Morgunblaðið - 21.08.2020, Qupperneq 21
sótti Helga síðast á líknardeild-
ina og þar kvöddumst við í síð-
asta sinn. Um leið og ég þakka
þér samfylgdina, kæri vinur og
bróðir, vil ég skila kveðju frá
Hrafnhildi systur minni og fjöl-
skyldu í Kanada. Fjölskyldu og
vinum Helga sendum við hjónin
okkar innilegustu samúðarkveðj-
ur. Hvíl í fríði, kæri vinur og
bróðir.
Gunnar Ó. Kvaran.
Kær vinur og samstarfsmaður
frá fyrri tíð, Helgi Steingríms-
son, er nú fallinn frá eftir erfið
veikindi. Hans verður sárt sakn-
að af þeim sem honum kynntust
enda eftirminnilegur maður,
hæfileikaríkur og athafnasamur,
en umfram allt skemmtilegur.
Ég kynntist Helga fyrir um
hálfri öld þegar hann hringdi í
mig, eitt hráslagalegt kvöld í
janúar, og bauð mér sæti hljóm-
borðsleikara í hljómsveitinni
Haukum. Það gerði hann með
þessum orðum: „Við erum hérna
þrír, ég, Engilbert Jensen og
Gunnlaugur Melsteð, og okkur
vantar einn lélegan í viðbót.“
Svona tilboði er ekki hægt að
hafna, en þetta lýsir Helga vel,
hárfínu skopskyni hans og létt-
leika, sem kom manni alltaf í
gott skap.
Strax í upphafi var ljóst að
Helgi var foringinn. Hann hafði
rekið hljómsveitina Hauka í ára-
tug þegar þarna var komið sögu,
enda hafði hann byrjað í brans-
anum kornungur, fyrir tíð Bítl-
anna þegar Shadows var aðal-
bandið. Helgi gerði mér strax
grein fyrir því að Haukar væru
danshljómsveit, sem hefði það að
aðalmarkmiði að skemmta fólki.
Því væri lögð áhersla á létta og
dansvæna slagara, þar sem liðið
gæti sungið með. „Við erum ekk-
ert að gera hlutina flókna,“ sagði
Helgi, og bætti því við að ein-
kunnarorð sveitarinnar væru:
„Ef á að fara að spila eitthvað
nauið hér, þá er ég farinn …“
Þessi stefna svínvirkaði og við
spiluðum jafnan fyrir troðfullum
samkomuhúsum hringinn í
kringum landið allan þann tíma
sem ég var liðsmaður sveitarinn-
ar. Fljótlega eftir að ég gekk til
liðs við Hauka réð Helgi okkur á
vínveitingahúsið Röðul í Reykja-
vík, þar sem við spiluðum að
jafnaði sex kvöld í viku. Helgi
stjórnaði lagavalinu enda ein-
staklega lunkinn við að „lesa sal-
inn“ eins og það er kallað. Hann
spjallaði gjarnan við gesti ofan
af sviðinu beint í míkrafóninn,
þekkti flesta í salnum og við
þetta skapaðist vinalegt og
þægilegt andrúmsloft á staðnum
og aðsóknin jókst til muna þann
tíma sem Haukar spiluðu á
Röðli. Helgi kom því í gegn að
Haukar fengu frí frá
spilamennskunni á Röðli til að
spila í Ungó í Keflavík á laug-
ardagskvöldum, jafnan fyrir
smekkfullu húsi. Eins átti Helgi
stærstan þátt í tveimur utan-
landsferðum sveitarinnar, á
þorrablót Íslendingafélagsins í
New York og árshátíð Loftleiða-
manna í Luxemborg. Báðar
þessar ferðir voru afar eftir-
minnilegar og Helgi hrókur alls
fagnaðar. Eftir að spilamennsk-
unni lauk héldum við Helgi sam-
bandi, mismiklu eftir aðstæðum,
en þráðurinn slitnaði aldrei. Síð-
ustu árin styrktist samband okk-
ar, ekki síst eftir að ljóst var að
hverju stefndi með heilsufar
Helga. Ég man hvað hann var
stoltur þegar hann benti mér á
vegginn með öllum afkomendun-
um á fallegu heimili, sem dætur
hans höfðu búið honum í Aust-
urbrún. Hann var afar þakklátur
dætrum sínum fyrir hversu vel
þær hugsuðu um hann síðustu
árin og hann kvaðst fara sáttur
við guð og menn.
