Morgunblaðið - 06.08.2020, Síða 49
Gilbert: „Þeir munu standa and-
spænis sýn Gilberts & George, þar
sem við tökumst á við heiminn…“
George: „… dauðann, von, líf, kyn-
líf, kynþætti, peninga, trú …“
Gilbert: „…Shitty Naked Human
World,“ segir hann og vitnar í heiti
verks eftir þá félaga.
George: „Sumir halda að við séum
að sýna lífið í raun en þetta er tilbúinn
heimur okkar. Hvergi í heiminum
sérðu neitt sem lítur út eins og þessar
myndir, þær eru „tilbúningur“.“
Gilbert: „Þær birta hugmyndir og
tilfinningar sem eru innra með okkur.
Við erum ekki að takast á við list-
heiminn heldur líf allra manna.“
George: „Já, það er dapurlegt að
geta ekki verið við opnun sýning-
arinnar.“
Gilbert: „Fólk nær ekki oft að sjá
sýningu á borð við þessa, það er sjald-
gæft.“
Talið berst að viðbrögðum fólks við
verkum þeirra félaga, sem eru afar
þakklátir fyrir bréf sem þeir segjast
berast þeim flesta daga með við-
brögðum og þökkum og svo komi fólk
daglega að þeim á götum úti og þakki
fyrir verkin, sem það hafi jafnvel ekki
séð á sýningum heldur bara í eft-
irprentunum eða til dæmis í sjón-
varpi. En sumir hneykslast.
George: „Einu sinni var spurst fyr-
ir í svissneska þinginu um ákveðin
verk, þegar þau voru sýnd í Basel.
Þau þóttu vera „of sexí“.“ Hann bros-
ir.
Gilbert: „Þetta er eitt verkanna
sem var rætt um þar,“ og hann flettir
upp á „Shit Faith“ frá 1982, einfalda
teikningu sem sýnir kross myndaðan
úr kúk. „Annað verk sem spurt var
um er frá sama tíma, „Sperm Ea-
ters“.“ Bæði þessi verk eru á sýning-
unni í Hafnarhúsinu.
George: „Þú sérð hvað getur hvílt á
þingmönnum.“ Hann glottir. „Það
minnir á konuna sem um 1600 stopp-
aði úti á götu manninn sem setti sam-
an fyrstu orðabókina og óskaði hon-
um til hamingju, með að hafa engin
dónaorð í þessu dáamlega orðasafni.
Hann svaraði: Ég þakka þér kær-
lega fyrir að athuga það.“
Menn eins og allir hinir
Gilbert og George segjast hafa
mjög gaman af því að hanna sýning-
arnar á verkum sínum, sem þeir vilji
hengja mjög þétt með flennistórum
verkunum.
Gilbert: „Okkur finnst áhugavert
að ná að taka yfir heila áhorfenda.
Það er mikilvægt fyrir okkur. Flestir
sýningarhönnuðir eru hrifnir af míni-
mal innsetningum en slíkt kunnum
við ekki að meta.“
George: „Safnstjórar eru vanir að
setja upp sýningar sem eiga að gæla
við þeirra eigin smekk, sem okkur
finnst rangt. Þeir eiga að setja sýn-
ingar upp með áhorfendur í huga.“
Gilbert: „Við erum menn eins og
allir hinir og um það fjalla verkin, eru
um sýn okkar á heiminn og það
hvernig við göngum gegnum lífið og
bregðumst við því.“
George: „Í raun spyr fólk sig bara
tveggja spurninga: Getur heimurinn
verið betri? Og getur líf okkar orðið
betra? Það er ekkert annað.“
– Og þið haldið áfram að takast á
við þessar spurningar?
George: „Þangað til við finnum
svörin!“ Þeir hlæja. „Við höldum
áfram að spyrja.“
Gilbert: „Við erum það sem má
kalla trúleysingja. Fyrir okkur var
upplýsingarstefnan mikilvægasta
framfaraskrefið. Augnablikið þegar
hægt var að segja að það væri enginn
guð. Að við séum ein hér og þyrftum
að finna leið til að lifa saman sem
mannlegar verur; það væri enginn
guð sem gæti tekið mál í sínar hend-
ur. Darwin kenndi okkur á sannleik-
ann“
– Trúarbrögð eru einn þeirra þátta
sem þið takist oft á við.
George: „Auðvitað! það er mikil-
vægt.“
Gilbert: Það þarf að berja þau nið-
ur,“ bætir hann við og hlær.
George: „Við höldum því áfram
þar til þau biðjast einu sinni afsök-
unar, biðjist fyrirgefningar. En það
gerist aldrei…
Við kunnum vel við margt trúað
fólk en ekki við skort trúarbragða á
umburðarlyndi.“
Bestu myndirnar þær erfiðu
Undanfarna hálfa öld hafa Gilbert
& George nýtt sér umhverfið á East
End í margbreytileg verkin, hverfi
sem þeir segja endurspegla alla
heimsbyggðina. Þeir þurfi því ekki
að leita lengra. En allt byrjaði það
með lifandi skúlptúrunum sem þeir
mótuðu úr og gerðu að lífi sínu.
George: „Það varð okkar leið því
við vorum úr lágstétt, tilheyrðum
ekki miðstéttarnemendum sem
höfðu möguleika á stuðningi fjöl-
skyldu, aðang að kennslustöðum í
hlutastarfi, gátu komist til dvalar í
listamannaíbúðum í Róm. Þeir höfðu
alls kyns tækifæri en við ekkert, vor-
um bara listin og það var allt sem við
höfðum! Við vorum í raun heppnir að
búa ekki við nein forréttindi.“
Gilbert: „Við vildum vera lista-
menn og urðum að finna leið til að
leggja stund á listina án þess að hafa
stúdíó. Við gerðum okkur sjálfa því
að hlutum, eins konar skúlptúr með
fætur sem gengu um. Við gáum sent
boð á viðburði okkar, þar sem við
gengum um Hyde Park eða sátum
og drukkum te. Við urðum að verk-
unum og erum þau enn.“
– Og hafið haldið áfram að lifa líf-
inu þannig í meira en hálfa öld.
