Morgunblaðið - 06.08.2020, Page 39

Morgunblaðið - 06.08.2020, Page 39
í höfuðstaðnum. Þar fann hún sinn lífsförunaut, Steinþór Mar- inó Gunnarson, eignaðist með honum fjórar dætur, tengda- syni og barnabörn og var alltaf jafn samviskusöm og í hey- skapnum forðum og eftirsótt til allra starfa. Hún vann við saumaskap og afgreiðslu í verslunum meðfram heimilis- störfunum. Eva var flink saumakona og var oft leitað til hennar í þeim efnum. Eva var glæsileg kona og gestrisin, höfðingi heim að sækja. Alltaf var gaman þegar við systkinin hittumst. Við eftirlifandi systkini Evu þökkum henni fyrir samfylgd- ina og vottum Steinþóri og öllu fólkinu hennar okkar dýpstu samúð. Óskar og María. Ég kynntist Evu og Stein- þóri fyrir 14 árum, þegar kjall- arinn í húsinu þeirra varð fyrsta heimili okkar litlu fjöl- skyldunnar. Eva tók mér opn- um örmum. Hún var hnarreist og glæsileg kona, full af hlýju og kærleika, skarpgreind og áhugasöm um hagi okkar. Hún var afar metnaðarfull fyrir okk- ar hönd og annt um að okkur vegnaði vel. Minningar mínar um Evu eru bjartar og hlýjar. Þær hverfast um kaffibolla í sumar- hita á pallinum í Heiðargerðinu þar sem hún segir mér frá upp- vexti sínum á Flateyri og að- búnaði alþýðufólks, ekki síst kvenna og barna á fyrri hluta síðustu aldar. Þær eru minning- ar um heimsóknir hennar til okkar á neðri hæðinni með það að markmiði að hjálpa okkur ungu foreldrunum og hlátra- sköll við borðstofuborðið yfir einhverju hversdagslegu. Kynni okkar Evu voru auð- vitað ekki löng í samhengi hennar ævi sem spannaði nær heila öld en þau mörkuðu upp- haf fullorðinsáranna fyrir mér og höfðu mikil áhrif á mig. Evu varð tíðrætt um þær miklu samfélagslegu breytingar sem hún hafði lifað, ekki síst um aukin tækifæri ungs fólks og þá sérstaklega kvenna. Henni var umhugað um að við gripum þau tækifæri sem byðust því þau væru langt frá því að vera sjálf- gefin. Við kveðjustundina minnist ég Evu með hlýju og þakklæti. Hvíl í friði kæra vinkona. Emma Björg Eyjólfsdóttir. MINNINGAR 39 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. ÁGÚST 2020 ✝ Hinrik LíndalHinriksson fæddist 22. janúar 1945 og ólst upp á Geirmundarbæ á Akranesi. Hinrik lést 26. júlí 2020. Foreldrar hans voru Jónína Gísla- dóttir, f. 10. ágúst 1912, d. 4. febrúar 2002, og Hinrik Líndal Gíslason, f. 21. júní 1903, d. 20. ágúst 1944, fósturfaðir Ólafur Líndal Finn- bogason, f. 27. mars 1922, d. 17. mars 1993. Systkini hans voru Ragnheiður Líndal Hinriks- dóttir, f. 18. júlí 1936, d. 7. apríl Orri. b) Bernódus Örn, hann er í sambúð með Wioletu Pietruch, börn þeirra eru: Karina, Máni Freyr og Karol Ívar. c) Júlíana, hún er gift Leó Vilberg, börn þeirra eru: Heiðrún Elísabet og Hilmar Gísli 2) Ása Líndal, f. 9. júní 1973, hún er gift Guðráði Gunnari Sigurðssyni, f. 2. júlí 1971, börn þeirra eru a) Hinrik Már, hann er í sambúð með Mar- íu Eddu. b) Guðmunda Freyja. c) Anna Katrín. 