Morgunblaðið - 21.08.2020, Síða 19
MINNINGAR 19
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. ÁGÚST 2020
✝ Halla Guð-mundsdóttir
fæddist í Vest-
mannaeyjum 4. des-
ember 1939. Hún
lést 8. ágúst 2020.
Foreldrar henn-
ar voru hjónin Jór-
unn Ingunn Guð-
jónsdóttir og Guð-
mundur
Guðjónsson.
Systkini Höllu
eru 1) Guðrún, f. 11. mars 1937,
maki Ingi Ármann Árnason, f. 4.
júlí 1934, d. 5. desember 1990. 2)
Drengur, f. 22. desember 1944,
d. 22. desember 1944. 3)Bára Jó-
ney, f. 6. nóvember 1946, maki 1)
Jóhannes Esra Ingólfsson, f. 7.
október 1948, d. 23. júlí 2009,
maki 2) Hörður Snævar Jónsson,
f. 7. júní 1937, d. 13. október
2001. 4) Martea Guðlaug, f. 3.
þeirra, a) Elías Raben, maki
Unnur Karen Guðmundsdóttir,
börn þeirra Andri Hrafn, Aron
Freyr og Frosti Þór, b) Gyða
Lind, barn hennar og Davíðs
Sæmundssonar Unnur Dallilja,
c) Lárus, maki Bára Dal Björns-
dóttir, börn þeirra Linddís Lilja
Dal, Eva Sóley Dal og Gunnólfur
Þór Dal. 3) Kristín Elfa, f. 25.
júní 1960, maki Sigurjón Hinrik
Adolfsson, f. 3. ágúst 1958, börn
þeirra a) Adólf, maki Sara Björg
Ágústsdóttir, börn þeirra Aþena
Ýr og Kamilla Ýr, b)Ingunn Ýr,
maki Njáll Aron Hafsteinsson,
börn þeirra Hinrik Nóel og Her-
dís Rós. 4) Guðmundur, f. 13.
mars 1962, maki Hólmfríður
Ólafsdóttir, f. 29. desember
1969. Barn hans og Magneu
Richardsdóttur er a)Rikharð
Bjarki, maki Ásta Hrönn Guð-
mannsdóttir, börn þeirra eru
Sara Dröfn, Birnir Andri og
Hekla Hrönn. Börn hans og Sæ-
unnar Ernu Sævarsdóttur b)
Sævar Örn, c)Agnes Lilja, d) Elí-
as Skæringur, unnusta Þórey
Lúðvíksdóttir. 5) Sigrún, f. 1.
mars 1964, maki Logi Frið-
riksson, f. 2. febrúar 1962, börn
þeirra a) Friðrik Máni, b)Halla,
maki Jan-Fredrik Bech, barn
þeirra Embla Rún. 6) Eygló, f.
20. júlí 1968, maki Viðar Sig-
urjónsson, f. 9. október 1965,
börn þeirra a) Sigurjón, b)
Eyþór, unnusta Helen Emily
Cleveland, c) Bára, unnusti
Hjálmar Þorleifsson, d) Leó. 7)
Elísa, f. 3. ágúst 1971, maki
Magnús Benónýsson, f. 18. febr-
úar 1970, börn þeirra a) Halla
Þórdís, unnusti Birkir Rafn Guð-
mundsson, barn þeirra Breki
Rafn, b) Anna Vigdís, c) Benóný
Sigurður, d) Elín Elfa. 8) Bald-
vin, f. 1. febrúar 1977, maki Íris
Davíðsdóttir, f. 7. júlí 1981, börn
þeirra a) Elías b) Davíð.
Auk þess að vera húsmóðir og
ala upp 8 börn vann Halla ýmis
verkakvennastörf.
Halla var virk í félagsmálum
hjá Sinawik og Slysavarnadeild-
inni Eykyndli í Vestmanna-
eyjum og sinnti hún ýmsum
trúnaðarstörfum á þeirra veg-
um.
Útför Höllu verður gerð frá
Landakirkju í Vestmannaeyjum.
febrúar 1949, maki
Vignir Guðnason, f.
30. júlí 1946.
Halla giftist 6.
júní 1959 Elíasi
Baldvinssyni, f. 1.
júní 1938, d. 16.
september 2003.
