Morgunblaðið - 06.08.2020, Page 50

Morgunblaðið - 06.08.2020, Page 50
50 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. ÁGÚST 2020 Lyklasmíði & öryggiskerfi Skútuvogur 1E | 104 REYKJAVÍK | SÍMI 533 2900 |WWW.LYKLALAUSNIR.IS HJÓLALÁSAR FRÁ TRELOCK Sjáðu úrvalið og veldu lásinn sem hentar þér á www.lykillausnir.is Ragnheiður Birgisdóttir ragnheidurb@gmail.com Mývetningar og aðrir sem leið eiga um svæðið geta gert sér glaðan dag á morgun, föstudaginn 7. ágúst, því kl. 20 verða tónleikar haldnir í fé- lagsheimilinu Skjólbrekku í Mý- vatnssveit undir yfirskriftinni Músík í Mývatnssveit. Hátíðin Músík í Mývatnssveit er haldin í dymbilvikunni ár hvert en að þessu sinni fer hún fram að sumri til og með breyttu sniði. Hún er ein- faldari í sniðum en venjan er, einir tónleikar verða í stað tvennra og flytjendur verða þrír. Laufey Sigurðardóttir spilar á fiðlu, Oddur Arnþór Jónsson baritón syngur og Elísabet Waage leikur á hörpu. Fiðluleikarinn Laufey segir efnis- skrána sumarlega og að létt sé yfir dagskránni. Þær Elísabet munu spila verk eftir Schubert sem samið er fyrir fiðlu og píanó. Elísabet mun hins vegar leika á hörpu þann hluta verksins sem ætlaður er píanói. Þær telja að verkið hafi aldrei verið spil- að á hörpu áður en þykir harpan falla vel að verkinu engu að síður. Þær munu einnig spila útsetningar eftir Tryggva Baldvinsson á ýmsum íslenskum alþýðulögum, bæði þjóð- lögum og sönglögum. Elísabet og Laufey hafa unnið saman um árabil og komið fram víða. Oddur Arnþór mun einnig syngja verk eftir Schu- bert með undirleik Elísabetar. Auk þess sem hann syngur Wagner og íslensk sönglög. Kjöraðstæður fyrir tónleika Þrátt fyrir að flestum viðburðum hafi verið aflýst sem halda átti í sveitinni vegna samkomutakmark- ana láta Laufey og félagar engan bilbug á sér finna. Tónleikastað- urinn, félagsheimilið Skjólbrekka, er nægilega stór til þess að auðveldlega sé hægt að halda fjarlægð við næsta mann og halda uppi sóttvörnum. Laufey telur fullvíst að hægt verði að koma fyrir öllum sem vilja. Hátíðin hefur verið haldin yfir tuttugu sinnum í Mývatnssveit enda segir Laufey aðstæður í sveitinni vera kjöraðstæður til að halda tón- leika. Húsið, Skjólbrekka, sé mjög skemmtilegt og þar myndist góð stemning. Náttúran í kring sé líka einstök. Laufey hefur orð á því hvað tón- listarfólkinu sé tekið vel. Mývetn- ingar séu afar skemmtilegir og áhugasamir áheyrendur. „Það er mikill menningaráhugi til staðar í sveitinni sem er auðfundinn og þess vegna hefur alltaf verið mjög auð- velt að fá alls konar listamenn til þess að koma hér fram. Þeir vita að það er vel tekið á móti þeim,“ segir hún. Ljósmynd/Egill Freysteinsson Flytjendur Laufey, Oddur og Elísabet í sveitasælunni við Mývatn í fyrradag. Annað kvöld kl. 20 halda þau tónleik- ana Músík í Mývatnssveit í félagsheimilinu Skjólbrekku. Laufey segir að tekið sé vel á móti listamönnum í sveitinni. Auðfundinn áhugi  Músík í Mývatnssveit annað kvöld  Schubert, Wagner og ýmis íslensk sönglög á sumarlegri efnisskránni Nýjasta plata Beyoncé, Black is King, kom út í byrjun vikunnar og hefur hlotið lofsamlega dóma á heildina litið eins og sjá má af með- altalseinkunninni 84 af 100 á vefn- um Metacritic. Sótti tónlistarkonan innblástur í eigin tónlist úr endur- gerð teiknimyndarinnar Konungur ljónanna en platan með þeirri tón- list kom út í fyrra. Platan er ekki „bara“ plata því heilmikið myndefni fylgir henni líkt og