Morgunblaðið - 06.08.2020, Qupperneq 37

Morgunblaðið - 06.08.2020, Qupperneq 37
MINNINGAR 37 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. ÁGÚST 2020 Minningarkort á hjartaheill.is eða í síma 552 5744 með þér, það var svo gaman þeg- ar við þrír fórum í víkingaferðir, eins og á Gása. Það var gaman að veiða með þér, metið okkar saman var 26 fiskar. Við lofum að passa mömmu vel fyrir þig. Þínir afgar, Sindri Dan og Snævar Dan. Það voru sorglegar fréttir sem dætur mínar færðu mér af and- láti föður þeirra 23. júlí síðastlið- inn. Ég hefði óskað þess að hann ætti hamingjuríkt og langt líf. Maður er sífellt minntur á hve líf- ið getur verið hverfult. Ekki grunaði mig þegar hann bað um að fá íþróttahúsið við skólann minn að láni fyrir víkingahátíðina sem átti að hefjast í dag, að húsið yrði í staðinn notað í hans eigin jarðarför sem nú er raunin. Svona getur lífið verið undarlegt. Samleið okkar Úlfars hófst í Menntaskólanum á Laugarvatni vorið 1979 þegar ég var 17 ára og hann 19 ára og áttum við saman rúmlega tvo áratugi. Við giftum okkur og eignuðumst tvær dæt- ur, Silju árið 1981 og Söru 1991, og eigum tvö barnabörn, Sindra Dan og Snævar Dan. Ýmislegt höfum við brallað saman í gegn- um árin. Þó að hjónabandinu lyki vorum við svo lánsöm að vera vinir áfram og hjálpast að við eitt og annað en þó aðallega við að halda utan um fjölskylduna okk- ar. Úlfar minn, ég mun fylgjast með og gæta dætra okkar og barnabarna áfram með hjálp góðra ættingja og vina. Ég mun líka að gæta þess að halda minn- ingu þinni á lofti og segja barna- börnunum sögur af afa því ég á þær margar góðar. Blessuð sé minning þín. Þinn vinur, Hrönn Bergþórsdóttir. Hann Úlfar tengdasonur minn er dáinn. Við áttum samleið um nokk- urra ára skeið og urðum ágætir félagar. Við hjóluðum saman, fórum í veiðiferðir og brölluðum ýmis- legt. Þau eru máttleysisleg orðin sem manni koma í hug á þessari stund og því er vel við hæfi að grípa til Hávamála sem honum voru kær en þau segja svo: Deyr fé, Deyja frændur, Deyr sjálfur ið sama; En orðstír deyr aldregi, hveim er sér góðan getur. Jóhann Örn Héðinsson. Úlfar Daníelsson, systursonur Unnar konu minnar, er mér í fersku minni frá því að hann var á öðru ári og var að hefja glímu sína við heiminn. Hann var for- vitinn, óttalaus og skjótráður. Af því gátu hlotist marblettir og aðrir áverkar, en fljótur var hann að jafna sig, smám saman reynsl- unni ríkari. Ég held að Úlfar hafi til hinstu stundar varðveitt glað- beittan áhuga á heiminum og ein- beittan vilja að njóta lífsins. Hann fékkst við margt sem hon- um þótti skemmtilegt en vissi líka og sýndi að lífsins verður best notið með öðrum og í því sem maður gerir fyrir aðra. Úlfar óx upp í nánu samneyti við náttúruna í Vestmannaeyjum og tók í arf frá föður sínum veiði- áhuga og veiðigleði. Fljótt kom í ljós að hann var góður íþrótta- maður, og það hefur sjálfsagt haft þau áhrif að eftir stúdents- próf menntaði hann sig sem íþróttakennari. Þeir hæfileikar hafa sannarlega gengið í arf. Áhugamál Úlfars og hæfileikar beindust í ýmsar áttir: hann hafði góð tök á hvers konar tækni og var hinn mesti hagleiksmaður. Hagleikurinn