Morgunblaðið - 06.08.2020, Page 38
38 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. ÁGÚST 2020
✝ Eva Magn-úsdóttir fædd-
ist í Hnífsdal 19.
desember 1926.
Hún lést á hjúkr-
unarheimilinu
Boðaþingi í Kópa-
vogi 20. júlí 2020.
Hún var dóttir
Petrínu Sigrúnar
Skarphéðinsdóttur,
f. 28.11. 1892, d.
24.4. 1933, og
Magnúsar Guðna Péturssonar, f.
1.1. 1888, d. 24.4. 1964. Systkini
Evu, sammæðra, voru Sigríður
Aðalheiður Pétursdóttir, f. 15.9.
1915, d. 11.3. 1999, Hallgrímur
Pétursson, f. 16.12. 1916, d. 12.3.
1941, og Magnús Björn Pét-
ursson, f. 21.6. 1920, d. 15.12.
1988. Alsystkini Evu eru Pétur
Jóhann, f. 23.7. 1925, d. 12.8.
2015; Páll Sigmundur, f. 18.1.
1928, d. 8.8. 1932; Skúli, f. 1930,
hann lést sex daga gamall; Ósk-
24.1. 1948. Börn þeirra eru:
Hjörvar, f. 8.10. 1978, Sandra, f.
13.12. 1981, Hilmir Snævar, f.
20.6. 1987, og Brynjar, f. 2.11.
1988. 4) Guðrún, f. 30.3. 1959,
eiginmaður hennar er Þorsteinn
Pálmarsson, f. 30.9. 1957. Börn
þeirra eru: Eva, f. 14.2. 1980,
Pálmar, f. 30.3. 1983, og Tinna,
f. 6.5. 1988.
Barnabarnabörn Evu og
Steinþórs eru 19 talsins, þau
heita: Noa, Leo, Karl August,
Ingrid Tsione, Oscar Adama,
Theo, Quinn, Ari Dagur, Daði
Gabríel, Júlía Lind, Andri Ísak,
Bergdís María, Sigurjón Bjarki,
Lilja Katrín, Þorsteinn Kári,
Gunnar Marinó, Eyjólfur Sverr-
ir, Emil Örn og Sara Líf.
Eva ólst upp á Flateyri en
flutti 16 ára til Reykjavíkur. Hún
starfaði meðal annars á Sauma-
stofunni Feldi, síðar við versl-
unarstörf hjá Gunnari Ásgeirs-
syni, versluninni Draktinni en
síðast vann hún í Þjóðleikhúsinu.
Útför Evu fer fram frá Linda-
kirkju í Kópavogi í dag, 6. ágúst
2020, klukkan 15.
ar, f. 19.3. 1931;
Guðný María, f.
25.2. 1933; Guð-
mundur Ingvar, f.
25.2. 1933, d. 4.2.
2012.
Eftirlifandi eig-
inmaður Evu er
Steinþór Marinó
Gunnarsson, f. 18.7.
1925, og gengu þau
í hjónaband hinn
15.11. 1947. Dætur
þeirra eru: 1) Sigrún, f. 1.7.
1947, hún á tvo syni með fyrr-
verandi eiginmanni sínum,
Bernt Eggen, f. 10.2. 1944. Þeir
heita Bjarki, f. 10.1. 1968, og
Böðvar, f. 28.11. 1969. 2) Erna, f.
25.6. 1952, eiginmaður hennar
er Eyjólfur Hjaltason, f. 24.9.
1951. Börn þeirra eru: Elvar
Marinó, f. 2.2. 1979, og Rut, f.
15.11. 1982. 3) Hildur, f. 09.1.
1955, eiginmaður hennar er Jó-
hannes Kristján Guðlaugsson, f.
Elsku mamma. Ég á erfitt
með að setja þessar línur á blað.
Minningar hrannast upp, hvar á
að byrja? Mig langar að segja
svo margt, mig langar að telja
upp stundir í æsku, stundir í
mínum uppvexti, stundir sem
gerðu mig svo hamingjusama
með þér við mína hlið, brosið
þitt, hlátur og hnyttni. Hjálpina
sem þú veittir mér í gegnum
brotin bein, sársauka og jafnvel
góða aðstoð við börnin mín á erf-
iðum tímum. Þú varst alltaf hjá
mér. Það er kannski helst á þess-
um tíma sem við hugsum til baka
og gerum okkur grein fyrir því
hve mikilvægt hlutverk mömmu
var í okkar lífi, hennar hlutverk
var svo stórt, hún baðaði,
greiddi, dekraði, þurrkaði tárin
og var alltaf í grenndinni til að
taka mig í faðm sinn og veita mér
huggun.