3) Olga Líndal, f. 10. nóvember 1975, hún er í sambúð með Jóhanni Þór Lín- berg Kristjánssyni, börn hans eru: a) Kári. b) Freyja Línberg. c) Ólafur Örn. Útförin fer fram frá Akra- neskirkju í dag, 6. ágúst 2020, klukkan 13. Vegna aðstæðna í þjóðfélaginu er athöfnin ein- ungis fyrir nánustu fjölskyldu og vini, útförinni verður streymt á vef Akraneskirkju. Meira: www.akraneskirkja.is. 2006, Gísli Frið- riksson, f. 25. maí 1938, d. 23. júlí 1987, og Emilía Líndal Ólafsdóttir, f. 4. júlí 1949. Hinrik giftist 25. desember 1968 Júl- íönu Karvelsdóttur, f. 8. júlí 1947. Börn þeirra eru: 1) Kar- vel Líndal, f. 21 nóvember 1968, hann er í sambúð með Ingu Dís Sigurðardóttur, f. 4. febrúar 1968, börn hans eru a) Gísli Lín- dal, hann er giftur Vilborgu Ingu, börn þeirra eru: Styrmir Líndal, Þórdís Katla og Heiðar Elsku pabbi, það er svo sárt að þurfa að kveðja þig. Þín verður sárt saknað en allar þær minning- ar sem við eigum um þig eru geymdar í gullkistu minninganna. En fyrst og fremst er í huga okkar öll hvatning og umhyggja sem þú hvattir okkur áfram til góðra verka. Stuðningur þinn skipti okkur öll miklu máli. Alveg sama hvað gekk á, alltaf tókstu á móti okkur með opnum hlýjum faðmi. Fjölskyldan skipti þig alltaf miklu máli og halda tengslum við allt þitt fólk. Kannski þess vegna fórstu ungur að aldri einn að stel- ast til Keflavíkur til að hitta ætt- ingja. En ekkert verkefni, skila- frestur eða skínandi eldhús skiptir eins miklu máli og það hve vel við sinnum okkar nánustu. Minning- arnar eru margar og þá sérstak- lega frá ferðalögum okkar í æsku. Þar sem þú gast náð öllum á tjald- stæðunum með okkur í leiki og meira að segja fullorðna fólkinu. Þótt þú værir alltaf á sjó þá var svo margt gert þegar þú komst heim að allar minningar tengjast góðum ferðum sem við biðum eftir öll sumur. Einnig allar sveita- og réttarferðirnar á haustin að Kolu- gili í Víðidal, þar sem þú ólst upp að hluta, þar varstu á heimavelli. Það var ekki að þér þætti svona gaman að rollum heldur að hitta fólkið þitt sem þú ólst upp með og var þér svo kært. þetta var kannski eins og Textaskáldið Ólaf- ur Ragnarsson samdi: Er það hafið eða fjöllin sem að laða mig hér að eða er það kannski fólkið á þessum stað Já pabbi, það er margs að minn- ast. Oft þurfti ekki meira en augnagotur eða glott til að koma af stað rjómaslag í eldhúsinu á Hjarðarholtinu. Það eru slíkar stundir sem kalla fram tár sem eru perlur minninga. En öll sú að- stoð sem þú veitir okkur bæði í formi verka eða orðhvatningar til okkar, að halda áfram því sem við vorum að taka okkur fyrir hendur, er okkur ómetanlegt. Lærdómur okkar er að þegar maður lendir í vandræðum og er alveg að gefast upp og manni finnst maður ekki geta meir þá einmitt verða straumhvörfin að maður heldur áfram við orðin þín. Þannig varstu alltaf að ýta á okkur á þinn fallega hátt og gera okkur að betri ein- staklingum. Elsku pabbi, takk fyrir ást þína og umhyggju, takk fyrir stuðning þinn og styrk, takk fyrir kærleika þinn og vin- áttu. Karvel Líndal Hinriksson, Ása Líndal Hinriksdóttir, Olga Líndal Hinriksdóttir. Það er skrýtin tilfinning að sitja hér í Skorradalnum um verslunar- mannahelgi og Hinni þú ert ekki hér. Þó að við vissum að hverju stefndi er höggið mikið þegar þú ert farinn. Einstakur maður með einstaka nærveru. Öll