Morgunblaðið - 27.08.2020, Síða 2

Morgunblaðið - 27.08.2020, Síða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. ÁGÚST 2020 Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is „Mér fannst engin skynsemi í öðru en að setja sjálfur upp hljóðver. Með þeim hætti get ég átt ráðstöf- unarrétt yfir upptökunum í framtíð- inni og jafnframt tryggt ásættanleg gæði í lestrinum,“ segir Jónas Sig- urgeirsson, bókaútgefandi hjá Bókafélaginu. Mikið líf er nú að færast í útgáfu hljóðbóka á Íslandi. Sífellt fleiri bækur eru hljóðritaðar samfara auknum vinsældum þessa útgáfu- forms og hafa margir útgefendur ákveðið að sjá sjálfir um fram- leiðslu hljóðbókanna í stað þess að fela öðrum verkið. Áfram má þó bú- ast við því að hljóðbækur komi út einhverju síðar en prentuð útgáfa þeirra. Eins og Morgunblaðið hefur greint frá nýtur streymisveitan Storytel sífellt vaxandi vinsælda. Margir útgefendur hafa til þessa framselt hljóðbókaréttinn til Story- tel og þar með falið fyrirtækinu gerð hljóðbóka. Það þýðir að Story- tel á réttinn að upptökunni, sem hugnast ekki öllum. Með því að sjá sjálfir um framleiðsluna hafa þeir yfirráðarétt yfir verkinu, geta til að mynda selt það bæði á Storytel og annars staðar kjósi þeir svo. Jónas kom sér upp hljóðveri fyrr á árinu og er hann með hljóðmann á sínum snærum sem sér til þess að vandað er til verka. „Hlustun á hlaðvörp og hljóðbækur eykst hér á landi í hverjum mánuði og óhætt að tala um hljóðbyltingu. Það er augljóst að hljóðbókum mun fjölga í framtíð- inni enda eru enn stórir höfundar sem aldrei hafa verið gefnir út á hljóðbók,“ segir hann. Pétur Már Ólafsson, útgefandi hjá Bjarti/Veröld, segir í samtali við Morgunblaðið að útgáfa hans hafi fram til þessa selt frá sér hljóð- bókarétt á bókum. Hér eftir verði breyting á og muni forlagið gefa hljóðbækur út sjálft og selja til endursöluaðila. „Við ætlum að taka sjálf stærri hluta af kökunni,“ segir Pétur Már og endurspeglar þar af- stöðu margra útgefanda sem Morg- unblaðið hefur rætt við. „Mér sýnist að ef fram fer sem horfir muni hljóðbókaútgáfa aukast til muna á næstunni,“ segir Gísli Helgason, eigandi Hljóðbók.is sem hefur um árabil gefið út hljóð- bækur. Gísli kveðst fagna aukinni útgáfu og segir jafnframt að athyglisvert sé að margir höfundar hafi sýnt því áhuga á að gefa bækur sínar sjálfir út á hljóðbók. „Stefnan er að reyna að auka verulega við hljóðbókaútgáfu For- lagsins enda hefur eftirspurn marg- faldast á aðeins örfáum misserum. Forlagið kom sér upp hljóðveri fyr- ir tveimur árum sem hefur verið í fullri notkun og við erum að undir- búa að reisa annað hljóðver. Þannig tvöföldum við upptökugetu okkar,“ segir Egill Örn Jóhannsson, fram- kvæmdastjóri Forlagsins. Félagið hefur boðið hljóðbækur sínar til sölu í eigin hljóðbókaappi en jafn- framt í áskrift hjá Storytel. Hljóðbókahljóðver spretta víða upp  Aukin útgáfa samfara vinsældum hljóðbóka  Útgefendur framleiða bækurnar sjálfir í stað þess að fela Storytel verkið  Taka þar með stærri hluta af kökunni  „Hljóðbylting“ orðið á örfáum misserum Morgunblaðið/Ómar Upptaka Vinsældir hljóðbóka aukast hratt og hljóðverum fjölgar. 544 5151tímapantanir Allar almennar BÍLAVIÐGERÐIR Bíljöfur ehf er stoltur aðili að kynna aðgerðir ríkisstjórnarinnar ALLIR VINNA sem felur í sér endurgreiðslu á VSK af vinnulið einkabifreiða Smiðjuvegi 34 • gul gata Kópavogi • biljofur@biljofur.is Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Andrés Magnússon andres@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Snarpur jarðskjálfti varð klukkan stundarfjórðung yfir fjögur síðdegis í gær og átti upptök sín 3,2 kílómetra austur af Fagradalsfjalli. Skjálftinn var 4,2 stig að stærð og fannst víða á Suðvesturlandi. Um stundarfjórðungi fyrir tvö í gær varð annar jarðskjálfti af stærð- inni 3,7 á Reykjanesi. Sá átti upptök sín 2,9 kílómetra austur af Fagradalsfjalli. Skjálftinn varð á 7,2 kílómetra dýpi og fannst hann víða á Suðurnesjum, höfuð- borgarsvæðinu og Akranesi. Yfir