Elsku mamma, árin hafa liðið,
aldurinn færst yfir. Þú fjarlægð-
ist mig, okkur öll, en samt vissi
ég alltaf að þú fylgdir mér, þú
brostir, í augu þín komu gleðitár
er þú sást mig og ég vafði þig
teppi og strauk kinnar þínar og
enni, þú varst ennþá mamma
mín, ennþá mamma sem hugg-
aðir mig og nú var það mitt hlut-
verk að fylgja þér síðustu sporin.
Elsku mamma mín, ég þakka
forsjóninni fyrir að hafa átt þig
sem elskaðir okkur svo undur-
heitt. Nú bíður Sumarlandið þín,
ég sakna þín óendanlega mikið
en veit þó í hjarta mínu að þar
bíður þín fjöldi ættingja og vina
sem tekur þér opnum örmum.
Megi algóður Guð varðveita þig
og blessa elsku mamma mín.
Þú ert gull og gersemi
góða besta mamma mín.
Dyggðir þínar dásami
eilíflega dóttir þín.
Vandvirkni og vinnusemi
væntumþykja úr augum skín.
Hugrekki og hugulsemi
og huggun þegar hún er brýn.
Þrautseigja og þolinmæði
kostir sem að prýða þig.
Bjölluhlátur, birtuljómi,
barlóm lætur eiga sig.
Trygglynd, trú, já algjört æði.
Takk fyrir að eiga mig.
(Anna Þóra)
Þín dóttir,
Guðrún Steinþórsdóttir.
Okkar elskulega móðir, amma
og langamma, Eva Magnúsdótt-
ir, andaðist í faðmi fjölskyldunn-
ar að nóttu til 20. júlí, 93 ára
gömul.
Eva lætur eftir sig stóra fjöl-
skyldu, bæði á Íslandi og erlend-
is. Okkar grein fjölskyldunnar
hefur verið búsett í Noregi í
hálfa öld, en við vorum alltaf vel-
komin til Evu og Steinþórs á Ís-
landi. Það var alltaf pláss fyrir
okkur.
Veggirnir á heimili Evu voru
prýddir fallegum málverkum
Steinþórs og innrömmuðum
myndum af dætrunum fjórum,
ásamt myndum af öllum barna-
börnum og barnabarnabörnum. Í
myndaalbúmum voru svarthvítar
myndir frá liðinni tíð sem segja
sögu bernskunnar og nægjusemi
í uppvextinum á Vestfjörðum,
langt frá allsnægtum og amstri
nútímans.
Eva var Vestfirðingur í hjarta
sínu, hún elskaði að heimsækja
átthagana og litla fallega þorpið
Flateyri við Önundarfjörð þar
sem hún ólst upp. Fjölskyldan
hefur oft farið með Evu og Stein-
þóri til Vestfjarða og heyrði þau
segja sögur af forfeðrum, fjörð-
unum, fjöllunum og þorpunum
og bernskunni þar. Síðast fórum
við til Flateyrar og Suðureyrar
sumarið 2010.
Eva og Steinþór hafa alltaf
verið miðpunktur fjölskyldunnar
þegar stórfjölskyldan hefur kom-
ið saman. Það hefur gefið okkur
styrk, hjartahlýju, nóg pláss fyr-
ir alla og góðar samverustundir
öll árin.
Eva var sjálfstæð, stolt og
sterk kona. Hún var falleg og
alltaf glæsileg, háreist og tign-
arleg. Hún var alltaf tilbúin til að
hjálpa öðrum og var önnum kafin
kona.
Eva elskaði að ferðast um
landið, þá var hringvegurinn,
Vestfirðirnir, Suðurlandið, Snæ-
fellsnes og Reykjanes.
En Eva hafði líka áhuga á
ferðalögum erlendis þar sem hún
fékk tækifæri til að sjá stóran
hluta af veröldinni og má þar
nefna Alpana og Adríahafið,
Pýreneafjöllin og Biskayflóa.
