Morgunblaðið - 21.08.2020, Page 22
22 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. ÁGÚST 2020
Smáauglýsingar
Sumarhús
Sumarhús – Gestahús –
Breytingar
Framleiðum stórglæsileg sumarhús
í ýmsum stærðum.
Tökum að okkur stækkun og
breytingar á eldri húsum.
Smíðum gestahús – margar
útfærslur.
Sjáum um almennt viðhald á
sumarhúsum og sólpöllum.
Setjum niður heita potta og
smíðum palla og skjólveggi.
Áratugareynsla –
endilega kynnið ykkur málið.
Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn,
sími 892-3742 og 483-3693,
www.tresmidjan.is
Bílar
Toyota Land Cruiser 1/2018
33” breyttur með snorkel.
Loftdæla - krómgrind ofl.
Sjálfskiptur. Ek. 76 þ. km.
Ný yfirfarinn og þjónustaður.
Verð: 8.890 þús.
www.sparibill.is
Hátúni 6 A – sími 577 3344.
Opið kl. 12–18 virka daga.
Raðauglýsingar
Félagsstarf eldri borgara
Árskógar Smíði, útskurður, tálgun, pappamódel með leiðb. kl. 9-16.
Hádegismatur kl. 11:30 – 13. Kaffisala kl. 14:45 – 15:30.
Allir velkomnir í Félagsstarfið sími: 411-2600.
Félagsmiðstöðin Hæðargarði 31 Kaffi og spjall kl. 8:50. Frjálst í
Listasmiðju kl. 9:00-16:00. Hádegismatur kl. 11:30-12:30. Síðdegiskaffi
kl. 14:30. Við vinnum áfram eftir samfélagssáttmálanum, þvo og
spritta hendur, virða 2 metra regluna. Allir velkomnir óháð aldri og
búsetu. Nánari upplýsingar í síma 411-2790
Garðabæ Jónshúsi/ félags - og íþróttastarf: 512-1501. Opið í Jónshúsi
og heitt á könnunni alla virka daga frá 08:30-16:00. Hægt er að panta
hádegismat með dagsfyrirvara. Meðlæti með síðdegiskaffinu er selt
frá 13:45 -15:15. Gönguhópur frá Jónshúsi kl. 10:00.
Hvassaleiti 56-58 Morgunkaffi og spjall frá 8:30-10:30.
Útvarpsleikfimi kl. 9:45. Gönguferð kl. 13:30.
Korpúlfar Gönguhópar kl. 10:00 gengið frá Borgum, ganga við allra
hæfi og gleðileg samvera. Hláturjóga með Þórdísi kl. 14:00 í Borgum,
hvetjum alla til að mæta. Minnum á tveggja metra regluna og
reglulegan handþvott og sprittun. Verið hjartanlega velkomin.
Samfélagshúsið Vitatorgi Hefjum daginn á hláturnámskeiði í
setustofu, kl. 9:30, og hlæjum okkur inn í helgina. Þá hittumst við í
handavinnustofu í föstudagsspjalli, kl. 10-11. Eftir hádegi, kl. 13, hefst
svo seinasta hópþjálfunin með hreyfiteyminu sem hefur verið hjá ok-
kur í sumar. Vöfflukaffi hefst kl. 14:30.
Verið öll velkomin til okkar á Lindargötu 59.
Seltjarnarnes Kaffispjall í króknum kl. 10.30. Nk. mánudag kl. 9.00
hefjum við námskeiðin í leir og gleri í samráði við leiðbeinendur.
Einnig byjum við með Jóga í salnum á Skólabraut kl. 11.00 og
handavinnu í salnum á Skólabraut kl. 13.00. Allir velkomnir. Í öllum
okkar dagskrárliðum leggjum við áherslu á 2ja metra regluna,
handþvott og sprittun.
✝ GeorgínaBjörg fæddist í
Reykjavík 5. sept-
ember 1979. Hún
lést á heimili sínu 2.
mars 2020.
Foreldrar henn-
ar eru Katrín Gísla-
dóttir Sedlacek og
Jón Guðmundur Jó-
hannsson.
Georgína kynntist
árið 1998 Guðleifi
W. Guðmundssyni og eignuðust
þau saman tvær dætur, Töru
Angelicu, f. 2000, og Katrínu
Emblu, f. 2005. Leiðir þeirra
skildi árið 2006.
Georgína fór í sam-
band á ný þegar
hún kynntist Daníel
Frey og saman eiga
þau Patrik Hrafn, f.
