Morgunblaðið - 21.08.2020, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 21.08.2020, Qupperneq 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. ÁGÚST 2020 Bláu húsin Faxafeni ◊ S. 588 4499 ◊ Opið mán.-fös. 11-18, lau. 11-16 ◊ www.mostc.is Vefverslun komin í loftið! mostc.is Gerið verðsamanburð FULL BÚÐ AF NÝJUM OG FALLEGUM VÖRUM 5.990 kr. Túnikur Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Í skyndilegu flóði úr Langjökli að- faranótt þriðjudags þrefaldaðist vatnsrennsli í Hvítá miðað við árs- tíma. Flóðið kom úr lóni við norð- vestanverðan Langjökul og flæddi mikið vatnsmagn niður farveg Svartár, sem alla jafna er vatnslítill á þessum árstíma, og í Hvítá. „Við brúna yfir Hvítá ofan við Húsafell má sjá ummerki um að vatnsborðið hafi náð upp undir brú- arbitana. Farvegur Hvítár niður við Húsafellsskóg var barmafullur að sögn sjónarvotta. Mikill fram- burður barst með flóðinu og neðar í sveitinni eru bændur að finna dauða laxa á engjum og ummerki flóðsins sjást allt niður að Borgarfjarðarbrú,“ segir í frétt Veðurstofunnar um flóðið. Þrefalt meðalrennsli Veðurstofan rekur vatnshæðar- mæli við Kljáfoss í Hvítá, sem er um 30 kílómetra frá Húsafelli, og er það eini rennslismælirinn í Hvítá. Sá mælir sýnir flóðatopp upp á 255 rúmmetra á sekúndu skömmu eftir miðnætti sem er ná- lægt því að vera þrefalt meðal- rennsli árinnar á þessum árstíma. Bráðabirgðaniðurstöður benda til þess að rúmmál flóðsins hafi verið u.þ.b. 3,4 milljónir rúmmetra. Eftir er að leggja mat á það hversu mik- ið flóðið var ofar í ánni. Á þessum tíma hafði hækkað um hálfan ann- an metra í ánni við Kljáfoss, en rennslið rénaði hratt eftir því sem sjatnaði í ánni. Tómas Jóhannesson, fagstjóri á sviði jöklarannsókna á Veðurstofu Íslands, segir að jökullinn hafi þynnst mikið á þessu svæði á und- anförnum árum. Lón við jaðar Langjökuls suður af Eiríksjökli hefur stækkað samfara hörfun jökuljaðarsins. Það hefur til þessa haft afrennsli til norðurs og runnið úr því í Flosavatn. Rennslisleið hafi síðan opnast undir jökulsporðinn og lónið skyndilega nánast tæmst. Hann segir að þekkt séu mjög stór flóð í ám neðarlega í Borgar- firði og flóðið í vikunni hafi ekki verið stærra heldur en stærstu leysingaflóð sem þar eru þekkt á láglendi. Sé hins vegar litið til efri hluta Hvítár teljist þetta flóð mjög stórt. Meta hættu af hlaupum „Þetta skyndilega flóð úr Lang- jökli niður farveg Svartár er óvenjulegt. Við munum kanna nán- ar aðstæður við lónið við Lang- jökul, til þess að sjá hvort um var- anlega breytingu á farvegum þar er að ræða og meta hversu mikil hætta getur stafað af hlaupum þarna í framtíðinni. Þetta á reynd- ar við um lón við aðra jökla lands- ins líka sem við á Veðurstofunni höfum beint sjónum okkar að,“ seg- ir Tómas á heimasíðu Veðurstof- unnar. Í samtali við Morgunblaðið nefn- ir Tómas þá breytingu sem varð á vatnsföllum á Skeiðarársandi þegar Skeiðará flutti sig yfir í farveg Gígjukvíslar árið 2009 og eitt af stærstu vatnsföllum landsins hvarf úr sínum farvegi. Geta valdið vandamálum „Þessi þróun er að verða víðar, reyndar um allan heim, að lón myndast eða hverfa og jökulhlaup verða á óvæntum stöðum samfara hörfun jökla. Slíkar breytingar geta valdið ákveðnum vandamálum því ýmiss konar mannvirki og starfsemi miðaðst við farvegi vatns- falla eins og þeir hafa verið. Þegar breytingar verða gætu menn þurft að endurskoða vegi, brýr og ýmsa starfsemi við jöklana og vatnsföll frá þeim,“ segir Tómas. Mikill framburður og dauður lax á engjum  Vatnsrennsli í Hvítá þrefaldaðist á skömmum tíma Eiríksjökull Langjökull Húsafell Hraunfossar Reykholt Kljáfoss Borgarnes Aurflóð í Hvítá í Borgarfi rði Hvítá Hvítá 1 Rennsli í Hvítá við Kljáfoss 17. til 19. ágúst, m3/s 250 200 150 100 50 mánud. 