Morgunblaðið - 13.08.2020, Side 49

Morgunblaðið - 13.08.2020, Side 49
MENNING 49 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. ÁGÚST 2020 Nánari upplýsingar um sýningartíma á sambio.is KAT I E HOLMES JOSH LUCAS Magnaður nýr spennuþriller með Russell Crowe í aðalhlutverki. SÝND MEÐ ÍSLENSKU TALI EIN ALBESTA GRÍN-TEIKNIMYND SEM KOMIÐ HEFUR! SÝND MEÐ ÍSLENSKU OG ENSKU TALI Harry Potter and the Philosopher’s Stone Harry Potter and the Chamber’s of Secrets Harry Potter and the Prisoner of Azkabahn UPPÁHALDS GALDRASTRÁKUR OKKAR ALLRA KEMUR AFTUR Í BÍÓ Á FÖSTUDAG! AÐRAR MYNDIR Í SÝNINGU: * Áfram (ísl. tal) * Tröll 2 (ísl. tal) * Hvolpasveitin (ísl. tal) * My Spy * The Postcard Killings * The Outpost * The Matrix * Mad Max : Fury Road AF GAGNRÝNI Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Hvernig í ósköpunum getaþessir þættir þótt 100%ferskir?! Eða þessi kvik- mynd?! Stundum er eins og gagnrýnendur séu með allt öðruvísi heila en við hin (að vísu er ég stund- um gagnrýnandi og hef gagnrýnt fjölda kvikmynda og hlýt því að vera í þeim hópi) og rakki niður kvikmyndir og sjónvarpsþætti sem langflestir hrífast af. Nú eða öfugt, hefji upp til skýjanna eitthvað sem flestum þykir slakt og jafnvel drep- leiðinlegt. Magalending Ég furða mig stundum á þessu misræmi, ef svo mætti kalla, nú síð- ast eftir að hafa horft á japansk- enska þætti á Netflix, Giri/Haji. Eft- ir að hafa horft á fjóra þætti af átta var ég býsna hrifinn. Næstu fjórir voru hins vegar þannig að líkja mætti við dýfingameistara sem lendir á maganum eftir að hafa gert glæsilegar slaufur á leiðinni niður. Segir í þáttunum af japönskum lögreglumanni, Kenzo, sem heldur til London að leita að yakuza-böðl- inum bróður sínum, Yuto, sem er eftirlýstur fyrir morð. Kenzo á að finna bróður sinn og flytja heim til Japans þar sem hann á að svara fyr- ir sakir sínar. Á meðan logar allt í Tókýó og yakuza-menn kljúfa hver annan í herðar niður. Framan af eru þættirnir forvitnilegir og spennandi en enda með hreinustu ósköpum, verður að segjast. Í lokaþættinum er eins og handritshöfundur hafi misst vitið, nú eða leikstjórinn, þar sem hann lætur glæpa- og lögreglumenn og aðrar persónur þáttanna stíga til- gerðarlegan dans í miðju lokaatriði. Í svarthvítu, þar að auki. Aðra eins stæla hef ég ekki séð í seinni tíð. Ónákvæmt mat? Hafi ég mælt með þáttunum Giri/Haji við einhvern þegar ég var kominn í miðja seríu tek ég þau meðmæli aftur. En gagnrýnendur eru yfir sig hrifnir og þættirnir Gagnrýnendur frá annarri plánetu? Tilgerð Úr svarthvítu dansatriði í lokaþætti Giri/Haji sem er með því allra tilgerðarlegasta og kjánalegasta sem pistilritari hefur séð í leikinni sjónvarpsþáttaröð. Bræðurnir Yoto og Kenzo eru hér við það að stíga dans. þykja 100% ferskir á Rotten Tom- atoes, merkilegt nokk. Að vísu hef- ur reiknilíkan síðunnar verið gagn- rýnt fyrir ónákvæmni og grunsamlegt þykir mér að sam- bærileg dómasíða, Metacritic, gefi sömu þáttum einkunnina 76 af 100. Lucy Mangan hjá Guardian er eini