Morgunblaðið - 21.08.2020, Síða 14
14
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. ÁGÚST 2020
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Stjórnarand-stæðingar íHvíta-
Rússlandi hafa
fengið að kynnast
lögreglukylfum
þegar þeir hafa
undanfarna daga
haldið uppi mótmælum við
vafasamt endurkjör forseta
landsins. Áður höfðu frambjóð-
endur sætt afar umdeilan-
legum fangelsunum, að því er
virtust til að auðvelda forset-
anum að halda völdum. Óvíst
er hvernig fer í þeim átökum
sem enn standa yfir þar í landi.
Í gær bárust fréttir af því
frá Rússlandi að stjórnarand-
stæðingurinn Alexei Navalní
hafi verið lagður inn á sjúkra-
hús í Síberíu í alvarlegu
ástandi. Hann mun hafa farið
alheill um borð í flugvél en hún
varð að lenda í skyndi til að
koma honum undir læknis-
hendur.
Talsmaður Navalní kennir
Pútín forseta um, segir að Na-
valní hafi verið byrlað eitur og
hvort sem Pútín hafi fyrir-
skipað það eða ekki beri hann
ábyrgð á því. Þetta eru stórar
fullyrðingar á þessu stigi, enda
hvorki komið í ljós hvort Na-
valní var byrlað eitur né hitt
hver ber þá á því ábyrgð. Þetta
er engu að síður lýsandi fyrir
pólitískt ástand í landinu og
kemur í framhaldi af atvikum
sem virðist svipa til þessa.
Ekki er enn gleymt að árið
2006 var fyrrverandi leyniþjón-
ustumanni frá Rússlandi, Alex-
ander Litvínenkó,
byrlað eitur sem
leiddi hann til
dauða. Þá var eitur
sett í tebolla og nú
segir talsmaður
Navalní að hann
hafi ekkert innbyrt
annað en te áður en hann veikt-
ist.
Rússnesk stjórnvöld lágu
undir grun árið 2006 og aftur
árið 2018 þegar eitrað var fyrir
Sergei Skrípal, einnig rúss-
neskum fyrrverandi leyniþjón-
ustumanni, og dóttur hans í
Salisbury á Englandi.
Þess vegna kemur ekki á
óvart að utanríkisráðherra
Breta, Dominic Raab, segi nú
að hann hafi „miklar áhyggjur“
vegna þess sem hent hefur Na-
valní.
Ekki þarf heldur að koma á
óvart að stuðningsmenn Na-
valní dragi þá ályktun að hon-
um hafi verið byrlað eitur, því
að það hefur að hans sögn verið
gert áður, auk þess sem ráðist
hefur verið á hann á síðustu ár-
um. Og hann er ekki einn
stjórnarandstæðinga í Rúss-
landi um að hafa lent í slíku,
nokkrir aðrir hafa orðið alvar-
lega vekir og hafa tengt veik-
indin við eitranir.
Staðan í Hvíta-Rússlandi er
afar alvarleg og ljóst að lýð-
ræðið þar er fátt annað en orð-
in tóm. Rússar vilja væntan-
lega gera betur, en fréttir á
borð við þá sem barst í gær eru
ekki til að auka trúverðugleika
lýðræðis í landinu.
Skyndileg veikindi
andstæðings rúss-
neskra stjórnvalda
vekja upp minningar
og spurningar}
Eitur í tebolla?
FjárfestakynningIcelandair
Group er um margt
fróðleg lesning og
gefur vonir um að
félaginu muni með
þeim breytingum
sem unnið hefur verið að á und-
anförnum mánuðum takast að
standa af sér þá erfiðu tíð sem
ætla má að sé framundan og
standa mun sterkar í samkeppn-
inni en áður. Það hagræði sem
náðst hefur fram í samningum að
undanförnu skiptir miklu í þessu
efni.
Þessi bætta staða flugfélags-
ins er ánægjuefni en í fjár-
festakynningunni eru einnig at-
riði sem eru umhugsunarverð í
víðara samhengi og ekki má
horfa framhjá. Þar kemur til
dæmis fram að stjórnendur Ice-
landair Group búa sig undir að
mörg ár taki að ná fyrri fjölda
ferðamanna. Athygli vekur að
talið er að næsta ár verði ekki
umtalsvert miklu betra en þetta
ár. Eftir það fari ferðamennskan
að taka við sér og árin 2023 til
2024 má, samkvæmt forsendum
Icelandair Group,
ætla að fjöldi ferða-
manna verði orðinn
viðunandi á ný mið-
að við umfang ferða-
þjónustunnar hér á
landi.
Fyrir þá sem marka stefnuna í
efnahagsmálum getur þetta haft
töluverða þýðingu því að ef þetta
gengur eftir þá þarf meira til en
stuðning í nokkra mánuði í við-
bót til að fyrirtæki í ferðaþjón-
ustu komist í gegnum hremm-
ingarnar.
