Morgunblaðið - 13.08.2020, Qupperneq 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. ÁGÚST 2020
Einelti þykir vont. Allt nemaeinelti gegn miðaldra körl-
um. Þótt slíkir væru í útrýming-
arhættu þætti rétt að halda einelt-
inu áfram. Ekki er vitað hvort
miðaldur eldist af karlfyglunum og
þeir komist úr
skætings- og skot-
færi.
Og enginn veithvort konur
verði miðaldra og
ættu að sæta að-
kasti þess vegna. Enda væri ras-
ismi, fasismi eða weinsteinvonska
að klína útskúfun miðaldurs á kon-
ur.
Í gær varð millinn Soros níræð-ur. Hann náði aldrei að verða
miðaldra. Enda studdi hann göf-
ugan málstað opinna landamæra
fyrir ofsafé. Og þótt Soros eigi tíu
milljarða dollara slapp hann líka
við að verða „stöndugur stútungs-
karl með óboðlegar skoðanir“.
Sumir hinna miðöldruðu trúa þvíað hluti vandræða veraldar
stafi frá Soros og sjóðum hans. Og
miðað við það sem sá karl er sak-
aður um er hann ótrúlega ern.
Hann græddi fúlgur fjár meðstöðutöku gegn Bretum og
Svíum sem asnast höfðu inn í
ERM, myntráðið sem var að-
göngumiði að upptöku evru. Kohl
kanslari lofaði Major forsætisráð-
herra Breta því, að yrði gerð árás
á pundið á bindingartíma ERM
myndi Þýskaland tryggja að það
stæði árásina af sér. Árásin var
gerð, Kohl vildi standa við sitt en
þýski seðlabankinn setti fótinn
fyrir.
Soros græddi ógurlega entryggði óvart að Bretar og
Svíar yrðu utan evru.
George Soros
Með eða móti
Soros?
STAKSTEINAR
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
Rigning á hálendinu undanfarna
daga hefur gagnast Landsvirkjun.
Þá hefur jökulbráð tekið við sér í
hlýindunum og því hefur ört safnast
í miðlunarlón.
Samkvæmt upplýsingum Ragn-
hildar Sverrisdóttur hjá Lands-
virkjun er staðan sú á Þjórsársvæð-
inu að Hágöngulón hefur verið á
yfirfalli síðan í byrjun júlí og Þóris-
vatn er að fyllast. Í ágúst hefur Þór-
isvatn hækkað um einn metra sem
samsvarar tæpum 90 Gl af miðl-
unarforða og nú vantar um hálfan
metra til að það fari á yfirfall.
Blöndulón fór á yfirfall í vikunni
og það hefur venjulega þau áhrif að
hækkar í Blöndu, hún litast og verð-
ur illveiðanleg. Í byrjun júlí leit út
fyrir að lónið væri að fara á yfirfall,
veiðimönnum til hrellingar. En þá
kólnaði og hægðist á vatnssöfnun.
Í Hálslóni hefur vatnssöfnun einn-
ig gengið vel. Lónið hækkaði um 13
metra í júlí og það sem af er ágúst
hefur það hækkað um 6,5 metra. Nú
vantar tæpa sex metra á að lónið fari
á yfirfall. Innrennsli í Hálslón er nú
yfir 500 m3/s og veðurspá hagfelld
næstu daga. Lónið gæti því fyllst á
næstu 7-10 dögum.
„Horfur í vatnsbúskap Lands-
virkjunar eru því góðar,“ segir
Ragnhildur. sisi@mbl.is
Rigning gagnast Landsvirkjun
Öflugt vatnsrennsli í miðlunarlón
Blöndulón fór á yfirfall í vikunni
Ljósmynd/Landsvirkjun
Sigöldustöð Virkjanir á Þjórs-
ársvæðinu fá orku úr Þórisvatni.
Fjölmiðlafyrirtækið Frjáls fjölmiðlun
(FF) tapaði tæpum 318 milljónum
króna í fyrra. Jókst tapið frá árinu
2018 þegar það nam tæpum 240 millj-
ónum króna. Undir lok árs í fyrra
keypti Torg, útgáfufélag Fréttablaðs-
ins, helstu eignir Frjálsrar fjölmiðl-
unar, þar á meðal útgáfuréttinn að
DV og vefmiðilinn dv.is. Eini eigandi
FF er skráður félagið Dalsdalur ehf.
sem aftur er í 100% eigu Sigurðar G.
Guðjónssonar hæstaréttarlögmanns.
Eigið fé FF var neikvætt sem nam
tæpri 261 milljón í lok síðasta árs og
hafði staðan versnað um tæpar 200
milljónir á rekstrarárinu. Heildar-
skuldir félagsins voru í árslok 657,4
milljónir en eignir voru metnar á
396,5 milljónir.
Rekstrartekjur félagsins námu 359
milljónum í fyrra og höfðu dregist
saman um ríflega 20 milljónir frá
fyrra ári. Prentun, dreifing og vöru-
kaup kostaði félagið 87,6 milljónir,
samanborið við 112,2 milljónir árið
2018. Laun og annar starfsmanna-
kostnaður höfðu einnig lækkað veru-
lega og námu 336 milljónum, sam-
anborið við 418,4 milljónir árið áður.
Annar rekstrarkostnaður jókst um
ríflega 6,7 milljónir og nam 54,9 millj-
ónum. Skrifstofu- og stjórnunar-
kostnaður fór úr 15 milljónum í 9,1
milljón.
Það var hins vegar bókfærð virðis-
rýrnun óefnislegra eigna félagsins
sem hafði mest áhrif á neikvæða af-
komu og nam hún 152,5 milljónum.
Mesta niðurfærslan tengdist útgáfu-
réttindum sem voru metin á 444,3
milljónir ársbyrjun en voru komin
niður í 28,9 milljónir í árslok.
Þrátt fyrir neikvæða afkomu síð-
asta árs og neikvæða eiginfjárstöðu
segir í skýrslu stjórnar sem fylgir
ársreikningi ársins 2019 að ekki leiki
vafi á rekstrarhæfi félagsins.
Frjáls fjölmiðlun
tapar 318 milljónum
Eigið fé var nei-
kvætt um 260 millj-
ónir í árslok 2019
Morgunblaðið/Sverrir
DV FF seldi DV til Torgs í fyrra.
Eldhúsinnréttingar
Fríform ehf.
Askalind 3,
201 Kópavogur.
562–1500
Friform.is.
Sumaropnun:
Mán. – Föst. 10–17
Laugardaga LOKAÐ
2
0
0
0
—
2
0
2
0