kom vel fram í hans næsta umhverfi. Íþróttir, handverk og áhugi á sögunni fengu útrás í samstarfi með öðr- um áhugamönnum um líf og menningu víkinga. Hann notaði ratvísi sína um netheimana til að miðla þekkingu á þessum efnum, síðustu orðaskipti okkar snerust um setningu úr Njáls sögu sem hann vildi skilja til hlítar til að geta frætt aðra. Úlfar naut þess að veiða á sjó og landi, þeysa á mótorhjóli og smíða listmuni, en ekki efast ég um að mest hafi hann notið lífsins með sínum nán- ustu. Þegar stórfjölskyldan hittist var Úlfar ævinlega gamansamur og hress og gaf sig að börnum ekki síður en þeim eldri. Hann var eftirlætisfrændi margra sem yngri voru. Ég efa ekki að hann hafi verið afbragðskennari. Ekki fór það fram hjá neinum hve ræktarsamur hann var við móður sína og styrk stoð dætrum og dóttursonum. Síðast sá ég Úlfar fyrir fáum vikum, þegar hann kom færandi hendi heim til Hild- ar móður sinnar, og enn styttra er síðan hann sendi fallega mynd af þeim saman, hún á spítala og hann hjá henni, bæði brosandi út undir eyru. Fátækleg orð geta á engan hátt lýst því höggi sem ástvinir verða fyrir þegar dauð- inn kemur svo óvænt og allt of snemma. Megi minningarnar deyfa sorgina smátt og smátt. Við Unnur, Þóra og Ari sendum Öddu Maríu og Hildi, börnum, barnabörnum og systkinum ein- lægar samúðarkveðjur. Vésteinn Ólason. Heiður himinn, sólin skein, hægur andvari. Ég í hjólaferð og staddur við Garðaholt þegar sím- inn hringdi og elsku Adda María færði mér þessar hörmulegu fregnir. Úlfar tekinn frá okkur. Þessi hrausti, kraftmikli maður og góði vinur. Fyrir nokkrum vikum vorum við einmitt staddir saman, á þessum sama stað við Garðaholt, að gleðjast saman með starfsfélögum okkar úr Ás- landsskóla í blíðskaparveðri. Ein af annarri birtast okkar samfylgdarstundir, hlýjar í huga mér. (Jakobína Sigurðardóttir) Félagar og vinir til margra ára. Þjálfuðum báðir hjá yngri flokkum FH þar sem Úlfar náði frábærum árangri og gerði lið sín að Íslandsmeisturum. Þar átti hann stóran þátt í að búa til marga framtíðarleikmenn Fim- leikafélagsins. Einnig eigum við saman leiki með meistaraflokki FH í knattspyrnu en Úlfar var markvörður og síðar markvarða- þjálfari og menntaði sig í því fagi. Úlfar starfaði sem íþrótta- kennari við Lækjarskóla í mörg ár, þjálfaði því samhliða, en síðar kviknaði áhugi hans á upplýs- ingatækni. Ég réð hann til starfa við Áslandsskóla og hér starfaði hann allt frá haustinu 2003. Var deildarstjóri í upplýsingatækni, hafði umsjón með tölvu- og tæknibúnaði og sinnti kennslu- ráðgjöf. Verksvið hans náði langt út fyrir svokallaðar starfslýsing- ar enda leysti hann úr ótal tækni- málum sem sparaði skólanum oft og tíðum aðkeypta þjónustu. Úlfar hafði mikinn metnað fyr- ir hönd skólans og lagði á sig mikla vinnu við að setja sig inn í mál, finna lausnir og setja ný markmið. Ekki síst eftir að Ás- landsskóli innleiddi spjaldtölvur sem kennslu- og stuðningstæki. Hann ávann sér líka virðingu kollega utan skóla og var óskað eftir kröftum hans til námskeiða- halds, meðal annars á UTÍS á Sauðárkróki sem er virtasta námsstefna í upplýsingatækni hérlendis. Nýjasta