Morgunblaðið - 13.08.2020, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 13.08.2020, Qupperneq 4
ÁHRIF KÓRÓNUVEIRUNNAR Á ÍSLANDI4 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. ÁGÚST 2020 Smiðjuvegi 2, Kópavogi - www.grillbudin.is - Sími 554 0400 Grillbúðin Opið virka daga 11-18 Laugardaga 11-16 69.900 Verð áður 89.900 • 3 brennarar • Brennarar úr ryðfríu stáli • Postulínsemalerað eldhólf • Grillgrindur úr pottjárni • PTS hitajöfnunarkerfi • Rafkveikja fyrir alla takka • Niðurfellanleg hliðarborð • Tvöfalt einangrað lok • Postulínsemaleruð efri grind • Hitamælir • Grillflötur 65 x 44 cm • Auðveld þrif - Bakki fyrir fitu undir öllu grillinu Niðurfellanleg hliðarborð 22% afsláttur •Afl 10,5 KW ÚTSA LA Alexander Kristjánsson Jóhann Ólafsson Heimilt verður að hafa einn metra á milli einstaklinga án þess að grímur séu notaðar í framhalds- og háskól- um. Þá verða snertingar heimilar milli íþróttafólks á æfingum og í keppnum. Meginreglan um tveggja metra fjarlægðarmörk verður þó enn í gildi en börn á grunn- og leik- skólaaldri verða sem fyrr undanskil- in. Þetta kemur fram í nýrri reglu- gerð um samkomutakmarkanir sem heilbrigðisráðherra hefur staðfest og byggist á minnisblaði Þórólfs Guðna- sonar sóttvarnalæknis. Reglugerðin tekur gildi á morgun. Fjöldatakmörk samkoma miðast áfram við hundrað manns, en reglugerðin er að mestu sambærileg þeirri sem nú er í gildi. Í minnisblaðinu eru enn fremur tí- undaðar níu ólíkar útfærslur á að- gerðum sem hægt er að grípa til á landamærum Íslands. Útfærslurnar eru æði misjafnar, allt frá því að aðgangur ferðamanna til landsins verði óheftur í það að ýtr- ustu hömlum verði beitt á komur fólks til landsins, en Þórólfur mælir þó með hvorugri þeirra. Ýmsir aðrir kostir eru nefndir, sem allir fela í sér að einhverjir hóp- ar verði skimaðir eða sendir í sóttkví við komuna til landsins, nema hvort tveggja sé. Raktir eru kostir og ókostir hverrar útfærslu fyrir sig út frá sóttvarnasjónarmiðum með tilliti til tilkostnaðar, skimunargetu og mannafla. Leiðrétting Þórólfur hefur sjálfur sagt að hann telji áhrifaríkasta kostinn út frá sóttvarnasjónarmiðum að allir ferða- menn verði skimaðir við komuna til landsins, fari síðan í 4-6 daga sóttkví og í kjölfarið skimun á ný. Á blaða- mannafundi almannavarna í gær áréttaði Þórólfur þó að þar með væri ekki sagt að hann vildi að sú leið væri farin, eins og það var orðað í fjöl- miðlum í gær. Þórólfur hefur áður sagt að hann telji það aðeins sitt hlut- verk að leggja fram tillögur út frá sóttvarnasjónarmiðum, en í verka- hring stjórnvalda að meta hagsmuni tiltekinna atvinnugreina og sam- félagsstofnana umfram annarra. Línur skýrast eftir helgi Katrín Jakobsdóttir forsætisráð- herra segir í samtali við Morgun- blaðið að stjórnvöld ætli að gefa sér vikuna í að fara yfir útfærslurnar níu. Sóttvarnalæknir hafi eftirlátið stjórnvöldum að leggja það sem hann kalli samfélagslegt og hagrænt mat á tillögurnar og sú vinna standi nú yfir. „Við gefum okkur vikuna í þetta og línur munu skýrast eftir helgi.