árið 2009.
Útförin fer fram
frá Selfosskirkju í
dag, 21. ágúst 2020,
kl. 14 en vegna að-
stæðna í samfélag-
inu verða einungis
þeir nánustu, en hægt er að
fylgjast með athöfn á heimasíðu
Selfosskirkju, www.selfoss-
kirkja.is.
Elsku mamma mín.
Hér að hinstu leiðarlokum
ljúf og fögur minning skín.
Elskulega amma góða
um hin mörgu gæði þín.
Allt frá fyrstu æskudögum
áttum skjól í faðmi þér.
Hjörtun ungu ástúð vafðir
okkur gjöf sú dýrmæt er.
Hvar sem okkar leiðir liggja
lýsa göfug áhrif þín.
Eins og geisli á okkar brautum
amma góð, þótt hverfir sýn.
Athvarf hlýtt við áttum hjá þér
ástrík skildir bros og tár.
Í samleik björt, sem sólskinsdagur
samfylgd þín um horfin ár.
Fyrir allt sem okkur varstu
ástarþakkir færum þér.
Gæði og tryggð er gafstu
í verki góðri konu vitni ber.
Aðalsmerkið: elska og fórna
yfir þínum sporum skín.
Hlý og björt í hugum okkar
hjartkær lifir minning þín.
(Ingibj. Sig.)
Elsku mamma, takk fyrir allt.
Þín dóttir
Embla.
Ég kveð þig mamma, en sé um svið
að sólskin bjart þar er,
sem opnar hlið
að fögrum frið,
og farsæld handa þér.
Því lífs er stríði lokið nú,
en leiðina þú gekkst í trú
á allt sem gott og göfugt er
og glæðir sálarhag.
Það ljós sem ávallt lýsti þér,
það lýsir mér í dag.
Ég kveð þig, mamma, en mildur
blær
um minninganna lönd,
um túnin nær og tinda fjær,
mig tengir mjúkri hönd,
sem litla stúlku leiddi um veg,
sú litla stúlka; það var ég,
og höndin; það var höndin þín,
svo hlý og ljúf og blíð.
Ég kveð þig, elsku mamma mín,
en man þig alla tíð.
(Rúnar Kristjánsson)
Dvel ég í draumahöll
og dagana lofa.
Litlar mýs um löndin öll
liggja nú og sofa.
Sígur ró á djúp og dal,
dýr til hvílu ganga.
Einnig sofna skolli skal
með skottið undir vanga.
(Kristján frá Djúpalæk)
Þín dóttir
Tara.
Elsku Gína.
Mig langar að þakka fyrir all-
ar þær stundir sem við áttum
saman í gegnum árin. Minning-
ar sem ég geymi og fylgja mér
alla ævi. Þú vafðir mig svolítið
inn í teppi þegar við kynntumst
1998, þá hafði ég nýverið misst
pabba og þú gafst mikið af þér
til mín og veittir mér von og
gleði, það er eitthvað sem mun
geymast í mínu hjarta og vil ég
þakka þér fyrir að hafa verið til
staðar. Við eignuðumst tvær
yndislegar stelpur, Tara kom í
heiminn í ágúst árið 2000 og
Embla í febrúar árið 2005.
Elsku Gína, lífið er ekki mal-
bikað alla leið og þú fékkst
stundum að kynnast því en allt-
af var stutt í brosið sem bræddi
marga. Eftir regnið kemur sól,
eftir sorg kemur gleði. Nú ertu
komin í hlýjan faðm þar sem
engar áhyggjur eru né sársauki
og ef ég þekki þig rétt ertu
geislandi af gleði með þitt fagra
bros. Gína mín, takk fyrir allt og
megi ljósið fagra veita þér yl og
birtu.
Guðleifur W. Guðmundsson.
Hver minning dýrmæt perla að liðn-
um degi,
hin ljúfu og góðu kynni af alhug
þakka hér.
Þinn kærleikur í verki var gjöf sem
gleymist eigi,
og gæfa var það öllum er fengu að
kynnast þér.
(Ingibjörg Sigurðardóttir)
Mig langar aðeins að bæta
við.
Þú hafðir svo margt fallegt að
gefa, endalaust áttir þú fallegar
hugsanir og ráð fyrir aðra. Þú
hafðir svo hreint og fagurt
hjarta, baktal var ekki til í þinni
orðabók. Þú fórst með hreina
sál í þína hinstu för, þú varst
listakona af guðsnáð. Elsku
hjartans Gína mín, nú hvílir þú í
landi ljóss og friðar, engillinn
minn.
