Morgunblaðið - 13.08.2020, Qupperneq 39

Morgunblaðið - 13.08.2020, Qupperneq 39
MINNINGAR 39 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. ÁGÚST 2020 ✝ Einar Frið-riksson fædd- ist í Reykjavík 4. nóvember 1937. Hann lést á Land- spítalanum 21. júlí 2020 eftir skamma legu. Foreldrar voru þau Friðrik Ólafur Pálsson bifreiða- stjóri í Reykjavík, f. 19.7. 1903, d. 14.2. 1990, og Petrína Regína Rist Einarsdóttir Möller, hús- móðir, f. 28.11. 1901, d. 19.9. 1954. Systkini Einars voru Páll, f. 16.5. 1930, Kristján, f. 29.7. 1935, d. 11.9. 2010, Ólafur Þór, f. 11.9. 1940. Samfeðra voru þau Bjarndís, f. 18.12. 1927, d. 4.5. 2009, og Jón, f. 13.11. 1948. Fyrstu árin bjó fjölskyldan á Grettisgötunni en flutti svo í Höfða- borgina. Þar ólst Einar upp frá fjög- urra ára aldri og bjó þar fram yfir tvítugt. Einar var ógift- ur og barnlaus og bjó alltaf í Reykjavík. Hann starfaði sem húsasmiður alla sína tíð, lengst af hjá Páli bróður sínum. Síð- ustu ár bjó hann í Krummahól- um 6 þar sem hann hélt heimili fyrir sig og Óla bróður sinn. Útför hans fór fram þann 7. ágúst 2020. Liðin er hátt í hálf öld frá fyrstu kynnum okkar Einars. Hann var eftirlætisfrændi kærustunnar minnar. Næstu ár varð ég vinnufélagi hans í sumarvinnu minni. Kynnin urðu þó ekki mikil fyrr en hann hóf störf í Vestmanna- eyjum eftir gos. Þá varð það venja okkar að hann kom til okkar í mat á fimmtudags- kvöldi aðra hverja viku þegar hann átti fríhelgi og svo tóku við spil fram eftir kvöldi. Einsi var eftirtektarverður maður. Aldrei skipti hann skapi utan einu sinni í minni viðveru. Þá var upp á hann borið að hafa ekki kosið sinn flokk. En mér er sagt að hann hafi á stundum sagt hug sinn án hiks þegar við átti og ekk- ert dregið undan. Ekkert fór á milli mála þegar rætt var við Einsa um málefni líðandi stundar að hann fylgdist gjörla með. Þjóðmál voru líklegast aðalhugðarefni hans. Afstaða hans til þjóðmála endurspegl- aðist í gjörðum hans. Hann gerði alls engar kröfur til þjóðfélagsins. Réttlætiskennd hans var ekki þeirrar gerðar að gera kröfur til annarra. Hann var öfundarlaus maður og gladdist yfir velgengni ann- arra. Efnisleg velmegun átti ekki fyrir honum að liggja. Þar kom ekki síst til að hann var bón- góður langt úr hófi fram sem varð efni tilheyrandi útgjalda. Þegar slík greiðasemi lenti á Einsa af fullum þunga herti okkar maður beltið og vann skuldirnar af sér. Aldrei, aldr- ei nokkurn tíma hefði hann gert kröfu til þjóðfélagsins um að ríkið axlaði ábyrgð gerða hans. Að kvarta átti Einsi ólært. Og satt best að segja hef ég ekki fyrirhitt neyslu- grennri mann nema ef vera skyldi við afmæli og skírnir. Slíkar samkomur voru fögn- uðir Einsa. Það kemur kannski ekki á óvart að hugsjónir Sjálfstæð- isflokksins áttum við sameig- inlegar þannig að aldrei bar á milli. Að stétt skyldi með stétt standa, að standa svikalausan vörð um auðlindir Íslands gegn ásælni Evrópusambands- ins, rétt vinnandi fólks og að enginn fullfrískur maður hefði framfærslurétt af meðborgur- um sínum. Einsi þurfti undir það síðasta að upplifa verri tíma að þessu leyti. Það varð hlutskipti