Við Björg vottum aðstandend-
um og ástvinum Helga okkar
dýpstu samúð. Minningin um
góðan dreng lifir. Hvíl í friði
kæri vinur!
Sveinn Guðjónsson.
MINNINGAR 21
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. ÁGÚST 2020
✝ Páll Sig-urjónsson
fæddist 17. júlí
1944 að Söndum í
Meðallandi, Vestur-
Skaftafellssýslu.
Hann lést á Heil-
brigðisstofnun Suð-
urlands þann 12.
ágúst 2020.
Foreldrar Páls
voru Sigurjón Páls-
son, f. 9. 9. 1911, d.
30. 3. 1997 og Sigríður Sveins-
dóttir, f. 24. 1. 1914, d. 20. 3. 2005.
Systkini Páls eru Jón, f. 14. 3.
1946, Sveinn, f. 1. 10. 1947, Mar-
grét f. 2. 2. 1949, Guðrún, f. 29. 4.
1950, Sigurjón, f. 13. 6. 1951,
Gréta, f. 23. 4. 1953, og Val-
gerður, f. 4. 11. 1955, d. 26. 11.
1999.
Páll var fæddur
að Söndum í Með-
allandi 1944 en
fluttist fjölskyldan
að Galtalæk í
Landsveit árið
1945 þar sem hann
ólst upp ásamt
systkinum sínum.
Hann gekk í skóla
að Hellum, Skóga-
skóla og Bænda-
skólann á Hvann-
eyri.
Páll á Galtalæk var fram-
sóknarmaður fram í fingur-
góma, mikill vélamaður og víð-
lesinn. Greiðvikinn, hnyttinn og
barngóður.
Útför Páls fer fram frá
Skarðskirkju í dag, 21. ágúst
2020, klukkan 14.
Að morgni miðvikudagsins 12.
ágúst síðastliðins andaðist á
sjúkrahúsinu á Selfossi vinur
minn og frændi, Páll Sigurjónsson
frá Galtalæk. Þrátt fyrir að heilsa
hans hafi ekki verið góð að und-
anförnu bar andlát hans mjög
brátt að og liðu aðeins nokkrir
dagar frá því hann greindist með
illvígan sjúkdóm þar til hann féll
frá. Páll var fæddur í Meðallandi,
en fluttist með foreldrum sínum á
Galtalæk í Landsveit strax á
fyrsta ári, ólst þar upp og bjó þar
mestan hluta ævi sinnar. Hann var
elstur af átta systkinum, fjórum
bræðrum og fjórum systrum.
Stutt var á milli þess elsta og
þeirrar yngstu, þannig að oft gat
verið mikill atgangur og fjör á
bænum og alltaf nóg við að vera,
enda mjög blómlegur búskapur
rekinn á Galtalæk á þeim árum og
um tíma stórbýli. Auk fjölskyld-
unnar vorum við tveir eða þrír
sumarstrákar þann tíma sem ég
var þar í sveit, en ég dvaldi þar á
sumrin í um áratug. Í raun varð
bærinn mér sem annað heimili og
mér alltaf tekið sem hluta af heim-
ilisfólkinu. Og lengi á eftir var ég
þar reglulegur gestur, fyrst einn
en síðar með fjölskyldunni. Þegar
ég fyrst man eftir Páli var hann
þegar farinn að vinna utan heim-
ilisins, m.a. hjá Ferðafélaginu og á
vélum Ræktunarsambands Ása-,
Holta- og Landhrepps. Hann fór
síðan í búfræðinám á Hvanneyri á
þrítugsaldri, en áhugamál hans
tengdust öðru en búskapnum og
fór hann eftir námið í vinnu á jarð-
ýtu við hafnargerð í Grindavík, en
síðan í vinnu við virkjanafram-
kvæmdir á jarðýtu þeirra feðga.
