið/Eggert
Hagstæð tíð Þrátt fyrir að sumarið hafi verið í kaldara lagi hefur tíð almennt verið hagstæð og spretta góð.
Árið 2020 kaldara en
meðaltal síðustu 10 ára
Nýliðinn júlí var með þeim kaldari á öldinni Hlýrra á
Akureyri í júní en júlí Úrkoma á árinu umfram meðallag
Sighvatur Bjarnason
sighvaturb@mbl.is
Skipstjóri skemmtiskútunnar Hetairos segir
að öllum sóttvarnareglum hafi verið fylgt á
ferðalagi skútunnar um Ísland og Græn-
land. Ein kona af 16 manna áhöfn var
greind með kórónuveirusmit við komuna til
þorpsins Nanortalik á suðurodda Græn-
lands og var í kjölfarið sett í sóttkví.
Fram kom í Morgunblaðinu sl. laugardag
að skútan hafði viðdvöl hér á landi, bæði á
Akureyri og Ísafirði, og var ljósi varpað á
ferðir skútunnar og umrætt smit.
Viðdvöl á Íslandi
Í yfirlýsingu frá Graham Newton skip-
stjóra, sem blaðinu hefur borist, segir að
skipið hafi haldið frá Bretlandseyjum 2. júlí
sl. og að fyrir brottför hafi allir skipverjar
verið skimaðir fyrir kórónuveirunni. Hann
segir að við komuna til Íslands þann 6. júlí
hafi öll áhöfnin verið skimuð í Reykjavík-
urhöfn og reynst laus við smit. Samkvæmt
heimildum blaðsins hélt skútan norður um
land og hélt til á Eyjafirði, m.a.á Pollinum
við Akureyri. Þaðan sigldi Hetairos til Ísa-
fjarðar og kom þar að landi 18. júlí. Sam-
kvæmt upplýsingum frá Heilbrigðisstofnun
Vestfjarða fóru starfsmenn stofnunarinnar
um borð og skimuðu skipverja. Að sögn
Grahams reyndust öll prófin neikvæð.
Næsta dag var haldið áleiðis til Græn-
lands. Graham lýsir því að við komuna til
Nanortalik hafi tveir grænlenskir lög-
reglumenn komið um borð og gefið þau fyr-
irmæli að skipverjar skyldu ganga til
heilsugæslustöðvar og undirgangast skim-
un, en að því loknu væri þeim frjálst að
heimsækja verslanir, en skyldu halda sig
frá kaffi- og veitingastöðum. Segir Graham
að þeim tilmælum hafi verið fylgt í hví-
vetna.
Einn smitaður um borð
Niðurstöður skimunar sýndu að ein af
skipverjum var smituð af kórónuveirunni og
var hún í kjölfarið sett í einangrun í þorp-
inu. Allt bendir til þess að þetta smit sé það
14. sem mælist á Grænlandi, en ekkert smit
hafði þá greinst síðan í lok maí og er því
eina virka smitið þar í landi.
Strangar mælingar
Í yfirlýsingu skipstjórans segir að sam-
kvæmt upplýsingum frá heilbrigðisyf-
irvöldum á Grænlandi hafi skimunin sýnt
mjög veika jákvæða niðurstöðu um smit.
Hann telur að yfirvöld þar hafi sett mjög
lágan þröskuld á niðurstöðu greininga, sem
séu strangari og umfram þá staðla sem
gefnir hafa verið út af Alþjóðaheilbrigð-
ismálastofnuninni.
Graham tekur fram að „rannsóknir okkar
eigin lækna leiddu í ljós að í öðrum löndum
sem nota sömu tæki [og í Grænlandi] hefðu
niðurstöður sýnatöku verið neikvæðar“.
Að sögn Graham er skipverjinn sýkti laus
úr einangrun og er frjálst að ferðast um
Grænland, en hefur ekki snúið aftur um
borð í Hetairos. Hann staðhæfir að allir
aðrir skipverjar séu við góða heilsu og und-
ir stöðugu eftirliti. Upplýsingar um stað-
setningu skútunnar liggja ekki fyrir.
Skipverjum Hetairos heilsast vel
Skipverjar tvisvar skimaðir hér á landi Skipstjóri segir öllum reglum fylgt Einn skipverji af
16 greindist smitaður á Grænlandi Veikt smit og varla greint með hefðbundinni aðferð
Ljósmynd/Guðmundur Kristjánsson
Sigling Skemmtiskútan Hetarios liggur við bryggju á Ísafirði. Síðar sigldi hún til Nanortalik
á Grænlandi þar sem skipverji greindist með kórónusmit.
Allt um sjávarútveg
PON er umboðsaðili
PON Pétur O. Nikulásson ehf.
Melabraut 21, 220 Hafnarfjörður
Sími 580 0110 | pon.is
Við bjóðum alla Jungheinrich eigendur velkomna!
GÆÐI OG ÞJÓNUSTA
TIL SÖLU RAV4
Þetta einstaka eintak er til sölu
Toyota RAV4 hybridVX, árgerð 2020 – ekinn 7.500 km.
Verð 7.500.000.
Upplýsingar í 896 6818.