17. ágúst þriðjud. 18. ágúst miðvikud. 19. ágúst Kortagrunnur: Loftmyndir Heimild: Veðurstofan Hvítá í Borgarfirði Áin er um 117 kílómetra löng jökulá og eru upptök hennar við Eiríksjökul og Langjökul. Á leiðinni til sjávar í Borgarfirði renna meðal annars í hana úr norðri Þverá og Norðurá og úr suðri Reykja- dalsá, Flókadalsá og Grímsá. Góð laxveiði er í ám Borgarfjarðar. Freyr Bjarnason freyr@mbl.is Starfsmaður á Hótel Rangá þar sem ríkisstjórnin snæddi kvöldverð á þriðjudagskvöld hefur greinst með kórónuveiruna. Í tilkynningu frá hótelinu kemur fram að því hafi verið lokað tíma- bundið vegna kórónuveirusmits. Róbert Marshall, upplýsinga- fulltrúi ríkisstjórnarinnar, segir að starfsmaðurinn hafi aldrei komið inn í herbergið þar sem ríkisstjórn- in snæddi kvöldverðinn. „Að höfðu samráði við sóttvarna- lækni þykir ekki ástæða til að grípa til sérstakra ráðstafana hvað ráð- herra ríkisstjórnarinnar varðar,“ sagði Róbert við mbl.is í gærkvöld, en RÚV greindi fyrst frá málinu. Smitrakningar og sýnatökur eru í gangi á Hótel Rangá. Vegna þessa verður hótelið lokað næstu daga á meðan umfang er upplýst og sótthreinsun fer fram. Friðrik Pálsson, eigandi Hótels Rangár, kvaðst í samtali við mbl.is ekkert vilja tjá sig um smitið fyrir utan það sem kom fram í tilkynning- unni. Að sögn Róberts Marshall stend- ur ekki til að fylgjast sérstaklega með heilsu ráðherra á næstunni vegna smitsins. Hann bætir við að frekar strangar ráðstafanir séu í gildi, til dæmis í forsætisráðuneyt- inu þar sem mjög takmarkað sé hverjir koma inn í bygginguna þar sem forsætisráðherra starfar. Mikill aðskilnaður sé jafnframt á milli deilda. Engin áætlun er uppi ef ráðherra smitast af veirunni, að sögn Ró- berts. Ef ráðherra smitaðist myndi annar ráðherra í ríkisstjórninni gegna hans stöðu. Smit á hóteli sem stjórnin snæddi á  Ekki grunur um smit hjá ráðherrum  Ekki undir eftirliti Morgunblaðið/Eggert Smit Ríkisstjórn Íslands snæddi á Hótel Rangá á þriðjudagskvöld þar sem smit hefur komið upp. Kristrún Snorradóttir hefur miklar áhyggjur af áhrifum flóðsins á líf- ríkið í Hvítá, en hún hefur í um 20 ár búið á Laxeyri við Hvítá skammt frá Hraunfossum þar sem hún rek- ur veitingastað. Hún fór upp með ánni á miðvikudag og sá þá tvo dauða laxa sem hafði skolað á land. Í gær sá hún ekki fleiri fiska, en vargfugl hafði gert dauðu fiskunum góð skil. „Laxinn kemst ekki upp fyrir Barnafoss og þar rétt fyrir neðan sá ég dauðan fisk. Þótt maður sjái nokkra dauða laxa á stuttum kafla þá segir það lítið því öðru getur hafa skolað niður ána með drullunni alla leið niður að ósi. Svo er viðkvæmur bleikjustofn í Hvítá sem gengur inn í kaldavermslárnar til að hrygna. Hann gæti hafa farið illa út úr þess- um ósköpum,“ segir Kristrún. Hún segir að á mánudag hafi byrjað að vaxa í ánni og hún orðið dekkri á lit og hálfþykk er leið á. Hamfarirnar hafi síðan orðið um nóttina þegar þrefaldaðist í ánni, langt umfram það sem megi skýra með hlýindunum undanfarið, og hækkaði um hálfan annan metra í ánni. Víða megi nú sjá leir og drullu á eyrum og bökkum við ána og sömu sögu sé að segja um malareyrar rétt fyrir ofan Borgarfjarðarbrú, tugum kílómetra neðar. „Ég held að lífríkið í Hvítá geti verið í vondum málum eftir að áin breyttist í fljótandi steypu. Þetta gæti verið svipað og gerðist í Anda- kílsánni,“ segir Kristrún, en 2017 barst aur niður í Andakílsá eftir að vatni var hleypt úr lóni Andakíls- árvirkjunar og lagðist yfir hylji og uppeldissvæði lax. aij@mbl.is Ljósmynd/Kristrún Snorradóttir Leðja Þannig var umhorfs við bakka Hvítár nálægt Hraunfossum eftir flóðið. Miklar áhyggjur af lífríki Hvítár  Víða leir og drulla á eyrum og bökkum

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.