Yndislegu börnum þínum
votta ég mína innilegustu sam-
úð, móður, föður, afa, ömmu og
öllum öðrum aðstandendum og
ástvinum. Þið eigið öll mína
samúð.
Kossar og knús, dúllan mín.
Þín
Ingibjörg (Inga).
Georgína Björg
Sörensen
✝ Þorbjörn Ár-mann Friðriks-
son fæddist á Siglu-
firði þann 5. ágúst
1941. Hann lést á
Landspítalanum 5.
ágúst 2020.
Foreldrar hans
voru Friðrik Sveins-
son lögregluþjónn,
f. 31.7. 1901, d. 18.5.
1951, og Jóna Þor-
björnsdóttir hús-
móðir, f. 1.11. 1919, d. 15.6. 1950.
Systir hans er Guðrún Friðriks-
dóttir, f. 1.12. 1938. Hálfsystkini
hans voru Gunnhildur Friðriks-
dóttir, f. 19.12. 1927, d. 14. 11.
2013, Svanhildur Friðriksdóttir,
f. 11.1. 1933, d. 12.2. 2019, Gísli
Friðriksson, f. 25.5. 1938, d. 23.7.
1987.
Þorbjörn kvæntist fyrri konu
sinni árið 1964, Þóru Steingríms-
dóttur, f. 24.4. 1943, d. 22.2.
2017. Sonur þeirra er Stein-
grímur, f. 10.3.1964, fyrrverandi
maki: Véný Xu, f. 19.8. 1968,
börn þeirra: 1) Þorbjörn, f. 10.4.
1990, maki: Ásta Jakobsdóttir, f.
frá Menntaskólanum á Akureyri
árið 1961. Þá hóf hann nám við
Kennaraháskólann, og fékk að
námi loknu stöðu skólastjóra við
Barnaskóla Suðureyrar við Súg-
andafjörð. Árið 1969 fór hann í
nám í raunvísindum við Kaup-
mannahafnarháskóla. Í fram-
haldi af því gerðist hann efna-
fræðikennari við Menntaskólann
við Tjörnina, síðar Mennta-
skólann við Sund og loks Fjöl-
brautaskólann við Ármúla. Um
aldamótin sneri hann sér að
rekstri eigin fyrirtækis, sem
hann sinnti til æviloka.
Þorbjörn vildi ætíð hafa eitt-
hvað við að vera, las helst nokkra
tíma á dag, og sat löngum stund-
um á vinnustofu sinni við smíðar.
Hann var málgefinn og vildi
ræða jafnt um dægurmál sem um
helstu áhugasvið sín, sögu og
tækni, auk þess sem hann var
fljótur að snúa hlutunum upp í
gamanmál.
Þorbjörn fór ekki varhluta af
mótlæti í sínu lífi. Daginn sem
hann fór í sveit, 9 ára gamall,
fékk hann að vita að hann væri
orðinn munaðarlaus. En æsku-
vinir hans á Siglufirði reyndust
honum vel, og átti hann margar
góðar bernskuminningar.
Útför Þorbjarnar fer fram frá
Þorlákskirkju í Þorlákshöfn í
dag, 21. ágúst 2020, klukkan 14.
26.3. 1991, barn:
Alda Sóley, f. 15.11.
2017, 2) Loftur, f.
11.9. 1996. Núver-
andi maki: Ru-
myana Björg Ivans-
dóttir, f. 27.9. 1966,
börn: 1) Pavel, f.
16.11. 1988, 2) Sve-
toslav, f. 27.2. 1990,
3) Þóra Zhenda, f.
21.12. 2010, 4) Ár-
mann Manol, f.
20.10. 2012.
Þorbjörn kvæntist síðari konu
sinni árið 1977, Ragnhildi Þor-
geirsdóttur, f. 23.3. 1957. Synir
þeirra eru: 1) Þorgeir, f. 18.3.
1979, maki: Guðmunda Harpa
Erlu Júlíusdóttir, f. 12.2. 1973,
börn: 1) Jóhanna Steinunn, f.
20.9. 1993, maki: Birnir Jarl,
börn: Óðinn Helgi f. 19.8. 2016,
Hrafnhildur Freyja, f. 9.7. 2020,
2) Björn Bjarki, f. 9.9. 1995, 3)
Júlíus Arnar, f. 7.5. 2001, 4)
Hrafnkell Emil, f. 26.3. 2007, og
2) Höskuldur, f. 11.3. 1982.
