Morgunblaðið - 13.08.2020, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 13.08.2020, Blaðsíða 18
18 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. ÁGÚST 2020 SVIÐSLJÓS Guðmundur Magnússon gudmundur@mbl.is Enn heldur áfram að fækka í þjóð- kirkjunni. Nú um mánaðamótin voru þar skráð tæplega 231 þús- und manns, 62 prósent þjóð- arinnar. Hefur þjóðkirkjufólki fækkað um 462 frá 1. desember í fyrra og um meira en tuttugu þús- und ef miðað er við áratuginn sem nú er að líða. Þessar upplýsingar koma fram á vef Þjóðskrár þar sem er að finna yfirlit um skrán- ingar í trú- og lífsskoðunarfélög á undanförnum árum. Þjónar óháð trúfélögum „Biskupi er fyrst og fremst um- hugað um einlægt andlegt trúarlíf almennings, velferð og sálgæslu, sem hverjum og einum ein- staklingi er mikilvæg. Standi þjóð- kirkjan mynduglega á bak við þá þjónustu verður framtíð kirkj- unnar björt. Kirkjan þjónar þeim sem til hennar leita óháð trú- félagsaðild. Hún leitast við að sinna þjónustunni á faglegan hátt, byggðum á reynslu og kærleika,“ sagði Pétur Markan, samskipta- stjóri þjóðkirkjunnar, þegar leitað var viðbragða yfirstjórnar kirkj- unnar við þessari fækkun. „Þessi staðreynd er ekki síður mikilvæg, og verður að taka mið af henni um leið og rætt er um skráningar í kirkjuna,“ segir Pét- ur. Hann bendir á að skráning í þjóðkirkjuna endurspegli ekki minnkandi þjónustu eða minnk- andi spurn eftir þjónustu kirkj- unnar. Þeim fari ekki fækkandi sem til hennar leita. Mikið starf unnið „Innan kirkjunnar fer fram gíf- urlega umfangsmikið starf um allt land í formi umhverfisverndar, velferðarþjónustu, sálgæslu, hjálp- arstarfs, samfélags trúar, rækt- unar andlegs lífs, menningarlífs og þá ekki síst barnamenningar. Þjóðkirkjan er sú íslenska stofnun sem rækir landsbyggðastefnu einna best á borði, sem og í orði. Þannig ræður þjóðkirkjan háskóla- menntað starfsfólk út um allt land – hvort sem það eru jaðarsvæði í byggðarvörn eða stærri byggð- arkjarnar í sókn. Það er stefna, markmið og erindi þjóðkirkjunnar að þjónusta allt landið. Græna kirkjan er mjög gott dæmi um hvernig kirkjan vinnur af sam- félagslegri ábyrgð og ætlar sér að vinna enn kröftugar að brýnum framtíðarmálum eins og umhverf- ismálum,“ segir Pétur og vísar til starfs og stefnu þjóðkirkjunnar í umhverfismálum. „Í þessu samhengi er vert að minna á að þrátt fyrir úrsagnir er íslenska þjóðkirkjan fjölmennustu umhverfissamtök á Íslandi með stefnumörkun og aðgerðaáætlun Grænu kirkjunnar. Það er metn- aður og vilji íslensku þjóðkirkj- unnar að leiða umræðu og aðgerð- ir í umhverfismálum framtíð- arinnar,“ segir Pétur. Fjölgun í Siðmennt Samkvæmt upplýsingum Þjóð- skrár er Kaþólska kirkjan næst- fjölmennasta trúfélag landsins með 14.686 félaga. Fríkirkjan í Reykjavík er í þriðja sæti með 10.035. Frá 1. desember sl. hefur fjölg- unin verið mest í lífsskoð- unarfélaginu Siðmennt eða um 344 félaga. Þar eru nú rúmlega 3.800 félagar. Félagið var stofnað fyrir þrjátíu árum í kringum borg- aralega fermingu en hefur síðan þróast í að verða „fullgilt húm- anískt félag með aðild að alþjóða- samtökum húmanista (IHEU)“ að því er segir á vefsíðu félagsins. Í Ásatrúarfélaginu, sem stofnað var 1972, hefur fjölgað um 244 fé- laga frá því í desember í fyrra. Þar eru félagar nú tæplega fimm þúsund. Samtals eru um 50 trú- og lífs- skoðunarfélög á skrá. Aðeins 10 þeirra eru með fleiri en eitt þús- und félaga. 