Einsa síðustu tíu æviárin að sjá um sjúkan bróður sinn. Víkja aldrei frá honum meir en dag. Hlutskipti aldraðra Íslendinga sem á skömmum tíma rifu landið upp úr fátækt er ekki vinsælt viðfangsefni þótt verð- ugt væri. Einsi var grannvaxinn og hraustur alla ævi. Hann fór enda ferða sinna mest fót- gangandi um allan bæ. Fyrir stuttu fékk hann heilablóðfall og lá skamma legu á spítala eftir það. Það voru hans fyrstu og síðustu kynni af heilbrigð- iskerfinu. Þar hlaut hann góða umönnun til enda. Guð blessi minningu Einars Friðriksson- ar. Einar S. Hálfdánarson. Einar frændi minn var ein- stakt ljúfmenni. Hann var lít- illátur, hæglátur, traustur, ljúfur, nægjusamur, fórnfús, skarpur, hraustur, þrjóskur, göngugarpur, pólitískur og síðast en ekki síst sjálfstæð- ismaður. Einar var uppáhaldsfrændi minn. Það var alltaf tilhlökkun þegar von var á Einsa frænda til þess að passa okkur systk- inin. Hann var einstaklega barngóður. Hann snerist í kringum okkur eins og skopp- arakringla og lét allt eftir okk- ur. Ég held að ég hafi líka verið uppáhaldsfrænka hans. Dekr- inu við mig voru a.m.k. engin takmörk sett. Honum fannst ekkert of gott fyrir mig. Ég minnist atviks þegar ég var 7 ára gömul. Þá bjó Einsi í kjall- aranum hjá móðurömmu minni og afa í Samtúninu ásamt Óla bróður sínum. Ég var stödd í Paradís, í heimsókn hjá ömmu og afa og um leið hjá Einsa frænda. Þá er bankað upp á í kjallaranum. Úti standa tveir vinir Einsa frænda. Þeir höfðu ákveðið að fara á völlinn sam- an og voru komnir til að sækja Einsa. Ég faldi mig á bak við hurð. Ég gleymi aldrei svari Einsa: „Ég kemst bara ekki á leikinn núna, frænka mín er í heimsókn.“ Mér fannst þetta auðvitað eðlilegt svar, þá. Ég gleymi heldur aldrei af- mælisgjöfinni frá Einsa þegar ég varð 8 ára. Pierpont-gullúr! Er nokkuð viss um að ég var eina 8 ára manneskjan á jarð- ríki sem átti gullúr. Mér fannst nauðsynlegt að vinkonur mínar fengju að kynnast frænda mínum svo þær fóru oft og tíðum með mér í heimsókn. Þá tókum við gjarnan í spil eftir að kíkt hafði verið í skúffuna góðu undir ofninum, en hún var æv- inlega full af sælgæti sem við máttum ganga í að vild. Fljótlega eftir að ég kynnt- ist manninum mínum var hann kynntur fyrir uppáhaldsfrænd- anum. Eftir að við giftum okk- ur varð hann tíður gestur á heimili okkar og oftar en ekki var spilað á spil. Ég er þakklát fyrir að ömmubörnin mín fengu aðeins að kynnast uppáhaldsfrænda mínum. Ég og örugglega dóttir mín líka munum segja þeim frá öðlingnum honum Einsa frænda okkar. Hann var ein allra fallegasta sál sem ég hef kynnst. Blessuð sé minning þessa allra ljúfasta drengs. Regína Gréta Pálsdóttir Einar Friðriksson er látinn 83 ára gamall. Það vekur ef til vill ekki athygli margra enda var Einar ekki þeirrar gerðar sem tekur sér stórt pláss í til- verunni. Hógværari mann er tæpast hægt að finna. Óhætt er þó að ætla að eftir honum hafi verið tekið í gegnum tíð- ina þar sem hann gekk langar vegalengdir um götur borgar- innar í heilsubótarskyni nán- ast hvern dag. Þetta gerði hann í áratugi og setti með því að sínu leyti svip á bæjarlífið