Vonandi réttir flugið og ferða-
mennskan hraðar við sér en lesa
má út úr kynningunni. Engu að
síður styður þessi spá við þau
sjónarmið að nú sé komið að því
að ríkið horfi meira til almennra
aðgerða en gert hefur verið og
lækki til að mynda trygginga-
gjald. Þetta gjald er ennþá allt of
hátt og dregur mjög úr hvata
fyrirtækja til að ráða til sín
starfsfólk. Ríkisstjórnin gerði
mikið til að bæta atvinnustig í
landinu ef hún lækkaði þetta
gjald verulega, í það minnsta í
nokkur ár.
Fjárfestakynning
Icelandair Group
er á margan hátt
athyglisverð}
Hægur bati
K
jördagur hefur verið ákveðinn 25.
september á næsta ári. Nú þegar
gætir vangaveltna um samstarf á
vettvangi ríkisstjórnar að kosn-
ingum loknum. Áberandi eru
hugmyndir um ríkisstjórn eftir sama mynstri
og í meirihluta borgarstjórnar í Reykjavík.
Áhugamenn um slíka vinstri stjórn telja sig fá
byr í seglinn með nýlegri skoðanakönnun.
Hætt er við að mörgum sé brugðið við þessi
tíðindi. Reynslan af meirihlutanum í Reykjavík
talar sínu máli og tilhugsunin um slíkt fyrir-
komulag í landsmálum hræðir. Þarf ekki annað
en benda á upplýsingar um fjárhag borg-
arinnar, umferðar- og skipulagsmál, flótta fyr-
irtækja og stofnana úr borginni og stjórnsýslu
sem virðir engin mörk.
Hvers má vænta?
Ríkisstjórn skipuð sömu flokkum og meirihluti borgar-
stjórnar Reykjavíkur færi í besta falli ógætilega með fjár-
hag ríkissjóðs. Hver og einn getur dregið eigin ályktanir
af fjárhag borgarsjóðs, framkvæmdum og samgöngu-
málum í borginni. Þá er ótalin stjórnsýslan í ráðhúsinu þar
sem komið er fram við starfsfólk af óvirðingu eins og hér-
aðsdómari taldi sig knúinn til að benda á í máli starfs-
manns gegn borginni.
Verkin sýna merkin
Tökum fjárhaginn. Engar sjálfshólsgreinar í dag-
blöðum breyta þeirri staðreynd að borgin er komin að fót-
um fram í fjárhagslegu tilliti. Í umsögn Reykjavíkur-
borgar frá í apríl um tiltekið þingmál má sjá
Reykjavíkurborg nánast á hnjánum frammi fyrir fjárveit-
ingavaldinu að biðja um fjárstuðning. Kallað
er eftir því að ríkið komi með beinan óendur-
kræfan stuðning til að tryggja að sveitarfélög
geti staðið undir lögbundnum verkefnum
gagnvart íbúum og atvinnulífi. Eyþór Arnalds,
oddviti minnihlutans í borgarstjórn, benti í
gær hér í blaðinu á háan rekstrarkostnað
borgarinnar í samanburði við önnur sveitar-
félög og hærra útsvar af launatekjum borgar-
búa en nágrannasveitarfélögin innheimta.
Bágur fjárhagur slær samt ekki á kok-
hreysti meirihlutans þegar kemur að draum-
sýninni um borgarlínu. Óþarft þykir að leggja
fram kostnaðaráætlun sem hald er í. Sérfræð-
ingar segja hana kosta hundruð milljarða.
Rekstraráætlun er ekki til enda á fólkið sem
situr fast í umferðarteppum að borga reikning-
inn. Á móti þessum rándýru grillum teflir Mið-
flokkurinn fram raunhæfum lausnum um greiðar stofn-
brautir, mislæg gatnamót, ljósastýringu og gerð
Sundabrautar.
Öruggur kostur
Miðflokkurinn hefur sýnt að hann er öruggur þegar
kemur að fullveldi þjóðarinnar, sjálfstæði og forræði yfir
auðlindum sínum. Öruggur þegar kemur að réttarríkinu,
mannréttindum, löggæslu og öruggum landamærum. Til
að afstýra á landsmálavettvangi vinstri óreiðunni eins og
fylgt hefur meirihlutanum í borgarstjórn Reykjavíkur
eiga kjósendur þess vegna augljósan og öruggan kost.
Ólafur
Ísleifsson
Pistill
Öruggur kostur
Höfundur er þingmaður Miðflokksins í
Reykjavíkurkjördæmi norður.
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen
SVIÐSLJÓS
Veronika S. Magnúsdóttir
veronika@mbl.is
Ísamráðsgátt liggja nú frum-varpsdrög sem snúa að því aðeinfalda málsmeðferð um lög-bann á birtingu efnis.
Réttarfarsnefnd á vegum dóms-
málaráðuneytisins samdi frumvarpið
og leggur hún til fjórar breytingar á
lögum um kyrrsetningu, lögbann o.fl.,
þar sem flókið mat hefur legið á herð-
um þess sem framkvæmir lögbann á
hendur fjölmiðlum til þessa. Friðhelgi
einkalífs og tjáningarfrelsi, sem hvort
tveggja er stjórnarskrárvarin rétt-
indi, vegast þar á og því ríkar kröfur
gerðar til skýrleika laganna þegar
lögbann á hendur fjölmiðlum er ann-
ars vegar. Reynt hefur á þessi atriði í
lögbannsmálum og í kjölfarið skapast
umræða í samfélaginu um lögbann á
hendur fjölmiðlum.
