Morgunblaðið - 06.08.2020, Síða 45
DÆGRADVÖL 45
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. ÁGÚST 2020
„VIRÐIST NOKKUÐ SAKLEYSISLEG – EN
HVAÐ EF ÞETTA ER FLUGUMAÐUR?”
„HANN HEFUR EKKI ALLTAF VERIÐ
SKÖLLÓTTUR. ÞETTA ER AFLEIÐING
HNATTRÆNNAR HLÝNUNAR.”
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
... söngur hjartans.
Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann
EINS OG HONUM VERÐI
NOKKURN TÍMANN BOÐIÐ Á
DANSLEIK
HRÓLFUR, ÞÚ MUNT ALDREI SIGRA MIG! ALLT Í LAGI! EF ÉG
GET EKKI SIGRAÐ
ÞIG ÞÁ GENG ÉG
BARA TIL LIÐS VIÐ
ÞIG!
KLUKKAN HVAÐ ER KVÖLDMATURINN?
Fjölskylda
Eiginmaður Hönnu Maríu er
Erlendur Ping Hwa Sen Jónsson, f.
26.4. 1948, prófessor emeritus í heim-
speki við Háskóla Íslands. Foreldrar
Erlends: Hjónin Jón Júlíusson, f.
11.12. 1926, d. 3.6. 1998, starfs-
mannastjóri hjá Flugleiðum og Signý
Una Sen Júlíusson, f. 23.7. 1928 í Kína,
lögfræðingur og býr í Reykjavík.
Börn Hönnu Maríu og Erlends eru
1) Jón Helgi Sen Erlendsson, 28.2.
1982, maki: Martina Vigdís Nardini, f.
11.8. 1985, læknir. Þau búa á Seltjarn-
arnesi. Barnabörn: Emma Nardini
Jónsdóttir, f. 13.10. 2010, og Elía Nar-
dini Jónsdóttir, f. 21.10. 2014; 2) Guð-
bergur Geir Erlendsson, f. 23.02.1986,
verkfræðistjóri, maki: Sigríður Marta
Harðardóttir, f. 15.10. 1986, lögfræð-
ingur. Þau búa í Los Angeles. Barna-
börn: Hanna María, f. 18.6. 2013,
Ragnheiður Sara, f. 27.6. 1915, Sigríð-
ur Linda, f. 29.6. 2017.
Systkini Hönnu Maríu eru Vil-
hjálmur Geir, f. 8.9. 1951, viðskipta-
fræðingur, maki: Kristín Guðmunds-
dóttir; Jóna, f. 10.6. 1953, hjúkrunar-
fræðingur, maki: Þórólfur Þórlinds-
son; og Siggeir, f. 30.9. 1959, rafeinda-
virki, maki: Auður Þórhallsdóttir, öll
búsett í Reykjavík.
Foreldrar Hönnu Maríu voru hjón-
in Sigríður Hansdóttir, f. 6.7. 1916, d.
17.3. 2003, húsmóðir, og Siggeir Vil-
hjálmsson, f. 15.6. 1912, d. 29.9. 1998,
heildsali í Reykjavík.
Hanna María
Siggeirsdóttir
Guðrún Ólafsdóttir
húsfreyja á Gelti
Guðmundur Ásgrímsson
útvegsbóndi á Gelti við
Súgandafjörð
María Helga Guðmundsdóttir
húsfreyja á Suðureyri og Reykjavík,
sinnti ljósmóðurstörfum á Suðureyri
Hans Kristjánsson
framkvæmdastjóri á
Suðureyri og í Rvík, stofnandi
Sjóklæðagerðarinnar og 66° norður
Sigríður Hansdóttir
húsmóðir í Reykjavík
Guðrún Þórðardóttir
ljósmóðir á Suðureyri
Kristján Albertsson
bóndi og kaupmaður á Suðureyri
Guðbergur
Bergsson
rithöfundur
Agnes Jónsdóttir
húsfreyja í Miðhúsum í
Þórkötlustaðahverfi í Grindavík
Jóhanna
Vilhjálmsdóttir
húsfreyja í Grindavík
Jón Steinar
Guðmundsson prófessor
í jarðeðlisfræði í
Þrándheimi
Guðmundur
Hansson
verslunarmaður
í Reykjavík
Valgerður Gamalíelsddóttir
húsfreyja á Þórkötlustöðum
Jón Þórðarson
útvegsbóndi á Þórkötlustöðum í Grindavík
Jónína Jónsdóttir
verkakona og húsfreyja í Hafnarfirði
Vilhjálmur Geir Gestsson
sjómaður og verkamaður í Hafnarfirði
Kristín Jónsdóttir
húsfreyja á Gafli og Skúfslæk
Gestur Gamalíelsson
bóndi á Gafli og Skúfslæk í Flóa
Úr frændgarði Hönnu Maríu Siggeirsdóttur
Siggeir Vilhjálmsson
heildsali í Reykjavík
Helgi R. Einarsson segir, að KáriStefánsson eigi skilið hrós fyr-
ir að láta skoðanir sínar í ljós, án
vafninga. Ekki veiti okkur af, þessa
síðustu daga.
Kári í beinni sig byrsti
og höfuðið gáfulegt hristi.
Rúnum var ristur,
réttsýnn sem Kristur
og Óðinn, sem augað sitt missti.
Helgi fór með frúnni í strætó á
þriðjudag og að gefnu tilefni varð
þessi til:
Forvitna fuglarnir skíta á.
Fiskarnir önglana bíta á.
Okkar á tímum
eru takkar á símum
til þess gerðir að ýta á.
Davíð Hjálmar Haraldsson segir
„enginn þrýstingur frá Bandaríkja-
mönnum“ og yrkir:
„Þeir setja mig síst undir pressu
en sjáun hvað verður úr þessu“
hann sagði og blés
með sældarlegt fés
– og svo var hann orðinn að klessu.
Ólafur Stefánsson bætti við:
Þótt hálir séu hjá Huawei
Hreppamönnum þeir snúa ei.
Í G-5 má svíkja
gróflega kíkja
– Það gengur ekki, – ég púa: Nei.
Hér getur Ólafur ekki orða bund-
ist og þykir of langt gengið:
Hún Sóley var siðprúðust kvenna,
Sæmundur fékk þar á kenna.
Hann reyndi hvað gat
að reyta af fat,
svo heilt yfir hætti að nenna.
Helgi Zimsen yrkir og kallar
„Ormanótt“:
Regni er ausið ofanfrá
enn á fullu stími.
Veiðimönnum mætir þá
mikill ormatími.
Læðst er því með ljósið hljótt,
létt um garð má spranga.
Veitt er fyrir veiði í nótt,
vel skal afla fanga.
Fangahjörð í fötu ber,
falleg kösin baksar.
Síðar hún til fiskjar fer,
þá fastnast henni laxar.
– Ekki amaleg örlög það!
Sigfús Jónsson í Skrúð orti vísu
um aspir sem Flosi Ólafsson fór oft
með:
Rætur trjánna rjúfa frið
ryðjast inn í skólprörið
koma upp um klósettið
og kitla mann í rassgatið.
Halldór Blöndal
halldorblondal@simnet.is
Vísnahorn
Af fiskum, önglum
og ánamöðkum
www.danco.is
Heildsöludreifing
Fyrirtæki og verslanir
Kynntu þér úrval á vefverslun www.danco.is
Einnota
andlitsgrímur
3ja laga
10 stk. pakkningar
50 stk. pakkningar