Hann var sonur
hjónanna Þórunnar
Elíasdóttur og
Baldvins Skærings-
sonar. Börn Höllu
og Elíasar eru: 1) Þórunn Lind,
f. 13. júní 1957, fyrrverandi
maki Sigurður Einarsson, f. 21.
maí 1955, d. 23. mars 2008. Börn
þeirra a) Einar, maki Linda Sif
Brynjarsdóttir, b) Elías, maki
Halla Vilborg Jónsdóttir, börn
þeirra Lilja Maren og Jón Breki.
2) Unnur Lilja, f. 31. janúar
1959, maki Gunnólfur Lárusson,
f. 15. september 1961, börn
Hver minning dýrmæt perla að liðnum
lífsins degi,
hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka
hér.
Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem
gleymist eigi,
og gæfa var það öllum, sem fengu að
kynnast þér.
(Ingibjörg Sigurðardóttir)
Nú hefur elsku mamma okkar
yfirgefið þessa jarðvist eftir stutt
veikindi. Mamma var fróð og
skemmtileg kona, mikill lestrar-
hestur en eins og títt var um
barnmargar fjölskyldur um
miðja síðustu öld helgaði mamma
starfskrafta sína aðallega fjöl-
skyldu sinni og áttu hún og pabbi
tæp fimmtíu hamingjurík ár sam-
an þar sem gleðin var ætíð
ríkjandi og „þau héldust hönd í
hönd, inn í hamingjunnar lönd“.
Mamma kenndi okkur svo
margt. Hún kenndi okkur að ekk-
ert væri mikilvægara en fjöl-
skyldan og vinir og að veraldleg
gæði væru oft ofmetin. Mamma
kenndi okkur líka að sýna hvert
öðru virðingu og umhyggju, bæði
í gleði og í sorg. Hún var trygg og
stóð eins og klettur með sínu
fólki hvað sem á bjátaði. Þessi
smávaxna kona var með stórt og
mikið skap og ríka réttlætis-
kennd og hún þreyttist ekki á að
ala okkur öll átta upp, allt fram á
síðasta dag. Hún og pabbi voru
dugleg að ferðast, bæði innan-
lands og utan, og þegar mamma
fagnaði 70 ára afmælinu bauð
hún öllum sínum börnum og
tengdabörnum í frábært ferðalag
til Spánar. Hún hélt svo upp á
síðasta afmælið, 80 ára, á Kanarí
með elstu dóttur sinni og fleira
góðu fólk.
Ein af stærstu áskorunum
mömmu í lífinu var án efa Vest-
mannaeyjagosið 1973. Mamma
fór með börnin sín sjö með fiski-
báti um miðja nótt en pabbi varð
eftir í Eyjum. Yndisleg hjón, Jón
og Tóta, sem þekktu okkur lítið
sem ekkert, tóku á móti skaranum
og buðu okkur velkomin á heimili
sitt á Reynivöllum á Selfossi þar
sem fyrir voru átta börn þeirra
auk Dagfríðar frænku með sína
tvo gutta. Þegar best lét í janúar
1973 voru á Reynivöllunum fjórir
fullorðnir og sautján börn, svo oft
var kátt í höllinni. Fallegur og
sterkur vinskapur myndaðist hjá
fullorðna fólkinu sem hélst alla tíð
en mamma er sú síðasta úr þess-
um hópi til að kveðja. Gosveturinn
var strembinn fyrir mömmu.
Börnin voru misóþekk eða veik,
húsnæðið sem hún flutti í þegar
leið á gosið var ekki upp á marga
fiska og svo saknaði hún eigin-
mannsins eins og gefur að skilja.
En okkar kona stóð keik og var
ákaflega glöð þegar hún gat flutt
með gengið sitt aftur til Eyja í
september 1973 og kom ekkert
annað til greina en að hefja þar
búskap að nýju. Það var óskrifuð
regla að þegar fjölskyldumeðlim-
ir komu ofan af
landi var komið saman á
Kirkjuveginum hjá mömmu. Þá
hittumst við öll, bæði Eyjaliðið
og gestirnir, og minnti heimili
hennar oft á tíðum á lestarstöð
þar sem fólk var að koma og fara,
kveðja og heilsa og gleðin og
hláturinn var allsráðandi.
