Morgunblaðið - 06.08.2020, Síða 52
52 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. ÁGÚST 2020
Ya no estoy aquí er önnurfrásagnarmynd mexí-kóska leikstjórans Fern-andos Frías de la Parra.
Myndin var sýnd á nokkrum kvik-
myndahátíðum árið 2019 en var svo
frumsýnd á Netflix í vor.
Myndin segir frá hinum 17 ára
gamla Ulises, sem býr í fátækra-
hverfi í borginni Monterrey í
Mexíkó. Monterrey er gegnsýrð af
glæpum og í mörgum hverfum ráða
glæpagengin nánast öllu, þau sjá
um „löggæslu“, eru aðalatvinnurek-
endurnir og annast líka stundum
hálfgildings velferðarþjónustu.
Ulises tilheyrir gengi sem kallar
sig „Los Terkos“. Þau eru þó ekki
glæpagengi heldur meira eins og lít-
ið samfélag sem aðhyllist „kolomb-
ia“-hliðarmenninguna. Kolombia-
kúltúrinn hverfist í kringum
tónlistarstefnuna „cumbia rebaj-
ada“, þ.e. hægar útgáfur af kólumb-
ískum cumbia-lögum. Þetta minnir
á „chopped and screwd“-hliðar-
stefnuna í hipphoppi, sem gengur út
á að endurhljóðblanda lög og hægja
verulega á taktinum.
Kolombia-krakkarnir klæða sig líka
á sérstakan hátt og piltarnir eru
með brjálaða hárgreiðslu. Þau
hlusta á cumbia rebajada allan lið-
langan daginn og dansa við tónlist-
ina. Ulises er besti dansarinn í
hópnum og vinnur iðulega í dans-
keppnum sem krakkarnir taka þátt
í.
Ulises og vinir hans eiga ekki
snjallsíma eða tónhlöður og verða
því að hlusta á tónlistina í útvarp-
inu. Dag einn finna krakkarnir
mp3-spilara á götumarkaði sem er
sneisafullur af cumbia-tónlist sem
þau hreinlega verða að eignast. Þau
fara að betla peninga en lenda upp
á kant við nokkra glæpona úr Los
F-glæpagenginu.
Fyrir hálfgerðan misskilning fær
Ulises Los F upp á móti sér og það
endar ekki betur en svo að hann
þarf að flýja land. Honum er smygl-
að ólöglega til Bandaríkjanna, alla
leið til New York, þar sem hann fær
vinnu og húsaskjól í gegnum sam-
bönd. En Ulises er bara unglingur
og honum reynist erfitt að ná áttum
í borgarfrumskóginum.
Sagan er ekki línuleg í tíma, við
skiptumst á að fylgjast með Ulises
reyna að fóta sig í New York og í
gegnum regluleg endurlit sjáum
hvernig allt fór í háaloft í Monter-
rey. Þessi aðferð gefst vel og þess-
um ólíku tímaplönum er fléttað
saman á nokkuð skýran og smekk-
legan hátt, þótt þetta sé kannski
ofurlítið ruglingslegt fyrst um sinn.
Með þessu móti tekst líka að halda
nokkuð jafnri spennu í gegnum alla
myndina.
Leikararnir í Ya no estoy aquí
eru flestir ófaglærðir og sumir hafa
aldrei leikið í neinu áður. Það er
vitaskuld áhætta að fá leikara með
enga reynslu í verkefni en hér er
það hiklaust rétt ákvörðun. Allir
leikararnir eru frábærir, leikurinn
er mjög blátt áfram og vel valið í
hlutverkin. Myndin er þá ekki mjög
textarík, það skiptir meira máli að
leikararnir hafi rétta útlitið og lima-
burðinn en að þeir geti farið með
miklar ræður.
Myndin inniheldur mikið af frá-
bærum tónlistar- og dansatriðum.
Kólumbísk cumbia-músík er að
sjálfsögðu einhver sú besta í heim-
inum, uppfull af gleði og trega og
takturinn er þannig að jafnvel
myndastyttur geta ekki stillt sig um
að hreyfa mjaðmirnar í takt. Þessar
hægari útgáfur af lögunum sem Ul-
ises hlustar á eru ofurlítið öðruvísi,
meira draumkenndar og sveimandi.