“ Fram kom í máli Víðis Reynisson- ar yfirlögregluþjóns á blaðamanna- fundinum í gær að allar breytingar á landamæraskimun væru flóknar í framkvæmd og því viðbúið að þær verði kynntar með góðum fyrirvara áður en þær koma til framkvæmda. Fjögur smit og enginn í sóttkví Fjögur smit greindust innanlands í fyrradag. Öll hin smituðu eru búsett á höfuðborgarsvæðinu og var ekkert þeirra í sóttkví við greiningu. Aftur á móti greindist enginn smitaður við landamæraskimun og er það í fyrsta sinn frá því landamæraskimun hófst 15. júní. Alls voru 667 sýni tekin á sýkla- og veirufræðideild Landspítala, 523 hjá Íslenskri erfðagreiningu og 2.115 við landamærin. Nýgengi smita, fjöldi nýrra smita síðustu 14 daga á hverja 100.000 íbúa, lækkar eilítið milli daga og mælist nú 29,4 (24,8 innanlands og 4,6 á landamærum). Áfram 100 manna takmörk  Íþróttaiðkun með snertingu heimiluð  1 metra regla í framhalds- og háskólum  Stjórnvöld gefa sér vikuna til að fara yfir útfærslur á aðgerðum á landamærum Morgunblaðið/Eggert Íbyggnir Þórólfur Guðnason og Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn. 21 2 1 2 1 2 11 1 1 1 1 1 1 1 1 100 1 1 1 12 2 4 3 2 2 2 3 6 6 2 1 5 2 5 1 6 9 2 10 1 3 1 2 2 2 1 3 3 32 2 5 4 2 1 2 1 1 3 1 36 1 8 1 7 1 11 2 1 4 Kórónuveirusmit á Íslandi Fjöldi jákvæðra sýna frá 15. júní til 11. ágúst 766 einstaklingar eru í sóttkví 1.972 staðfest smit 115 er með virkt smit Heimild: covid.is Innanlands Landamæraskimun: Virk smit Með mótefni Nýgengi smita innanlands: 24,8 ný smit sl. 14 daga á 100.000 íbúa 1 einstaklingur er á sjúkrahúsi í gjörgæslu júní júlí ágúst 9 11 2 2 3 2 1 16 168.233 sýni hafa verið tekin Þar af í landamæraskimun 88.171 sýni 13 2 2 3 1 3 2 2 5 1 4 Lilja Hrund Ava Lúðvíksdóttir liljahrund@mbl.is Már Kristjánsson, yfirlæknir á smitsjúkdómadeild Landspítalans, segir í samtali við Morgunblaðið að aðeins tíminn geti leitt í ljós hvenær öruggt bóluefni gegn COVID-19 eigi eftir að koma fram á sjónar- sviðið. „Þegar ég var ungur læknir í Bandaríkjunum og HIV-veiran var nýkomin fram sagði fólk að við yrðum búin að búa til bóluefni gegn veirunni eftir 5 til 10 ár. Nú eru liðin hvað 40 eða 50 ár og það er ekki enn til neitt gagnlegt bóluefni, þó að það hafi náttúrlega síðar komið til sög- unnar lyf sem hafa gagnast vel,“ segir Már. „Það hefur enn ekki komið neitt gott bóluefni við kór- ónuveirum og við höfum enga reynslu af því í stórum dráttum. Það eru margir að reyna og það er verið að nálgast þetta viðfangsefni á ýmsan hátt. Ég hef mikla trú á mannsandanum, en aðeins tíminn mun leiða í ljós hvenær við gætum fengið öruggt bóluefni, hvort það verði eftir 6 mánuði eða ár eða hvað það verður,“ segir Már. Góðar fréttir ef rétt reynist Mikið hefur verið rætt um þró- un bóluefnis við kórónuveirunni sem veldur öndunarfæra- sjúkdómnum COVID-19. Rússar hafa orðið fyrstir til þess að fá skrásett bóluefni og hyggjast bólu- setja ákveðna hópa samfélagsins í október fyrir veirunni, á meðan Bandaríkjastjórn hefur boðað bóluefni í desember. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur sagst búast við því að þróun öruggs bóluefnis eigi eftir að taka einhverja mánuði og jafnvel ár, á meðan Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreingar, hefur sagt að hann telji það ekki óhóf- lega bjartsýni að búast við bólu- efni um mitt næsta ár. Hvað varðar það bóluefni sem Rússar hafa nú fengið skráð segist Már taka því með ákveðnum fyr- irvara. „En ef rétt reynist og það er gagnlegt þá eru það auðvitað mjög góðar fréttir fyrir heims- byggðina alla,“ segir Már. Margir reyna við bóluefni  Tekur bóluefni Rússa með fyrirvara Már Kristjánsson Guðlaugur Þór Þórðarson segir að Ísland fari af rauðum lista Noregs yfir lönd þar sem hlutfall smitaðra er hátt, ef fram heldur sem horfir í baráttu Íslendinga við