Hún sá Effelturninn í París og
síkin í Feneyjum, Prada-safnið í
Madrid, miðaldarbæinn Rothen-
burg í Þýskalandi, dómkirkjuna í
Köln, Niðarósdómkirkjuna í
Þrándheimi, Kyrrahafið frá
Bandaríkjunum, Yellowstone,
Rocky Mountains og svo lengi
mætti telja. Hún hefur einnig
ferðast til Vancouver í Kanada
og heimsótt systur sína Maríu í
Seattle í Bandaríkjunum.
Eva og Steinþór ferðuðust líka
oft til Noregs, heimsóttu okkur í
Stavern, sumarhúsið í Kragerø
og heimsóttu Einar og Dagny í
Rjukan.
En mikilvægasti staðurinn af
öllum var heimili hennar í Heið-
argerði 48, Reykjavík.
Minningarnar um Evu eru
margar og góðar. Hún mun skilja
eftir sáran söknuð hjá okkur öll-
um. Við geymum þig djúpt í
hjarta okkar, þar sem þú færð
heimili meðal okkar kærustu
minninga.
Kærar þakkir fyrir einlægt
bros og margar gleðistundir.
Takk fyrir góðar stundir sem við
áttum saman.
Enginn fylgir okkur til eilífð-
ar, en minningarnar geymum
við, þær hjálpa okkur þegar
söknuðurinn er mikill. Minning-
arnar um elskulegu Evu mun
dvelja hjá okkur þar til við hitt-
umst á ný.
Sigrún Steinþórsdóttir,
Bernt Eivind Eggen
Bjarki Eggen, Ina Branten-
berg, Noa Brantenberg
Eggen, Leo Eggen Branten-
berg Bodvar Eggen, Anne
Marit Sollie, Karl-August
Thorsby Eggen, Ingrid
Tsione Solum, Oscar Adama
Solum.
Að skrifa minningar um ein-
hvern sem hefur verið manni svo
kær er afar erfitt. Öll flóra góð-
mennsku og gleði gerir manni
orða vant. Það verður aldrei
hægt að telja upp þær stundir
sem manni hefur verið sýnd sú
væntumþykja og ást sem hún
Eva, mín elskulega tengda-
mamma, hefur sýnt mér frá því
að ég kynntist dóttur hennar.
Ég var ungur þegar ég hóf
sambúð með dóttur Evu og
Steinþórs og kom frekar óhefl-
aður í þeirra fastmótaða, ástúð-
lega samfélag en fann samt fljótt
að hennar ótrúlegu mannkostir
gerðu alla betri. Mjög snemma
fann ég að ég eignaðist vin sem
gerði mig að jafningja sínum, vin
sem leiðbeindi mér án gagnrýni
og sýndi mér margar hliðar
mannlegrar hegðunar án for-
dóma. Hún hafði þann einstaka
hæfileika að beina athygli manns
að kostum fólks frekar en löst-
um, hún var einstök.
Með eftirsjá kveð ég góðan vin
en veit samt að hún er á góðum
stað, veit einnig að hún mun vaka
yfir fjölskyldu sinni sem henni
þótti svo ofur vænt um. Að lokum
vil ég þakka þér, elsku Eva mín,
fyrir allar okkar góðu stundir og
gef þér góða ferð.
Þinn tengdasonur,
Þorsteinn Pálmarsson.
Í huga mínum hljómar kunn-
uglegt lag. Minningin er ekki
skýr. Það eru ekki atburðir sem
koma upp í hugann, heldur til-
finningar. Allt er svo kyrrt, svo
hljótt og svo notalegt. Ég heyri
hljóðið í saumavélinni, finn áferð-
ina á tvinnakeflunum, upplifi
skapraunir við að sleikja síðustu
deigagnirnar úr skálinni. Ég finn
lyktina í garðinum, bragðið af
graslauknum, rabarbaranum og
berjunum. Svalinn af votu hör-
undi eftir að þú þværð mér um
höfuðið með þvottapokanum fyr-
ir svefninn, róin sem yfir mig
færist þegar þú biður með mér
bænir. Í litlu húsi, út við lygnan
straum. Þar líð ég inn í ljúfan
draum. Eins og þú amma mín,
sem smám saman fjarlægðist
okkur hve nærri sem þú ávallt
varst.