Dansstíllinn er líka ótrúlega ein-
kennilegur en hann er undurfagur
og ákaflega dáleiðandi að fylgjast
með þessum magnaða dansi.
Hér er dregin upp mjög innileg
og sannfærandi mynd af ungum
manni sem þarf að halda í mikið
ferðalag til þess að komast aftur
heim. Að því leyti minna raunir
hans á þær sem nafni hans Ódys-
seifur lenti í forðum. Spurningin er
svo hvort hann geti nokkurn tímann
átt heimili aftur, því hann er á milli
heima. Hann gæti átt betra líf í
Bandaríkjunum en hann vill ekki
vera þar, hann vill vera heima með
vinum sínum en þar er allt breytt
líka. Þetta er ekki bara sama sagan
um fátækling sem ferðast norður á
bóginn í von um betra líf heldur
karakterstúdía sem tekst á við hina
margbrotnu heimþrá þess sem á
hvergi heima.
Ya no estoy aquí er virkilega
fersk kvikmynd, hún er vel gerð,
sviðsmynd og myndataka frábær og
tónlistin æðisleg. Hún er líka ótrú-
lega kúl, enda eru Ulises og vinir
hans aðeins of kúl fyrir lífið.
Heimþrá hins heimilislausa
Flottur Juan Daniel García Treviño í hlutverki Ulises, Ódysseifs, í mexíkósku kvikmyndinni Ya no estoy aquí eða Ég er ekki lengur hér.
Netflix
Ya no estoy aquí/Ég er ekki lengur
hér bbbbm
Leikstjórn og handrit: Fernando Frías de
la Parra. Kvikmyndataka: Damián
García. Klipping: Yibran Asuad, Fern-
ando Frías de la Parra. Aðalhlutverk:
Juan Daniel García (Derek), Jonathan
Espinoza, Coral Puente, Leo Zapata,
Yahir Alday, Fanny Tovar, Leonardo
Garza, Tania Alvarado, Yocelin Coron-
ado, Angelina Chen. 113 mín. Mexíkó,
2019.
BRYNJA
HJÁLMSDÓTTIR
KVIKMYNDIR
Bandaríski rithöfundurinn Steph-
enie Meyer, höfundur vampíru-
bókasyrpunnar Twilight, hefur
loksins gefið út bókina Midnight
Sun sem hefur að geyma frásögn
vampírunnar Edward Cullen.
Meyer vildi upphaflega ekki gefa
bókina út því uppkasti að henni var
lekið á netið árið 2008. Sagði hún
að gróflega hefði verið brotið á
rétti hennar sem rithöfundar og
manneskju með lekanum.
Um milljón eintök hafa verið
prentuð af bókinni í Bandaríkj-
unum og 300 þúsund í Bretlandi.
Hefur bókin selst afar vel í báðum
löndum og náð efst á bóksölulista,
skv. frétt dagblaðsins Guardian.
Rómantískar vampíubækur
Meyers í Twilight-syrpunni hafa
selst í yfir hundrað milljónum ein-
taka um heim allan og verið þýddar
á 37 tungumál.
Metsöluhöfundur Stephenie Meyer.
Bók Meyer gefin út
12 árum eftir leka
Kanadíski tónlistarmaðurinn Neil
Young hefur höfðað mál vegna
notkunar á tónlist hans á fjölda-
fundi Donalds Trump Bandaríkja-
forseta. Tvö laga Young, „Rockin’
in the Free World“ og „Devil’s Side-
walk“ voru leikin í leyfisleysi á
fundinum sem fram fór í Tulsa og
hafa sömu lög verið notuð áður í
kosningaherferð Trumps. Byggist
lögsókn Young á því að þetta sé
brot á höfundarrétti.
Young greindi frá lögsókninni á
vefsíðu sinni og segir þar að hann
hafi ítrekað mótmælt því að Trump
notaði lögin hans, allt frá árinu
2015, en þrátt fyrir það hafi þau
verið notuð áfram í leyfisleysi. Lög-
menn Young fara fram á hæstu
skaðabætur sem lög kveða á um í
Bandaríkjunum.
Lögsækir Neil Young er ósáttur við Trump.
Young í mál við
starfsmenn Trump