þau tár sem hafa frá okkur streymt undan- farna daga eru allt perlur minn- inga sem við getum yljað okkur við að eiga. Kærleikur, hjálpsemi og góðvild einkenndu þína framkomu ásamt drenglyndi, réttlæti og orð- heldni. Allt sem þú komst að var gert af heilum hug og af vand- virkni. Þá skipti ekki máli hvert verkefnið var; stoppa í sokka eða húsbyggingar, allt var gert af sömu alúð og virðingu fyrir verk- inu. Þegar ég kynntist konu minni henni Ásu vissi ég ekki að ég hefði unnið stóra vinninginn í tengda- foreldralottói lífsins. Góðmennska og hlýja viðmótið skín af ykkur Júllu og allir eru jafnir fyrir ykk- ur. Alltaf var gengið til allra verka hratt og vel, það var ekkert verk látið bíða. Og ef við Ása fengum hugmynd um að framkvæma eitt- hvað þá var bara gengið í verkið. Eins og þegar við vorum að spá hvar og hvernig við ættum að hafa pallinn við húsið. Þegar við kom- um daginn eftir úr vinnu var búið að fella öll tré sem voru á því svæði. Þarna stóðstu og spurðir: „Var þetta ekki hér sem þið voruð að spá í að hafa pallinn?“ Síðan smíðuðum við hann saman og ræddum um heima og geima og oft mikið hlegið. Þær eru margar svona minningarnar eftir að þú hættir á sjó, gerðir allt til að börn- um og barnabörnum liði vel og varst fyrsti maður á verkstað ef einhver hugði á að framkvæma eitthvað. Fjölskyldan var þér mjög mikilvæg og það fannst. Það var alltaf nóg pláss fyrir alla að vera saman jafnvel þó að það þyrftu einhverjir að sofa á gólfinu var engum neitað um að koma þannig að oft var þröng á þingi, sérstak- lega í hjólhýsinu í Galtarholti og bústaðnum í Skorradal. En alltaf var gaman. Nú þegar komið er að leiðarlokum og ég lít til baka lang- ar mig að þakka fyrir alla hjálpina, trausta handtakið, hlýja faðmlagið og vinskapinn sem ég fékk að njóta frá þér. Hinni, fyrir þér voru engin vandamál, bara lausnir. Sérhver draumur lifir aðeins eina nótt sérhver alda rís en hnígur jafnan skjótt hverju orði fylgir þögn og þögnin hverfur alltof fljótt. En þó að augnablikið aldrei fylli stund skaltu eiga við það mikilvægan fund því að tár sem þerrað burt aldrei nær að græða grund. Líttu sérhvert sólarlag, sem þitt hinsta væri það. Því morgni eftir orðinn dag enginn gengur vísum að. Þú veist að tímans köldu fjötra enginn flýr enginn frá hans löngu glímu aftur snýr. Því skaltu fanga þessa stund því fegurðin í henni býr. Líttu sérhvert sólarlag, sem þitt hinsta væri það. Því morgni eftir orðinn dag enginn gengur vísum að. (Bragi Valdimar Skúlason) Guðráður G. Sigurðsson. Elsku afi okkar, orð fá því ekki lýst hversu lífsglaður og góður þú varst, enda alltaf gaman að vera með þér. Við erum svo þakklát fyrir allar þær minningar sem þú hefur gefið okkur í gegnum árin, eins og þegar maður hringdi í þig og þú svaraðir „sýslumaðurinn“ með djúpri röddu. Við vorum aldrei viss um hvort maður hefði hringt í sýslumanninn eða afa sinn, svo heyrðist í þér hlæja í símanum. Það var sama hvað klukkan sló; það var alltaf hægt að koma í faðm þinn og fá góð ráð þegar það gekk ekki eitthvað upp og á móti blés. Svo má ekki gleyma sögunum þínum og stríðnispúkanum