Páll var alltaf með húmorinn
skammt undan og gerði jafnan
mest grín að sjálfum sér, sagðist
vera latur bóndi og hefði meiri
áhuga á lestri, félagsmálum og
pólitík. Sagði skemmtisögur af
sjálfum sér, en auk þess þurfti
hann aðeins að ræða pólitíkina,
sem hann fylgdist mjög vel með og
hafði fastar skoðanir á. Og var allt-
af stoltur af flokknum sínum.
Hann gerði talsvert af því að setja
saman ljóð og vísur af ýmsu tilefni
og skemmtum við okkur oft yfir
frábærum vísum hans, enda
heyrðumst við reglulega um
margra ára skeið og kom maður
aldrei að tómum kofunum þar.
Hann kunni sennilega alltaf best
við sig í vinnu á vélum, enda var
hann þar í essinu sínu, eins og ég
upplifði þegar ég vann með honum
um tíma á jarðýtunni í Kvíslarveit-
um. Hann tók þrátt fyrir það við
rekstri helmingi búsins á Galtalæk
þegar faðir hans hætti. Jörðinni
var skipt upp og stundaði Páll
mjólkurframleiðslu fyrstu árin á
eftir, en var einn og fljótlega hall-
aði undan fæti, uns hann hætti al-
veg hefðbundnum búskap. Næstu
ár voru honum mjög erfið og rofn-
aði sambandið á milli hans og
margra vina hans þá um tíma. En
hann var áfram mikill vinur vina
sinna og vildi allt fyrir aðra gera.
Hann var hins vegar ekki jafn góð-
ur við sjálfan sig og það var ekki
fyrr en hann flutti til Margrétar
og Jóhönnu að Hellum fyrir um
áratug sem hann náði sér sæmi-
lega aftur, enda fékk hann þar
góða umönnun. Nú þegar ég kveð
frænda minn og vin vil ég þakka
fyrir áralanga vináttu okkar og all-
ar góðu stundirnar og símtölin
sem við áttum. Blessuð sé minning
Páls á Galtalæk.
Tryggvi Þór Haraldsson.
Guðrún S. Jónsdóttir.
Í dag fylgi ég til grafar vini mín-
um og sveitunga Páli á Galtalæk.
Á mínum unglingsárum kynntist
ég Palla fyrst. Heyskapur og
haugdreifing voru okkar sameig-
inlegu verkefni. Bændur í Skarði
og á Galtalæk áttu saman tæki og
því mikið samstarf á milli bæja.
Fyrstu árin sem við Palli unnum
saman bauð hann mér Camel en
ég þáði ekki, hann gerði það til ör-
yggis ef ske kynni að ég væri byrj-
aður að reykja. Öll þau ævintýri
sem við Palli lentum í væri efni í
heila bók sem gæti borið titilinn
óheppni getur verið bagaleg.
Þetta orðatiltæki notaði Palli því
hann gat alltaf séð eitthvað já-
kvætt í óheppninni eins og þegar
við vorum að heyja eina nóttina
síðsumars í Gunnarsholti þegar ég
rak augun í rúlluplast undir pökk-
unarborðinu hjá honum. Palli tók
þá upp vasahníf og skar plastið af
og allar mikilvægustu rafmagns-
leiðslur í sundur á pökkunarvél-
inni. Það seig verulega í mig eftir
þessa aðgerð hjá Palla en hann var
fljótur að segja: „Nú vorum við
heppnir, ég er alltaf með teip í vas-
anum.“ Öll börn hændust að Palla
og allir voru jafnir hjá honum,
hann gerði ekki mannamun, þegar
Palli kom í heimsókn þá heilsaði
hann öllum með handabandi ung-
um sem öldnum. Þegar Palli
greindist með sykursýki tjáði
læknirinn honum að hann ætti að
minnka reykingar og hætta að
borða feitt kjöt. Palli taldi þetta
ekki góð lífsskilyrði. Palli gat verið
þrjóskur, hann fór ekki alltaf eftir
því sem var sagt við hann hvort
sem það var læknir eða hans nán-
ustu. Palli sló hvert sykurmetið í
blóði sínu, læknar höfðu aldrei séð
annað eins. Ég er viss um að olíu-
verkið í Palla hafi verið það sama
og í Fergusoninum hans, það
skipti engu hvort það var of mikið
eða of lítið af glussa, þeir gengu
alltaf og mættu í sína vinnu. Í sum-
ar versnaði heilsa Palla mikið og
virtist camel-dýrið vera búið að
taka völdin sem reyndist svo vera
rétt. 16. og 17. júlí eru merkisdag-
ar hjá okkur Palla, okkar afmæl-
isdagar. Að kvöldi 16. júlí fórum
við í Skarði með fé á fjall og buðum
Palla með. Þegar heim var komið
17. júlí var grillað um nóttina og
við héldum okkar afmælisveislur.
