Morgunblaðið - 06.08.2020, Qupperneq 28
FRÉTTASKÝRING
Pétur Magnússon
petur@mbl.is
Afleiðingar offerða-mennsku birtast víða ííslenskri ferðaþjónustu,en með bættu skipulagi
væri hægt að halda úti öflugri
ferðaþjónustu án þess að fara yfir
þolmörk umhverfis og innviða.
Ferðaþjónustan gæti orðið meðal
þeirra atvinnugreina sem myndu
hjálpa við endurreisn hagkerfisins,
líkt og eftir efnahagshrunið árið
2008.
Þetta kemur fram í fræði-
greininni „From Boiling to Fro-
zen? The Rise and Fall of Int-
ernational Tourism to Iceland in
the Era of Overtourism“ sem birt
var í tímaritinu Environments í
vikunni.
Höfundur greinarinnar er
Anna Dóra Sæþórsdóttir, prófess-
or í ferðamálafræði við Háskóla
Íslands.
Anna Dóra hefur fjallað um
þolmörk ferðaþjónustu á Íslandi í
um 20 ár, en þolmörk eru einn af
mælikvörðum þess hvort það sé of
mikið af ferðamönnum á ákveðnu
svæði.
Þolmörk birtast á ýmsum
sviðum; í umhverfislegum áhrifum
á ferðamannastöðum, í upplifun
heimamanna af ferðamönnum og í
upplifun ferðamanna á ákveðnum
svæðum. Þá er einnig hægt að
ræða um efnahagsleg þolmörk og
þolmörk innviða.
„Það er svolítið af stöðum þar
sem ferðamenn hafa verið að
kvarta undan of miklum fjölda
ferðamanna. Það er ekki til mikið
af langtímarannsóknum, en það
eru nokkrar vísbendingar sem
benda til þess að þeim sem upplifa
of mikið af fólki á ákveðnum stöð-
um sé að fjölga,“ segir Anna Dóra.
„Það hefur líka verið þannig
að á nokkrum stöðum á Íslandi,
sérstaklega á Suðurlandi, hefur
íbúum þótt vera of mikið af ferða-
mönnum á sumrin.“
Dettifoss á rauðum lista
Náttúran í kringum vinsæla
ferðamannastaði hefur verið undir
miklu álagi af völdum ferðamanna.
Árlega birtir Umhverfisstofnun
ástandsmat ferðamannastaða, þar
sem farið er yfir þá áfangastaði
sem eru í hættu vegna mikillar
umferðar ferðamanna. Síðasta
ástandsmat kom út í byrjun árs
2019 og voru þá Dettifoss (að
austanverðu) og Rauðufossar inn-
an Friðlands að fjallabaki á svo-
kölluðum rauðum lista, og eru
taldir í verulegri hættu hvað varð-
ar verndargildi náttúrusvæðisins
þar um kring.
Anna Dóra segir að innviðir
séu einnig undir miklu álagi vegna
mikillar fjölgunar ferðamanna.
„Hringvegurinn, vegakerfið, heil-
brigðisþjónusta og margt annað er
byggt utan um 350 þúsund manna
samfélag en allt í einu eru tvær
milljónir gesta byrjaðar að nota
þetta með okkur.“
Á kortinu hér að ofan má sjá
að jafnvel áður en kórónuveiruf-
araldurinn leit dagsins ljós var
ferðamönnum byrjað að fækka hér
á landi. „Það er mikil samkeppni
um ferðamenn í heiminum, og Ís-
land var orðið ofsalega dýrt land.
Hér eru há laun og kostnaðurinn
við að ferðast hérna er hár. Það
dregur þó nokkuð úr samkeppn-
ishæfni staðarins,“ segir Anna
Dóra. „Fyrir faraldurinn var
ferðamönnum farið að fækka, og
þá er spurningin: Vorum við kom-
in fram úr okkur?“
Skipulag og uppbygging
Fjöldi ferðamanna er ekki það
eina sem hefur áhrif á þolmörk
staðar. Anna Dóra segir að skipu-
lagning ferðaþjónustunnar skipti
einnig afar miklu máli. Gríðarlegt
álag myndast á ákveðnum stöðum
á landinu á ákveðnum tímum árs-
ins. Væri hægt að dreifa betur úr
umferð ferðamanna telur Anna að
betur myndi ganga að ráða við
mikinn fjölda þeirra.
Mikil uppbygging hefur farið
fram á síðustu árum til að auka
þolmörk ferðaþjónustunnar. Ráð-
ist hefur verið í stígagerð og
salernisuppbyggingu, bætingu
landvörslu og afþreyingar, og upp-
byggingu innviða á mörgum stöð-
um. Út var gefinn svokallaður
vegvísir í ferðaþjónustu, þar sem
grunnur er lagður fyrir þróun
ferðaþjónustunnar í framtíðinni.