sem leyndist í þér, það var sko aldrei leiðinlegt að hlusta á þig og vita hvernig líf þitt var, enda varstu svo ævin- týragjarn. Fyrir þér voru til lausnir við öllum vandamálum sem þurfti að leysa, allt frá því að stoppa í sokka yfir í að byggja hús. Þú kenndir okkur svo margt sem við munum halda í út ævina, það eru mikil forréttindi að hafa kynnst þér og átt með þér þennan tíma sem við áttum saman, við munum geyma og varðveita minningu þína um aldur og ævi. Takk fyrir allt sem þú gerðir fyrir okkur, við elskum þig afi. Hinrik Már, Guðmunda Freyja, Anna Katrín. Elsku afi. Það er eitthvað svo óraunverulegt að setjast niður til að skrifa um þig minningargrein, um þig sem alltaf var til staðar fyrir mig. Þegar ég hugsa til þín koma margar minningar upp í hugann, enda ekki annað hægt þar sem ég var jú alltaf með annan fótinn hjá ykkur ömmu. Öll ferðalögin sem ég fékk að fara í með ykkur og samverustundirnar uppi í hjól- hýsi. Að fá að fara bryggjurúnt með þér var samt mesta sportið, að fara með þér um borð í Bersa til að athuga hvort allt væri ekki klárt fyrir róður morgundagsins og alltaf varst þú til í að taka mig með og drösla mér með þér um borð. Eftirminnilegast er þó þeg- ar ég ákvað að fara sjálfur niður bryggjustigann og náði að brjóta í mér framtennurnar og við þurft- um að ræsa út tannlækni. Við hlógum oft að þessu saman þegar við rifjuðum þetta upp og nú síð- ast tveimur vikum áður en þú kvaddir. Það að hafa fengið að vera svona mikið mér þér og í kringum þig hefur mótað mig meira en mig grunaði enda ákvað ég mjög ung- ur að verða vélstjóri, alveg eins og þú. Þið amma kennduð mér að vinna, enda var ég sennilega meira niðri í Ægi hjá ykkur að vakúmpakka fiski og skera af net- um en með jafnöldrum mínum og var ég ekki nema 13 ára þegar þið treystuð mér til að sjá um að skera af netunum fyrir ykkur yfir veturinn. Ég held að það hafi verið mikið heillaskref þegar við Inga keypt- um okkar fyrstu íbúð á Hjarðar- holtinu í þar næsta húsi við ykkur ömmu. Ég fékk þig til að skoða íbúðina með mér því við höfðum ákveðið að fara í framkvæmdir og það stóð ekki á svari hjá þér, „ekkert mál“ var svarið þegar ég spurði þig hvort þú gætir hjálpað okkur í þessum framkvæmdum. Í tvo mánuði varstu með mér á hverjum degi að gera upp íbúð- ina, þú varst alltaf til í að ráð- leggja mér og leiðbeina en á sama tíma leyfðir þú mér að ráða og gera þetta eftir mínu höfði. Þetta var dýrmætur tími og mikið af sögum sem ég fékk í kaupbæti, enda af nægu að taka á þeim bæn- um. Þótt það hafi verið gott fyrir okkur Ingu að búa svo nálægt ykkur ömmu held ég að Styrmir og Þórdís hafi grætt mest á því, enda stutt fyrir þau að hlaupa yfir til þín og ömmu og fá hjá ykkur óskipta athygli. Þegar við Inga ákváðum að selja íbúðina okkar á Hjarðar- holtinu til að kaupa fokhelt hús man ég hvað ég var stressaður að segja þér frá því og hvaða við- brögð ég fengi, en í stað þess að tala okkur af þessari hugmynd studdir þú okkur og sagðir að þetta væri alvöruverkefni til að ráðast í. Þó svo veikindi þín væru farin að draga úr þreki var viljinn og gleðin til staðar og sem