Mér datt ekki í hug að þetta ætti
eftir að verða okkar síðasta sam-
eiginlega afmælisveisla. Í ferðinni
ræddum við gömlu vörðuðu leiðina
yfir Fjallabak og ég spurði hvort
hann vissi hvar vörðurnar væru
fyrir ofan Galtalæk. Palli vissi
hvar þær væru og við ætluðum að
skoða þær í haust. Sunnudaginn 9.
ágúst hitti ég Palla á Hellum, hann
kom í dagsheimsókn af spítalan-
um. Við áttum gott spjall. Þegar
ég kvaddi Palla lagði hann mikla
áherslu á að við yrðum að skoða
vörðurnar fljótlega, sú ferð verður
víst ekki farin. Þetta var í síðasta
sinn sem ég tók í hönd Palla og
kvaddi hann. Það er skrítið að
skrifa þessa grein hér við eldhús-
borðið í Skarði og vita til þess að
Palli kemur ekki oftar í kaffi með
nýbrýndan vasahníf til að skiptast
á fréttum og ræða heimsmálin. Ég
trúi því að í himnaríki sé bæði til
Framsóknarflokkurinn og Camel,
þá er Palli kominn á góðan stað.
Við fjölskyldan vottum fólkinu
hans Palla dýpstu samúð og megi
góður guð geyma ykkur.
Erlendur (Elli), Berglind
og börn.
Þegar ég ek veginn um Mýr-
dalssandinn, á milli Múlakvíslar
og austur á móts við Álftaver,
kemur Páll frá Galtalæk upp í
huga minn, því það voru hann og
Jón bróðir hans sem ýttu þeim
vegi upp. Maðurinn er nú allur og
þurfa þeir ekki að undrast það,
sem þekktu til hóflausra tóbaks-
reykinga hans.
Páll og Sveinn bróðir hans ráku
lengi bú hvor á sinni hálflendu
Galtalækjar. Snemma kom í ljós
hin mikla snyrtimennska Sveins,
því við 14 ára aldurinn skapaði
hann og hlóð upp þá sporöskjulög-
uðu eyju sem er þar fyrir framan
gamla bæinn. Sveinn var og mað-
ur nákvæmur. Að sumu leyti voru
þeir bræður of ólíkir til nábýlis og
þess að deila með sér sameigin-
legri verkfæra- og vélageymslu.
Ýtti þó fleira undir þeirra sund-
urþykkju.
Páll bjó í gamla bænum og í ein-
hver ár var það öldruð móðir hans
sem annaðist öll innanbæjarverk.
Gestkomandi fólk undraðist
hversu fullkomin og dýr heimilis-
tækin voru þar í eldhúsinu. Þegar
Páll var spurður út í það svaraði
hann: „Af því að við vorum utan-
húss með svo dýr heyvinnutæki,
þá vildum við láta hana mömmu fá
allt það vandaðasta og besta sem
hægt var að fá.“ Þetta sýnir hug-
arfar þeirra feðga til eiginkonu og
móður.