Myndi skerða lífsgæði
Óhætt er að segja að ferða-
þjónustan hafi hlotið gríðarlegt
högg þegar kórónuveirufarald-
urinn skall á. Ferðaþjónustan
skapaði um 40% af gjaldeyr-
istekjum þjóðarinnar áður en far-
aldurinn reið yfir, en margt hefur
verið gert til að lágmarka skaðann
af völdum faraldursins.
„Þegar fólk er pirrað út í
ferðamenn sem hafi kannski kom-
ið með veiruna með sér og vill láta
loka landinu út af því, þá er það
að segja að við ætlum að draga úr
lífsgæðum okkar sem samsvarar
40% af útflutningstekjum,“ segir
Anna Dóra. „Það þarf að hugsa
þetta í samhengi. Ef við treystum
okkur til þess að draga úr neyslu
okkar með tilliti til þess, þá er það
í lagi, en mér sýnist yfirvöld vera
að reyna að feta þann veg að
reyna að hafa landið opið til að fá
eitthvað af þessum tekjum inn í
landið því það er það sem við
þurfum til að halda uppi okkar
háa lífsgæðastaðli.“
Offerðamennska og
þolmörk ferðaþjónustu
Íbúafjöldi og fjöldi ferðamanna á íslandi
Þúsundir íbúa og ferðamanna 1979 til 2019
2.500
2.000
1.500
1.000
500
0
1979 1984 1989 1994 1999 2004 2009 2014 2019
2.013
2.344
357
77
225
Íbúafjöldi
Fjöldi ferðamanna
Heimild: Hagstofan og MDPI
28
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. ÁGÚST 2020
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Varaformaðurfjár-laganefndar
og þingmaður
Sjálfstæðisflokks-
ins, Haraldur
Benediktsson,
sagði í samtali við Morg-
unblaðið á dögunum að ekki sé
líklegt að sett verði aukið fjár-
magn í rekstur Landspítalans á
þessu ári, fremur verði horft til
aðhaldsaðgerða. Kostnaður
vegna kórónuveirunnar virðist
þó undanskilinn, sem ef til vill
er nauðsynlegt, í það minnsta
að hluta til.
Þingmaðurinn sagði spít-
alann hafa „gríðarlega mögu-
leika til forgangsröðunar fjár-
muna og ráðuneytið hefur
verið að reyna að herða að út-
gjaldavexti síðustu ára. Svo
þarf einnig að fara í önnur
mikilvæg verkefni eins og til
dæmis rekstur hjúkrunarheim-
ila.“ Aðspurður tók Haraldur
undir að aukinn einkarekstur
gæti verið hluti hagræðingar
sem þyrfti í heilbrigðiskerfinu
og nefndi Sjúkratryggingar í
því sambandi. „Sjúkratrygg-
ingar hafa það hlutverk að leita
hagkvæmustu kaupa og það
þarf að skoða hvernig þær
framkvæma þær aðgerðir,“
sagði hann.
Það er góðra gjalda verk að
skoða þessi mál og jákvætt að
þingmenn vilji skoða aukinn
einkarekstur til að
hagræða í heil-
brigðiskerfinu.
Vonandi verður
þessu fylgt eftir
innan fjár-
laganefndar þings-
ins og í þeirri lagasetningu sem
nauðsynleg kann að vera til að
tryggja að hægt sé að auka
hagræðið í heilbrigðiskerfinu.
En þó að fjárlaganefnd geti
haft sitt að segja í þessum efn-
um er hætt við að lítið færist í
rétta átt breytist viðhorf ekki í
heilbrigðisráðuneytinu. Og til
að svo verði þurfa þingmenn
sem telja að leyfa eigi kröftum
einkaframtaksins að njóta sín í
auknum mæli í heilbrigð-
ismálum að vera mun
afdráttarlausari en þeir hafa
verið á undanförnum árum.
Staðreyndin er sú að núver-
andi heilbrigðisráðherra hefur
verið látinn komast upp með að
þrengja að einkarekstri í heil-
brigðiskerfinu, jafnvel í til-
vikum þar sem augljóst óhag-
ræði hlýst af og ríkið tapar
háum fjárhæðum. Og þá hefur
ekki heldur skipt máli að sjúk-
lingar standi fyrir vikið verr að
vígi.
Þessi staða er auðvitað óá-
sættanleg, en vonandi fela orð
varaformanns fjárlaganefndar
í sér að einhver vilji verði til
þess að gera meira en ræða
málin og skoða.
Aukinn einkarekstur
er ein forsenda
hagræðingar í heil-
brigðiskerfinu}
Aðgerðir eru nauðsyn
Það er langt síð-an Beirút í
Líbanon var kölluð
París Austurlanda
nær. Landið hefur
síðustu áratugi
fundið fyrir því að
vera í háskalegri klemmu á
milli leikenda í endalausum
átökum á svæðinu.
