Morgunblaðið - 06.08.2020, Síða 47

Morgunblaðið - 06.08.2020, Síða 47
ÍÞRÓTTIR 47 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. ÁGÚST 2020 Síðustu ár hefur Valur ver- ið í allra fremstu röð í karla- og kvennaflokki í handbolta og fót- bolta og barist um þá titla sem eru í boði. Með komu Helenu Sverrisdóttur í kvennaliðið í körfubolta var liðið fljótt að tryggja sér Íslands- og bikar- meistaratitla. Það gekk hins vegar verr að búa til lið í allra fremstu röð í karlaflokki í körfubolta. Vals- menn voru stórhuga fyrir síð- asta tímabil og sömdu við leik- menn eins og landsliðsmennina Pavel Ermolinskij og Frank Aron Booker. Þrátt fyrir það gekk Valsmönnum ekki sem skyldi og voru ekki á leið í úrslitakeppn- ina þegar keppni var aflýst í mars. Valsmenn lögðu ekki árar í bát heldur gáfu í sem aldrei fyrr. Hinn siguræli Finnur Freyr Stefánsson var ráðinn þjálfari og Pavel og Frank Booker verða áfram. Stærstu fréttirnar eru hins vegar þær að Jón Arnór Stefánsson, einn besti körfu- knattleiksmaður Íslandssög- unnar, er kominn til félagsins frá KR. Eru eflaust einhverjir KR- ingar með óbragð í munni vegna félagsskiptanna, en hjá Val er Jón Arnór kominn í traust um- hverfi og í lið sem ætlar sér ekkert annað en toppbaráttu. Valur ætlar sér í fremstu röð í karlaflokki í körfubolta og það verður afar áhugavert að fylgj- ast með liðinu í vetur. Valur er sem stendur eina félagið sem er með karla- og kvennalið í efstu deildum í körfubolta, handbolta og fót- bolta og er metnaður fyrir að vera í fremstu röð á öllum svið- um. Valur á hrós skilið fyrir að sjá vel um sína leikmenn, glæsi- lega umgjörð og mikinn metnað. BAKVÖRÐUR Jóhann Ingi Hafþórsson johanningi@mbl.is GOLF Kristján Jónsson kris@mbl.is Nýr kafli verður ritaður í langa sögu Íslandsmótsins í golfi þegar mótið verður í fyrsta skipti haldið í Mosfellsbæ. Íslandsmótið hefst í dag og verða spilaðar 72 holur venju samkvæmt eða 18 holur á dag. Heimsfaraldurinn setur svip sinn á mótshaldið en kylfingarnir geta ekki verið með kylfubera sér til halds og trausts svo dæmi sé tekið. Áhorfendur eru ekki hvattir til að koma vegna tilmæla sóttvarnalækn- is en þeim er þó ekki meinaður að- gangur að mótinu. Mótið er vel mannað og meðalfor- gjöf keppenda er 0,4 sem gefur vissa mynd af getu kylfinganna. Vegna vinsælda íþróttarinnar á þessari öld er orðinn viss áfangi hjá meistaraflokkskylfingum að komast inn í Íslandsmótið. Íslandsmeistarinn Guðmundur Ágúst Kristjánsson er að keppa er- lendis og mun því ekki verja titil sinn í karlaflokki. Einn besti kylf- ingurinn í kvennaflokki, Valdís Þóra Jónsdóttir, er ekki með vegna meiðsla. Að öðru leyti er mótið að mestu leyti skipað bestu kylfingum landsins. Sá sigursælasti frá upp- hafi í karlaflokki, Birgir Leifur Haf- þórsson, er ekki með frekar en í fyrra en það teljast ekki forföll þar sem hann hefur tekið sér frí frá keppnisgolfi. Æðislegt að sjá mótið í Mosó Morgunblaðið ræddi við þrefald- an Íslandsmeistara frá Akureyri, Sigurpál Geir Sveinsson, í gær. Sigurpáll er nú íþróttastjóri hjá GS og er ekki á meðal keppenda. Hann var í mörg ár hjá Keili í Mosfellsbæ sem síðar rann inn í Golfklúbb Mos- fellsbæjar. Bæði sem leikmaður og síðar sem þjálfari. „Mér finnst æðislegt að sjá Ís- landsmótið fara í Mosfellsbæinn enda er þetta orðinn flottur golf- völlur. Nýrri hluti vallarins er orð- inn vel gróinn og er algerlega tilbú- inn í mótshaldið. Auk þess er íþróttamiðstöðin glæsileg og þarna er því allt til alls. Ég tók fyrstu skóflustunguna að nýja húsinu ásamt krökkunum í klúbbnum sem ég var að þjálfa.