Morgunblaðið - 13.08.2020, Side 21
FRÉTTIR 21Erlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. ÁGÚST 2020
Áttu rétt – en ert ekki
búinn að sækja um?
Hægt er að sækja um stuðning vegna greiðslu hluta
launakostnaðar á uppsagnarfresti til og með 20. ágúst
2020 vegna launagreiðslna í maí, júní og júlí. Eftir það verður ekki
tekið við umsóknum vegna þeirra mánaða.
Umsóknarfrestur um lokunarstyrki til handa þeim sem var
gert að stöðva starfsemi sína vegna sóttvarnaraðgerða rennur út
1. september 2020.
Allar nánari upplýsingar eru á skatturinn.is
Sótt er um á þjónustuvef
skatturinn@skatturinn.is 442 1000
Upplýsingaver opið:
Mán.-fim. 9:00-15:30
Fös. 9:00-14:00
slóðum demókrata. Hún vill líka
koma á heilbrigðisþjónustu í anda
evrópskra velferðarríkja. Verður af-
staða hennar til heilbrigðismála án
efa eitt af því sem Trump og repú-
blikanar munu reyna að notfæra sér
til að koma höggi á hana, enda telja
þeir ókeypis læknisþjónustu fyrir al-
menning vera sósíalisma af verstu
sort og hefur sú skoðun átt mikinn
hljómgrunn vestanhafs.
Kamala Harris hefur verið
óhrædd við að segja skoðun sína um-
búðalaust. Hefur hún verið harður
gagnrýnandi Trump forseta og emb-
ættisverka hans og ekki skafið utan
af því þegar hún hefur gefið honum
og verkum hans einkunnir. Þá vakti
mikla athygli hve vasklega hún gekk
fram í yfirheyrslum þingsins þegar
Brett Kavanaugh var tilnefndur í
embætti hæstaréttardómara og
William Barr í embætti dóms-
málaráðherra.
Þrátt fyrir að vera meira til vinstri
en margir í Demókrataflokknum
hefur Harris sætt gagnrýni úr þeirri
átt fyrir að hafa verið hörkutól í sak-
sóknaraembættunum sem hún
gegndi, sökuð um að fylgja of
ósveigjanlegri refsistefnu og ekki
beita sér nægilega fyrir umbótum
innan lögreglunnar og réttarkerf-
isins. Ekki er þó líklegt að sú gagn-
rýni verði henni að fótakefli eins og
staðan er núna. Byrinn virðist með
henni.
Töffari með harðan
skráp varaforsetaefni
Ánægja ríkir með valið meðal bandarískra demókrata
AFP
Varaforsetaefni Kamala Harris nýtur mikils fylgis innan flokks demókrata
í Bandaríkjunum. Val hennar er talið styrkja framboð Joe Biden.
Kamala Harris
» Fædd 20. október 1964.
» Gift lögfræðingnum Douglas
Emhoff og stjúpmóðir tveggja
barna hans frá fyrra hjóna-
bandi.
» Lagapróf frá Howard Uni-
versity og Kaliforníuháskóla
» Ríkissaksóknari í Kaliforníu
frá 2010 til 2014.
» Öldungadeildarþingmaður
frá 2014.
FRÉTTASKÝRING
Guðmundur Magnússon
gudmundur@mbl.is
Mikil samstaða virðist ríkja um það
meðal demókrata í Bandaríkjunum
að forsetaefni þeirra, Joe Biden, hafi
tekið rétta ákvörðun þegar hann til-
kynnti á þriðjudaginn að Kamala
Harris, öldungadeildarþingmaður
fyrir Kaliforníu, yrði varaforsetaefni
hans í kosningunum í nóvember.
Meðal þeirra sem fagnað hafa vali
hennar er Barack Obama, fyrrum
forseti. Harris hefur verið lýst sem
töffara með harðan skráp sem
brotnar ekki undan hörðum og ill-
gjörnum árásum pólitískra andstæð-
inga. Það kveður að henni, glæsileg
og aðlaðandi, aðsópsmikil og sköru-
leg í framgöngu, og á auðvelt með að
fá fólk til liðs við sig.
Harris, sem er 55 ára gömul, er
dóttir innflytjenda; faðirinn frá Ja-
maíka og móðirin indversk. Þau
skildu og ólst Harris upp hjá móð-
urinni með systur sinni. Hún bjó í
fimm ár í Kanada, en gekk í laga-
skóla í Washington og Kaliforníu þar
sem hún átti glæsilegan feril sem
saksóknari áður en hún var kjörin á
þing fyrir sex árum.