Þetta var á þeim tímum þar
sem samveran snerist ekki um að
skapa minningar á skipulegan
hátt heldur voru samveran og
gæðastundirnar fólgnar í að
fylgja þeim fullorðnu eftir í
þeirra daglegu verkum. Þegar ég
horfi um farinn veg sé ég hve
mikið gildi er í því fólgið og hve
mikið af því sem gerir mig að
þeim manni sem ég er í dag er
frá þér komið. Viðhorf mín til lífs
og hluta, hvernig ég annast mína
eigin drengi og það sem ég tem
þeim.
Takk fyrir að hafa annast mig.
Takk fyrir vera amma mín. Guð
geymi þig.
Pálmar Þorsteinsson.
Systir mín, Eva Magnúsdóttir,
er látin 94 ára að aldri, fædd
1926 í Hnífsdal, fimmta í röð
systkina. Fárra mánaða gömul
fluttist hún að Kleifum í Seyð-
isfirði við Djúp ásamt systkinum
og foreldrum okkar, Petrínu Sig-
rúnu Skarphéðinsdóttur og
Magnúsi Guðna Péturssyni.
Petrína hafði áður verið gift
Pétri Sigurði Péturssyni, bróður
Magnúsar, og átti með honum
þrjú börn, Sigríði Aðalheiði,
Hallgrím og Magnús Björn. Pét-
ur drukknaði árið 1921 og tók þá
Magnús ábyrgð á fjölskyldunni
svo hún tvístraðist ekki, eins og
oft gerðist á þeim tíma, jafnvel
að kröfu sveitarfélagsins. Síðar
giftust þau Petrína og Magnús
og áttu sitt fyrsta barn, Pétur Jó-
hann, 1925. Á Kleifum eignaðist
Eva þrjá bræður til viðbótar, Pál
fæddan 1927, Skúla 1930 og Ósk-
ar 1931. Skúli dó fárra vikna
gamall. Vorið 1931 fluttist fjöl-
skyldan til Flateyrar og settist
að í Gunnlaugshúsi sem Magnús
og bræður hans áttu. Fjölskyld-
an varð fyrir miklu áfalli er Páll
dó aðeins tæpra fimm ára gamall
í ágúst 1932. Ári síðar, 25. febr-
úar, fæddust tvíburarnir María
og Ingvar, og stuttu síðar lést
móðir okkar úr lungnabólgu og
litlu tvíburarnir fóru í fóstur
hvort á sitt heimilið. Magnúsi
tókst þó að halda saman fjöl-
skyldunni með aðstoð elstu dótt-
urinnar, Sigríðar, sem tók að sér
húsmóðurhlutverkið.
Þessi miklu áföll hljóta að hafa
haft mikil áhrif á Evu, sem sex
ára gömul missir á stuttum tíma
góðan bróður og leikbróður og
síðan móður sína. Um slíka hluti
var ekki rætt í þá daga en enginn
veit hvað í annars huga býr. Ef
eitthvað bjátaði á hjá Evu átti
hún hauk í horni því að á efri
hæðinni bjó gömul kona, Guðrún
Guðmundsdóttir, sem huggaði
hana. Löngu síðar kom í ljós að
Guðrún var hálfsystir langafa
okkar.
Ung var Eva farin að passa
börn, eins og stelpur gerðu
gjarnan, en svo var henni ellefu
ára gamalli trúað fyrir því að sjá
um heyþurrkun með minni að-
stoð. Pabbi sló á frívaktinni sinni
hæfilega mikið fyrir okkur að
vinna úr. Eva stóð sig eins og
hetja, en hræddur er ég um að ég
hafi verið dálítið latur. Stundum
þurfti hún að hasta svolítið á litla
bróður, en allt gekk þetta upp og
þannig tókst að ná inn heyjum
fyrir þessar 20 ær sem við áttum.
Svo var barnæskan allt í einu
búin og Eva fór að vinna í frysti-
húsinu, sem ég held að henni hafi
ekki þótt skemmtilegt, svo úr
varð að hún fór að leita gæfunnar
Eva Magnúsdóttir
✝ Olgeir Möllerfæddist 15. júlí
1928 í Kaupmanna-
höfn. Hann lést á
Landspítala Vífils-
stöðum 26. júlí 2020.
Foreldrar Olgeirs
voru Andreas Fynn-
ing, f. 18.4. 1904, d.
14.9. 1994, hagfræð-
ingur og orðabóka-
höfundur, og Sigríð-
ur Möller, f. 4.1.
1906, d. 7.3. 1975, garð-
yrkjukona. Þau skildu. Bróðir
Olgeirs var Páll Eiríkur. f. 8.3.
