Morgunblaðið - 21.08.2020, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 21.08.2020, Blaðsíða 10
10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. ÁGÚST 2020 Nýbýlavegur 8 – Portið, sími 847 1660, www.bambus.is, bambus@bambus.is bambus.is bambus.is • Opið mánudaga og fimmtudaga frá kl. 10-14 LEIKFÖNG fyrir allan aldur KERTI úr hreinu bývaxi bambus.is Ný og endurbætt netverslun Andrés Magnússon andres@mbl.is Alþingi kemur saman í næstu viku, í stubbinn svonefnda, en hann stendur frá 27. ágúst til 4. september. Gera má ráð fyrir að úr því náist 3-4 þing- dagar og 2-3 nefndadagar, svo þing- heimur verður að fara vel með tím- ann. Það var enda skýrt í þinglokasamningum frá í vor, að efnið yrði takmarkað, í raun aðeins tvö mál á dagskrá – endurskoðun fjármála- stefnunnar og hlutdeildarlán – og al- menn sátt um það. Fyrirferðarmeira dagskrármál- anna er endurskoðun fjármálastefn- unnar, sem heimsfaraldurinn hefur sett úr öllum skorðum. Bjarni Bene- diktsson fjármálaráðherra hefur nú þegar kynnt grófar áherslur í þeim efnum, en mun kynna nánari út- færslu á henni, sem síðan mun hafa áhrif á fjármálaáætlun ríkisins og fjárlagafrumvarp, sem lagt verður fyrir þingið í haust. Almennt er ekki talið að sú stefnu- breyting mæti verulegri andstöðu, þótt vafalaust verði ýmis sjónarmið til einstakra þátta hennar kynnt. Margir búast þó við að Viðreisn muni leggja til að veiðigjöld verði hækkuð á þeirri forsendu að þannig megi lækka fyrirsjáanlegan halla á ríkissjóði. Fáum dylst þó hvað býr að baki og gantaðist einn þingmaður með það í samtali við Morgunblaðið, að sennilega myndi Viðreisn leggja til að þau yrðu ámóta og gerðist í Nami- bíu. Jafnframt verður tekið fyrir frum- varp Ásmundar Einars Daðasonar, félags- og barnamálaráðherra, um ný hlutdeildarlán, sem hafa það að markmiði að auðvelda tekju- og eignalitlu fólki að eignast sína fyrstu íbúð. Það hefur verið til meðferðar hjá velferðarnefnd þingsins, en drög að breytingum á því komu þaðan í upphafi vikunnar. Þingmenn úr bæði stjórnarliði og stjórnarandstöðu telja þær flestar til bóta, en þó er vitað að í þingflokki sjálfstæðismanna eru nokkrir, sem finna frumvarpinu allt til foráttu. Hvort þeir muni leggjast þvert gegn því þegar á hólminn er komið er svo annað mál, hlutdeildar- lánin voru hluti af lífskjarasamning- unum. Nýrra mála vænst á dagskrá Dagskrá þingfunda stubbsins er skipulögð í kringum þessi tvö mál. Þó var í þinglokasamningnum einn- ig kveðið á um að á dagskrá mætti taka brýn mál tengd kórónuveir- unni ef þurfa þætti, sem gefur bæði stjórn og stjórnarandstöðu ýmis tækifæri. Þannig er ekki útilokað að fyrir verði tekin ríkisábyrgð vegna Ice- landair, framlenging á hlutabótaleið eða annað slíkt, sem ekki er talið mega bíða fram á haust. Oddný G. Harðardóttir, þing- flokksformaður Samfylkingarinnar, segir að við blasi að þingsins og rík- isstjórnarinnar bíði ýmis brýn úr- lausnarefni, sem þoli enga bið. „Ég ætla rétt að vona að ríkisstjórnin leggi fram frumvarp um myndarlega hækkun atvinnuleysisbóta og fram- lengingu launatengda tímabilsins.“ Hún segir ekki hægt að bíða með það fram til hausts. „Það ganga þegar 22.000 manns atvinnulaus í árangurs- lausri atvinnuleit, því það er ekkert að hafa. Þessum efnahagsvanda heimilanna þarf að mæta núna strax.“ Meðal stjórnarliða er því ekki tekið ólíklega að til einhverra slíkra ráða verði tekið. „Meginmarkmið stefnu ríkisstjórnarinnar er að ríkissjóður verði látinn taka höggið í bili,“ sagði einn þeirra og bætti við að nú þegar uppsagnarfrestur væri að líða hjá mörgum færi ástandið að bíta og við því yrði að bregðast. Það vakti athygli þegar Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins boðaði aukin ríkisútgjöld og hallarekstur, en þingflokkurinn stendur þétt að baki honum. „Þingflokkurinn féllst auðvit- að ekki á hallann með glöðu geði, en við erum raunsæ og vitum að það er engra góðra kosta völ,“ segir Birgir Ármannsson, þingflokksformaður sjálfstæðismanna. „Það sem fyrir okkur vakir er að draga úr áfallinu og þar kemur sér vel að við erum í stöðu til þess.“ Aðrir þingmenn benda á að þar sé ríkisstjórnin í þrengri stöðu en ella þar sem nú sígi á seinni hluta kjör- tímabilsins, en gengið verður til kosn- inga haustið 2021. Á vappinu í kringum þinghúsið mátti hitta einn og einn, sem taldi að stjórnarandstaðan ætti að gera sér mat úr nýlegum vandræðum Þórdís- ar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur á félagsmiðlum. Reyndir stjórnar- andstöðuþingmenn eyða slíku tali. „Það er óheppilegt, jafnvel skamm- arlegt, að ráðherrar gangi ekki á und- an með góðu fordæmi, en það er ekki stóra vandamálið, sem þingið þarf að taka á.“ Ný þingmál gætu komið á stubbinn  Endurskoðun fjármálastefnu og hlutdeildarlán efst á dagskrá stubbsins í þinginu í næstu viku  Stjórnarandstaðan kallar eftir hækkun atvinnuleysisbóta og framlengingu tekjutengingar Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Alþingi Endurskoðun fjármálastefnu í ljósi kórónuveirunnar er helsta málið á dagskrá þingsins í næstu viku.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.