Ef skoðanakannanir ganga eftir
vinnur Joe Biden sigur á Donald
Trump í forsetakosningunum. Harr-
is yrði þá fyrsta konan til að gegna
embætti varaforseta Bandaríkjanna.
Margir telja að Biden muni ekki
sitja í embætti nema eitt kjörtímabil,
nái hann kjöri, enda er hann kominn
fast undir áttrætt. Harris yrði þá í
mjög sterkri stöðu sem forsetaefni
demókrata í kosningunum 2024.
Joe Biden er demókrati af gamla
skólanum en Harris aðhyllist rót-
tækari skoðanir á ýmsum sviðum, er
vinstrisinnaðri, ekki síst í afstöðu til
félagsmála og mannréttinda. Hún er
t.d. hlynnt hjónaböndum samkyn-
hneigðra og andvíg dauðarefsingum,
og á þar samhljóm með yngri kyn-
Erna Solberg, forsætisráðherra
Noregs, ákallaði þjóð sína er hún
kynnti ásamt Bent Høie heilbrigð-
isráðherra nýjar ráðstafanir í rimm-
unni við kórónuveiruna á blaða-
mannafundi í Ósló í gær. Lagði hún
að landsmönnum sínum að fara stíft
eftir ráðstöfunum sem ætlað er að
stemma stigu við útbreiðslu veirunn-
ar. Norsk stjórnvöld telja stöðuna
ískyggilega og ákváðu að flýta frek-
ari takmörkunum til ferðalaga.
Meðal ákvarðana Norðmanna er
að frá og með miðnætti á föstudags-
kvöld fær Ísland rauða stöðu á kór-
ónuveirukorti norskra stjórnvalda
ásamt Hollandi, Póllandi, Möltu,
Kýpur og Færeyjum. Frá þessum
löndum þurfa ferðemenn að fara í 10
daga sóttkví við komuna til Noregs.
Svæði og bæir í Svíþjóð og Dan-
mörku falla einnig í rauða flokkinn,
svo sem Värmland, Östergötland,
Örebro, Blekinge, Uppsala og Dal-
arna í Svíþjóð, Sjáland utan Kaup-
mannahafnar og Mið-Jótland. Fyrr á
árinu nutu Danir þess að verða
fyrsta landið sem Norðmenn afléttu
ferðabanni til.
Solberg sagðist fyrir alla muni
vilja komast hjá því að loka fyrir-
tækjum og stöðva framleiðslugrein-
ar eins og fyrr á árinu. Hún sagði
ástandinu hafa hrakað í Noregi og
öðrum Evrópulöndum undanfarið og
hefði vaxandi veirusmit knúið á um
nýju ráðstafanirnar. Sagði hún það
og eindregna ósk stjórnar sinnar að
fólk legðist ekki í ónauðsynleg ferða-
lög. Gilda þau tilmæli til 1. október
nk.
Áhugaverð reynsla á Íslandi
Bent Høie, heilbrigðisráðherra
Noregs, hvatti Norðmenn í samtali
við norska Dagblaðið í gær til að
fresta sumarleyfum til haustsins og
njóta þeirra í heimalandinu.
„Það öruggasta er að verja fríinu
innanlands. Augljóslega verðum við
að forðast óþarfa ferðalög til út-
landa. Smitstaðan breytist hratt, í
gulu löndunum gæti hún breyst bæði
áður en farið er í frí og meðan á
haustfríi stendur,“ segir Høie.
Hann undirstrikar að ríkisstjórnin
vilji ekki þvinga fólk sem kemur frá
löndunum í gula flokknum til að fara
í veirupróf eftir heimkomuna og seg-
ir reynsluna frá Íslandi í því sam-
bandi áhugaverða.
„Það er áhugavert nú að skoða
reynsluna frá Íslandi, sem skyldaði
ferðamenn í próf og er nú í rauðum
flokki. Við munum skoða vel reynsl-
una þaðan áður en við gerum eitt-
hvað álíka í Noregi,“ sagði ráð-
herrann. agas@mbl.is
AFP
Ósló Norðmenn njóta veðurblíðu í höfuðborginni Ósló fyrr í sumar.
Norðmenn
herða sóttvarnir
Íslendingar þurfa í 10 daga sóttkví