Morgunblaðið - 06.08.2020, Page 34

Morgunblaðið - 06.08.2020, Page 34
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. ÁGÚST 2020 Arabia heldur áfram að bæta vörum við Moominvalley-línuna. Línan byggir á teiknimyndaseríum sem framleiddar eru af Gutsy Anima- tions en þar er búið að færa sögur Tove Jansson á þrívíddarform. Lín- an hefur þegar verið gefin út í Finn- landi en hún fer í sölu á íslenskum markaði í sumar. Fyrst um sinn fer The Fire Spirit krúsin í sölu þann 24. júní, Moominmamma’s Mural kemur síðar í sumar. Meira Múmín Nú er komið að öðrum kafla í Moominvalley-línunni frá Arabia þar sem myndskreytingarnar frá teiknimynda- seríunni Moominvalley prýða tvær krúsir. Aðdáendur Múmínálfanna geta því bætt í safnið sitt en bollarnir verða eingöngu í boði í takmörkuðu upplagi. Sjálf segist Linda einstaklega hrifin af ostunum og hvetur fólk til að láta ekki framandi útlit þeirra blekkja. Ostarnir séu ótrúlega mildir og ein- staklega bragðgóðir.  Chaumes le Cremier er minn allra uppáhalds þótt þeir séu allir góðir, hann er bara svo rosalega mjúkur og rjómakenndur á sama tíma og bragðið er gott.  Coeur de Lion le Bon Brie er klassískur brie-ostur sem er af- skaplega góður og öllum líkar vel við.  Saint Albray mætti líkja við eins konar samblöndu af Camembert- osti og Havarti, afskaplega mildur og ljúffengur. Einfaldur og ljúffengur ostabakki Chaumes le Crémier Coeur de Lion le Bon Brie Saint Albray Gourmand & Crémeux Bláber Hráskinka Ólífur Kasjúhnetur Sulta Hunang Öllu raðað snyrtilega saman á bakka. Einfaldur en öðruvísi ostabakki Hér er Linda Ben með ostabakka sem er með úrvali af frönskum ostum sem eru sérlega góðir og í uppáhaldi hjá mörgum. Framsetningin er ekki flókin en kemur ótrúlega vel út. Sætleiki bláberjanna og hunangsins blandast ótrúlega vel saman við spennandi ostabragðið og seltuna í parmaskinkunni og ólíf- unum. Útkoman er það sem við myndum kalla ostabakka sem klikkar ekki. Ljósmynd/Linda Ben Frábærir ostar Franskir ostar eru frægir fyrir gæði. Grillspjót með grænmeti og Grillosti Grillspjót: 1 stk.Grillostur frá Gott í matinn 150 g sveppir 1 stk. rauðlaukur 1/2 stk. kúrbítur grillolía með hvítlauk ólífuolía Jógúrtdressing: 200 g grísk jógúrt frá Gott í matinn 2 msk. saxaður kóríander 1/2 stk. lime, safi og börkur 1 stk. hvítlauksrif, rifið salt og pipar Skerið Grillost niður í sneiðar/ bita sem eru um 1 cm á þykkt. Skerið rauðlauk og kúrbít niður. Raðið grænmeti og osti á spjót og penslið létt með ólífuolíu. Penslið næst þunnu lagi af grill- olíu á spjótin og setjið á meðalheitt grillið. Grillið í um 3 mínútur á hvorri hlið og bætið grillolíu á eftir smekk. Jógúrtdressing Blandið öllu saman í skál og ber- ið fram með grillspjótunum. Ljósmynd/Berglind Hreiðarsdóttir Grillosturinn í aðalhlutverki Við sögðum frá því á Matarvefnum á dögunum að kominn væri á markað nýr ostur sem kallast Grill- ostur. Minnir osturinn einna helst á Halloumi-ost sem ostaunnendur hafa miklar mætur á. Hér hefur Berglind Hreiðars á Gotteri.is útbúið grænmetis- grillspjót með Grillosti sem er vel þess virði að prófa. Langþráður ostur Margir hafa beðið lengi eftir íslenskum grillosti. Sú bið er loks á enda.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.