fyrr alltaf til í að aðstoða og gefa góð ráð og fyrir það er ég svo óend- anlega þakklátur. Elsku afi. Þótt leiðir okkar skilji í bili mun ég geyma í hjarta mér allar minningarnar. Takk fyrir allt og umfram allt; takk fyr- ir að vera þú. Gísli Líndal Karvelsson. Það er erfitt að kveðja góðan vin og mág eftir meira en 50 ára vinskap. Í öll þessi ár höfum við Hinni og Júlla ferðast mikið sam- an. Fyrst voru það fjölskyldu- ferðir í tjaldútilegum um allt land og síðustu 15 ár hefur það verið hálendið sem heillaði okkur og höfum við sennilega farið mestallt sem var jeppafært. Gistum við þá í ferðaskálum og eins í gangna- kofum þegar við vorum á þannig slóðum og var mikið skoðað. Þetta voru bæði góðar og skemmtilegar ferðir sem hafa oft verið rifjaðar upp. Það er gott að eiga góðar minn- ingar sem ylja manni. Elsku Hinni, við viljum þakka þér fyrir öll árin okkar saman. Minning þín mun lifa. Kær kveðja, Hafdís og Sigurður. Þakklæti er mér efst í huga þegar ég kveð fyrrverandi tengdapabba minn og kæran vin, Hinrik Líndal Hinriksson, sem alltaf var kallaður Hinni. Hann vildi alltaf allt fyrir alla gera, enda bóngóður með ein- dæmum og aldrei bað hann um neitt í staðinn. Hinni var sann- kallaður þúsundþjalasmiður, því hann gat gert nánast allt, búið til hvað sem var og lagað allt sem þurfti. Hinni var algjört gull af manni. Hann var myndarlegur maður, með fallega hvítt hár, hávaxinn og spengilegur og bar sig alltaf vel. Hann hafði fallegt bros og var glaðlyndur að eðlisfari, en átti það til að hnjóta um orðin ef hon- um var mikið niðri fyrir. Hann var ekki margmáll, en sagði alltaf sína meiningu án þess að móðga neinn. Við ferðuðumst mikið saman um Ísland og var virkilega gaman hvað hann vissi mikið um landið, meðal annars hálendið. Einnig létum við drauminn okkar um að ferðast til Færeyja rætast og var það mjög skemmtileg ferð. Ekki er hægt að tala um Hinna án þess að minnast á Júllu, eig- inkonu hans. Hún er einstök kona í alla staði. Þau voru afar sam- rýnd og samhent hjón sem stóðu saman í blíðu og stríðu. Alltaf var gaman að heimsækja Hinna og Júllu, sem og að fá þau í heim- sókn. Elsku Hinni minn. Þú varst mér alltaf góður og vildir mér sannarlega vel. Ég minnist þín með þessum fátæklegu orðum og sorg og söknuð í hjarta. Ég kveð þig eins og þú kvaddir okkur svo oft: Ég bið að heilsa eftir Inga T. Góða ferð og góða heimkomu. Elsku Júlla mín og fjölskylda. Missir ykkar er mikill og bið ég allar góðar vættir um að vaka yfir ykkur í sorginni og söknuðinum. Þar sem englarnir syngja sefur þú sefur í djúpinu væra. Við hin sem lifum, lifum í trú að ljósið bjarta skæra veki þig með sól að morgni. Farðu í friði vinur minn kær faðirinn mun þig geyma. Um aldir og ævi þú verður mér nær aldrei ég skal þér gleyma. Svo vöknum við með sól að morgni. (Bubbi Morthens) Kærleikskveðja, Valey Björk. Jæja þá er hann Hinni minn, ljúflingurinn, farinn yfir móðuna miklu og söknuðurinn er sár. Hann var elskaður af öllum sem hann þekktu, bæði mönnum og málleysingjum, og því veit ég að það hefur verið tekið vel á móti honum hinum megin. Hinni, sem var nokkrum