20 félög hafa færri en 100 félaga. Fámennasta félagið, Nýja Avalon, hefur aðeins 5 fé- lagsmenn. En ekki eru allir lands- menn í trú- eða lífsskoðunarfélagi. Alls standa rúmlega 7 prósent ut- an þeirra eða tæplega 27 þúsund manns. Þá vekur athygli að 54.342 landsmanna, 14,8 prósent, eru með ótilgreinda skráningu. Þar eru er- lendir ríkisborgarar vafalaust fjöl- mennasti flokkurinn. Framlög byggð á skráningu Fram kemur á vef Þjóðskrár að tilgangur skráningar í trú- eða lífsskoðunarfélög í þjóðskrá er að fá tölfræðilegar upplýsingar um fjölda einstaklinga í tilteknu trú- eða lífsskoðunarfélagi miðað við 1. desember ár hvert. Þannig er unnt að reikna út framlög ríkisins (svo- kölluð sóknargjöld) til félaganna. Hver einstaklingur getur lögum samkvæmt einungis verið skráður í eitt trú- eða lífsskoðunarfélag í þjóðskrá á sama tíma. Fjöldi einstaklinga í trú- og lífsskoðunarfélögum skv. þjóðskrá Hlutfall íbúa sem eru í þjóðkirkjunni og öðrum trú- og lífsskoðunarfélögum 2018-2020 Fjöldi skráðra í stærstu trú- og lífsskoðunarfélögin 1. ágúst 2020 1. des. 2018 1. des. 2019 1. ágúst 2020 H e im ild : Þ jó ð sk rá Ís la n d s Þjóðkirkjan 230.692 Kaþólska kirkjan 14.686 Fríkirkjan í Reykjavík 10.035 Fríkirkjan í Hafnarf. 7.293 Ásatrúarfélagið 4.967 Siðmennt 3.814 Óháði söfnuðurinn 3.229 Hvítasunnukirkjan 2.086 Búddistafélag Íslands 1.123 Zuism 1.061 Rússneska rétt- trúnaðarkirkjan 743 Kirkja sjöunda dags aðventista á Íslandi 623 Félag múslima á Ísl. 614 Vottar Jehóva 610 62,0% 15,1% 14,8% 7,3% 63,5% 15,0% 14,3% 7,2% 65,2% 14,8% 13,0% 6,9% Þjóðkirkjan Önnur trú- og lífsskoðunarfélög Ótilgreint Utan trúfélaga 344 fl eiri eru nú skráðir í lífsskoðunarfélagið Siðmennt en 1. desember í fyrra 230.692 einstaklingar voru skráðir í þjóðkirkjuna þann 1. ágúst 54.342 landsmanna eru með ótilgreinda skráningu eða 14,8% 7,3% landsmanna eru skráðir utan trú- og lífsskoðunarfélaga eða alls 26.946 einstaklingar Morgunblaðið/Ómar Þjóðkirkjan Biskupi er fyrst og fremst umhugað um einlægt andlegt trúar- líf almennings, velferð og sálgæslu, segja forsvarsmenn kirkjunnar. Margir utan trú- og lífsskoðunarfélaga  Þótt fækki í þjóðkirkjunni ber hún sem fyrr höfuð og herðar yfir önnur trú- og lífsskoðunarfélög  Áfram fjölgar hjá Siðmennt og Ásatrúarfélaginu  Kaþólska kirkjan næststærsta trúfélagið Vöxtur lífsskoðunarfélagsins Sið- menntar tengist því að íslenskt samfélag verður sífellt veraldlegra. Þetta segir Inga Straumland, for- maður félagsins. Hún segir að at- hafnir félagsins, svo sem borgara- legar fermingar og húmanískar hjónavígslur, hafi mælst vel fyrir, og vaxandi eftirspurn sé eftir þeim. „Við erum mjög glöð með að fleira og fleira fólk finni samleið með húmanískum gildum og starfsemi Siðmenntar. Við nýtum meðbyrinn með því að efla starfsemina, styðja góð málefni og veita yfirvöldum að- hald í baráttunni fyrir samfélagi jöfnuðar og mannréttinda,“ segir hún. „Yngri kynslóðir vilja veraldlegt samfélag, þar sem yfirvöld og sam- félagsleg kerfi byggja á trúarlega hlutlausum grunni, en þar sem hverjum einstaklingi er frjálst að fylgja sinni lífsskoðun,“ segir Inga. „Það er nokkuð í land ennþá að skapa lagalega og félagslega ver- aldlegt samfélag, enda hefur þjóð- kirkjan ennþá þónokkra forgjöf, bæði fjárhagslega og félagslega. Hún fær aukinn stuðning frá ríkinu og aðgengi inn í rými sem önnur fé- lög fá ekki, eins og grunnskóla landsins. Sem dæmi má nefna að fermingarferðir eru ennþá farnar á skólatíma og missa nemendur allt að heila viku af lögbundnu skóla- starfi, en það getur verið mjög fé- lagslega erfitt að hafna tilboðum um skemmtileg ferðalög með bekkjarfélögunum. Þá hefur þjóð- kirkjan nánast einokun á sálgæslu á heilbrigðisstofnunum og í fang- elsum, sem er mjög bagalegt, enda nýtist slík þjónusta ekki öllum og erfitt að fá aðra þjónustu í stað- inn.“ Inga segir að þjóðkirkjan hafi í raun haft óeðlilega stóra fé- lagsskrá, miðað við kannanir sem mæla traust til hennar eða samleið með henni, en það skýrist af því að börn voru skráð í trúfélag móður árum saman. „Við hjá Siðmennt er- um mótfallin slíkri trúfélagsskrán- ingu án samþykkis einstaklingsins sem um ræðir,“ segir Inga. gudmundur@mbl.is Siðmennt eflist eftir því sem samfélagið verður veraldlegra LÍFSSKOÐUNARFÉLÖG Siðmennt Inga Straumland er formað- ur félagsins með um 3.800 meðlimi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.