1930, d. 27.9. 1998.
Olgeir kvæntist 1956 eftirlif-
andi eiginkonu sinni, Sigríði
Valgerði Ingimarsdóttur hjúkr-
unarritara, f. 2.1. 1935. For-
eldrar hennar voru Ingimar
Ingimundarson, f. 21.9. 1908, d.
11.5. 1993, og Hólmfríður Berg-
þórsdóttir, f. 26.5. 1914, d. 5.4.
2000.
þeirra Hugrún Vaka, f. 2016, og
Hinrik Lár, f. 2018. Stefán Már,
f. 22.7. 1988, maki Hanna María
Guðbjartsdóttir, f. 1988. Hildur
Björk, f. 29.2. 1992, maki Ár-
mann Hannesson, f. 1991. 5)
Olga Hanna, viðskiptafræðing-
ur, f. 26.10. 1962, maki Helgi
Rúnar Jónsson, f. 19.3. 1958.
Börn þeirra Sigríður Vala, f.
28.2. 1993, maki Gunnar Torfi
Steinarsson, f. 1995, barn þeirra
Viktoría Rán, f. 2020. Fanney
Andrea, f. 19.8. 1996, maki Guð-
jón Geir Geirsson, f. 1994. Jón
Baldvin, f. 3.2. 1998, maki Arína
Vala Þórðardóttir, f. 1998. Fyrir
á Helgi Rúnar Magnús, f. 28.9.
1980, maki Sigurbjörg Ýr Guð-
mundsdóttir, f. 1980, börn
þeirra Þórhildur Tinna, f. 2005,
Magnús Máni, f. 2010, og Bryn-
hildur Arna, f. 2013. Barbara, f.
30.4. 1986, maki Valdimar Heið-
ar Valsson, f. 1982, börn þeirra
Birta Mjöll, f. 2006, Ísabella
Mist, f. 2014, og Lilja Björt, f.
2018.
Olgeir fluttist frá
Kaupmannahöfn 1931 til Ak-
ureyrar þar sem hann ólst upp
hjá móðurforeldrum sínum, Eð-
valdi Eilert Möller, f. 28.10.
1875, d. 24.2. 1960, og Pálínu
Margréti Jóhannesd. Möller, f.
26.12. 1871, d. 22.6. 1946.
Olgeir lauk stúdentsprófi frá
Verslunarskóla Íslands 1949. Á
árunum 1950-1953 stundaði
hann nám í heimspeki og guð-
fræði við Háskóla Íslands.
Frá 1953 til 1956 vann Olgeir
hjá Metcalfe-Hamilton á Kefla-
víkurflugvelli. Á árunum 1956-
1986 starfaði hann hjá Sjóvár-
tryggingarfélagi Íslands og síð-
an hjá Húsnæðisstofnun ríkisins
til 1998.
Árið 1977 gekk Olgeir í Frí-
múrararegluna á Íslandi. Hann
var stofnaðili að Býflugnarækt-
endafélagi Íslands. Olgeir var
virkur félagi í Ættfræðifélaginu
og sat í stjórn þess auk setu í
stjórnum ýmissa félagasamtaka.
Útför Olgeirs fer fram frá
Neskirkju í dag, 6. ágúst 2020,
kl. 11. Einnig verður streymt frá
útförinni.
www.utforom.is.
Börn Olgeirs og
Sigríðar: 1) Andr-
eas, f. 12. 6. 1955, d.
21.4. 1978. 2) Árni,
verkfræðingur, f.
11.6. 1956, maki
Guðmunda Dagmar
Sigurðardóttir, f.
23.7. 1969. Börn
hennar Alexander,
f. 1995, og Eva
Katrín, f. 1997, Sig-
urjónsbörn. 3) Eð-
vald, verkfræðingur, f. 20.5.
1957, maki Þórdís Björnsdóttir,
f. 1.7. 1954. Börn þeirra Harpa
Björk, f. 21.12. 1987, maki Axel
Haraldsson, f. 1987, barn þeirra
Viktor Ari, f. 2019. Brynjar Örn,
f. 15.5. 1992, maki Andrea Dögg
Sigurðardóttir, f. 1992. 4) Páll
Helgi, læknir, f. 4.8. 1960, maki
Lilja Guðrún Björnsdóttir, f.