Með sorg í hjörtum kveðjum
við elsku bestu mömmu og þökk-
um henni skemmtilega og nær-
andi samveru í þessu lífi.
Lind, Unnur, Elfa, Guð-
mundur, Sigrún, Eygló,
Elísa og Baldvin.
Ég var nýstigin inn í fullorð-
insárin þegar ég fékk Höllu sem
tengdamömmu. Betri fyrirmynd
fyrir unga konu sem var að byrja
lífið var ekki hægt að fá. Ég sá
hvernig þú settir fjölskylduna
þína í fyrsta sæti og varst vakin
og sofin yfir öllum skaranum. Ég
fékk að sjá hversu fallegt og ást-
ríkt hjónabandið þitt og Adda var
áður en hann var tekinn frá okk-
ur alltof snemma. Það var ynd-
islegt að eiga þig að þegar ég átti
strákana mína og ráðið þitt um
kartöflumjöl á hlaupabólurnar
hefur farið víða til allra mæðra í
mínu lífi. Þú varst alltaf svo góð
við strákana mína og gafst þeim
óskiptan tíma og athygli. Addi
sonur minn var svo heppinn að fá
að fara til þín á hverju sumri og í
hvert sinn kom hann glaður heim
eftir góða samveru, spilatíma og
með stútfullan maga Lucky
Charms (því það má þegar maður
er hjá ömmu). Davíð átti líka góð-
ar stundir með þér og við erum
þakklát fyrir samveruna sem þið
áttuð síðastliðinn júní. Ég veit að
minningarnar um ömmu Höllu í
Eyjum eiga eftir að lifa með þeim
ævilangt. Á þeim 20 árum sem
við þekktumst féll aldrei skuggi á
okkar vináttu. Við gátum hlegið
saman og talað um allt og þú
spurðir mig hlæjandi eftir hverja
Herjólfsferð; jæja elskan, var
þetta versta sjóferð allra tíma?
Og svo hlógum við eins og vit-
leysingar. Húmornum þínum og
lífsgleði mun ég aldrei gleyma og
ávallt mun ég geyma í hjarta mér
minningarnar af okkur tveim við
eldhúsborðið á Kirkjuveginum,
jafnvel með smá Baileys í glasi,
að ræða um lífið og tilveruna.
Það er erfitt að kveðja og alltaf
skal mann langa í ögn lengri tíma
saman. Ég er full þakklætis að
hafa fengið að kynnast þér, átta
barna ljónamömmunni úr Eyjum
sem elskaði og lifði fyrir fólkið
sitt. Það verður tómlegt að koma
til Eyja í framtíðinni en ég lofa að
hugsa vel um strákana okkar
sem við eigum saman.
Athvarf hlýtt við áttum hjá þér
ástrík skildir bros og tár.
Í samleik björt, sem sólskinsdagur
samfylgd þín um horfin ár.
Fyrir allt sem okkur varstu
ástarþakkir færum þér.
Gæði og tryggð er gafstu
í verki góðri konu vitni ber.
Aðalsmerkið: elska og fórna
yfir þínum sporum skín.
Hlý og björt í hugum okkar
hjartkær lifir minning þín.
(Ingibjörg Sigurðardóttir)
Íris Davíðsdóttir.
Hún amma mín sagði mér sögur
er skráðust í huga minn inn,
sumar um erfiðu árin
aðrar um afa minn.
Og þá var sem sól hefði snöggvast
svipt af sér skýjahjúp
því andlitið varð svo unglegt
og augun svo mild og djúp.
(Rafnar Þorbergsson)
Elías Baldvinsson
og Davíð Baldvinsson.
Elsku amma,
Þegar ég sest niður til að
kveðja þig er þakklæti mér efst í
huga. Þegar ég var peyi og fékk
að koma til ömmu og afa í Eyjum
var það stórkostlegur tími, frelsi,
gleði og væntumþykja eru þau
orð sem lýsa þeim tíma best.
Í seinni tíð höfðum við þróað
með okkur einstakt vinasamband
sem er mér mjög kært, ferðalög-
in, heimsóknirnar, símtölin, hlát-
urinn og gráturinn.
Við vorum dugleg að tala um
afa og ástina, enda hef ég aldrei
kynnst nokkurri manneskju jafn
ástfanginni og þér. Þú kenndir
mér svo margt um ástina.