árum eldri en ég, kom fyrst til foreldra minna sem barn og dvaldist hjá okkur á Kolugili svona af og til þar til hann gerðist sjómaður, sem varð hans ævistarf. Hann var búinn að vera samofinn mínu lífi alla tíð og ég leit á hann sem bróð- ur. Þegar ég hugsa um Hinna koma lýsingarorðin glaðlyndur, jákvæður og duglegur upp í hug- ann en einnig mikill grallari. Þau eru mér minnisstæð skiptin þeg- ar braust út vatnsslagur á Kolu- gili. Þar voru Hinni og móðir mín, Ása Gunnlaugs, ansi drjúg í og æsingurinn var svo mikill að vatn flæddi nánast upp stigann, mikið var nú hlegið. Hann átti það líka til að nýta sér ljósleysið og banka á dyrnar á leiðinni úr fjósinu með þeim afleiðingum að allir hrukku í kút af hræðslu og héldu að þarna væru draugar á ferð. Hinni fór einnig margar ferðirnar fram á heiði að veiða silung með öðrum sveitungum en þá þurfti að fara á hestum sem þótti nú gaman. Voru þetta miklar skemmtiferðir hjá fólkinu í gamla daga. Réttirnar voru mikil hátíð hjá Kolugilsfólkinu og þá var Hinni nú ómissandi. Það var beðið eftir honum með mikilli eftirvæntingu ár hvert en ég held hann hafi að- eins misst af einum réttum eða svo alla sína ævi. Honum þótti líka gaman að fara í göngur fram á Víðidalstunguheiði. Matráðs- konurnar höfðu gaman af hvað hann gat borðað vel og sérstak- lega held ég það hafi verið sveskjugrauturinn. Krakkarnir biðu eftir honum því hann var svo duglegur að leika við þau, leyfði þeim að keyra sig í hjólbörum og fleira. Margar minningar eru frá réttarböllunum í Víðihlíð sem voru æðisleg. Þegar heim var komið var farið inn í búr og náð í sviðakjamma, hangikjöt og parta. Ég sé Hinna minn þar fyrir mér sitjandi á kolli með hnífinn í ann- arri hendi og sviðakjamma í hinni og segja „er það nú sparisjóður“. Um tvítugt kynntist Hinni svo ástinni sinni henni Júllu. Þau voru samvalin í hógværð, snyrti- mennsku og yfirleitt nefnd bæði í senn Júlla og Hinni. Áttu þau saman þrjú yndisleg börn, tengdabörn og barnabörn sem öll eru ljúf og góð. Síðustu mánuðir voru erfiðir í veikindum Hinna en Júlla og börnin viku ekki frá hlið hans. Ég kveð Hinna með sökn- uði og eftirsjá. Við Helgi sendum aðstandendum innilegar samúð- arkveðjur á erfiðum tímum. Blessuð sé minning Hinriks Líndals Hinrikssonar. Guðlaug. Hinrik Líndal Hinriksson Einnig voru afar góðar minn- ingar frá mörgum ferðum okk- ar fjölskyldunnar á Þingvelli þegar við systkinin fimm, ég og bræður mínir fjórir, vorum lítil og strákarnir veiddu fisk á stöng úr vatninu á meðan ég skottaðist í kringum þá og síð- an var veiðin grilluð um kvöldið heima. Það er margs að minnast og minningin er þakklæti, um góð- an mann, elsku pabba. Kveðjustund Elsku pabbi, Guð veri með þér. Sit við rúm þitt, held í hönd þína. Efst í huga, þakklæti sem enginn sér. Þvílíkt ertu sterkur, augu þín pírast. Ég lít um öxl, kærleikur skín í brjósti. Efst í huga, þakklæti sem enginn sér. Hvíldina hefur fengið, hús þitt er tómt. Ég kveð þig að sinni, Guð veri með þér. Efst í huga, þakklæti sem enginn sér. (Olga Möller) Þín dóttir, Olga Möller.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.