gagnrýnandinn sem telst þar ögn neikvæður en gefur þáttunum engu að síður þrjár stjörnur af fimm mögulegum. Spyr Mangan hvernig BBC og Netflix, framleiðendum þáttanna, hafi tekist að gera jafn- leiðinlega þætti úr svo krassandi efni, þ.e. mafíumorðum og glæpum í stórborgunum Tókýó og London. Jú, með því að fara út og suður með söguna og bæta við alls konar útúr- dúrum sem engu máli skipta og stælum sem enginn hefur áhuga á, stælum á borð við fyrrnefnt dans- atriði í svarthvítu sem minnir á hæfileikalitla amatöra í hæfi- leikakeppni. Í ökkla eða eyra Misræmi á borð við þetta sætir oft furðu og ég er ekki fyrstur til að stinga niður penna um það. Eitt af meistaraverkum Coen-bræða, The Big Lebowski, er með 71 af 100 á Metacritic. Að vísu eru flestir mjög hrifnir en átta gagnrýnendur alls ekki. Einhverjum þótti myndin til- gangslaus (!) og dæmin eru mörg um kvikmyndir sem gagnrýnendur voru lítt hrifnir af en hafa með ár- unum öðlast sess sem sígild verk og sívinsæl. Má þar nefna Psycho, The Shining, Citizen Kane, 2001: A Space Oddyssey, Rocky Horror Picture Show, Blade Runner og þannig mætti áfram telja. Dæmin eru mörg. Eins furðulegt og mér þykir þetta misræmi nú oft vera þá skil ég það líka, upp að vissu marki. Sjálfur hef ég lent í því að lofsyngja kvik- mynd og séð hana svo nokkrum ár- um síðar og þótt hún öllu síðri. Ég hef líka fengið orð í eyra frá vinum, kunningjum og kollegum sem hafa engan veginn botnað í því hvernig mér þótti þessi eða hin kvikmyndin frábær. Má þar sem dæmi nefna Black Swan og La La Land. Báðar voru, að mínu mati, hið besta bíó en margir voru greinilega á öðru máli. Svo var það Birdman sem einn vin- ur minn taldi ómögulega en ég hlóð stjörnum. Var sá heldur ósáttur við þá stjörnugjöf og horfði á mig eins og ég væri frá annarri plánetu. Sem ég mögulega er. Hvetur til umræðu En þegar öllu er á botninn hvolft er þetta bara jákvætt. Það er hollt að takast á um listina, meta kosti hennar og galla. Óumdeild list er heldur lítið spennandi og varla hvetjandi til umræðna. Nema þá til að keppast um hver geti lofsamað verkið mest eða rakkað það mest niður. Mozart var snillingur og Bat- man & Robin er ömurleg bíómynd. Þarf eitthvað að ræða það frekar? Vill einhver mótmæla því? Gagnrýnendur eru bara fólk með ólíkar skoðanir og ekki má gleyma því að gagnrýni er alltaf mat einnar manneskju. Og stundum gerist hið ótrúlega, að allir gagn- rýnendur hrífist af því sem manni þykir sjálfum óttalegt drasl. Eða öf- ugt. Það krefst líka hugrekkis að synda á móti straumnum. Hvaða gagnrýnandi þorir t.d. að skrifa eða segja að 2001: A Space Oddyssey sé drepleiðinleg? Eða eins og vinur minn einn sagði eitt sinn við mig: Frábær mynd ... en samt eitthvað svo leiðinleg! »Mozart var snill-ingur og Batman & Robin er ömurleg kvik- mynd. Þarf eitthvað að ræða það frekar ? Vill einhver mótmæla því? Frábær Úr hinni sígildu gamanmynd The Big Lebowski. Leiðindi? Úr meistaraverkinu 2001: A Space Oddyssey.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.