Morgunblaðið - 06.08.2020, Side 22
22 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. ÁGÚST 2020
Sighvatur Bjarnason
sighvaturb@mbl.is
Björgun úr ám og viðbrögð vegna
mögulegra kórónuveirusýkinga eru
meðal þeirra verkefna sem starfs-
fólk fjallaskála og björgunarsveitar-
menn glíma við þessa dagana.
Ferðafélag Íslands rekur fjöl-
marga skála á svæðinu sem kennt
er við Fjallabak og í samtali við Jó-
hann Kára Ívarsson, rekstrarstjóra
skála, segir hann að þar á bæ hafi
allt verið gert til að mæta sótt-
vörnum s.s. með hólfun á vist-
arverum og salernum. Verkferlar
hafa verið settir í gang til að mæta
mögulegu smiti og komi upp grun-
semdir gangi skálaverðir í það að
einangra viðkomandi og flytja á
næstu heilsugæslu. Að hans sögn
hafa engin smit komið upp á svæð-
inu, en í Emstruskála hafi komið
upp grunur eftir að erlendur ferða-
langur veiktist. Hann var sóttur af
björgunarsveitinni Dagrenningu á
Hvolsvelli.
Giftusamleg
björgun úr Kaldaklofi
Blaðamaður náði tali af Magnúsi
Kristjánssyni, formanni sveitar-
innar, sem var þá á leið til byggða
eftir giftusamlega björgun í Kalda-
klofskvísl, rétt sunnan við Hvanngil.
Ökumaður hafði þar fest bíl sinn í
ánni og þurfti að bjarga sér á þak
bílsins þar sem hann beið björgunar
í tæpar tvær stundir. Vel tókst að
koma manninum í land sem og bíln-
um. Maðurinn var vel búinn en hætt
kominn vegna aðstæðna.
Aðspurður segir Magnús að smit-
varna sé gætt í leit og björgun.
Björgunarsveitarmenn hafi grímur
og hanska sem þeir noti eftir þörf-
um. Þurfi að flytja fólk eru bílar
björgunarsveita stúkaðir af með
byggingarplasti sem þannig myndi
sóttvarnarhólf. Að sögn hefur sum-
arið verið rólegt og lítið um óhöpp.
Ljósmynd/Magnús Ingi Gunnarsson
Björgun Ökumanni jeppabifreiðar var giftusamlega bjargað úr Köldukvísl eftir nokkra dvöl á þaki bílsins. Björgunarsveitir Landsbjargar frá Hellu og Hvolsvelli komu til aðstoðar.
Ljósmynd/Sighvatur Bjarnason
Hálendið Í Landmannalaugum eru aðalstöðvar björgunarsveita að fjalla-
baki. Huga þarf að sóttvörnum í öllum verkefnum á tímum kórónuveiru.
Ýmis viðbúnaður
á Fjallabaksleið
Sóttvarnir efldar í skálum Björgun í Kaldaklofskvísl
Öllum leiksýningum Borgarleik-
hússins hefur verið frestað um
óákveðinn tíma vegna sam-
komutakmarkana. Sömuleiðis hefur
sýningum Þjóðleikhússins verið
frestað.
Endurfrumsýna átti sýninguna
Níu líf í Borgarleikhúsinu 13. ágúst
en nú hefur því verið slegið á frest.
Magnús Geir Þórðarson þjóðleik-
hússtjóri sagði í samtali við mbl.is í
gær að mikil óvissa ríkti og enn
lægi ekki fyrir hvenær hægt yrði
að hefja sýningar nú í haust. „Við
nálgumst þessi mál auðvitað af
samfélagslegri ábyrgð og í sam-
ræmi við tilmæli stjórnvalda. Við
vöndum okkur við þetta verkefni
eins og öll önnur. Við höfum frest-
að upphafi nýs leikárs, kynningu
þess og upphafi kortasölu. Það mun
allt fara í gang um leið og að-
stæður leyfa.“
„Þetta er engin óskastaða,“ segir
Brynhildur Guðjónsdóttir, leik-
hússtjóri Borgarleikhússins. „Við
bíðum bara fregna á hverjum degi
eins og allir aðrir landsmenn og
vonumst til þess að geta farið á
fullt sem fyrst.“
Ljósmynd/Grímur Bjarnason
Frestað Endurfrumsýningu á Níu lífum sem fjallar um ævi Bubba Morthens
hefur verið frestað. Starfsemi leikhúsa er í óvissu vegna veirufaraldursins.
Allar sýningar á ís
Óvissa með starfsemi leikhúsanna
Sýningar og æfingar settar á bið