afurð Úlfars á þessu sviði var hlaðvarpið Vík- ingurinn, sem snýst um víkinga- sögur, vopn, bardaga og staði. Úlfar var helsta vítamín- sprauta og formaður KÁL, karla- félagsins okkar hér í skólanum. Síðast hittust KÁL-verjar ein- mitt á heimili hans og Öddu Mar- íu á vordögum og áttu góða stund. Við „karlaborðið“ er um margt spjallað, þótt enski boltinn sé yfirleitt ofarlega á lista. Úlfar studdi auðvitað Úlfana (Wolves) og gladdist mjög yfir góðu gengi þeirra undanfarið, mætti reglu- lega í gulu treyjunni á kaffistof- una eftir góða sigra. Úlfar var mikill fjölskyldu- maður og aðdáunarvert var hversu vel hann hugsaði um fólk- ið sitt. Hann studdi Öddu sína einlæglega í stjórnmálunum og var í okkar hópi stundum til gam- ans kallaður öflugasta klappstýra Samfylkingarinnar. Dætur sínar, Silju og Söru, bar hann á höndum sér og Kormákur Ari og Mel- korka Rán áttu greiða leið að hjarta hans. Einstakt og fallegt var samband Úlfars við afastrák- ana sína tvo, Sindra Dan og Snævar Dan. Hann kallaði þá þrjá „Afga“ og það var mjög reglulega afadagur þar sem ým- islegt var brallað. Dundað í skúrnum, haldið á víkingahátíð, bakað eða bara uppi í skóla að fá sér kakóbolla. Úlfar var hraustlega vaxinn og með djúpa rödd, alvöru Víkingur. En hann var líka með stórt og mikið hjarta sem var galopið öll- um sem þangað sóttu og leituðu, stórt og mikið faðmlag, þétt og einlægt. Úlfar var góður vinur og traustur og við félagarnir áttum margar dýrmætar stundir þar sem spjallað var um lífið og til- veruna, bæði hér í skólanum sem og á ferðum okkar samstarfs- fundi erlendis. Starfsfólk Áslandsskóla og skólasamfélagið allt syrgir fráfall öflugs starfsmanns og yndislegs samherja. Ótal fallegar minning- ar skyldi hann eftir sig, okkur til huggunar. Ég sakna Úlfars Daníelssonar. Sakna vináttu okkar, kærleika og væntumþykju manns sem gaf alltaf af sér. En í söknuði hugga ég mig við og þakka fyrir allt það sem hann gaf mér, mínum og fólkinu mínu í Áslandsskóla. Elsku Adda María, Silja, Sara, Kormákur Ari, Melkorka Rán og aðstandendur allir. Guð gefi ykk- ur og okkur öllum kraft og styrk á erfiðum tímum og blessi minn- ingu elsku Úlfars sem var okkur öllum svo kær. Leifur S. Garðarsson. Við vorum félagar, vinir. Kynntumst fyrir 34 árum þegar ég kom til starfa í Lækjarskóla haustið 1986. Það var samt ekki fyrr en haustið 1996 þegar hann frétti að ég ásamt nokkrum öðr- um væri að æfa víkingabardaga með það markmið að stofna vik- ingafélag að vinátta okkar hófst fyrir alvöru. Úlfar sem var vík- ingur í eðli sínu varð að vera með. Stofnfundur félagsins var haldinn á Þingvöllum við Öxarár- foss í júní 1997 þar sem við átta stofnfélagar sórumst í bræðralag Rimmugýgjar. Síðan þá hefur mikið vatn runnið til sjávar. Fé- lagið hefur vaxið og dafnað, telur nú um 200 manns með fjölbreytta starfsemi og þekkingu á sam- félagi Sögu- og Víkingaaldar. Lengst af var Úlfar í stjórn sem gjaldkeri félagsins. Hann var mjög samviskusamur í öllu og hagsýnn, þótti sumum félögum hann stundum nokkuð fastheld- inn á fé en fjárhagur félagsins hefur blómstrað undir hans stjórn. Það sem einkenndi Úlfar sérstaklega var hvað