Morgunblaðið - 13.08.2020, Qupperneq 6
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. ÁGÚST 2020
grillað sumar
Þea verður
OPIÐ mán.–lau. kl. 11–18
Úrval nýrra og notaðra bóka fyrir alla fjölskylduna!
BÓKAMARKAÐUR
ÁRMÚLA 42
Höskuldur Daði Magnússon
hdm@mbl.is
„Þetta eru að jafnaði um tvö þúsund
manns sem nýta ferðagjöfina á
hverjum degi og það er góð skipting
á milli geira,“ segir Þórhildur Gunn-
arsdóttir, ráðgjafi hjá Parallel.
Fyrirtækið vinnur með Stafrænu Ís-
landi að útfærslu ferðagjafar stjórn-
valda.
Fjölmargir hafa nýtt sér ferðagjöf
stjórnvalda í sumar en allir einstak-
lingar 18 ára og eldri með lögheimili
á Íslandi eiga rétt á 5.000 krónum
sem nýta má við kaup á gistingu, mat
og fleiru. Ferðagjöfinni var hleypt af
stokkunum um miðjan júní og á
þriðjudaginn höfðu alls 137 þúsund
manns sótt sér ferðagjöfina og 54%
þeirra, eða um 74 þúsund manns,
höfðu nýtt sér gjöfina.
Þórhildur segir að mesta nýtingin
hafi verið í júlí þegar allt að 2.500-
3.000 manns hafi nýtt sér gjöfina dag
hvern. Þegar kórónuveiran blossaði
upp að nýju í síðustu viku hrundi
nýtingin niður í um eitt þúsund
manns á dag.
Alls hafa 372 milljónir króna skil-
að sér til ferðaþjónustufyrirtækja
það sem af er sumri í gegnum ferða-
gjöfina. Fjórðungur þeirrar upp-
hæðar hefur farið til veitingastaða
og um 33% í gistingu. Um 31% hefur
farið í ýmiss konar afþreyingu en af-
gangur í fólksflutninga. Hægt er að
kynna sér ferðagjöfina á vefsíðunni
ferdalag.is.
Tíu fyrirtæki hafa fengið mest í
sinn hlut, alls um 106 milljónir af 372.
Tvær hótelkeðjur eru efst á listan-
um, Icelandair hotels og Íslandshót-
el, en athygli vekur að sýningin
Flyover Iceland úti á Granda hefur
notið mikilla vinsælda meðal lands-
manna í sumar. Þó nokkru hefur ver-
ið varið í ferðir í Bláa lónið og Vök
Baths við Egilsstaði en margir hafa
líka kosið að verja gjöfinni í þjónustu
hjá bensínstöðvum Olís og N1. Þá er
athyglisvert að fimm milljónir króna
af ferðagjöf stjórnvalda hafa verið
notaðar til að kaupa Dominos-pítsur.
Um 74 þúsund hafa nýtt ferðagjöf
Hátt í 400 milljónir í vasa ferðaþjónustufyrirtækja í sumar Að jafnaði 2.000 manns nýta ferðagjöf-
ina dag hvern Nýting hrundi þegar kórónuveiran spratt upp aftur Fimm milljónir í Dominos-pítsur
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Sumar Margir hafa nýtt ferðagjöf stjórnvalda á veitingastöðum. Alls hafa
um hundrað milljónir króna runnið til veitingastaða með þessum hætti.
Svona hafa landsmenn nýtt ferðagjöfina
Stærstu móttakendur ferðagjafarinnar, milljónir kr.
Notkun ferðagjafarinnar eftir landshlutum, milljónir kr.
Skipting eftir
tegund þjónustu
Heimild: Ferðamálastofa
Icelandair Hotels 17
Flyover Iceland 16
Íslandshótel 16
Bláa lónið 14
Air Iceland 10
Olíuverslun Íslands 9
Vök Baths 7
N1 7
Jökulsárlón 6
Pizza Pizza 5
Höfuðborgarsvæðið
Á landsvísu
Suðurland
Norðurland eystra
Austurland
Vesturland
Suðurnes
Norðurland vestra
Vestfirðir
90 milljónir króna
69
56
48
35
29
18
16
10
Gisting, 122
Afþreying, 110
Veitingastaðir, 101
Samgöngur, 26
Bílaleigur, 8
Ferðaskrifstofur, 2
Annað, 3
Milljónir kr.
Sighvatur Bjarnason
sighvaturb@mbl.is
Strangar reglur gilda um lend-
ingar loftfara í þjóðgörðum og
friðlýstum svæðum hér á landi.
Ýmist eru þær bannaðar eða háð-
ar sérstöku leyfi hverju sinni.
Þyrluþjónustur telja sig hornreka
í kerfinu og hafa mætt erfiðleikum
við að kynna sín sjónarmið.