Þorbjörn gekk í grunnskóla á
Siglufirði og lauk stúdentsprófi
Veturinn 2004 til 2005 kynntist
ég Þorbirni tengdaföður mínum.
Ég hafði þó vitað af honum mun
lengur en þá sem föður Hösk-
uldar, æskuvinar bróður míns.
Þorbjörn var við fyrstu kynni
opinn persónuleiki og mikill
sögumaður, hann hafði yndi af
því að segja sögur og sagði mér
endalausar sögur af Þorgeiri,
eiginmanni mínum, sumar oftar
en einu sinni en hann var afar
samkvæmur sjálfum sér og voru
sögurnar alltaf óbreyttar, engin
smáatriði undanskilin eða
breytt. Þorbjörn kom mér fyrir
sjónir sem mjög gáfaður maður,
eiginlega alvitur. Hann var
magnaður vísindamaður, kenn-
ari, pabbi, tengdapabbi og afi.
Hann hafði sterkar skoðanir og
leyfði manni að vita þær, hann
skildi ekkert undan og kenndi
mér margt.
Ég gleymi seint kvöldi einu
líklega á árinu 2008 þegar
hringt var á dyrabjöllunni hjá
okkur og sagt í dyrasímann
„gott kvöld, er nokkuð hægt að
fá lánaðan kött hér?“ þarna var
Þorbjörn komin í leit að músa-
bana, við létum af hendi kisann
okkar, hann Krúselíus, það sem
gerðist svo næst var það að kisi
eignaðist heimili að Vörðu og
fékk annað nafn, Grákollur mú-
saskelfir, þar sem hann stóð
sína plikt með sóma. Þorbjörn
sagði að svona grimmur músa-
bani gæti ekki heitið svona
krúttlegu nafni.
Þegar við komum í sveitina
að Vörðu þá drógust börnin að
honum eins og býflugur að
blómum, hann var spennandi,
sýndi þeim hitt og þetta sem
þau sáu hvergi annars staðar og
hafði endalausa þolinmæði fyrir
spurningum þeirra um allt í
heiminum.
Þorbjörn hafði þá skoðun að
réttast væri að læra með því að
upplifa, hann tók það stundum
fulllangt að mínu mati með því
til dæmis að leyfa Hrafnkeli að
„keyra“, prufa allskyns verkfæri
og gefa honum rafmagnsborvél í
3 ára afmælisgjöf, hann hafði þó
alltaf varkárnina í fyrirrúmi og
enginn hlaut skaða af.
Mig langar að kveðja magn-
aðan mann með þessum orðum:
Í dagsins önnum dreymdi mig
þinn djúpa frið, og svo varð nótt.
Ég sagði í hljóði : Sofðu rótt,
þeim svefni enginn ræni þig.
(Steinn Steinarr)
Góða ferð, minn kæri, þangað
sem förinni er nú heitið.
Þín tengdadóttir,
Harpa.
Okkur systrum finnst báðum
eins og við höfum alist upp með
Þorbirni. Að hann hafi verið
með okkur frá blautu barns-
beini. Og það er raunar ekki
fjarri lagi. Þorbjörn var tvítugur
þegar þau Þóra, elsta systir
okkar, fóru að draga sig saman.
Hún var 18 ára. Við yngri syst-
ur vorum 9 og 14 ára. Þorbjörn
bjó þá á stúdentagörðum í ná-
munda við heimili okkar og það
leið ekki á löngu þar til hann var
fluttur inn á Oddagötu 4. Hann
varð fljótlega eins og sonur á
heimilinu, og bróðir okkar, kær-
leiksríkur og umhyggjusamur.
En hann var líka svo skemmti-
legur og skapandi. Stöðugt að
grúska, leita, skapa, skoða. Og
hann veitti okkur, af örlæti,
hlutdeild í því sem hann fékkst
við hverju sinni. Félagar okkar
kölluðu hann Edison. Hann var
uppfinningamaður.
Við systur nutum örlætis
hans ekki á sama hátt vegna
aldursmunar. Sigrún fékk frá
honum gersemar úr pappa og
tvinnakeflum, skuggamyndavél-
ar og hraðskreiða skriðdreka. Á
unglingsárum vakti hann svo
með henni áhuga á iðrum jarðar
í gönguferðum um fjöll og firn-
indi. Laufey var nær Þorbirni í
aldri og þau urðu góðir félagar,
fóru saman á skíði, í útreiðar-
túra og gönguferðir, eins og góð
systkin.