hann var kraftmikill, fullur af orku, fram- takssamur, hugmyndaríkur og fylginn sér. Úlfar var íþróttamaður góður og náði fljótt góðum tökum á bar- daganum. Hann barðist jafnan með tveimur vopnum, leiddi með sverði í hægri hönd en var ýmist með létta öxi eða handsax í vinstri. Fæddur sigurvegari. Síð- ar lagði hann vopnin að mestu á hilluna og fór í silfursmíði með góðum árangri. Eiga margir rúnahringa sem voru hans vin- sælasta smíði. Missir okkar í Rimmugýgi er mikill en meiri er missir fjöl- skyldunnar. Við Rimmugýgjar- félagar sendum ykkur okkar innilegustu samúðarkveðjur. Hvíl í friði kæri vinur, sjáumst í Valhöll. Hafsteinn Kúld Pétursson. Fregnin af andláti æskuvinar míns, Úlfars Daníelssonar, kom eins og þruma úr heiðskíru lofti. Hvernig mátti það vera að slíkur maður skyldi kallaður burt svona fyrirvaralaust um miðjan dag? Í mínum huga var hann alla tíð ímynd karlmennsku í besta skiln- ingi þess orðs – manndóms, hreysti, dugnaðar og hugrekkis. En enginn veit hver annan gref- ur. Ég man fyrst eftir Úlfari í heimsókn hjá Kiddu og Badda á Heiðmörk 77. Hann og Jón Haukur, bróðir hans, voru ekki síður fyrirferðarmiklir í leikjum okkar krakkanna í götunni en frændur þeirra, Hróðmar og Nonni. Eiginleg kynni okkar hóf- ust þó ekki fyrr en hann flutti upp á land í gosinu snemma árs 1973. Þá bjó fjölskylda hans um tíma í Hveragerði. Í næsta húsi við mig. Okkur Úlfari varð fljótt vel til vina. Við vorum bekkjarbræður og áttum svipuð eða sömu áhuga- mál. Hann byrjaði að æfa sund undir handarjaðri Esterar Hjart- ardóttur og ég elti. Þennan vetur og þann næsta hreinsuðum við sundlaugina í Laugaskarði reglu- lega og öfluðum okkur þannig vasapeninga. Einnig tókum við til við að æfa dýfingar af eins metra háu stökkbretti sem var við sundlaugina. Hið eina sinnar tegundar á landinu. Um sumarið fórum við saman til Jótlands og dvöldum þar hvor á sínum búgarðinum við leik og störf fram á haust. Auk okkar Úlfars voru þarna saman komin á nokkrum samliggjandi bæjum þau Olla prests úr Hveragerði og Magga frænka hennar, sem var líka frá Vestmannaeyjum, og Ölf- usingurinn Sæmundur Gíslason, þáverandi kærasti Ollu. Þessi tími er ógleymanlegur. Sumarið 1974 var eitt samfellt ævintýri. Þótt Úlfar væri litlu eldri en ég var hann veraldarvanur í sam- anburði við mig. Hann var dæmi- gerður Eyjapeyi sem lét sér ekki allt fyrir brjósti brenna. Ljós- hærður, sólbrúnn, íþróttamanns- legur, rammur að afli, og röddin svo djúp og sterk að það var engu líkara en að hún kæmi úr iðrum jarðar. Enda kiknuðu stelpurnar á diskótekinu í Brande þar sem við vorum fastagestir í hnjálið- unum þegar hann hóf upp raust sína. Þarna missti ég sakleysið til hálfs en hann að fullu. Ef það var þá ekki þegar glatað. Eftir að heim var komið flutti Úlfar aftur til Eyja. Þar þreytti hann landspróf en ég í Hvera- gerði. Við héldum áfram að vera í sambandi. Hann kom til dæmis upp á land sumarið 1976 og sýndi listir sínar á stökkbrettinu í Laugaskarði með okkur Þor- steini Hjartarsyni á hátíðardag- skrá Hvergerðinga á 17. júní. Tveimur árum seinna fórum við Þorsteinn svo á Þjóðhátíð í Eyj- um þar sem Úlfar og fjölskylda