Takk fyrir minningarnar.
Blessuð sé minning þín.
Einar Sigurðsson.
Halla
Guðmundsdóttir
Fleiri minningargreinar
um Höllu Guðmunds-
dóttur bíða birtingar og
munu birtast í blaðinu næstu
daga.
✝ Jóhanna Jón-asdóttir fæddist
á Fjalli í Skaga-
hreppi 15. október
1917. Hún lést á
dvalarheimilinu Sæ-
borg á Skagaströnd
7. ágúst 2020.
Foreldrar henn-
ar voru Jónas Þor-
valdsson, f. 6.8.
1875, d. 21.4. 1941,
og Sigurbjörg Jón-
asdóttir, f. 4.11. 1885, d.25.4.
1980. Systkini Jóhönnu voru
Guðríður, f. 1908, d. 1982, Ólafur
Ágúst, f. 1909, d. 1980, Hjalti Lín-
dal, f. 1911, d. 1935, og Skafti
Fanndal, f. 1915, d. 2006.
Jóhanna ólst upp á Fjalli og
vann öll almenn sveitastörf. Árið
1939 giftist hún Hilmari Angantý
Jónssyni, f. 1910, d. 1983. Þau
skeið bjó Jóhanna með Hannesi
Júlíussyni, d. 1967, og þau eign-
uðust saman dóttur, Dagnýju
Björk, f. 15.11. 1946. Jóhanna
varð svo ráðskona hjá Sigurjóni
Einarssyni á Reynistað í Leiru og
bjó alls átta ár í Leirunni. Sig-
urjón lést árið 1952 og haustið
1953 flutti Jóhanna heim til
Skagastrandar ásamt dætrunum
Bylgju og Dagnýju. Á Skaga-
strönd stundaði hún fiskvinnu.
Sambýlismaður Jóhönnu var
Snorri Gíslason, f. 23.2. 1918, d.
29.5. 1994. Þau eignuðust saman
soninn Sigurjón Gísla, f. 7.8.
1960.
Afkomendur Jóhönnu Jónas-
dóttur eru fjölmargir. Eins og áð-
ur segir eignaðist hún fjórar dæt-
ur og einn son. Hér verður í stuttu
máli sagt frá nánustu afkom-
endum hennar.
Sigurbjörg, eiginmaður hennar
var Sigmar Jóhannesson. Þau
bjuggu á Skagaströnd. Sigurbjörg
eignaðist dótturina Jóhönnu Báru
Hallgrímsdóttur og þau Sigmar
eignuðust saman dótturina Dag-
nýju Marínu.
Guðrún, eiginmaður hennar
var Indriði Hjaltason. Þau eign-
uðust fjögur börn, Sigurbjörgu
Árdísi, Hjalta Hólmar, Jón
Hilmar og Jóhannes Heiðmar.
Guðrún býr á Skagaströnd.
Bylgja, eiginmaður hennar er
Halldór Einarsson. Þau búa á
Móbergi í Langadal og eign-
uðust fimm börn, Jóhönnu
Helgu, Önnu Aðalheiði, Jak-
obínu Björgu, dreng sem fædd-
ist andvana og Halldór Bjart-
mar.
Dagný Björk, eiginmaður
hennar var Karl Guðmundsson.
Þau eignuðust fimm börn, Einar
Ólaf, Kristján, Kristínu Björk,
Jóhönnu Guðrúnu og Berglindi.
Dagný býr á Skagaströnd.
Sigurjón Gísli, kona hans er
Steinunn Berndsen. Þau búa á
Skagaströnd og eiga tvo syni,
Birki Rafn og Arnór Snorra.
Jóhanna verður jarðsungin í
dag, 21. ágúst 2020, klukkan 14.
frá Hólaneskirkju á Skaga-
strönd. Vegna aðstæðna í sam-
félaginu er athöfnin einungis
fyrir hennar nánustu.
hófu sinn búskap á
Ytra-Marlandi á
Skaga og bjuggu
þar til ársins 1941,
en þá fóru þau að
Fjalli og bjuggu þar
til 1943. Svo fluttu
þau til
Skagastrandar. Jó-
hanna og Angantýr
eignuðust þrjár
dætur, tvíburana
Sigurbjörgu, f. 3.2.