Þeim Þóru fæddist yndislegur
drengur meðan þau bjuggu enn
á heimili okkar og við urðum
strax hugfangnar af litla frænda
sem kom eins og ljós inn á
heimilið. Þóra systir hafði allt
frá unglingsárum átt við erfiðan
geðsjúkdóm að stríða, en fullur
elsku var Þorbjörn staðráðinn í
að lækna hana. Hann stundaði
nám í læknisfræði, og báðar
munum við eftir læknanemanum
sem mótaði úr leir nákvæmar
eftirlíkingar af hryggjarliðum og
öðrum beinum mannslíkamans.
Yfirborðsþekking eða utanbók-
arlærdómur átti ekki við Þor-
björn, hann þurfti að átta sig á
afstöðu hlutanna og kanna
grunninn.
Vegna erfiðra aðstæðna þurfti
Þorbjörn fljótt að gefa lækna-
námið upp á bátinn. Hann fór í
kennaraskólann og tók við
skólastjórastöðu á Suðureyri við
Súgandafjörð ári síðar. Frumleg
og skörp hugsun varð honum
ekki ævinlega til framdráttar í
kennaranáminu frekar en ann-
ars staðar, eins og þegar hann
fékk falleinkunn fyrir lokarit-
gerðina. Faðir okkar hafði lesið
ritgerðina og fannst hún einfald-
lega brilliant. Útkoman var því
kærð. Málið endaði í ráðuneyti
menntamála, þar sem einkunn-
inni var breytt úr falli í 10. Eng-
in meðalmennska þar.
Eftir dvölina á Suðureyri fór
Þorbjörn til Danmerkur til
frekara náms í efnafræði. Að
því loknu kenndi hann í
menntaskóla og stundaði jafn-
framt fræði og grúsk af mörgu
tagi. Hann vann meðal annars
merkar rannsóknir á rauða-
blæstri á Íslandi og kynnti nið-
urstöðurnar á ráðstefnu erlend-
is. Í könnunarferðum um landið
var Steini, sonur þeirra Þóru,
oftast með í ferð, en þeir feðgar
voru ævinlega miklir og góðir
félagar. Eftir skilnað þeirra
Þóru varð lítil breyting á sam-
bandi okkar við Þorbjörn.
Hann var áfram góður vinur,
studdi okkur með ráðum og
dáð, og var elskaður af fjöl-
skyldunni allri.
Við sendum sonum Þorbjarn-
ar innilegar samúðarkveðjur,
þeim Steina frænda, Þorgeiri
og Höskuldi, og fjölskyldum
þeirra.
Laufey og Sigrún
Steingrímsdætur.
Þorbjörn Ármann
Friðriksson
Fleiri minningargreinar
um Þorbjörn Ármann Frið-
riksson bíða birtingar og
munu birtast í blaðinu næstu
daga.
Skil | Þeir sem vilja senda
Morgunblaðinu greinar eru vin-
samlega beðnir að nota inn-
sendikerfi blaðsins. Smellt á
Morgunblaðslógóið í hægra
horninu efst og viðeigandi liður,
„Senda inn minningargrein,“
valinn úr felliglugganum. Einn-
ig er hægt að slá inn slóðina
www.mbl.is/sendagrein
Skilafrestur | Ef óskað er eftir
birtingu á útfarardegi verður
greinin að hafa borist eigi síðar
en á hádegi tveimur virkum
dögum fyrr (á föstudegi ef út-
för er á mánudegi eða þriðju-
degi).
Þar sem pláss er takmarkað
getur birting dregist, enda þótt
grein berist áður en skila-
frestur rennur út.
Lengd | Minningargreinar sem
birtast í Morgunblaðinu séu
ekki lengri en 3.000 slög. Ekki
er unnt að senda lengri grein.
Lengri greinar eru eingöngu
birtar á vefnum. Hægt er að
senda örstutta kveðju,
HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur.
Ekki er unnt að tengja viðhengi
við síðuna.
Formáli | Minningargreinum
fylgir formáli sem nánustu að-
standendur senda inn. Þar
koma fram upplýsingar um
hvar og hvenær sá sem fjallað
er um fæddist, hvar og hvenær
hann lést og loks hvaðan og
klukkan hvað útförin fer fram.
Þar mega einnig koma fram
upplýsingar um foreldra, systk-
ini, maka og börn. Ætlast er til
að þetta komi aðeins fram í for-
málanum, sem er feitletraður,
en ekki í minningargreinunum.
Minningargreinar