án þess að hafa hugmynd um það sjálfur. Einar var einn fjögurra bræðra sem ólust upp saman og voru honum nánir. Hann var þó bundinn yngsta bróður sínum Ólafi Þór sterkustum böndum, enda næstur honum í aldri, en þeir héldu lengst af heimili saman. Honum er því fráfall bróður síns þungt. Ein- ar var okkur börnum Páls, elsta bróðurins, bæði vinur og frændi. Hann fylgdist með og tók þátt í uppeldi okkar. Sér- staklega er minnisstæð „nammiskúffan“ undir eldavél- inni sem var fyrir okkur krakkana þegar við komum í heimsókn en einnig eigum við dýrmætar minningar um ferðalög út á land þar sem Einar var gjarnan með í för. Þá lét hann sig sjaldan vanta á tímamótum í lífi okkar eða á samkomur fjölskyldunnar á hátíðum. Seinna varð Einar svo jafnframt vinnufélagi minn í fyrirtæki okkar feðga allt þar til starfsævi hans lauk. Þannig hefur hann verið óslitinn þráður í lífi okkar frá því við systkinin munum eftir okkur. En nú hefur hann kvatt. Ekki verða fleiri samræður við Einar um samfélagsmálin við borðstofuborðið í Bjargar- tanganum. Fjölskylduboðin verða öðruvísi. Þar verður um- ræðan um pólitík og fótbolta önnur því þetta voru málefnin sem gátu komið Einari í þó nokkurt uppnám og þá lá hann ekki á skoðunum sínum. Skrefin verða ekki fleiri um götur bæjarins, honum bregð- ur þar ekki lengur fyrir og ef til vill verða fáir þess varir. En það er fjarri lagi að þessi góði maður og vinur gleymist þeim sem þekktu hann. Hans verður sannarlega saknað hér í Bjargó. Stefán Pálsson, Kristín Lilliendahl. Einar Friðriksson Fallin er frá yndisleg vinkona og samstarfs- félagi, Helga Valdimarsdóttir flugfreyja. Helga var gullfalleg og stór- glæsileg. Hún hafði einstak- lega ljúfa nærveru og fallegt bros. Vinnudagar með henni voru ávallt tilhlökkunarefni. Af mörgu er að taka þegar litið er yfir 35 ára samstarf. Ein ferð er þó sérstaklega minnisstæð. Í febrúar 2008 flugum við saman til Kaup- mannahafnar. Rétt fyrir brott- för frá Kaupmannahöfn kom í ljós að veðurspáin fyrir Ísland hafði snarversnað. Tekin var ákvörðun um að hætta við brottför, sem mæltist misvel fyrir meðal farþega, þá kom það sér vel að hafa reynda yf- irflugfreyju. Við komumst síð- an heim hálfum sólarhring seinna en rétt fyrir lendingu í Keflavík fengum við tvisvar eldingu í flugvélina. Það var þreytt áhöfn sem lagðist til hvílu þennan morgun en sátt við dagsverkið. Ég hefði ekki getað haft betri áhöfn og þá sérstaklega yfirflugfreyju í þessari ferð. Helga hrósaði síð- an áhöfninni í bréfi til yfir- manna sem var henni líkt. Helga vann sem flugfreyja hjá Icelandair í rúm 47 ár og sýndi ávallt mikla fagmennsku í starfi. Fyrir ári fór Helga í sína síðustu ferð sem flug- freyja. Flugferðin var til Montreal þar sem dóttir Helgu bjó ásamt fjölskyldu. Mér var það heiður að vera boðið að Helga Valdimarsdóttir ✝ Helga Valdi-marsdóttir fæddist 4. mars 1952. Hún lést 7. mars 2020. Minn- ingarathöfn henn- ar fór fram 29. júní 2020. vera flugstjóri í þessari ferð. Áhöfnin lagði sig fram við að dekra við Helgu á allan hátt og sýna henni þannig þakklæti fyrir yndislegt sam- starf í gegnum