1940, d. 10.9. 1997 og Guðrúnu, f.
3.2. 1940. Yngst dætra þeirra er
Bylgja, f. 15.6. 1944.
Jóhanna og Angantýr skildu
árið 1945. Jóhanna flutti suður í
Leiru með Bylgju yngstu dóttur
þeirra, en tvíburarnir, Sigurbjörg
og Guðrún, urðu eftir á Skaga-
strönd og ólust þar upp hjá Sig-
urbjörgu móðurömmu sinni. Um
Elsku amma mín, það er þakk-
arvert hversu langt líf þú fékkst
og að þú hafðir heilsu til að halda
heimili langt fram yfir 95 árin.
Árið 2014 fórst þú á dvalarheim-
ilið Sæborg til að eyða síðustu ár-
unum þínum þar. Mamma mín og
Lilla systir hennar fóru í heim-
sókn til þín á hverjum morgni ár-
um saman. Þar var spjallað og
drukkið te og kaffi. Jafnvel tekn-
ir upp prjónar og prjónað smá-
vegis. Amma, þú áttir líklega
ekkert auðvelt líf þegar þú varst
ung kona en svo rættist úr því og
þú áttir gott og notalegt líf. Sem
ung kona byrjaðir þú búskap úti
á Mallandi á Skaga og eignaðist
þar mömmu mína og tvíburasyst-
ur hennar í febrúar 1940. Þá var
ekkert vitað nema að barn var á
leiðinni og svo koma tvær litlar
stelpur sem voru 6 og 11 merkur.
En allt blessaðist þetta og þær
döfnuðu vel. Síðar fluttuð þið afi
að Fjalli í núverandi Skaga-
byggð. Hófuð búskap með
mömmu þinni sem þá var orðin
ekkja. Ekki varð búskapurinn
langur því íbúðarhúsið varð eldi
að bráð en allir björguðust sem
betur fer. Afi byggði síðar í sam-
vinnu við föður sinn hús á Skaga-
strönd sem nefnt var Fjallsminni
og þangað fluttuð þið ásamt
mömmu þinni. Árið 1944 fæðist
svo í því húsi þriðja dóttir þín.
Eitthvað hefur ekki verið í lagi í
sambúðinni við afa minn því þú
kynnist manni sem þú flytur með
í burtu frá Skagaströnd og tví-
buradætrunum og skilur við afa.
Þú ferð með yngstu dótturina
með þér. Þú eignast svo fjórðu
dóttur þína með manninum sem
þú fórst í burtu með. Sú sambúð
varð að vísu ekki löng en í stað-
inn fékkst þú hana Lillu okkar.
Hvernig það hefur verið að vera
komin með tvær litlar stelpur til
að sjá farborða á þessum árum
eftir stríð þegar lítið var til af
öllu er ekki hægt að ímynda sé.
En þú varst lánsöm og fékkst
ráðskonustarf hjá eldri manni í
Leirunni svokallaðri, og varst
þar meðan þín var þörf. Ég man
að mamma sagði mér að hún
hefði ekki hitt þig í mörg ár eftir
að þú fórst. Þess vegna er það
þakkarvert að síðustu árin hafið
þið orðið miklu nánari en þið vor-
uð. Eftir að þú komst aftur til
Skagstrandar tók við fiskvinnsla
og þar var ævistarfið þitt komið.
Þú varst enn að vinna við fisk-
vinnslu 75 ára gömul og ég velti
fyrir mér amma hversu lengi þú
hefðir unnið við það ef frystihús-
inu hefði ekki verið lokað. Á
Skagaströnd fórstu að búa með
Snorra sem var fermingarbróðir
þinn og eignaðist með honum son
þegar þú varst nálægt 43 ára
aldri. Síðan kaust þú að fara í
förina sem allir fara í á 60 ára af-
mælisdegi hans. Amma mín, þú
varst alltaf að gera eitthvað,
baka, dunda í garðinum eða í
inniblómunum þínum. Hugsa um
kindurnar þínar. Manstu amma
þegar verið var að gera laufa-
brauð heima hjá mömmu eitt
sinn og okkur fannst vera of erf-
itt fyrir þig að fletja út deigið og
vildum að þú hvíldir þig aðeins?