Nærri aldamótunum þurfti að
koma kínverskri stúlku til ársdval-
ar hérlendis á leið hennar til USA,
þar sem bróðir hennar var læknir.
Hún vildi starfa í sveit og hringdi
ég í Pál út af þessu. Niðurstaðan
var, eins og hann orðaði það, „ég
og mamma erum svo hrædd um að
það verði svo miklir tungumála-
örðuleikar á milli hennar og henn-
ar mömmu.“ Ég gat skjótt útveg-
að henni pláss á öðrum sveitabæ.
Seinna sagði ég við Pál að þetta
hefðu verið mistök; Kínverjar
bæru mikla virðingu fyrir gömlu
fólki og kannski hefði hún aldrei
farið frá Galtalæk, og nú væri
hugsanlega ungur „Mao“ gang-
andi þar um eldhúsgólfið. Páll
svaraði: „Þetta eru nú ekki einu
mistökin sem ég hef gert í kvenna-
málunum.“
Mér er nær að segja að Páll hafi
ekki getað búið einn; honum var
ósýnt um matargerð og er árin
liðu virtist hann verða skeytingar-
laus um eigið útlit og klæðnað, var
hann þó sem yngri maður mynd-
arlegur ásýndum og oft vel uppá-
búinn. Hann hefði þurft að eignast
konu sem hefði stjórnað fjármál-
um og innanhússumgengni.
Páll bjó yfir ýmsum góðum
eiginleikum; þekking hans var
talsverð varðandi margt, hann var
skáld gott og slíkur ræðumaður að
hann þurfti aldrei að hafa skrifaða
minnispunkta. Í ræðustól sá ég
hann síðast á Brúarlundi. Röddin
var þá svo brostin að ekki var ljóst
hvað hann sagði. Fullur salur fólks
sýndi honum þá virðingu að
dauðaþögn ríkti á meðan. Ekki
beitti Páll hugsun sinni til að ná
fullum afurðum úr sauðfé eða
nautpeningi og fjármálamaður var
hann enginn. Kannske spilaði Páll
ekki rétt úr þeim eignleikum sem
hann fékk í vöggugjöf og sé svo, þá
má vera að því hafi valdið, að á
barnsaldri slasaðist hann mjög illa
á höfði.
Hann var góðmenni, en slíkum
mönnum er oft hætt við að láta
glansyrði óþokka glepja sér sýn.
Hjálpsemishyggja einkenndi
hann. Aldrei heyrði ég hann mæla
neikvætt eða tvírætt orð um
nokkra manneskju. Hann, eins og
faðir hans, var heill í sinni vináttu.
Börn hændust að honum og segir
það meira en mörg orð um það,
hver hans innri maður var. Á
hverju sem gekk virtist hann alltaf
ánægður með lífið og hitti ég hann
aldrei öðruvísi en glaðan.
Gunnar Guðmundsson
frá Heiðarbrún.
Það er skrítin tilfinning að vita
að ég á ekki eftir að eiga fleiri sam-
töl við Pál, þar sem við veltum fyr-
ir okkur málefnum hversdagsins,
ræðum um pólitík eða landbúnað,
veltum fyrir okkur veðrinu sem
hefur verið undanfarin misseri og
hvers við getum vænst á komandi
vikum og mánuðum.
Páli var ekkert óviðkomandi.
Hann var vel lesinn og undarlega
mikið með puttana á púlsinum, al-
veg sama hvert umræðuefnið var,
þrátt fyrir að vera á kafi í fé-
lagsmálum og með búreksturinn á
öxlunum.
Að skottast um tún og haga
með Páli var sjálfsagður lúxus.
Hann var ávallt til í að eyða stund-
um með okkur krökkunum. Hann
tók hlutverk sitt alvarlega að
kenna okkur hversdagsverkin og
leiðbeina. Hann var ávallt til stað-
ar, sama hvað dundi á í hans lífi,
tilbúinn að hlusta á það sem ungri
stúlku lá á hjarta. Ég man ekki
eftir því að hann hafi verið ásak-
andi, hann var tilbúinn að hlusta
og leiðbeina, spyrja frekar en
gagnrýna og hefði sómt sér vel í
heimspekideild Háskólans.