hans tóku okkur með kostum og kynjum. Smám saman trosnaði þráður- inn á milli okkar og við hittumst æ sjaldnar. Ég rakst síðast á hann fyrir tilviljun á Austurvelli fyrir nokkrum árum þar sem við bræðurnir stóðum og mótmælt- um kapítalismanum. Þarna voru þá líka þeir bræður, Úlfar og Jón Haukur, og urðu miklir fagnað- arfundir. Við þétt faðmlagið fann ég að þráðurinn sem hafði tengt okkur var ennþá óslitinn. Núna naga ég mig í handarbökin fyrir að hafa ekki ræktað vináttu okk- ar. Kynni mín af Úlfari Daníels- syni auðguðu líf mitt. Fjölskyldu hans votta ég mína dýpstu sam- úð. Stefán Erlendsson. ✝ GuðmundurÁrni Júlíusson fæddist 11. júlí 1936 í Keflavík. Hann lést á Hjúkr- unarheimilinu Nes- völlum Reykja- nesbæ þann 14. júlí 2020, eftir löng og erfið veikindi. Foreldrar hans voru Vilborg Árna- dóttir, f. 16.7. 1916, d. 24.3. 1968, og Júlíus Jónsson, f. 19.7. 1907, d. 28.1. 1986. Systkini hans eru Jóna Klara, f. 22.2. 1934, d. 27.4. 2003, Guð- ríður Elsa, f. 30.6. 1940, og Einar Viðar, f. 20.8. 1944. Árni kvæntist þann 6.5. 1961 Valgerði Hönnu Sigurðardóttur, f. 15.1. 1941, d. 11.10. 2018. Börn þeirra eru 1) Anna Birna Árnadóttir, f. 29.10. 1958, gift Arnari Ingólfssyni, f. 22.12. 1961, börn þeirra Árni Júlíus, f. 28.11. 1988, óskírð d. 8.10. 1990, Hall- dór, f. 11.11. 1991, Róbert Ingi, f. 8.10. 1997. 2) Sigurður Einar, f. 17.7. 1966, unnusta Ásborg Guðmundsdóttir, f. 8.3. 1967, dætur hans og Helenu Mörtu Jakobs- dóttur, f. 17.6. 1969, eru Valgerður, f. 19.10. 1990, og Eva Rut, f. 27.8. 1998. 3) Ingvar Örn, f. 14.9. 1975, kvæntur Sonyu, f. 5.4. 1972, börn Tyson, f. 11.10. 2003, og Olivia, f. 10.11. 2006. Árni hóf nám í símsmíði 1955 og starfaði mest alla sína tíð sem símaverkstjóri hjá Símanum í Keflavík þar til hann lét af störf- um 2001. Útförin fer fram frá Keflavík- urkirkju í dag, 6. ágúst 2020, kl. 13. Elsku pabbi minn, nú ertu laus við alla verki og óþægindi sem eru búin að vera að hrjá þig síðustu árin. Ég gæti trúað að mamma hafi tekið vel á móti þér og þið séuð farin að bralla eitthvað skemmtilegt saman í drauma- landinu. Elsku pabbi minn, takk fyrir alla hjálpina. Það var alveg sama hvort það voru drengirnir okkar, bílarnir, húsin eða snudd í garð- inum hjá okkur, alltaf varstu tilbúinn að redda okkur og ekkert mál alveg sama hvað var. Ef það var ekkert að gera var alltaf við- kvæðið …er eitthvað sem ég get gert? Minningarnar frá uppvaxtar- árunum eru allar fallegar og góð- ar. Ég held ég megi segja að ég hafi verið „prinsessan“ á heim- ilinu því það var ekki oft sem ég fékk nei frá þér þegar ég bað um eitthvað, takk fyrir það pabbi minn. Önnur minning úr Baugholt- inu, þú í bílskúrnum að grúska í bílunum þínum og oft voru þar líka bílar frá öðrum, sem eitthvað þurfti að laga. Þú elskaðir að hafa bílana þína hreina og bónaða. Varst helst ekki á óbónuðum né skítugum bíl. Ef þú varst ekki í bílskúrnum þá var verið að dytta að garðinum. Þú varst alltaf að elsku pabbi minn. Utanlandsferðirnar okkar sem voru nokkrar voru eftirminnileg- ar og skemmtilegar. Spánn, þú elskaðir að vera þar og það voru ekki liðnir margir dagar þar til þú varst orðinn svo