Í greinargerð frumvarpsins er
vísað til tveggja lögbannsmála sem
vöktu ýmsar spurningar um þágild-
andi lög um lögbann, kyrrsetningar
o.fl., þar á meðal lögbann sýslu-
mannsins á höfuðborgarsvæðinu að
kröfu Glitnis HoldCo ehf., eða svo-
kallað Glitnismál. Þar hafnaði Lands-
réttur staðfestingu lögbanns, að kröfu
Glitnis um að lögbann yrði sett við
birtingu frétta og umfjöllunar Stund-
arinnar og Reykjavík Media um mál-
efni sem væru undirorpin trúnaði skv.
ákvæðum laga um fjármálafyrirtæki.
Í tilefni af því máli efndi stjórnskip-
unar- og eftirlitsnefnd Alþingis til op-
ins fundar um vernd tjáningarfrelsis,
þar sem ræddar voru hugmyndir um
að lögum yrði breytt í þá veru að mat
á lögbannsbeiðnum er beindust gegn
fjölmiðlum yrði fært til dómara.
Hið fyrra lögbannsmál, sem
fjallað er um í greinargerð frum-
varpsins, er dómur Hæstaréttar í
máli þar sem Sýslumaðurinn í
Reykjavík lagði lögbann við því að
365-prentmiðlar ehf. birtu opin-
berlega einkagögn J í Fréttablaðinu
eða öðrum fjölmiðlum gerðarþola.
Synjaði Hæstiréttur staðfestingu lög-
bannsins, þar sem komist var að
þeirri niðurstöðu að ekki hefði verið
farið út fyrir mörk heimillar tjáningar
í skrifum Fréttablaðsins.
Í frumvarpsdrögum réttar-
farsnefndar er lagt til að lögð sé fram
trygging til bráðabirgða, þegar beðið
er um lögbann og rýmri réttur til
skaðabóta vegna framgangs lög-
bannsgerðar, hafi hún strítt gegn
réttindum vörðum af tjáningarfrels-
inu. Að auki er lagt til að ekki skuli
veittir frestir þegar beiðni lýtur að
lögbanni við birtingu efnis, ,„nema
þegar sérstaklega stendur á“ og er þá
í höndum sýslumanns að meta hvort
sérstaklega standi á í viðkomandi
máli.
Líkt og fyrr segir er lagt til að
nýr málsliður bætist við 1. mgr. 42.
gr. laganna, varðandi bótagreiðslur
gerðarþola, sem kveður á um að
heimilt verði að dæma skaðabætur ef
lagt hefur verið lögbann á birtingu
efnis og gerðarþoli andmælti lögbanni
á grundvelli tjáningarfrelsis. Tilefni
þessa ákvæðis er að bregðast við því
tjóni sem getur hlotist af því að mál-
efni séu rædd opinberlega:
„Oft er vandséð hvort trygging
geti mætt því tjóni sem af lögbanni
getur hlotist, m.a. af tjóni sem verður
vegna þess að með því er komið í veg
fyrir lýðræðislega umræðu þegar
tjáning um málefni er varðar almenn-
ing er fyrirfram takmörkuð, svo sem í
aðdraganda kosninga. Slíkt tjón verð-
ur tæpast metið til nánar tiltekinnar
fjárhæðar og vandséð hver ætti þá
kröfu um greiðslu bóta.“ Því sé með
tillögum frumvarpsins, um greiðslu
trygginga, málshraða og skaðabætur,
leitast við að gæta réttinda gerðar-
beiðanda og gerðarþola.
Lögbann á hendur
fjölmiðlum nánar skýrt
Morgunblaðið/Eggert
Hæstiréttur Nokkrir dómar hafa fallið um lögbann á hendur fjölmiðlum.
Trygging til bráðabirgða skuli lögð fram ef beiðni lýtur að lögbanni við
birtingu efnis
Sýslumaður skuli ekki veita fresti, nema þegar „sérstaklega stendur
á“. Eftir að lögbannsgerð er lokið skal gerðarbeiðandi fá gefna út rétt-
arstefnu til héraðsdóms, nema gerðarþoli uni við beiðnina án málshöfð-
unar
Heimilt verði að dæma skaðabætur að álitum, ef gerðarþoli andmælir
lögbanni á grundvelli tjáningarfrelsis
Í greinargerð frumvarpsins segir að lög um lögbann nái yfir birtingu
efnis
Það varði þó tjáningarfrelsi, með hliðsjón af réttindum til friðhelgi
einkalífs, sem einnig eru tryggð í stjórnarskrá og Mannréttindasáttmála
Evrópu
Lögbann við birtingu efnis
FRUMVARPSDRÖGIN