Morgunblaðið - 27.08.2020, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 27.08.2020, Blaðsíða 1
„Tilfinningin að hafa tekist þetta er ólýsanleg,“ segir Sævar Helgason á Akureyri. Þau Sævar og Sara Dögg Pétursdóttir eiginkona hans klifu Hraundranga í Öxnadal undir forystu Jökuls Bergmanns fjallaleiðsögumanns sl. þriðjudag. Alls tók þau um sex klukkutíma að komast úr Hörgárdal á toppinn. Fyrst var gengið upp í um 1.000 metra hæð um brekkur og skriður, en svo lagt í snarbratt hamrastál. „25. ágúst 2020 verður einn af stóru dögunum í lífi okkar,“ segir Sævar. Hraundrangi er 1.075 m hár og blasir við þegar ekið er um Hringveginn í Öxnadal. Tindurinn var lengi talinn ókleifur en var sigraður 5. ágúst 1956. Síðan þá hafa margir farið á fjallið og Jökull Bergmann á að baki 30 ferðir frá 1993. sbs@mbl.is Ljósmynd/Jökull Bergmann. Ólýsanleg tilfinning á Hraundranga F I M M T U D A G U R 2 7. Á G Ú S T 2 0 2 0 Stofnað 1913  201. tölublað  108. árgangur  119 kr/stk Kókómjólk ¼ lítri HP atkökur 499 kr/stk SS Lifrarkæfa 180 grG O TT V ER Ð a lla d a g a 159 kr/pk LJÓSIN ÚR INDÓNESÍSKUM FISKIGILDRUM MANNESKJAN KRAFTAVERK ÖLL VERKIN Á CHART ERU EFTIR KONUR OPNAR LÍFSFÆRNISKÓLA 20 LISTAKAUPSTEFNA 48-49HEIMILISLÍF 32 Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Landssamtök sauðfjárbænda (LS) áætla að fækkað hafi um liðlega 16 þúsund fjár á síðasta ári. Það leiðir til þess, að óbreyttri frjósemi og meðalþunga lamba, að slátrað verð- ur um 19 þúsund lömbum færra í sláturtíðinni sem nú er að hefjast. Er ljóst að framleiðslan minnkar enn eitt árið, nú um 300 tonn. Sumir spá frekari fækkun fjár í haust. Ef lömb koma óvenjulega væn af fjalli getur það dregið úr samdrætti. Sömuleiðis ef ásetningur minnkar í haust. Unnsteinn Snorri Snorrason, framkvæmdastjóri LS, reiknar með 300 tonna samdrætti í dilkakjöti og framleiðslan fari niður í um 8.000 tonn. Svo lítil hefur framleiðslan ekki verið í hálfa öld. Þótt sláturtíð sé að hefjast hafa sláturleyfishafar ekki gefið út verðskrár og bændur vita því ekki hvað þeir fá fyrir innleggið. Unnsteinn telur að ef ekki verður verulegur viðsnúningur megi búast við áframhaldandi samdrætti. Sláturleyfishafar merkja fækkun fjár út frá sláturpöntunum frá bænd- um. „Sauðfjárbændur eru orðnir langþreyttir á tekjuleysi og lágu af- urðaverði. Fyrirsjáanlegt er að það verður samdráttur í haust og spurn- ing með framhaldið,“ segir Ágúst Andrésson, forstöðumaður hjá KS. 19.000 lömbum færra  Áframhaldandi samdráttur í framleiðslu á lambakjöti  Færra fé nú í landinu en verið hefur í um hálfa öld MEnn samdráttur »6 Gamli yfirlæknisbústaðurinn á Víf- ilsstöðum liggur undir skemmdum. Hann var reistur veturinn 1919 til 1920 eftir teikningum Guðjóns Sam- úelssonar, sem þá hafði nýlokið námi í húsagerðarlist í Danmörku. „Mér ofbýður sú hörmung sem þar blasir við þegar litið er til þessa góða húss sem Guðjón Samúelsson teiknaði af snilld sinni. Það er að grotna niður. [...] Það var sagt að Ís- lendingar hefðu stundum étið eitt- hvað af skinnhandritum sínum. Það er hægt að fyrirgefa þeim það – þeir voru hungraðir. En þeir menn sem höndla um læknabústaðinn eru ekki svangir og því er skömm þeirra enn Liggur undir skemmdum  Eitt elsta verk Guðjóns Samúelssonar Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Bústaður Guðjón teiknaði húsið. meiri fyrir sinnuleysið,“ sagði Hrafnkell Helgason, síðasti yfir- læknir Vífilsstaða, á hundrað ára af- mæli þeirra árið 2010. »18
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.