Gilbert: „Já, og nú erum við orðnir
gamlir á myndunum!“ Þeir hlæja.
Hann bætir við: „Ætli það sé ekki sí-
fellt erfiðara að selja verkin okkar
þar sem við erum ekki lengur ungir
og fallegir?“
En þeim félögum hefur óneitan-
lega gengið vel og þeir sýna mér
teikningar af húsum sem stofnun í
þeirra nafni hefur keypt skammt frá
heimilinu og er verið að breyta í safn
um þá. Þeir eiga sjálfir fjölmörg
verkanna sem þeir hafa skapað
gegnum árin og þar verða þau sýnd.
George: „Við eigum mjög gott
safn af minnst þægilegu verkunum
okkar.“ Hann glottir og bætir við að
safnarar vilji síður kaupa verk með
umdeilanlegum viðfangsefnum, eins
og þau sem taka á samkynhneigð,
kynlífi eða sýni til að mynda saur eða
þvag. „Allar bestu myndirnar eru
þær erfiðu!“
Mótlæti vegna íhaldsskoðana
Þeir félagar hafa löngum gert það
að umtalsefni að þeir séu íhalds-
menn. Segja þeir marga í listheim-
inum, sem sé einsleitur í stjórnmála-
skoðunum, hafa verið svo ósátta við
það að á áttunda áratugnum hafi
þeir nánast yfirgefið listheiminn.
George: „En fyrir okkur er allt
það besta í lífinu skipulagt eða mót-
að af íhaldssömu viðmóti.“
Gilbert: „Frelsi! Frjálsri hugsun!“
George: „Yfir höfuð þá styðja
íhaldsmenn við hugmyndir um ein-
staklinginn og einstaklingsfrelsi en í
einfaldaðri mynd þá eru vinstrimenn
með áhuga á einsleitni. Þar snýst allt
um hópa, hvort sem það eru kenn-
arar eða námuverkamenn, og það er
ógnvekjandi.“
Gilbert: „Ein hugmynd í sósíal-
isma er að listin sé hluti af hinu
opinbera. Jafnvel hér myndi vinstrið
vilja skipulegga sósíaliska list sem
yrði að vera góð fyrir fólkið, hvað
sem það gæti þýtt. Þá væri lista-
maðurinn ekki lengur frjáls hugs-
uður.
En í byrjun ferils okkar mættum
við mikilli andúð og jafnvel fjand-
skap þegar við sögðumst vera
íhaldsmenn. Við áttum ekki að fá að
vera öðruvísi en aðrir.“
George: „Það er merkilkegt að á
sviði þar sem frumleiki er lykilatriði,
eigi allir að hafa sömu pólitísku
skoðanir.“ Hann hristir höfuðið,
bætir svo glottandi við: „Gegnum
árin höfum við fengið mikla hjálp frá
óvinum okkar.“
Verkin stór eins og strætisvagn
Frelsið og sjálfstæðið er Gilbert
& George mikilvægt. Þeir leita inn-
blásturs í sínu umherfi, aldrei í
verkum annarra listamanna, segja
þeir. Segjast ekki hafa farið á sýn-
ingar annarra eða söfn áratugum
saman. Og segjast vera að „springa
úr hugmyndum að fleiri verkum“ en
þeir muni nokkurn tímann ná að
skapa.
George: „Við erum sífellt að rann-
saka: horfa, hugsa, safna og skrifa
lista. Þegar kemur að því að búa til
nýja röð verka þá er efniviðurinn
þegar til og við byrjum að taka ljós-
myndir út frá því.“
Gilbert: „Og við tökum allar
myndirnar sjálfir, höfum alltaf gert
það. Það er mikilvægt að við ýtum á
takkann á myndavélinni. En við er-
um ekki ljósmyndarar, við söfnum
myndefni með þessum hætti, sköp-
um úr þeim kompósisjónir eins og
listamenn hafa alltaf gert.“
– Og vilduð strax hafa verkin
stór.
George: „Við vildum keppa við
listamennina sem höfðu skapað
stóru verkin í National Gallery.“
Gilbert: „Við viljum ekki að fólk
tali niður til verkanna heldur að þau
tali niður til okkar.“
George: „Þau eru stór - stór eins
og stætisvagnar eða nætur-
klúbbar!“
Gilbert: „Stór eins og verk voru í
kirkjum. Nema okkar verk eru ekki
trúarleg og það er mikilvægt. Við
fundum snemma okkar persónulega
tungumál og það mun tala til fólks-
ins sem kemur á sýninguna.“
MENNING 49
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. ÁGÚST 2020
Nánari upplýsingar um sýningartíma á sambio.is
©2019 Disney/Pixar
SÝND MEÐ ÍSLENSKU TALI
S P LÚNKUNÝ OG STÓRSKEMMT I L EG
RÓMANT Í SK GAMANMYND.
KAT I E HOLMES JOSH LUCAS
Sýnd með
íslensku tali
HEIMSFRUMSÝNING!
Magnaður nýr spennuþriller með Russell Crowe in aðalhlutverki.
One World Verk eftir Gilbert & George frá 1988, 254 cm breitt.
Tongue Fuck Tveggja metra breitt
verk í 16 hlutum frá árinu 1982.