dökkur á hörund að þú varst eins og innfæddur Spánverji meðan við hin vorum enn bara brennd eða rauð. Ferðir til USA og til okkar í Danmörku, þar sem Árni Júlíus okkar átti hug þinn allan, það sem þú gast setið og spjallað við hann. Það var alltaf mjög kært milli ykkar nafna, takk fyrir það pabbi minn. Eins var um Halldór og Róbert Inga þegar þeir bættust í hópinn, þú áttir alltaf tíma fyrir þá og elskaðir að spila fyrir þá og láta þá syngja með þegar þú spilaðir á skemmtarann þinn. Fara með þá að veiða þegar verið var á Apa- vatni, út á bátana eða bara að leika við þá. Takk fyrir pabbi minn. Þú varst yndislegur afi og alltaf tilbúinn að passa og gefa þér tíma fyrir strákana okkar, takk fyrir það pabbi minn. Mikil barnagæla varst þú, börn hændust að þér hvort sem það voru barnabörnin þín eða litlar frænkur eða frændur, takk fyrir það pabbi minn. Takk fyrir allt pabbi minn og hvíldu í friði. Þín dóttir Anna Birna (Bidda). Í dag kveð ég kæran tengda- föður minn og vin. Árni Júll, eins og hann var gjarnan kallaður, var sérstaklega ljúfur maður og drengur góður, allir sem voru í samskiptum við Árna þótti vænt um hann. Ég kynnist Árna 1982, þegar ég fór að venja komu mínar í kjall- arann á Baugholti 5. Árni tók mér strax vel, ég skynjaði fljótlega að einkadóttirin væri honum sérstak- lega kær. Við Árni höfum brallað ýmislegt saman, þær minningar ylja manni á þessum tímamótum. Hvort sem það eru símtölin þegar hann var að gera at og þóttist vera einhver annar, ferðalög, sumarbú- staður, matarboð, gæðastundir í bílskúrnum á Baugholtinu. Lengi framan af sá Árni um að gera við bílana sem við áttum, sumir þurftu mikið viðhald. Þegar við fórum að byggja þá var hann alltaf mættur „er ekki eitthvað sem ég get gert?“, svona var hann. Árni elskaði börn og þau sog- uðust að honum, hann hafði enda- lausa þolimæði fyrir börnum hvort sem það voru hans barnabörn eða annarra. Hann hafði mikla unun af því að spila á hljómborðið eða á gít- arinn sem hann átti, best þótti honum ef einhver söng með. Við fórum í nokkrar ferðir með Árna og Vallý, bæði utan- og inn- anlands. Hann hafði gaman af því að ferðast og ekki var verra þegar við fengum okkur aðeins í aðra tána, rifjast upp saga þegar við tveir fórum á næturklúbb í Köben þegar við Bidda áttum heima þar, sú saga á ekki heima í minning- argrein, það var ekki leiðinlegt hjá okkur þar. Árni var alla tíð mjög hraustur og heilsugóður þangað til að heila- bilun fór að herja á hann fyrir ca. 10 árum, það hefur verið erfitt að sjá hann hverfa smám saman frá okkur. Alltaf hélt hann sínum per- sónueinkennum hlýr og góður maður, sem allir elskuðu alveg fram í andlátið. Sérstaklega þótti okkur vænt um hvernig starfsfólk- ið á Fuglavík, hjúkrunarheimlinu Nesvöllum, talaði um hann og ekki síst við hann og sýndi honum væntumþykju, takk fyrir það kæra starfsfólk á Hrafnistu. Finnst við hæfi að kveðja Árna tengdapabba minn með bæninni sem hann kenndi sínum börnum og barnabörnum. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sigurður Jónsson) Þinn tengdasonur Arnar Ingólfsson. Árni Júlíusson

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.