Morgunblaðið - 13.08.2020, Qupperneq 10
10 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. ÁGÚST 2020
N Ý F O R M
h ú s g a g n a v e r s l u n
Klassísk gæða húsgögn
á góðu verði
Strandgötu 24 | 220 Hafnarfjörður | Sími 565 4100 | nyform.is
Komið og skoðið úrvalið
GLOBL VIKTOR
Hvíldarstóll
KRAGELUND OTTO
KRAGELUND K371
Kragelund stólar K 406
Stólar
Sófasett
Borðstofuborð
Skenkar/skápar
Kommóður/hillur
Hvíldarstólar
o.m.fl.
Borstofuhúsgön frá Casö
Mikið úrval af
hvíldarstólum
með og án rafmagns.
CHICAGO hornsófi
Rimme frá Casö, raðau saman þinni samstæðu
Höskuldur Daði Magnússon
hdm@mbl.is
„Mér fannst þetta ofboðslega óréttlátt en um leið get ég
ekki annað en hlegið að þessu. Það er hálffyndið að rík-
isstjórnin skuli ætla að styrkja Íslendinga til að ferðast
um landið en taki það svo svona til baka,“ segir Anna
Lára Ármannsdóttir, eldri borgari á Blönduósi.
Anna keyrði hringinn um landið í júlí eins og svo
margir. Þegar heim var komið beið hennar innheimtu-
bréf vegna þjónustu sem hún vissi ekki að greiða þyrfti
fyrir. „Ég fór upp að Skaftafelli til að fara á klósett. Við
lögðum langt frá og þar sem systir mín er í hjólastól
ákváðum við að fara ekki inn í þjóðgarðinn. Það var eng-
inn að rukka mig á klósettinu og enginn kom að bílnum
og rukkaði. Þegar ég kom heim beið mín hins vegar inn-
heimtubréf vegna þess að ökutæki mitt hafi ekið inn á
gjaldskylt svæði. Ég sá hvergi skilti eða hlið sem sagði
að ég þyrfti að borga. Að sjálfsögðu hefði ekki verið
neitt mál að borga fyrir að fara á klósettið,“ segir Anna
Lára.
Hún var rukkuð um 750 krónur en þar sem gjalddagi
var liðinn þegar Anna lauk hringferðinni hafði bæst við
innheimtuviðvörun upp á 1.178 krónur og 100 krónur í
tilkynningargjald auk fjögurra króna í vexti. Alls nam
innheimtan því 2.032 krónum svo klósettferðin reyndist
Önnu dýr.
„Ég hafði ekkert verið heima og er ekki með tölvu
þannig að ég sá þetta bara þegar ég kom heim. Þetta var
bréf frá Cato lögmönnum en kröfuhafi er Vatnajökuls-
þjóðgarður, sem reyndar er skráður til heimilis í Garða-
bæ. Ég borgaði þetta nú bara en mér finnst þetta satt að
segja fyrir neðan allar hellur. Ætli ég hefði þurft að
borga ef ég hefði lagt bílnum mínum niðri á þjóðvegi?“
Magnús Guðmundsson, framkvæmdastjóri Vatnajök-
ulsþjóðgarðs, segir að svokölluð svæðisgjöld hafi verið
innheimt í Skaftafelli í um þrjú ár. Notast er við sama
kerfi og á Þingvöllum þar sem myndavélar nema númer
á bílum. Ef fólk er lengur en 15-20 mínútur á svæðinu
þarf það að greiða 750 krónur sem veitir aðgang í sólar-
hring. Ef fólk greiðir ekki í greiðsluvélum á svæðinu fær
það rukkun í heimabanka.
„Það eru alltaf einhverjir sem eru óánægðir með
gjaldið en við höfum verið mjög liðleg við fólk sem hefur
haft samband. Vissulega skilur maður það að ekki eru
allir búnir að venjast þessu fyrirkomulagi en þarna er
verið að borga fyrir þjónustu sem fólk fær á svæðinu;
aðgang að klósettum, fræðslugöngur og landverði sem
alltaf eru til reiðu,“ segir Magnús. Hann bætir við að 800
þúsund gestir hafi komið í Skaftafell í fyrra og kvartanir
hafi verið tiltölulega fáar. „Innheimta svæðisgjalda er
aðferð sem er að ryðja sér til rúms og gerir okkur kleift
að halda þessum stöðum í þokkalegu standi.“
Morgunblaðið/Jón Sigurðsson
Ósátt Anna Ármannsdóttir með innheimtubréf vegna
klósettferðar í Skaftafelli. Ferðin kostaði 2.032 krónur.
Klósettferðin kostnaðarsöm
Anna Lára Ármannsdóttir fékk rukkun fyrir klósettferð
í Skaftafelli Sent í innheimtu meðan hún keyrði hringinn
Í áratugi hafa Íslendingar með mis-
glöðu geði greitt í stöðumæla. Með
snjallsímavæðingu var ökuþórum
gert lífið auðveldara með því að
nýta sér smáforritið „Leggja“ í stað
þess að dæla
smámynt í mæli.
Nú hefur sú göf-
uga list að leggja
vikið fyrir vöru-
merkinu „easy-
park“ sem tekur
við af hinu eldra
og ylhýrara.
Breyting þessi
er hin nýjasta í
þeirri þróun að
fyrirtæki taki
upp ensk heiti og kasti fyrir róða
þeim gömlu og góðu íslensku.
Frægasta dæmi síðustu missera var
þegar hið áratuga gamla heiti Flug-
félags Íslands var látið víkja fyrir
Air Iceland Connect og þótti þá
mörgum nóg um.
Blaðamaður ræddi við Eirík
Rögnvaldsson, prófessor emerítus í
íslenskri málfræði, um þessa þróun.
Hann segir að í mörgum tilvikum
geti verið góð og gild rök fyrir er-
lendum heitum, sérstaklega þegar
um er að ræða tilvísun í hluti eða
starfsemi sem sérstaklega er beint
til útlendinga. Fjöldamörg dæmi
séu um að slíkt geti verið eðlilegt
og jafnvel nauðsynlegt. Ekki megi
þó ganga út frá því að útlendingar
vilji forðast íslensku, ekki frekar en
að við forðumst erlent mál á ferða-
lögum okkar ytra. Hann nefnir
nokkur dæmi um óþarfa ensku-
notkun t.d. í auglýsingum frá fata-
risanum H&M, hins umtalaða flug-
félags og segir eftirsjá að hinu þjála
og lýsandi „Leggja“.
Eiríkur segir það hvorki mark-
mið né skyldu að þröngva íslensku
upp á hópa sem hún þjóni illa eða
alls ekki. Fremur verði að vanda vel
á hvaða sviðum sú barátta er háð.
Eiríkur bendir á að sum orð hafi
eingöngu tákngildi sem blandast
ekki saman við íslenskt mál. „Ensk
heiti verða ekki til að breyta ís-
lenskunni, þ.e. hættan felst ekki í
heitum, heldur að mönnum finnist
heitin eðlileg,“ segir Eiríkur. Þann-
ig verði til samlögun tungumálsins,
þar sem mörkin milli þess hvað sé
rétt og eðlilegt skarist og geti til
langframa reynst íslenskri tungu
skeinuhætt.
Hvort auðveldara verði að leggja
í stæði skal ósagt látið.
sighvaturb@mbl.is
Íslensk heiti víkja
fyrir erlendum
Hætta á raskaðri málvitund
Morgunblaðið/RAX
Málfar Íslenska á víða erindi.
Eiríkur
Rögnvaldsson