Reynir Pétursson hjá þyrlu-
þjónustunni Helo og Friðgeir
Guðjónsson hjá Reykjavík Heli-
copters segja, að vegna flækju-
stigs við að afla leyfa, forðist þeir
að mestu að bjóða upp á ferðir til
ákveðinna svæða og þurfi jafnvel
að hafna fyrirspurnum. Oft komi
upp flug með stuttum fyrirvara
sem getur reynst erfitt að sinna
þegar umsóknarferli tekur 1-3
daga.
Stór svæði óaðgengileg
Á landinu eru gríðarstór svæði
sem ekki má lenda á og Vatnajök-
ulsþjóðgarður einn spannar 14%
af flatarmáli landsins. Þar innan
er að finna auglýstar opinberar
flugbrautir og önnur þekkt lend-
ingarsvæði. Friðgeir og Reynir
eru sammála um að of langt sé
gengið í þeim bönnum. Sjálfsögð
krafa sé að nýta megi þá aðstöðu
sem fyrir er, en að auki vilja þeir
að stéttinni sé sýnt traust til að
lenda á svæðum sem standast
kröfur og hafi sem minnst um-
hverfisáhrif. Þeir nefna að rekstr-
araðilar hafi tekið höndum saman
að eigin frumkvæði og breytt
starfsháttum í flugi, t.d. við Þing-
velli, Gullfoss og Geysi, og lítið
sem ekkert hafi verið um
árekstra. Einnig kalla þeir á aukið
samráð og telja sig og aðra flug-
hagsmunaaðila hafa verið að
mestu sniðgengna við flestar
ákvarðanir. Sem dæmi um óheppi-
leg samskipti nefnir Friðgeir að
einn af þeirra flugmönnum hafi
nýlega verið kærður fyrir að lenda
í Fljótavík á Ströndum, þó að þar
sé fyrir umferð einkaflugvéla á
merktu lendingarsvæði.
Misskilinn samgöngumáti
Þeir benda á að talsverðs mis-
skilnings og jafnvel fordóma gæti
um umferð þyrlna. Þyrlur geti
lent nánast hvar sem er án þess
að skilja eftir sig ummerki og lík-
urnar á því að þær valdi truflun
séu nær engar á víðernum lands-
ins. Oftast sé það markmið í
sjálfu sér að upplifa algera ein-
angrun á sem afskekktustum
stöðum. Þeir nefna til dæmis að
við Holuhraun sé auðvelt að lenda
á söndunum þar sem enginn er á
ferli.
Þeir segja að þyrluflug sé ekki
eingöngu fyrir þá efnameiri. Það
þjónar einnig þeim sem hafa
skerta hreyfigetu og hafa ekki
annan kost á að heimsækja
ákveðna staði og talsvert sé um
slíkt. Friðgeir bendir á að vissu-
lega séu margir viðskiptavinir
auðugir og geri kröfu um að
ferðast á slíkan hátt. Ekki beri að
líta það hornauga heldur frekar
sem eitt af svörunum við því sí-
gilda ákalli að fá hingað til lands
verðmætari tegund ferðaþjón-
ustu. Hann segir að einn slíkur
ferðamaður eða fjölskylda geti
skilið eftir sig „tugi milljóna“ á
fáeinum dögum.
Skilningur þjóðgarðs
Magnús Guðmundsson, fram-
kvæmdastjóri Vatnajökuls-
þjóðgarðs, segist vera meðvit-
aður um þetta álitamál. Þar komi
til þær sérstöku kröfur sem
gerðar eru til þjóðgarða og sú
mikla umhverfisvernd sem þar er
ástunduð ásamt þeirri stýringu
sem nauðsynleg er til að ná þeim
markmiðum. Þær geti skarast við
aðra hagsmuni, s.s. þeirra sem
vilja hafa starfsemi innan þjóð-
garðsins.
Hann bendir á að með tilkomu
Vatnajökulsþjóðgarðs hafi verk-
efnið margfaldast og margt sé
enn ógert í því stóra verkefni
sem reksturinn er. Aðspurður
hvort of langt hafi verið gengið í
takmörkun á lendingu loftfara,
þ.m.t. þyrlna, segir hann að „það
sé skilningur fyrir þessum sjón-
armiðum sem þarf að ræða nán-
ar“.
Friðun Stór hluti landsins eru þjóðgarðar og friðlönd. Lendingar loftfara
eru víða bannaðar eða leyfum háðar sem getur hamlað ferðaþjónustu.
!
!!
Þjóðgarðar og friðlönd
Þjóðgarður Friðland
Kortagrunnur:
Lendingar loftfara víða
bannaðar á hálendinu
Ferðaþjónustu með þyrlum takmörk sett Ákall um
aukið samráð og meiri skilning Misskilinn ferðamáti