hundrað tilkynningar um stærri skjálftann bárust Veðurstof- unni en þegar blaðamaður ræddi við náttúruvársérfræðing þar í gær höfðu engar tilkynningar borist um tjón, þótt hlutir hefðu skolfið í hillum í Grindavík og brakað hefði í húsum. Mikil jarðskjálftavirkni hefur ver- ið við Fagradalsfjall undanfarinn mánuð, en öflug jarðskjálftahrina hófst þar 19. júlí. Ríflega 5.000 skjálftar hafa síðan mælst á svæðinu. Verið mikið skjálftaár Í tilkynningu frá Veðurstofunni er þessi virkni sögð líklega af völdum spennubreytinga vegna endurtek- inna kvikuinnskota á Reykjanes- skaga sem hófust í lok janúar á þessu ári. „Þetta hefur verið mikið skjálfta- ár,“ sagði Fannar Jónasson, bæjar- stjóri Grindavíkurbæjar, í samtali við blaðamann eftir stærri skjálft- ann. Hann fannst vel í Grindavík, þótt Grindvíkingar hafi fundið fyrir öflugri skjálftum á árinu. Spurður hvort Grindvíkingar séu orðnir öllu vanir jánkar Fannar því en segir að stórir skjálftar sem þessi venjist ekki. ragnhildur@mbl.is Stór skjálfti á Reykjanesi  Bæjarstjóri segir að stórir skjálftar venjist ekki  4,2 stig Lo ft m yn di r e hf . Jarðskjálfti við Fagradalsfjall Fagradalsfjall Grindavík Kefl avík Njarðvík Vogar Hafnir Sandgerði Garður 4,2 Skjálfti að stærð 4,2 kl. 16.15 í gær Viðgerðir standa nú yfir á Þórshamri, listaverki Ás- mundar Sveinssonar. Verkið er frá 1962 og er í eigu Listasafns Reykjavíkur en það hefur verið í láni síðan 2007 hjá Listasafni Reykjanesbæjar. Verkið er ansi veðurbarið að sögn Sveins Markússonar málmsmiðs, en hann var fenginn til þess „lappa upp á“ verk Ásmundar eins og hann segir sjálfur. „Það er orðið ryðgað á nokkrum stöðum en er samt í merkilega góðu standi miðað við aldur. Verkið er frá 1962 en svo er rekavið- urinn í verkinu líklega eldri. Í raun veit enginn hvað hann er gamall.“ Sveinn segir að bera þurfi olíu á við- inn svo hann varðveitist betur. Sigurður Traustason hjá Listasafni Reykjavíkur seg- ir í samtali við Morgunblaðið að ekki liggi fyrir hvar og hvenær verkið verður sýnt næst. Þó séu allar líkur á að verkið verði til sýnis í Reykjavík að lokinni viðgerð. Morgunblaðið/Árni Sæberg Myndlist Sveinn Markússon, hér til vinstri, sýnir Viktori Smára Sæmundssyni skemmdir á Þórshamri. Veðurbarið verk Ásmundar lagað „Ákveðnum hlutum var svarað en ekki öllum. Það þarf að skoða þetta betur.“ Þetta sagði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, í samtali við Morgunblaðið í gær- kvöldi um fund formanna stjórnar- andstöðuflokkanna og nefndarmanna í fjárlaganefnd, sem haldinn var í Hörpu í gær. Rætt var frumvarp til fjáraukalaga þar sem heimild er lögð til handa ráð- herra að veita Icelandair ríkisábyrgð á lánum vegna tekjufalls fyrirtækis- ins vegna faraldursins. „Það er náttúrulega ágætt að fá ýmsar upplýsingar um þetta stóra og mikla mál. Eins og ég hef sagt er ríkisábyrgð ekki sjálfgefin. Þess vegna erum við að fjalla um þetta gríðarlega mikilvæga fyrirtæki,“ seg- ir Þorgerður. Fundurinn hafi verið fyrsta tækifæri stjórnarandstöðunn- ar til að fara yfir þetta mál, þótt málið hafi verið í vinnslu síðan í apríl. Hún segir að enn vanti frekari svör við ýmsum spurningum, svo sem hvaða sviðsmyndir blasi við ríkinu. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segir að ljóst sé að aðkomu ríkisins sé þörf til að tryggja afkomu Icelandair. „Þetta er mjög mikilvægt félag fyrir íslenskt efnahagslíf. Það virðist þurfa þessa aðkomu til þess að aðrir fjárfestar fá- ist til þess að leggja inn hlutafé,“ segir Sigmundur. Hann telur að svörin sem fengust á fundinum hafi verið prýðileg. „Samt er ýmislegt sem ekki er hægt að svara í þessu. Það er heilmikil óvissa um hvernig þetta fer.“ Frumvarpið verður rætt á svoköll- uðum þingstubbi sem hefst í dag. petur@mbl.is Ýmsum spurning- um enn ósvarað  Fundað um ríkisábyrgð Icelandair Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Harpa Fundarhöld um ríkisábyrgð Icelandair fóru fram í Hörpu í gær.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.