Nei, þú hélst nú ekki, „ ég get
hvílt mig þegar ég er dauð,“
sagðirðu. Núna geturðu hvílt þig,
amma mín. Þakka þér fyrir allar
góðu stundirnar sem við áttum
saman. Það var gott að hafa þig
svona lengi hjá okkur.
Sigurbjörg Árdís
Indriðadóttir.
Elsku amma í Túni hefur nú
lagt af stað í sitt síðasta og
lengsta ferðalag. Hún sem var
frekar heimakær og ekkert sér-
staklega gefin fyrir að ferðast
eða þvælast að óþörfu, sennilegt
að þess vegna hafi hún dregið
þessa ferð í lengstu lög. Þegar
maður hefur átti ömmu í næstum
sextíu ár þá eru minningarnar
margar og góðar.
Amma hafði notalega nær-
veru, róleg, blíð og taldi yfirleitt
ekki ástæðu til að vera að fárast
yfir einhverju sem maður gæti
hvort sem er ekki breytt. Amma
var stundum óþarflega hreinskil-
in, já sagði bara eins og henni
fannst. Hún var ekki mikið að tjá
tilfinningar sínar en maður fann
að henni þótti mjög vænt um
fólkið sitt, þótt hún hafi ekkert
verið að nefna það neitt sérstak-
lega, enda ekki alin upp við slíkt.
Litla eldhúsið í Höfðatúni var
heitasti staðurinn, ekki bara
hvað vinsældir snertir, heldur í
orðsins fyllstu merkingu. Þar var
besta kaffið, langbestu kleinurn-
ar og dásamlegustu snúðarnir og
þar var amma. Kaffið drukkið,
bollanum snúið réttsælis og
rangsælis, lagður á hvolf á heitan
ofninn, beðið í smá stund og svo
kíkir amma í bollann, stundum
fussað en oftast hlegið og alltaf
var hún viss um hver átti hvaða
bolla þótt við Bára systir værum
stundum að prufa að víxla þeim.
Fallegur var blómagarðurinn
hennar ömmu, þar sem særokið
átti til að æða yfir með miklum
látum. En samt breiddu blómin
alltaf úr sér á móti sólinni og í
minningunni er eins og alltaf hafi
verið sumar í þessum garði.
Verkakona í frystihúsi var
hennar ævistarf og aldrei kvart-
aði hún yfir því hlutskipti, sagði í
viðtali í tilefni af hundrað ára af-
mæli sínu að líklega væri hún
enn að vinna ef frystihúsinu hefði
ekki verið lokað. Dásamlegt að
hafa fengið að upplifa að vinna
með ömmu í frystihúsinu. Láta
hana kenna sér vist, slá í borðið
þegar sett er út og muna að
svíkja ekki lit og spilað í öllum
kaffitímum. Hún stundaði líka
búskap lengst af, mikil sveita-
kona, kindur eru mitt uppáhald,
sagði hún oft.
Sunnudagsmorgunn og við
Dolli mætt í heimsókn til ömmu,
ekkert kaffi, engar kleinur en út-
varpsmessan glymur og amma
vísar okkur til betri stofu. Í út-
varpinu er séra Hjálmar Jónsson
að predika og nú skulum við
gjöra svo vel og hlusta með and-
akt á messuna til enda. Kaffi og
spjall verður að bíða, ekkert má
trufla ömmu sem hækkar í út-
varpinu svo við heyrum nú
örugglega vel í séra Hjálmari
sem er greinilega í uppáhaldi.
Líklega eina sunnudagsmessan
sem við Dolli höfum hlustað á til
enda og í algjörri þögn.
Amma flutti á dvalarheimilið
Sæborg fyrir um fimm árum.
Það verður bara svo að vera,
sagði hún, fyrst ég geti ekki
hugsað um mig sjálf, þá hartnær
97 ára. Á Sæborg var hún ánægð
og leið vel.
Nú lít ég ekki lengur við í
morgunkaffi til ömmu og strýk
henni um vanga og segi; hæ
amma mín þetta er Dadda.
Takk fyrir allt elsku amma.
Dagný Marín Sigmarsdóttir.
Jóhanna
Jónasdóttir
Fleiri minningargreinar
um Jóhönnu Jónasdóttur bíða
birtingar og munu birtast í
blaðinu næstu daga.