27.8. 1959. Börn þeirra Berg-
lind, f. 4.9. 1984, maki Jóhann
Örn Guðmundsson, f. 1984, börn
Ég vil minnast föður míns
Olgeirs Möller, er kvaddi þenn-
an heim 92 ára að aldri. Pabbi
var hæglátur og ljúfur maður
og bar gæfu til að vera hraust-
ur nánast alla sína ævi.
Hann var félagslyndur og
hafði gaman af öðru fólki og að
vera í samneyti við aðra. Hann
var virkur í starfi Frímúrara-
reglunnar á Íslandi og ýmsu
öðru félagsstarfi.
Pabbi var virðulegur maður,
myndarlegur, með sitt hrokkna
þykka hár, var ávallt í skyrtu,
bar silkislaufu og axlabönd.
Sama hvenær mann bar að
garði heima hjá mömmu og
pabba, snemma að morgni eða
seint að kvöldi, pabbi var alltaf
svo vel til fara sem lýsti per-
sónu hans svo vel.
Áhugamál hans voru ýmis,
svo sem býflugnaræktun og var
hann einn af frumkvöðlum í
þeirri ræktun hér á landi.
Áhugi hans á ættfræði var mik-
ill. Hann undi sér við að rýna í
ættfræðiskjöl, skoða niðjatöl á
Þjóðskjalasafninu og taka sam-
an gögn varðandi forfeður okk-
ar seinustu ár ævi sinnar.
Pabbi var mjög andlega þenkj-
andi og höfum við átt ófáar
stundir gegnum tíðina þar sem
við ræddum heimspekileg mál-
efni. Þetta voru bæði lærdóms-
rík og nærandi samtöl.
Þegar ég hugsa til baka var
samband okkar pabba alltaf
gott og þegar ég leitaði ráða
hjá honum voru svör hans upp-
byggileg. Sem dæmi þegar ég
sagði honum frá því að ég væri
að hugsa um að fara í nám til
Danmerkur með fjölskyldunni
spurði hann mig: „Heldurðu að
námið verði skemmtilegt?“
Þetta var allt sem hann sagði.
Góður og þýðingarmikill punkt-
ur sem ég hugsaði mikið um.
Pabbi reyndist mér vel alla
tíð. Mér er minnisstætt við-
bragð hans þegar ég skemmdi
bíl fjölskyldunnar stuttu eftir
að hafa fengið bílpróf. Pabbi
sagði að það skipti engu máli að
bíllinn hefði skemmst en hins
vegar spurði hann hvort ég
hefði nokkuð slasað mig. Var ég
honum ævinlega þakklát fyrir
hans skilning.
Það var gaman í æsku að fá
að fara í sund með honum á
sunnudögum. Pabbi synti sína
200 metra, við fórum í pottinn
og þegar við komum upp úr
lauginni fékk ég kók í flösku og
lakkrísrör sem var stórkostlegt.
Síðan var farið að skoða skip og
báta við Reykjavíkurhöfn.
Olgeir Möller
Morgunblaðið birtir minning-
argreinar endurgjaldslaust
alla útgáfudaga.
Skil | Þeir sem vilja senda Morg-
unblaðinu greinar eru vinsamlega
beðnir að nota innsendikerfi
blaðsins. Smellt á Morgunblaðs-
lógóið í hægra horninu efst og við-
eigandi liður, „Senda inn minning-
argrein,“ valinn úr
felliglugganum. Einnig er hægt
að slá inn slóðina www.mbl.is/
sendagrein
Skilafrestur | Ef óskað er eftir
birtingu á útfarardegi verður
greinin að hafa borist eigi síðar en
á hádegi tveimur virkum dögum
fyrr (á föstudegi ef útför er á
mánudegi eða þriðjudegi).
Þar sem pláss er takmarkað getur
birting dregist, enda þótt grein
berist áður en skilafrestur rennur
út.
Formáli | Minningargreinum
fylgir formáli sem nánustu að-
standendur senda inn. Þar koma
fram upplýsingar um hvar og hve-
nær sá sem fjallað er um fæddist,
hvar og hvenær hann lést og loks
hvaðan og klukkan hvað útförin
fer fram. Þar mega einnig koma
fram upplýsingar um foreldra,
systkini, maka og börn. Ætlast er
til að þetta komi aðeins fram í for-
málanum, sem er feitletraður, en
ekki í minningargreinunum.
Minningargreinar