Morgunblaðið - 21.08.2020, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 21.08.2020, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. ÁGÚST 2020 Sími 555 3100 www.donna.is Erum nú á Facebook: donna ehf Nánari upplýsingar í vefverslun www.donna.is Honeywell borðviftur, gólfviftur og turnviftur – gott úrval. Hljóðlátar viftur í svefnherbergi. Viftur semgefa gust á vinnustaði. Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Andrés Magnússon andres@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Framkvæmdir á vegum Landsnets við uppsetningu Kröfulínu 3 sem nú standa yfir eru á góðu skriði. Línan liggur milli Kröfluvirkjunar í Mý- vatnssveit og tengivirkis aflstöðv- arinnar í Fljótsdal og verður hún alls 122 km. Þarna er að farið um öræfi og reginfjöll; að mestu sam- síða Kröflulínu 2 en tilgangurinn með framkvæmdinni nú er að styrkja flutningskerfi raforku á Norður- og Austurlandi eins og mik- il þörf var talin á. Setja saman möstur og reisa Vinnu við undirstöður og slóða- gerð er að mestu lokið. Menn frá verktakafyrirtækinu Elnos í Bosníu hafa svo með höndum að setja sam- an og reisa möstur, að sögn Stein- unnar Þorsteinsdóttur, upplýsinga- fulltrúa Landsnets. Búið er að setja saman 212 möstur af 328 og af þeim er búið að reisa 138. Nú er verið að setja upp möstur og strengja víra við Möðrudal á Fjöllum en hafist verður handa við uppsetningu á öðr- um leggjum línunnar strax eftir helgina. „Framgangur verkefnisins er góður og ef allt gengur eftir stefnum við á að taka línuna í rekstur í lok ársins,“ segir Steinunn Þorsteins- dóttir. Umhverfisáhrif í lágmarki Kröflulína 3 fer um þrjú sveitar- félög: Skútustaðahrepp, Fljótsdals- hérað og Fljótsdalshrepp. Undir- búningur verkefnisins var langur og í því ferli var m.a. horft til umhverf- isáhrifa, sem reynt er að halda í lág- marki. Þannig eru möstrin í nýju lín- unni úr stáli og talsvert hærri en timburmöstrin í Kröflulínu 2. Á hinn bóginn er lengra á milli færri mastra í nýju línunni en þeirri gömlu, sem vegur gegn umhverfisáhrifum og að um of sé settur sterkur svipur á landið. Fram kemur á vefsetri Landsnets að við undirbúning þessa verkefnis hafi verið haft samráð við marga og almennt alla þá sem hagsmuna eiga að gæta, til að mynda landeigendur. Morgunblaðið/Einar Falur Háspenna Mastur í 3. Kröflulínu fyrir miðju og hin minni úr 2. línu. Auka á raforkuöryggi á NA-landi með þessu. Möstrin reist og línur strengdar  Kröflulína 3 kemst senn í gagnið Stefán E. Stefánsson ses@mbl.is Haldist gengi krónunnar lágt mun það tryggja Icelandair Group sterka samkeppnisstöðu, einkum þegar litið er til launakostnaðar. Þetta kemur fram í gögnum sem kynnt hafa verið fjárfestum í tengslum við fyrirhugað hlutafjár- útboð félagsins sem fram mun fara í september að veittu samþykki hluthafafundar sem boðað hefur verið til 9. þess mánaðar. Styrkist gengi krónunnar mikið mun það gera félaginu erfiðara fyrir og hafa afgerandi áhrif á uppbyggingu þess til komandi ára. Hvergi í hinni ríflega 100 síðna fjárfestakynningu er hins vegar kveðið upp úr um hvar jafnvægis- gengi krónunnar gagnvart við- skiptamyntum liggur, hvað teljist sterkt gengi eða veikt. Líkt og greint var frá í Morgun- blaðinu í gær gerir Icelandair ráð fyrir því í sínum spám að farþegar félagsins verði um 1,4 milljónir á næsta ári. Ekki liggur fyrir opin- berlega hvernig félagið telur að sá markaður muni skiptast milli tengifarþega (VIA-traffík) og þeirra sem hafa Ísland að áfanga- stað (T/F-traffík). Jóhannes Þór Skúlason, fram- kvæmdastjóri Samtaka ferðaþjón- ustunnar, segir að áætlanir félags- ins virðist þó ríma að miklu leyti við áætlanir þær sem SAF hafa lagt fram um fjölda ferðamanna sem hingað muni koma á næstu árum. SAF hafa sagt að ef allt gangi á besta veg megi gera ráð fyrir að um milljón ferðamenn leggi leið sína hingað árið 2021 og að þeim fjölgi í 1,5-1,7 milljónir og að þeir