ár- in. Ýmislegt var brallað og sam- verunnar notið í botn þessa sumardaga í Mont- real. Í byrjun árs fór Helga að kenna sér meins í baki. Stuttu síðar kom í ljós krabbamein. Þrátt fyrir alvarleg veikindi var ávallt stutt í hlýja brosið hennar Helgu. Nú er Helga farin í sína hinstu ferð, að þessu sinni inn í sólarlagið eilífa. Eftir standa minningar um einstaklega ljúfa og brosmilda konu með ynd- islega nærveru. Fjölskyldu Helgu votta ég innilega samúð. Blessuð sé minning Helgu. Sigríður Einarsdóttir. ✝ SvanfríðurGísladóttir fæddist á Arn- arnesi í Dýrafirði 4. júlí 1923. Hún lést á hjartadeild Landspítalans sunnudaginn 5. júlí 2020. For- eldrar hennar voru Gísli Þór- laugur Gilsson, út- vegsbóndi á Arn- arnesi, f. 13. febrúar 1884, d. 29. mars 1962, og kona hans Sigrún Guðlaugsdóttir, húsfrú á Arnarnesi, f. á Þröm í Eyja- firði 4. febrúar 1881, d. 27. mars 1960. Systkini Svanfríðar eru El- ínborg, f. 15. ágúst 1914, d. 2006, gift Einari Þóri Stein- dórssyni, f. 9. október 1916, d. 19. apríl 1991; Guðrún, f. 6. febrúar 1916, d. 1. nóvember 2003; Friðdóra, f. 24. sept- maki Ingjaldur Eiðsson, f. 13.2. 1951. Börn a) Svanfríður, f. 16.6. 1975, maki Jakob Tryggvason, f. 20.6. 1972. Börn: Tryggvi Páll og Sigrún Inga. b) Páll Ingi, f. 14.8. 1984, maki Berglind Birg- isdóttir, f. 11.10. 1984. Börn: Sandra Björk, Birgir Ingi og Sigrún. 2) Gísli, f. 19.5. 1952, d. 24.10. 2011 maki Kolbrún Gísladóttir, f. 9.6. 1952. Börn a) Arnþrúður Anna, f. 3.3. 1980, maki: Jónas Reynir Gunnarsson, f. 20.2. 1980. Börn: Aldís Anna, Gísli Galdur og Maríanna Hlíf. b) Hafþór, f. 24.12. 1974. 3) Eiríkur Örn, f. 28.10. 1959, maki Arnheiður Ingimundardóttir, f. 9.3. 1961. Börn a) Ingi Páll, f. 1.10. 1988. b) Arnheiður, f. 9.8. 1990, maki Lukás Barák, f. 12.2. 1992. c) Haukur Örn, f. 13.4. 1994. Svanfríður nam píanóleik við Tónlistarskóla Reykjavík- ur. Hún hafði mikla unun af tónlist alla tíð. Svanfríður vann lengst af við versl- unarstörf. Útför Svanfríðar hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. ember 1917, d. 6. mars 2009; Hösk- uldur, f. 26. nóv- ember 1918, d. 1931; Þórlaug, f. 6. nóvember 1924, d. 5. maí 1925. Svanfríður gift- ist 17. júní 1948 Páli Eiríkssyni, fyrrverandi yfir- lögregluþjóni í Reykjavík, frá Löngumýri á Skeiðum í Árnes- sýslu, f. 16. júlí 1921, d. 29. júlí 2011. Foreldrar hans voru Eirík- ur Þorsteinsson, bóndi og org- anisti, f. 6. október 1886 á Reykjum á Skeiðum, d. 25. júlí 1979, og Ragnheiður Ágústs- dóttir húsfreyja, f. 9. mars 1889 á Gelti í Grímsneshreppi, d. 26. febrúar 1967. Börn Svanfríðar og Páls eru: 1) Sigrún, f. 21.9. 1948, Amma Fríða náði þeim áfanga að teljast elst kvenna í sinni ætt 97 ára að aldri. Hún fæddist á menningarheimilinu Arnarnesi við Dýrafjörð 4. júlí 1923. Hún var næstyngst 6 barna þeirra hjóna Gísla Gils- sonar og Sigrúnar Guðlaugsdótt- ur. Amma ólst upp við mikla tónlist en faðir hennar var org- anisti og móðir hennar greip oft í hörpu sem til var á heimilinu. Amma og systur hennar komust fjórar til manns en bróðir þeirra lést á unglingsaldri og yngsta systirin nokkurra mánaða. Þær þóttu fagrar Arnarnessysturnar og buðu af sér mikinn þokka. Þær voru alltaf fallega klæddar, vel snyrtar og með eindæmum skoðanafastar. Amma sagði sjálf í seinni tíð að hún hafi nú örugg- lega verið erfitt barn með kenj- ar og svolítið frek á pabba sinn. Amma fór suður til Reykjavíkur í tónlistarnám en mikið var lagt upp úr menntun á Arnarnes- heimilinu. Hún nam píanóleik við Tónlistarskóla Reykjavíkur. Með skólanum vann hún á gisti- og matsölustað við Amtmanns- stíg 2 og þar kynntist hún mannsefni sínu Páli Eiríkssyni, fyrrum yfirlögregluþjóni. Amma var með það sem við köllum í okkar fjölskyldu vest- firska þrjósku. Hún sagði hlut- ina umbúðalaust og án allrar rit- skoðunar, hún var ákaflega nýtin og gat gert mikið úr litlu. Við nöfnurnar vorum sjaldnast sammála sem er í fínu lagi og ég lærði snemma að velja umræðu- efnið hverju sinni svo vel færi. Amma hafði góðan frásagnar- hæfileika þegar rifja átti upp gamla tíma og þá gat hún oft hlegið dátt. Hins vegar fannst henni stundum erfitt að tala um það liðna og oft mátti greina í orðum hennar að hún vildi að hún hefði gert sumt öðruvísi. Við tvær áttum okkar bestu stundir þegar við töluðum um skáld- skap, ævisögur og gamla tíma enda voru þær ófáar bækurnar sem ég lánaði henni og svo ræddum við innihald þeirra að lestri loknum. Pólitík ræddi ég ekki við ömmu því þar vorum við ekki sammála. Hún hafði alla tíð miklar mætur á Ólafi Ragn- ari sem forseta Íslands enda vestfirskur eins og hún og allt sem þaðan kom var gott. Amma kvaddi södd lífdaga á hjartadeild Landspítalans á fallegum sunnu- dagsmorgni þar sem sólin skein og fuglarnir tístu fyrir utan gluggann. Aðhlynning starfs- fólks hjartadeildarinnar var með eindæmum góð og þökkum við þá hlýju og nærgætni sem henni var sýnd. Elsku mamma og Ei- ríkur Örn, ég votta ykkur samúð mína. Bless amma mín og takk fyrir allt og allt. Þín Svanfríður Ingjaldsdóttir (Fríða). Svanfríður Gísladóttir ✝ Jón HalldórBorgarsson fæddist 9. júlí 1933. Hann lést 22. mars 2020. Jón Halldór var jarðsunginn 9. júlí 2020. Meira: mbl.is/andlat Minningar á mbl.is Jón Halldór Borgarsson Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför okkar elskaða GUÐMUNDAR PÁLMARS ÖGMUNDSSONAR rafeindavirkja, Brekkugötu 7, Hafnarfirði. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki líknarþjónustunnar Heru og líknardeildarinnar í Kópavogi fyrir nærgætna umönnun, umhyggju og hlýju. Þórunn Blöndal Bryndís Pálmarsdóttir Hannu von Hertzen Hjördís Pálmarsdóttir Guðlaugur Hjaltason Halldóra Pálmarsdóttir Jón Júlíus Tómasson afabörn og langafabörn Morgunblaðið birtir minning- argreinar endurgjaldslaust alla útgáfudaga. Undirskrift | Minningargreina- höfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Myndir | Hafi mynd birst í til- kynningu er hún sjálfkrafa notuð með minningargrein nema beðið sé um annað. Ef nota á nýja mynd skal senda hana með æviágripi í innsendikerfinu. Hafi æviágrip þegar verið sent er ráðlegt að senda myndina á netfangið minn- ing@mbl.is og láta umsjón- armenn minningargreina vita. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.