Hann var með eindæmum
barngóður og ósjaldan slegist um
að fá að sitja hjá honum. Það var
ekki óalgengt að hann sæti með
fullt fang af börnum og jafnvel tvö
eða þrjú hangandi á bakinu, þó
plássið á bekknum byði varla upp
á það. Það þótti mikil upphefð að
fá að sitja í horninu milli Páls og
afa, og slegist um að ná því sæti.
Ég varð þeirrar gæfu aðnjót-
andi að ná að eyða mörgum árum í
félagsskap Páls og ósjaldan eyddi
fjölskyldan heilu sumrunum við
bústörf á Galtalæk og flestum
helgum að vetri. Mörg kvöld voru
lögð undir spilamennsku og
ósjaldan að við lögðum af stað í
bæinn í dagrenningu þar sem það
var erfitt að hætta og slíta sig frá
borðinu.
Páli þótti vænt um fólk og vildi
allt fyrir það gera. Hlaðið var yf-
irleitt fullt af vélum og ósjaldan að
bústörfin væru lögð niður til að
hægt væri að redda nágrönnum
og vinum. Hann fylgdist með því
sem var að gerast í lífi annarra og
var umhugað um börnin og hvar
þau væru í lífinu.
Í minni síðustu heimsókn til
Páls var greinilegt að hann var
kvalinn og að einhverju leyti léttir
að hann hafi ekki kvalist lengi.
Hann náði þó að reykja tvær Ca-
mel filterslausar og taldi víst að
hann myndi að minnsta kosti ekki
deyja úr heimsóknarskorti.
Blessuð sé minning þín, elsku
Páll.
Lovísa (Hrísla) og börn.
Páll Sigurjónsson
Fleiri minningargreinar
um Pál Sigurjónsson bíða
birtingar og munu birtast í
blaðinu næstu daga.
Kæru ættingjar og vinir.
Innilegar þakkir fyrir hlýhug og samúð við
andlát og útför ástvinar okkar,
SNORRA EDVINS HERMANNSSONAR,
húsasmíðameistara á Ísafirði.
Sérstakar þakkir færum við starfsfólki
Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða á hjúkrunarheimilinu Eyri og
sjúkrahúsinu fyrir umönnun og alla alúð.
Með hlýjum kveðjum,
Auður H. Hagalín
Hrafn Snorrason Rannveig Björnsdóttir
Ingibjörg S. Snorra Hagalín Hávarður G. Bernharðsson
Snorri Már Snorrason Kristrún H. Björnsdóttir
Heimir Snorrason Hagalín Fjóla Þorkelsdóttir
Hermann Þór Snorrason Helga Harðardóttir
afa- og langafabörn
Okkar ástkæri
HANS AÐALSTEINN SIGURGEIRSSON,
fyrrverandi sjómaður
og sendibílstjóri,
lést mánudaginn 27. júlí. Útför hefur farið
fram í kyrrþey að ósk hins látna.
Fyrir hönd aðstandenda,
Sigríður Guðmundsdóttir
Ástkær faðir, tengdafaðir, afi og ástvinur,
KRISTJÁN JAKOB VALDIMARSSON
Breiðuvík 9, Reykjavík,
lést á líknardeild Landspítalans að morgni
þriðjudagsins 18. ágúst.
Útförin fer fram frá Lindakirkju mánudaginn
31. ágúst klukkan 13.
Í ljósi aðstæðna er athöfnin aðeins fyrir nánustu aðstandendur
og boðsgesti. Athöfninni verður streymt frá facebookhópnum
„Útför Kristjáns Valdimarssonar“
https:// www.facebook.com/groups/3210436175688141/
Þeim sem vilja minnast hans er bent á Ljósið.
Blóm og kransar afþakkaðir.
Hrafn Kristjánsson Maríanna Hansen
Mikael Máni Hrafnsson
Kristján Breki Hrafnsson
Alexander Jan Hrafnsson
Árný Eir Kristjánsdóttir
Ásta María Björnsdóttir