verði að nýju 2 milljónir árið 2023. „Það hvernig þetta fer byggist mjög á afdrifum fyrirtækjanna í vetur og framþróun faraldursins. Það eru margar breytur sem geta haft mikil áhrif á þessa stöðu,“ segir Jóhannes Þór. Tengimarkaðurinn gæti eflst Icelandair telur sóknarfæri á tengimarkaðinum (VIA) yfir Atl- antshafið í kjölfar kórónuveirunn- ar, ekki vegna þess að eftirspurn yfir hafið milli Norður-Ameríku og Evrópu muni aukast, heldur þvert á móti. Þannig segir félagið að með minnkandi eftirspurn muni margir beinir flugleggir milli álfanna leggjast af sökum þess að þeir verði ekki arðbærir lengur. Þá þurfi farþegar í auknum mæli að nýta sér tengiflugvelli til þess að komast milli áfangastaða. Þannig metur félagið það svo að samdrátt- ur í eftirspurn muni styrkja stöðu félaga sem bjóði upp á tengiflug í samkeppni við beint flug á mörg- um flugleiðum. Krónan mun leika lykilhlutverk  Gengi íslensku krónunnar mun hafa mikil áhrif á hvernig Icelandair mun haga endurreisnarstarfi  Óljóst hvaða áhersla verður lögð á tengimarkaðinn  Tækifæri skapast vegna kórónuveirunnar VEIKT GENGI KRÓNU Launa- kostnaður samkeppn- ishæfur Áhersla á vöxt T/F farþega ● Byggja rólega upp leiðakerfið ● Bæta við T/F áfangastöðum ● Auka tíðni ferða á helstu T/F áfangastaði ● Verja stöðu á tengimarkaði Öflugur vöxtur ● Byggja upp leiðakerfið hratt ● Fjölga áfangastöðum ● Auka tíðni á helstu áfangastaði ● Leggja áherslu á tengimarkaðinn ● Byggja upp nýja T/F markaði STERKT GENGI KRÓNU Launa- kostnaður dregur úr samkeppni Varnarstaða ● Lítill vöxtur eða samdráttur í framboði ● Leggja af óarðbærar leiðir ● Áhersla á T/F markaði ● Minni áhersla á tengimarkaði ● Leita uppi arðbæra sértæka markaði Áhersla á vöxt tengimarkaðar ● Viðhalda stærð leiðakerfis ● Halda aftur af framboði ● Leggja áherslu á arðbærustu hluta T/F og tengimarkaði til að bæta upp fyrir háan kostnað ● Finna arðbæra sértæka tengimarkaði VEIKUR TENGIMARKAÐUR Offramboð og lágt farmiðaverð STERKUR TENGIMARKAÐUR Framboð í jafnvægi og hátt farmiðaverð *Fjárfestakynn- ingin er birt á ensku, þýðing er blaðamanns Félag atvinnurekenda hefur sent menntamálaráðherra erindi þar sem óskað er eftir skýrum leiðbeiningum um hvort hin svokallaða eins metra regla gildi í starfsemi einkarekinna fræðslufyrirtækja. Sóttvarnalæknir hefur ekki svarað erindi samtakanna en skv. reglum sem heilbrigðisráðherra hefur kynnt megi einn metri vera milli einstak- linga í „leikskólum, grunnskólum, framhaldsskólum og háskólum“ milli einstaklinga sem fæddir eru fyrir árið 2005, án þess að grímur séu notaðar. Í bréfinu, sem undirritað er af Ólafi Stephensen, framkvæmdastjóra FA, segir að einkarekin fræðslufyrirtæki reki starfsemi sem sé að flestu leyti sambærileg við skólastarf á háskóla- og framhaldsskólastigi. „Tveggja metra reglan hefur tor- veldað mjög starfsemi þessara fyrir- tækja. Sé hún áfram látin gilda um starfsemi þeirra munu þau neyðast til þess að skipta hópum af þeirri stærð, sem vanalega er kennt í, niður í marga smærri hópa,“ segir í bréfinu og bent á að það muni í mörgum til- vikum fela í sér mikinn tilkostnað. Áð- ur en FA ritaði erindið til mennta- málaráðherra beindi félagið einnig spurningum sínum til upplýsingafull- trúa menntamálaráðuneytisins en segir að viðbrögð úr þeirri átt hafi ekki falið í sér skýrt svar. Tryggja þarf jafnræði Bendir Ólafur í bréfinu á að nauð- synlegt sé að tryggja sömu fjarlægð- arreglur í starfsemi hinna einkareknu fræðslufyrirtækja og gildi í endur- menntunardeildum háskólanna. Að öðrum kosti sé ekki gætt að jafnræð- issjónarmiðum sem snúa að sam- keppnisstöðu þessara aðila. ses@mbl.is Munar mikið um metrann  FA vill að metra-regla gildi í einkarekinni fræðslustarfsemi  Fær ekki svör frá sóttvarnalækni um hvernig túlka skuli reglur Endurmenntun Óljóst hvort eins metra reglan muni gilda alls staðar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.