Sprengingarnar sem urðu
þar nú virðast ekki hluti af
hernaðar- eða hryðjuverka-
brölti fyrrgreindra hópa og
fremur einstæður og hræðileg-
ur atburður og slys, en um leið
um margt táknrænn fyrir
stjórnkerfi í molum, landlæga
spillingu og verðskuldað van-
traust á veikum stjórnvöldum á
öllum stigum. Ekkert bendir til
að með vilja hafi verið hlaðið í
ógnarsprengju á hafnarsvæði
Beirútborgar sem varð fjölda
að fjörtjóni og særði aðra, jafn-
vel þúsundir og ýtti undir ótta
og skerti enn trú á að óáran
linni í landinu.
Ríkisstjórnir Líbanon hafa
átt erfitt með að sannfæra
landsmenn og enn síður um-
heiminn um að þær fari með
stjórn ríkisins. Hezbollah-
hreyfingin, með sinn hern-
aðarlega arm og öfluga leyni-
þjónustu, lætur til
sín taka og er í
þéttu sambandi við
klerkastjórnina í
Íran. Hvort sem
sprengjan í Beirút
nú stafar frá
stríðs- og illvilja eða sé angi af
landlægu stjórnleysi þá er það
enn eitt ógnvænlegt áfall fyrir
hina hrjáðu þjóð.
Seinustu allmörg ár hefur
það tíðkast á Íslandi við slíka
atburði erlendis að fyrirmenn
keppast um að verða fyrstir til
að senda samúðarkveðju til við-
komandi í íslenska fjölmiðla.
Engum dettur í hug að þær
kveðjur komi fyrir augu heima-
manna í hinum hrjáðu löndum
sem hafa um annað að hugsa.
Fjöldi ríkja í Evrópu (tvö nor-
ræn ríki) eru með sendiráð í
Líbanon og hafa því möguleika
á því að láta til sín taka og veita
aðstoð þar syðra. Vonandi dett-
ur engum í hug að hallærislegt
hraðskeyti frá borgarstjóra inn
á fréttastofu RÚV hafi eitthvað
með málið að gera. En kannski
væri rétt að nefna að í þetta
sinn verði fylgst með því hvort
eitthvað gerist í kjölfarið sem
sjaldan eða aldrei hefur gerst
hingað til.
Líbanon er um
margt í stöðu her-
tekinnar þjóðar í
sínu fagra landi}
Enn eitt högg
V
ið mótun farsællar efnahags-
stefnu þjóðríkja er einblínt á að
auka samkeppnishæfni og
styrkja viðnámsþróttinn. Þeim
ríkjum sem hafa þetta tvennt að
leiðarljósi vegnar vel.
Ísland hefur verið þeirrar gæfu aðnjót-
andi að efnahagur heimila, fyrirtækja og
staða hins opinbera hefur styrkst mikið á
undanförnum árum. Vegna þessarar hag-
felldu stöðu hefur ríkisstjórnin getað mótað
markvissar aðgerðir til að styðja við hag-
kerfið, lykilþættir í þeirri stefnu eru að fjár-
festa í menntun og menningu.
Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar
kemur fram að öfugt menntakerfi sé megin-
forsenda framfara og kjarninn í nýsköpun
þjóðarinnar til framtíðar.
Við viljum að stærri hlutur hagkerfisins sé drifinn
áfram af hugviti og stuðlað sé að aukinni verðmæta-
sköpun í öllu hagkerfinu. Með því fæst meira jafnvægi
í þjóðarbúskapinn og minni sveiflur verða í gjaldeyris-
sköpun. Til þess að búa til slíkt umhverfi, þar sem ný-
sköpun blómstrar og verkvit, þarf skýra stefnu í
menntamálum og árangur. Menntastefnan tekur mið
af þessu hugarfari og ég hlakka til að kynna hana.
Stærsta samfélagsverkefnið okkar er að skólarnir
komi sterkir inn í haustið. Um allan heim
eru skólar ekki að opna með hefðbundum
hætti í haust og skaðinn sem hlýst af því til
lengri tíma er ómetanlegur. Við verðum öll
sem eitt að leggja mikið af mörkum til að
tryggja sterka stöðu allra skólastiga í land-
inu. Á næstu dögum fer af stað umfangs-
mikið samráð og samvinna við alla lyk-
ilaðila til að stuðla að því að það verði að
rauninni.
Skólar gegna þjóðhagslega mikilvægu
hlutverki og lengri tíma skólalokun er
óæskileg. Það er þjóðahagslega mikilvægt
að forgangsraða í þágu skólakerfisins.
Stjórnvöld hafa aukið verulega fjárveit-
ingar til menntakerfisins. Ég fullyrði að
slík ráðstöfun sé ein sú arðbærasta sem
samfélagið leggur í og við forgangsröðum í
þágu menntunar. Öll heimsbyggðin stendur frammi
fyrir verulegum áskorunum á tímum farsóttar og sótt
er að grunnsamfélagsgerðinni.
Á Íslandi höfum við alla burði til þess að sækja fram
á þeim sviðum sem eru okkur dýrmætust. Við höldum
áfram að forgangsraða í þágu framtíðarinnar í sam-
vinnu hvert við annað.
Lilja
Alfreðsdóttir
Pistill
Þjóðhagslegt mikilvægi skóla
Höfundur er mennta- og menningarmálaráðherra.
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen