Morgunblaðið - 06.08.2020, Qupperneq 46

Morgunblaðið - 06.08.2020, Qupperneq 46
KÖRFUBOLTI Kristján Jónsson kris@mbl.is Körfuknattleiksmaðurinn Jón Arnór Stefánsson skrifaði í gær undir samning við Val og mun því hafa fé- lagaskipti úr KR yfir í Val líkt og vinur hans Pavel Ermolinskij gerði fyrir ári. Við honum tekur Finnur Freyr Stefánsson, fyrrverandi þjálf- ari KR, sem réð sig til Vals eftir að síðasta Íslandsmóti lauk. Vistaskipti Jóns Arnórs eru mikil tíðindi eins og nærri má geta. Körfu- knattleiksdeild Vals, sem fremur lít- ið fór fyrir árum saman, er nú með innan sinna raða bæði Jón Arnór og Helenu Sverrisdóttur. Helena er þó í barnsburðarleyfi sem stendur. Jón og Helena eru það íslenska körfu- boltafólk sem lengst hefur náð í Evr- ópu (þótt Martin Hermannsson sé nú farinn að blanda sér í slíka sögu- skýringu). Hlutirnir geta verið fljót- ir að breytast hér á sögueyjunni. Starfið í Val virðist nú vera í miklum blóma og félagið teflir fram sex lið- um í boltagreinum sem öll eru mjög vel mönnuð. „Í þessu felst viss yfirlýsing um að fólk hérna vilji gera vel í körfubolt- anum eins og verið hefur í fótbolt- anum og handboltanum. Kvennalið Vals hefur verið frábært undanfarin ár og síðasta skrefið er þá að karla- liðið í körfunni fari einnig á flug. Þetta eru frábær tíðindi fyrir körfu- knattleiksdeildina í Val og ekki síður fyrir félagið,“ sagði Finnur Freyr þegar Morgunblaðið spjallaði við hann í Fjósinu, eins konar félags- heimili Valsara, sem hýsti blaða- mannafundinn í gær. Leikstíllinn hefur breyst Varla er hægt að lýsa komu Jóns Arnórs sem öðru en hvalreka inni í miðju landi. Þekkingin og hæfnin sem hann kemur með inn í lið sem lítið hefur afrekað í þrjá áratugi er geysilega mikil. Þótt 38 ára sé þá er Jón enn þá afar góður leikmaður fyr- ir íslensku deildina. Er til að mynda frábær varnarmaður og vörn skilar jú sigrum í boltagreinunum. Jón Arnór er hins vegar öðruvísi leik- maður en áður. Hann býr ekki yfir sömu snerpu og hraðabreytingum og þegar hann var á hátindi ferilsins. Sem skiljanlegt er. Hann beitir sér því á annan hátt á vellinum. Vitaskuld mun miklu máli skipta hvort Jón og Pavel muni sleppa við meiðsli næsta vetur en þeir hafa nú haft óvenjulangan tíma til að jafna sig á milli tímabila. En komist Vals- liðið áleiðis í annarri hvorri keppn- inni þá er ekki gott að glíma við þessa refi í leikjum þar sem spennu- stigið er hátt og þeir geta fundið lyktina af kampavíninu. Förum sparlega með hann „Enn þá eru rosaleg gæði í Jóni og það sáu allir sem sáu hann spila á síðasta tímabili. Þeir sem þekkja Jón og hans leikstíl vita að þegar hann er á gólfinu þá er hann bara með einn gír og það er fimmti gír. Hann getur ekki viðhaldið því í þrjátíu mínútur leik eftir leik og við þurfum því að fara sparlega með hann. Við erum með annan frábæran skotbakvörð í Aroni Booker og hann getur komið inn. Einnig erum við með Pavel og Sinisa Bilic og erum því með góðan kjarna í framherja- og vængstöð- urnar. Fyrir utan fleiri stráka sem voru hér í Val á síðasta tímabili. Jón Arnór mun klárlega gefa okkur góða frammistöðu á þeim mínútum sem hann spilar,“ sagði Finnur. Annað hugarfar Jón Arnór sagði eftir síðasta tíma- bil að meiri líkur væru á því að hann myndi leggja skóna á hilluna en minni. Hann hefur hins vegar gætt þess á sínum ferli að lýsa því aldrei yfir að hann væri hættur. „Ég hef oftast endað tímabilið hér heima á því að hampa titlinum. Ég var nær því að hætta núna í kór- ónuveirunni heldur en þegar ég hafði unnið titil. Maður er alltaf að eltast við bikarana. Mér leið vel á síðasta tímabili og missti ekki af neinum leik vegna meiðsla. Ég spil- aði einnig meira í leikjunum en ég ætlaði mér. Hér geng ég hins vegar inn í annað hlutverk og mun ekki spila jafn margar mínútur og ég gerði. Ég ætla bara að njóta þess að spila körfubolta. Ég verð að viður- kenna að ég hef verið að hugsa of mikið um þetta utan vallar síðustu árin og tekið gengi liðsins inn á mig. Ég hef aðeins gleymt mér í því. Pressan er væntanlega meiri í KR og ég fer inn í þetta í góðu jafnvægi og með það að markmiði að njóta þess að spila. Finnur sér um að hugsa um liðið. Ég verð alltaf keppnismaður og vil vinna en ég ætla ekki alveg að missa mig í því. Ég held ég sé að koma inn í annað umhverfi. Hér er ekki lið hlaðið tólf landsliðsmönnum. Við munum byggja upp gott lið og bæta okkur en ég mun ekki láta kappið bera feg- urðina ofurliði,“ sagði Jón Arnór.  Viðtöl við Jón Arnór og Finn Frey er einnig að finna á mbl.is/ sport/korfubolti. Hvalreki inni í landi  Valsmenn hafa hrist hressilega upp í körfuboltaheiminum á Íslandi í sumar  Jón Arnór skrifaði undir í gær  Jón og Helena í sama félaginu Morgunblaðið/Arnþór Birkisson Í Valstreyjunni Þeirri sýn þurfa KR-ingar nú að venjast. Einn af þeirra mest sigldu sonum klæðist nú rauðu. 46 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. ÁGÚST 2020 Svíþjóð Malmö – Helsingborg.............................. 4:1  Arnór Ingvi Traustason var á vara- mannabekk Malmö. Hammarby – Falkenberg ....................... 1:1  Aron Jóhannsson kom inn sem varamað- ur hjá Hammarby á 54. mínútu. Staðan: Malmö 13 8 4 1 28:12 28 Norrköping 12 7 4 1 28:15 25 Djurgården 13 7 2 4 19:12 23 Elfsborg 12 5 6 1 20:17 21 Häcken 12 4 6 2 22:12 18 Sirius 12 4 5 3 20:20 17 Hammarby 13 4 5 4 14:16 17 Varberg 13 4 4 5 18:17 16 Mjällby 12 4 3 5 13:19 15 Örebro 12 3 4 5 10:15 13 AIK 12 3 4 5 11:17 13 Falkenberg 13 2 6 5 15:20 12 Gautaborg 12 2 6 4 13:18 12 Östersund 12 2 5 5 9:15 11 Helsingborg 13 1 7 5 10:20 10 Kalmar 12 2 3 7 14:19 9 Noregur Molde Start............................................... 5:0  Guðmundur Andri Tryggvason var ekki í leikmannahópi Start. Jóhannes Harðarson þjálfar liðið. Staðan: Bodø/Glimt 12 11 1 0 43:15 34 Molde 13 10 1 2 39:13 31 Odd 12 7 1 4 20:14 22 Vålerenga 12 6 4 2 16:15 22 Kristiansund 12 4 6 2 23:16 18 Rosenborg 12 5 3 4 17:10 18 Stabæk 12 4 5 3 16:17 17 Brann 12 4 3 5 16:19 15 Strømsgodset 12 4 3 5 16:23 15 Haugesund 12 4 3 5 10:17 15 Sarpsborg 12 4 2 6 14:12 14 Sandefjord 12 4 1 7 11:20 13 Viking 12 3 2 7 14:23 11 Start 13 1 6 6 13:24 9 Mjøndalen 12 2 2 8 10:18 8 Aalesund 12 1 3 8 16:38 6 Evrópudeild UEFA 16-liða úrslit, síðari leikir: København – Istanbul Basaksehir ........ 3:0  Ragnar Sigurðsson var ekki í leikmanna- hópi København.  København áfram samtals 3:1 Shaktar Donetsk – Wolfsburg ................ 3:0  Shahktar Donetsk áfram samtals 5:1 Manchester United – LASK Linz........... 2:1  Manchester United áfram samtals 7:2 Inter Mílanó – Getafe............................... 2:0  Inter Mílanó áfram samtals 2:0  NBA-deildin Milwaukee – Brooklyn .....................116:119 Sacramento – Dallas ........................110:114 LA Clippers – Phoenix .....................115:117 Indiana – Orlando .............................120:109 Miami – Boston .................................112:106 Portland – Houston ......................... 110:102   PGA-meist- aramótið í golfi hefst í Kaliforníu í Bandaríkjunum í dag. Mótið er fyrsta risamótið á þessu ári hjá körlunum. Vana- lega er það síð- asta risamót árs- ins af fjórum en mótshald fór verulega úr skorðum á árinu vegna heimsfaraldursins. Brooks Koepka hefur unnið mót- ið síðustu tvö ár og því verða augu margra á honum. Tiger Woods er skráður til leiks þótt hann hafi lítið látið fyrir sér fara eftir að PGA- mótaröðin hófst á ný í sumar. Sviptingar hafa verið á toppi heimslistans síðustu vikurnar og því erfitt fyrir áhugasama að spá í spilin fyrir fram. Í efsta sætinu sit- ur nú Bandaríkjamaðurinn Justin Thomas og Spánverjinn Jon Rahm kemur næstur. sport@mbl.is Hið síðasta er fyrst Tiger Woods GOLF Íslandsmótið í golfi hefst í dag á Hlíðavelli í Mosfellsbæ. Fyrsti keppnisdagur af fjórum og lýkur mótinu því á sunnudag. Kylfingar leika 72 holur eða 18 holur á dag. Fyrstu keppendur eru ræstir út kl. 7:30 og verður ræst út til kl. 15:50. Í DAG! FÓTBOLTI Jóhann Ingi Hafþórsson johanningi@mbl.is „Við vorum mættir á æfingasvæðið 7:45 og klukkan er 18:30 hjá mér núna og ég nýkominn heim. Þetta voru tvær æfingar og svo mynd- bandsfundir. Þetta er alvörubyrj- un,“ sagði HK-ingurinn Birkir Valur Jónsson í samtali við Morgunblaðið um dag í lífi atvinnumanns í knatt- spyrnu. Birkir gerði á dögunum hálfs árs lánssamning við Spartak Trnava í Slóvakíu. Hefur slóvakíska félagið forkaupsrétt á bakverðinum, sem hafði allan ferilinn leikið með HK í tveimur efstu deildum Íslands áður en hann fór til Slóvakíu. Hefur hann leikið 98 deildarleiki með HK og skorað í þeim sex mörk, þar af þrjú í 30 leikjum í efstu deild. Þá á hann að baki 27 leiki með yngri landsliðum Íslands. „Aðdragandinn var stuttur, um- boðsmaðurinn hringdi í mig tveimur vikum áður en þetta fer í gegn og spurði mig hvort við ættum að skoða þetta betur og hvort ég hefði áhuga á að fara til Slóvakíu. Ég gaf honum auðvitað grænt ljós og svo var þetta staðfest daginn áður en ég flaug út. Ég fékk flugmiða og var kominn út 17 tímum seinna,“ sagði Birkir. Hann hefur áður fundið fyrir ein- hverjum áhuga félaga erlendis, en þó ekki fengið samningstilboð. Alvarlegasta sem hefur boðist „Það hafa einhverjar þreifingar orðið, en þetta hefur aldrei farið svona langt áður. Þetta er það alvar- legasta sem hefur boðist erlendis og mér fannst spennandi að stökkva á þetta tækifæri,“ sagði Birkir. Standi Birkir sig í Slóvakíu eru miklar líkur á að félagið kaupi hann endanlega af HK. „Þetta er lánssamningur sem gildir fram í janúar og þeir verða að vera búnir að ákveða sig fyrir 1. jan- úar. Þetta er flott félag og það kom mér á óvart hversu flott og fag- mannlegt allt er hérna. Þetta er mjög spennandi.“ Birkir er ekki eini Íslendingurinn sem leikur í slóvak- ísku deildinni á komandi leiktíð því Nói Snæhólm Ólafsson gerði samn- ing við Senica skömmu eftir að Birk- ir samdi við Trnava. Spartak Trnava varð fimm sinn- um tékkóslóvakískur meistari á ár- unum 1967 til 1973. Liðið varð síðan slóvakískur meistari í fyrsta skipti fyrir tveimur tímabilum. Félagið Tel mig eiga erindi í þetta  Birkir reynir fyrir sér í atvinnumennskunni  Tveir Íslendingar spila í Slóvakíu í vetur Morgunblaðið/Sigurður Atvinnumaður Birkir Valur Jónsson reynir fyrir sér í Slóvakíu í vetur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.