Morgunblaðið - 06.08.2020, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 06.08.2020, Blaðsíða 34
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. ÁGÚST 2020 Arabia heldur áfram að bæta vörum við Moominvalley-línuna. Línan byggir á teiknimyndaseríum sem framleiddar eru af Gutsy Anima- tions en þar er búið að færa sögur Tove Jansson á þrívíddarform. Lín- an hefur þegar verið gefin út í Finn- landi en hún fer í sölu á íslenskum markaði í sumar. Fyrst um sinn fer The Fire Spirit krúsin í sölu þann 24. júní, Moominmamma’s Mural kemur síðar í sumar. Meira Múmín Nú er komið að öðrum kafla í Moominvalley-línunni frá Arabia þar sem myndskreytingarnar frá teiknimynda- seríunni Moominvalley prýða tvær krúsir. Aðdáendur Múmínálfanna geta því bætt í safnið sitt en bollarnir verða eingöngu í boði í takmörkuðu upplagi. Sjálf segist Linda einstaklega hrifin af ostunum og hvetur fólk til að láta ekki framandi útlit þeirra blekkja. Ostarnir séu ótrúlega mildir og ein- staklega bragðgóðir.  Chaumes le Cremier er minn allra uppáhalds þótt þeir séu allir góðir, hann er bara svo rosalega mjúkur og rjómakenndur á sama tíma og bragðið er gott.  Coeur de Lion le Bon Brie er klassískur brie-ostur sem er af- skaplega góður og öllum líkar vel við.  Saint Albray mætti líkja við eins konar samblöndu af Camembert- osti og Havarti, afskaplega mildur og ljúffengur. Einfaldur og ljúffengur ostabakki Chaumes le Crémier Coeur de Lion le Bon Brie Saint Albray Gourmand & Crémeux Bláber Hráskinka Ólífur Kasjúhnetur Sulta Hunang Öllu raðað snyrtilega saman á bakka. Einfaldur en öðruvísi ostabakki Hér er Linda Ben með ostabakka sem er með úrvali af frönskum ostum sem eru sérlega góðir og í uppáhaldi hjá mörgum. Framsetningin er ekki flókin en kemur ótrúlega vel út. Sætleiki bláberjanna og hunangsins blandast ótrúlega vel saman við spennandi ostabragðið og seltuna í parmaskinkunni og ólíf- unum. Útkoman er það sem við myndum kalla ostabakka sem klikkar ekki. Ljósmynd/Linda Ben Frábærir ostar Franskir ostar eru frægir fyrir gæði. Grillspjót með grænmeti og Grillosti Grillspjót: 1 stk.Grillostur frá Gott í matinn 150 g sveppir 1 stk. rauðlaukur 1/2 stk. kúrbítur grillolía með hvítlauk ólífuolía Jógúrtdressing: 200 g grísk jógúrt frá Gott í matinn 2 msk. saxaður kóríander 1/2 stk. lime, safi og börkur 1 stk. hvítlauksrif, rifið salt og pipar Skerið Grillost niður í sneiðar/ bita sem eru um 1 cm á þykkt. Skerið rauðlauk og kúrbít niður. Raðið grænmeti og osti á spjót og penslið létt með ólífuolíu. Penslið næst þunnu lagi af grill- olíu á spjótin og setjið á meðalheitt grillið. Grillið í um 3 mínútur á hvorri hlið og bætið grillolíu á eftir smekk. Jógúrtdressing Blandið öllu saman í skál og ber- ið fram með grillspjótunum. Ljósmynd/Berglind Hreiðarsdóttir Grillosturinn í aðalhlutverki Við sögðum frá því á Matarvefnum á dögunum að kominn væri á markað nýr ostur sem kallast Grill- ostur. Minnir osturinn einna helst á Halloumi-ost sem ostaunnendur hafa miklar mætur á. Hér hefur Berglind Hreiðars á Gotteri.is útbúið grænmetis- grillspjót með Grillosti sem er vel þess virði að prófa. Langþráður ostur Margir hafa beðið lengi eftir íslenskum grillosti. Sú bið er loks á enda.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.