plötunni Lemonade en kvik- mynd kom út samhliða henni með tónlistinni sem hlaut mikið lof. Í gagnrýni Vulture um Black is King segir að Beyoncé geri óljós mörkin milli kvikmyndalistarinnar, tónlist- armyndbanda, ljósmyndunar, ljóð- listar og náttúrulífsmynda í könnun sinni á þemum plötunnar The Gift sem hafði að geyma tónlistina úr Konungi ljónanna. Þetta marg- þætta listaverk Beyoncé sé mikill óður til afrískrar menningar og lista. AFP Einstök Tónlistardrottningin Beyoncé. Óljós mörk list- greina hjá Beyoncé Dagskrá kvikmyndahátíðarinnar í Feneyjum er óðum að taka á sig mynd og nýjustu fréttir eru þær að 30 mínútna löng stuttmynd eftir spænska leikstjórann Pedro Almo- dóvar, La voz humana eða Manns- röddin, verði frumsýnd á hátíðinni. Tilda Swinton fer með aðalhlut- verkið í henni og mun handritið byggjast á leikriti eftir Jean Coct- eau sem segir af konu sem bíður símtals frá ástmanni sínum. Swin- ton verður einnig heiðruð á hátíð- inni, hlýtur Gyllta ljónið fyrir ævi- framlag sitt til kvikmynda. Hátíðin á að hefjast 2. september. Mannsröddin Swinton í stuttmyndinni. Stuttmynd Almo- dóvars í Feneyjum Eyþór Ingi Jónsson, organisti við Akureyrarkirkju, leikur á sjöundu tónleikum Orgelsumars 2020 í Hallgrímskirkju í dag, fimmtudag, kl. 12.30 en Listvinafélag Hall- grímskirkju stendur fyrir hádegis- tónleikum með íslenskum organ- istum alla fimmtudaga nú í sumar, til og með 20. ágúst. Eyþór mun leika fjögur verk: Passacaglia BuxWV 161 eftir Die- terich Buxtehude, Ionizations eftir Magnús Blöndal, Adagio úr Orgel- sónötu eftir Gísla Jóhann Grét- arsson og Passacaglia BWV 582 eftir Johann Sebastian Bach. Eyþór lauk kantorsprófi frá Tónskóla þjóðkirkjunnar árið 1998 og á árunum 1999-2007 nam hann við Tónlistarháskólann í Piteå í Svíþjóð, fyrst við kirkjutónlistar- deild og síðar við konsertorgan- istadeild. Hann hefur sótt meist- arakúrsa og einkatíma hjá mörg- um af þekktustu orgelleikurum og kórstjórum samtímans og kennir nú orgelspuna, orgelleik, kórstjórn og orgelfræði við Tónskóla þjóð- kirkjunnar og Listaháskóla Ís- lands. Eyþór heldur líka reglulega námskeið og fyrirlestra og hefur haldið hátt í 100 einleikstónleika bæði hér á landi og erlendis. Hann hefur leikið með fjölda innlendra og erlendra tónlistarmanna, bæði á tónleikum og í upptökum og hefur bæði leikið einleik með Sinfóníu- hljómsveit Norðurlands og Verk- efnahljómsveit Michaels Jóns Clar- kes sem og stjórnað báðum hljómsveitunum, að því er fram kemur í tilkynningu. Hann stjórn- aði líka Barokksveit Hólastiftis á meðan hún starfaði. Eyþór er organisti við Akur- eyrarkirkju og stjórnandi kammer- kórsins Hymnodiu og hefur ein- beitt sér annars vegar að flutningi tónlistar frá 17. öld og hins vegar nútímatónlistar og spuna, bæði fyrir orgel og kór. Undanfarið hef- ur hann einbeitt sér að flutningi þjóðlagatónlistar með ýmsum flytj- endum, mest með eiginkonu sinni, Elvý G. Hreinsdóttur. Aðgangseyrir er 1.500 krónur fyrir fullorðna en aðgangur er ókeypis fyrir félaga í Listvina- félaginu og börn yngri en 16 ára. Miðasala fer fram við innganginn og vakin er athygli á því að vegna hertra sóttvarnarreglna verða ein- ungis 100 miðar í boði og biðlað til gesta að virða tveggja metra regl- una. Organisti Eyþór Ingi Jónsson leikur á orgel Hallgrímskirkju í hádeginu. Eyþór leikur fjögur verk á Orgelsumri  Hádegistónleikar í Hallgrímskirkju

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.