“ Karginn verður erfiður Segja má að Hlíðarvöllur sér tví- skiptur í ljósi þess að fyrri níu hol- urnar eru mun eldri og tveir hönn- uðir teiknuðu hvor sinn helminginn. Hannes Þorsteinsson eldri hlutann og Edwin Roald nýrri hlutann. „Ef maður horfir á eldri hluta vallarins þá græða menn á því að hitta brautirnar. Ef fólk þarf að slá úr karganum þá er ansi erfitt að hitta flatirnar. Auk þess þarf að fara rétta leið inn á flatirnar á þeim hluta vallarins til að eiga möguleika að skora. Ef fólk fer út af flötinni þeim megin sem holan er þá getur verið snúið að bjarga parinu. Ég myndi segja að fleiri tækifæri séu til að sækja á nýrri hluta vallarins,“ sagði Sigurpáll um völlinn. Mörg atriði þurfa að vera í lagi Þegar íslensk veðrátta er annars vegar getur verið erfitt að spá fyrir um hvort skor sé gott eða slæmt á Íslandsmóti. „Eins og alltaf þá hef- ur veðrið töluvert um það að segja hvernig skorið gæti orðið. Ef það blæs að norðan frá Esjunni þá sér maður ekki marga spila undir pari. En ef það væri til dæmis hæg sunn- anátt með smá vætu þá er mun auð- veldara að eiga við völlinn. Ef veðrið verður heppilegt þá gætu 10 – 20 kylfingar leikið undir pari en ef veðrið verður óheppilegt þá verða varla margir undir pari,“ útskýrði Sigurpáll sem veit hvað þarf til að verða Íslandsmeistari í golfi. „Þeir sem hafa sveiflað kylfunni vel síðustu vikurnar geta farið vel stemmdir í Íslandsmót. Ég tala nú ekki um fólk sem leikið hefur vel í allt sumar. Þú vinnur heldur ekki Íslandsmótið ef eitthvað plagar þig utan vallar. Fólk þarf að geta ein- beitt sér alfarið að mótinu með stuðningi þeirra sem að þeim standa. Ef ekki getur fólk gleymt væntingum um að verða Íslands- meistari. Svona almennt séð. Þetta eru 72 holur og það þarf þolinmæði og jafnaðargeð. Ef mistök hér og þar fara í taugarnar á fólki þá getur hringur í Íslandsmótinu farið auð- veldlega yfir 80 höggin. Ef kveiki- þráðurinn er stuttur er útilokað að standa sig nógu vel í fjóra daga til að eiga möguleika,“ sagði Sigurpáll Geir Sveinsson enn fremur við Morgunblaðið. Þolinmæði og jafnaðargeð  Íslandsmótið í golfi haldið á Hlíðarvelli í Mosfellsbæ í fyrsta skipti  Meðalforgjöfin á mótinu er 0,4  Þrefaldur Íslandsmeistari þekkir völlinn vel Morgunblaðið/Arnþór Birkisson Kempur Ólafía og Guðrún eru líklegar til að berjast um sigurinn. Fyrir aftan er Guðm. Ágúst sem verður ekki með. Morgunblaðið/Arnaldur Pútt Sigurpáll Geir á Íslandsmótinu á Hellu þar sem hann sigraði. Skagamaðurinn ungi Ísak Berg- mann Jóhann- esson hefur framlengt samn- ing sinn við sænska knatt- spyrnufélagið Norrköping. Heimasíða fé- lagsins greindi frá tíðindunum í gær, en ekki er tekið fram hvenær samningurinn rennur út. Ísak, sem er 17 ára, kom til Norrköping frá ÍA árið 2018. Hef- ur hann fengið alvörutækifæri með félaginu á tímabilinu, spilað afar vel í ellefu leikjum í sænsku úr- valsdeildinni og verið lykilmaður. Það virðist sem hlutverk hans inn- an liðsins verði alltaf stærra og stærra. „Það er æðislegt að Ísak vilji vera áfram hjá okkur. Eins og allir hafa séð þá er hann einstaklega góður leikmaður sem er tilbúinn í að leggja mikið á sig,“ er haft eftir þjálfaranum Jens Gustafsson á heimasíðu