kórónuveir- una. Norðmenn séu með ákveðin viðmið sem Ísland reynir að upp- fylla og öfugt. Samráð er milli ráð- herra landanna. Ísland mun frá og með miðnætti á föstudagskvöld hljóta rauða stöðu á korti Norðmanna yfir þau lönd í Evrópu, sem stjórnvöld þar í landi mæla ekki með að ferðast sé til. Farþegar sem koma frá Íslandi til Noregs munu þurfa að fara í sótt- kví. Ísland fer þá á lista með Hol- landi, Póllandi, Kýpur, Möltu og Færeyjum. „Hlutirnir eru á góðri leið hjá okkur og ef fram heldur sem horf- ir, þá munum við færast af þessum lista,“ segir Guð- laugur Þór. Hann var í sambandi við kollega sinn í ríkisstjórn Nor- egs í gær og sagði hann Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra hafa rætt við Ernu Solberg, forsætisráð- herra Noregs, í gær. Samræðurnar hefðu verið jákvæðar og mikið sam- ráð er milli landanna. Guðlaugur segir samvinnu Nor- egs og Íslands góða. „Þeir fylgjast grannt með stöðunni hjá okkur og við sömuleiðis hjá þeim. Vonandi höldum við bara áfram á réttri braut í baráttunni við þessa veiru hér innanlands og þá endurskoða norsk stjórnvöld þessa ákvörðun sína.“ Grænlenskir og íslenskir fjöl- miðlar greindu frá því í gær að Ís- land væri komið á rauðan lista Grænlendinga og því þyrftu Íslend- ingar að fara í sóttkví við komuna til landsins. Hið rétta er þó að í gær var Ísland tekið af undanþágulista Grænlendinga hvað skimun á landa- mærum varðar. Ef Íslendingar mælast ekki smitaðir við landamær- in þurfa þeir ekki að sæta sóttkví. Gæti farið af rauðum lista  Ef þróunin verður áfram sú sama fer Ísland af rauðum lista Norðmanna  Íslendingar í skimun á Grænlandi Guðlaugur Þór Þórðarson 1 Aðgangur ferðamannaóheftur. Með þessu mælir Þórólfur alls ekki. 2 Beitt verði ýtrustu hömlumá komur til landsins. Þetta telur Þórólfur óraunhæft í framkvæmd og að aðgerðin muni ekki koma að fullu í veg fyrir dreif- ingu innanlands. 3 Allir í 14 daga sóttkví ánskimunar. Myndi líklega fækka ferðamönnum verulega. Erfitt yrði að hafa eftirlit með hvort fólk haldi sóttkví. Líkur á að veiran dreifist innanlands myndu minnka en hættan yrði enn til staðar. 4 Allir skimaðir við komuna. 5 Allir skimaðir, færu í sótt-kví í 4-6 daga og síðan í aðra sýnatöku. Áhrifaríkast út frá sóttvarnasjón- armiði. Hún krefst hins vegar mik- illar rannsóknargetu, skipulags og mannafla og er auk þess kostn- aðarsöm. Erfitt gæti reynst að hafa eftirlit með að fólk haldi sóttkví. 6 Fólk frá áhættusvæðumskimað, aðrir ekki. Þessi aðferð var notuð í upphafi landamæraskimunar og hefur komið í veg fyrir smit. Hins vegar hafa komið upp hópsmit þrátt fyrir skimunina. Útfærslan er vel fram- kvæmanleg m.t.t. afkastagetu. 7 Allir skimaðir á landamær-um. 5-7 daga sóttkví og önnur sýnataka fyrir fólk af áhættusvæðum. Afleidd aðferð af fimmtu tillögu. Meiri líkur eru þó á að veiran kom- ist inn í landið, en útfærslan hefði minni áhrif á ferðamannastraum. 8 Sóttkví allra í 7 daga, semlýkur með sýnatöku. Þessi aðferð myndi greina nær alla þá sem eru smitaðir, en ókost- urinn er sá að fólk gæti smitað frá sér í millitíðinni. Erfitt gæti reynst að hafa eftirlit með fjöldanum auk þess sem áhrif á ferðamanna- straum yrðu mikil. 9 Skimun frá lágáhættu-svæðum en 14 daga sóttkví frá áhættusvæðum. Vel framkvæmanleg en mun væntanlega fækka farþegum frá hááhættusvæðum. Ekki eins áhrifarík og aðrar aðferðir. NÍU ÚTFÆRSLUR ÞÓRÓLFS

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.