félagsins. Ísak er sjálfur hæstánægður með að skrifa undir nýjan samning og spenntur fyrir framtíðinni.. „Ég er ánægður með að geta verið áfram hjá Norrköping og bætt mig sem leikmaður og manneskja. Mér líður mjög vel hérna og mér finnst ég verða betri með hverjum leikn- um,“ sagði Ísak. Framlengdi í Noregi Ísak Bergmann Ragnar Sigurðsson og félagar í FC København mæta Manchester Unit- ed í fjórðungsúrslitum Evrópudeild- arinnar í knattspyrnu í Þýskalandi 10. ágúst. København vann 3:0-sigur á Ba- saksehir frá Tyrklandi á Parken í gærkvöldi og einvígið samanlagt 3:1 í síðari leik liðanna í 16-liða úrslit- unum. Þá er Manchester United komið áfram eftir samanlagt 7:2- sigur á LASK frá Austurríki en liðin mættust á Old Trafford í síðari leiknum í gær, United vann 2:1. AFP Parken Leikmenn København fagna einu marka sinna í gærkvöldi. Ragnar mætir Manchester United hefur oft tekið þátt í Evrópukeppni og komst m.a. í riðlakeppni Evr- ópudeildarinnar á síðasta tímabili. Liðið leikur heimaleiki sína á Anton Malatinský-vellinum sem rúmar tæplega 20.000 áhorfendur. Rennir blint í sjóinn „Þetta lið var í þriðja sæti í deild- inni í fyrra, vann deildina fyrir tveimur árum og hefur verið að spila í Evrópukeppni. Völlurinn tekur 20.000 manns og áhorfendurnir eru mjög ástríðufullir. Yfirlýst markmið í ár er topp þrír, sem gefur þátt- tökurétt í Evrópukeppni, eftir tap í umspili á síðustu leiktíð,“ sagði Birk- ir um nýja félagið. „Ég er svolítið að renna blint í sjóinn hérna. Við spil- uðum æfingaleik við lið úr tékk- nesku úrvalsdeildinni síðasta laug- ardag og þar endaði 1:1. Við litum ágætlega út þar, en annars hef ég lítið séð úr liðum deildarinnar. Tempóið á æfingunum er klárlega meira en það var heima.“ Slóvakíska deildin hefst um helgina og mæta Birkir og félagar Zemplín Michalovce á útivelli í fyrstu umferð á laugardag. „Ég er spenntur og vonandi fæ ég að spila. Ég veit ekki enn hvort ég verði í lið- inu, en ég er spenntur að koma og sýna að maður eigi erindi í þetta,“ sagði Birkir, sem var nýbúinn í tíma hjá sjúkraþjálfara þegar hann ræddi við Morgunblaðið. „Það voru tvær erfiðar æfingar í dag og það er verið að gera mann kláran fyrir morg- undaginn,“ sagði Birkir Valur. Slóvakinn Mariam Sarmir er knattspyrnustjóri Spartak Trnava. Er hann 43 ára og stýrði varaliði fé- lagins frá desember 2015 til júní 2017. Hann sneri svo aftur til félags- ins á síðasta ári sem yfirnjósnari. Var hann ráðinn tímabundinn knatt- spyrnustjóri í júní eftir að Portúgal- inn Ricardo Chéu fékk reisupassann og eftir fínan árangur var hann ráð- inn eftirmaður Portúgalans. Birkir viðurkennir að Sarmir sé grjót- harður og af gamla skólanum ef svo má segja. „Hann virkar þannig á mig. Hann talar ekki ensku og tjáir sig því á Slóvakíu og aðstoðarþjálf- arinn þýðir fyrir hann.“ Eins og áður hefur komið fram hefur Birkir alla tíð spilað með HK og því viðbrigði að fara alla leið til Slóvakíu með stuttum fyrirvara. „Þetta verður í það minnsta ævintýri fram í janúar. Ég þurfti að ákveða mig mjög fljótt en fannst þetta spennandi. Auðvitað var erfitt að fara frá HK á þessum tímapunkti en ég hef fulla trú á að strákarnir haldi sér í deildinni og gott betur en það,“ sagði Birkir Valur Jónsson, en HK er sem stendur í 10. sæti Pepsi Max- deildarinnar, þremur stigum á und- an Gróttu sem er í fallsæti.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.